Morgunblaðið - 28.02.1960, Page 15
Stmnudagur 28. febrúar 19S0
MORGVNBLAÐIÐ
15
i -
Margir litir og fjölbreytt form
Helztu tizku-
einkennin
A og B. Tveir kjólar frá Cap-
ucci, annar með þrem pilsum,
eins og svo mjög einkennir
tízku hans í ár. Tvö neðstu
pilsin, ásamt stuttum hönzk-
um, sokkum og skóm eru í
ólívugrænum lit, blússa og hár
hattur í mjúkum bleikum lit.
Capucci hefur vakið einna
mesta athygli á tízkusýning-
unum nú, sérílagi fyrir skarp.
ar litasamsetningar á kjólun-
um. Meginreg'lan er þessi:
Einn litur frá skóm upp að
mjöðmum, annar frá mjöðm-
um og upp úr. Helztu litasam-
setningar hans eru: Ólívu-
grænt og bleikt, sítrónugult
og fjólublátt, kaffibrúnt og
rjómalitur og ýms afbrigði af
grænum litum. Önnur ein-
kenni á sýningu hans voru:
Breið belti, stuttir jakkar og
kjólfaldurinn hylur rétt hnén.
C. Barentzen heldur sig við
serkinn. Engir kjólar frá hon-
um féllu að mittinu. Takið
eftir hattinum.
D. Skemmtilegur og léttur
kjóll frá Panels, gulur með
hvítum útsaumi.
E. Kjólar Veneziani vöktu
aðdáun kvenfólksins, eins og
oftast áður, með sínum mjúku
og óákveðnu línum. Pilsin oft
í fellingum, með ýmis konar
skrauti. Litirnir eingöngu
dökkbláir og svartir.
F. Ullardragt frá Mingolini-
Gugenheims, smagraðsgræn
með þungum, ofnum legging-
um. Áherzla lögð á slapandi
axlir. Kvöldkjólar hans og
hanastélskjólar voru mjög
skrautlegir, útsaumaðir og
perluskreyttir.
G. Rococo-liljur Fontana,
svartar á hvítum fleti lífguðu
mjög upp á sýningu hans.
Fontana fékk þá flugu í höf-
uðið að módernisera gamla
barrok-stílinn, þótti honum
takast það vel og var sýning
hans ein sú skemmtilegasta
og fjörlegasta. Atlir kjólar
hans voru kragalausir.
H. Svartir satínsborðar falla
eins og kögur yfir þykkt
crepe-efni. Hin töfrandi frú
Galitzine teiknaði þenna kjól
og á hann að minna á foss.
Takiö eftir breiða beltinu,
sem situr á mjöðmunum.
I. Carosa lætur vídd pilsana
byrja við mjaðmir. Mittið
kemur vel í ljós. Ermarnar
eru bogadregnar.
J. Græn glæsileg ullarkápa
frá Fabiani með háu,
mjou
belti upp undir brjóstum. Lín-
an er hnattlaga. Kjólar Fabi-
Fyrstu myndirnar af ítölsku tízkunni
Teiknari: Jean Spadea
anis voru flestir með prins-
essusniði.
K. Simonetta, eiginkona
Fabiani, fór að þessu sinni
eigin götur og var tízka henn-
ar mjög frábrugðin Fabianis.
Þessi fallega hálfkápa, blá og
hvít stykkjótt er eitt af meist-
araverkum hennar. Hatturinn
er hár og kúptur.
*