Morgunblaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. febrúar 1960
GAMLI lágvaxni maður-
inn, sem gengur á banda-
skóm og í sportskyrtu um
lítið einbýlishús á blóm-
skrýddri Beverly-hæðinni,
hverfi kvikmyndastjarn-
anna í Hollywood, nálægt
bleiku höllinni hennar
Jayne Mansfield, þar sem
allt er hjartalaga, jafnvel
sundlaugin, hann er ein af
leiðarstjörnum nútímans.
Nafn hans mun í framtíð-
inni munað eins og
nafn Einsteins og Picassos.
Myndin af honum í Holly-
woodhverfinu verður í
myndasafninu af frægum
mönnum, innan um mynd-
irnar af Bach með virðu-
legu Lúðvíks 14. hárkoll-
una við barrok-orgelið í St.
Tómasarkirkjunni í Leip-
zig, af Mozart litla að leika
fyrir Maríu Antoinettu eða
Beethoven með úfinn lubb-
ann að leika í fyrsta sinn
eina af sónötum sínum fyr-
ir yfir sig hrifna áheyr-
endur í fátæklegu íbúðinni
sinni í Vínarborg. Igor
Strawinsky er, eins og þeir,
maður síns tíma. Og eins
og þeir er hann um leið
maður allra tíma.
Loks skiUlu heimskingjarnir
Arið 1913 voru fjögur ár
liðin síðan rússneskur aðals-
maður, sem taldi sig kominn
af Pétri mikla, hafði náð
frægð í Parísarborg. Hann hét
Serge de Diaghilev og að
starfi var hann eiginlega
verndari lista og vísinda eða
það sem nú mundi kallast
„framleiðandi". Honum var
sérlega lagið að draga fram í
dagsljósið afburðafólk. Hann
hafði t.d. uppgötvað dansara
sem áttu enga sína líka, Nij-
inski og Pavlovu, balletmeist-
ara eins og Fokine og Balanch
ine, skáld, sviðsmálara og ó-
þekkta listmálara eins og Coct
eau, Picasso, Matisse og Chir-
ico. Og nú var rússneski ball-
ettinn búinn að vera í fjögur
ár sú grein í listalífi Parísar-
borgar, sem mesta athygli
vakti.
Nokkrum árum áður hafði
Diaghilev heyrt í Pétursborg
stutt hljómsveitarvenk, sem
kallað var Flugeldar. Það 'ar
eftir ungan landa hans, sem
hafði samið það í tilefni af
brúðkaupi kennara síns, Rir’
sky-Korsakovs. Þetta verk
hafði vakið athygli hans og
hann hafði ekki gléymt nafni
höfundarins, Igors Straw-
---------------------------*
Strawinsky var á gangi á
götu í Bologna á Ítalíu, er
hann rakst á heila synfóníu-
hljómsveit. Mennirnir voru
að bíða eftir að æfing hæf-
ist, og fengu óvænt nýjan
hijómsveitarstjóra.
inskys. Hann hafði þegar beð-
ið hann um raddskrá fyrir tvo
balletta, Eldfuglinn og Petro
uchka, sem Parísarbúar urðu
stórhrifnir af. Og nú hafði
hann enn hrífizt af áformum
hans um íburðarmikið verk,
byggt á heiðnum trúarsið, sem
ungi maðurinn hafði séð fyrir
sér í nokkurs konar draumi,
og sagt honum frá. Verkið
átti að fjalla um gamlan
galdramann, sem situr í
hringnum og horfir á dauða-
dans ungrar stúlku, er fórna á
fyrir náð vorguðsins. Verkið
var samið og hlaut nafnið Vor
fórnm. Meðan á æfingum stóð
benti Diaghilev öllum á unga
granna manninn með íhugula
augnaráðið og sagði: „Virðið
hann ve-1 fyrir ykkur, á morg-
un verður hann frægur“.
Frumsýningarkvöldið var
allt hefðarfólk Parísarborgar,
framámenn í listum og sendi-
menn erlendra ríkja saman
komið £ nýja Champes Elysées
leikhúsinu. Þar voru m. a.
Saint-Saens, Debussy, Ravel,
Satie, Florent Schmitt og Coct
eau. En um leið og þessi mús-
ík, er markvisst hafnaði öllum
auðveldum brögðum til á-
hrifa, féll með hamrandi hljóð
falli yfir salinn, byrjuðu á-
horfendur að ræskja sig, svo
að hlægja og loks að hrópa og
flauta. Hjól'hestabjöllur voru
dregnar upp úr vösunum,
Saint-Saens gekk út og Pourt-
les greifafrú lýsti því yfir há-
stöfum, að í þessi 60 ár, sem
hún hefði lifað, hefði enginm
dirfst að gera gabb að sér
fyrr. Fólkið á svölunum rudd-
ist niður í stúkurnar til gagn-
árásar og skipst var á högg-
um með hnúum og göngu-
stöfum. Daginn eftir var Vor-
fórnin ekki lengur á sýning-
arskrá leikhússins. Straw-
insky lá í rúminu með slæma
hitasótt, en margir þóttust þó
sjá að orrustan væri unnin.
Tónlistin var að komast í nýj-
an áfangastað í sögu sinni,
handan við ofsafengna músík
Wagners og tindrandi þokuna
í tónlist Debussys. Hið háal-
varlega blað „Times“ í Lond-
on sagði að Vorfórnin væri á
okkar öld það sama sem ní-
unda synfónía Beethovens var
á sínum tíma. Og Diaghilev
gat sagt: — Loksins hafa þess-
ir heimskingjar skilið.
Heyrnarlaus bóndi fyrsti
kennarinn
í einu horninu á vinnustofu
Strawinskys í Hollywood er
komið fyrir ótal mannamynd-
um, og það er eins og fólkið sé
komið beint út úr sögum eftir
Chekov. Þetta horn herbergis
ins tilheyrir gamla Rússlandi.
Þar standa líka ótal gylltar
íkónur á hillu. Hér biðst
Strawinsky fyrir. Hann hefur
haldið barnatrú sinni, og sam
ið messu og sálmasynfóníu.
Það lá við að trú hans yrði
orsök vinarslita milli hans og
Diaghilevs, sem þóttist vera
trúlaus.
Þó Strawinsky, sem nú er
bandarískur borgari eftir að
hafa áður haft franskan ríkis-
borgararétt í 20 ár, hafi aldrei
viljað koma aftur til föður-
lands síns, ekki einu sinni í
stutta heimsókn, þá á hann
þar enn djúpar rætur. Jean
Witold hefur sagt, að í list
hans sé hin gamla slavneska
undirstaða, sem byggist á
rytma í dásamlegu samræmi
við glöggskyggnina, sem ein-
kennir franska tónlist.
Strawinsky segir að sín
fyrstu kynni af framtíðarvið-
fangsefninu hafi orðið á sveita
setri fjölskyldu hans í Oustil-
oug. Faðir hans var fyrsti
bassasöngvari við óperuna í
St. Pétursborg. Móðir hans
var píanóleikari. En fyrsti
kennari hans varð þó ómennt-
aður rússneskur bóndi. Maður
inn var heyrnarlaus og
skemmti Igor litla og þremur
bræðrum hans með kynlegum
hröðum söng, um leið og hann
sló taktinn með handleggjun-
um. Hljóðfallið varð furðulegt
en mjög reglulegt.
Strawinsky var heldur slak
ux nemandi allan sinn nams-
feril, allt upp í lagaskóxann.
— Hahn hefur ekki áhuga fyr
ir neinu nema tónlistinni,
sögðu kennarar hans.
VinnubrögSin einkennast af
reglusemi
Strawinsky er nú orðið á
sífelldum ferðalögum, til að
stjórna verkum sínum, en not-
ar aldrei tónsprota heldur
kreppta hnefana. I nóvem-
ber sl. var hann í Englandi í
tilefni þess að ödipus konung-
ur var uppfærður aftur þar
eftir 30 ár og í New York í
janúar þar sem nýjasta verk
hans var frumflutt.
Heima í Hollywood fytgir
hann nákvæmri dagskrá.
Hann vaknar kl. 8, eyðir
nokkrum mínútum í morgun-
leikfimi ,reykir fyrstu sígar-
ettuna, les blöðin og borðar
morgunverð. Síðan heldur
hann inn í vinnustofuna, sem
er nokkurs konar rannsóknar-
stofa þessa sérstæða efnafræð-
ings í tónlistinni.
Herbergið er hlaðið dóti, en
allt er það í aðdáanlegri röð
og reglu. Á teikniborðinu er
alls kyns hlutum raðað af
mikilli nákvæmni, bláum.
Framh. á bls. 17.
Igor Strawinsky og Vera kona hans búa í litlu einbýlishúsi innan um kvikmyndastjörnUrnar
í Holly wood.