Morgunblaðið - 28.02.1960, Qupperneq 22
22
MOnCUNBLAÐlÐ
Sunnudagur 28. febrúar 1960
Nlorðmesm eiga iifia von i
þjóðaríþrótt sinni skíða-
stökkinu
Ausfur-Þjóðverjinn Helmut Recknagel
liklegasti sigurvegari
MARGIR telja keppnina í
skíðastökki hátind Vetrar-
olympíuleikanna. Hún er tign
arlegasta íþróttagreinin, þeg
ar keppendurnir svífa hátt
um himininn líkt og hefðu
þeir vængi.
Skíðastökkið er síðasta
grein Olympíuleikanna. Hún
hefur löngum verið sérgrein
Norðtnanna. í Noregi var hún
fundin upp og í nágrenni Oslo
er frægasti skíðastökkpallur í
heim að Holmenkollen. Norð-
menn áttu frægasta og frækn
asta skíðastökkvara, sem
nokkurntíma hefur verið uppi
í heiminum, Birger Ruud, sem
hlaut tvisvar gullverðlaun og
einu sinni silfurverðlaun á
Olympíuleikum.
Torbjörn eina vonin.
En nú hafa Norðmenn dregist
aftur úr í þessari grein. Aðrar
þjóðir eiga miklu meiri kappa
en þeir, sé-rstaklega þó Finnar
og Þjóðverjar. Á síðustu Olympíu
leikum í Cortina urðu Norðmenn
að sætta sig við 9. sætið meðan
Finnar áttu tvo fyrstu mennina.
Það er ekki heldur búizt við
því, að Norðmenn sigri í skíða-
Þannig verður skogur til
Plantið einu tré. Bætið síðan við öðru
og þannig áfram, áður en varir er ris-
inn upp skógur . . . mörg einstök tré.
Sama gildir um auglýsingar. ef þær eiga
að bera árangur við sölu varnings eða
þjónustu. Þér þurfið að auglýsa einu
sinni og halda síðan áfram að auglýsa,
þá getið þér vænzt mikils árangrurs. —
Gildi endurtekninga rinnar er almennt
viðurkennt. Það á ekki síður við um
auglýsingar yðar. Einmitt þess vegna
er VIK A N kjörið auglýsingablað,
hún kernur VIKU eftir VIKU inn
á flest heimili landsins og er lesin af
flestum þeim sem kaupa vörur og þjón-
ustu í landinu.
Notfærið yður hverja VIK U til
þess að gróðursetja, þá hafið þér heilan
her gróðursetningarmanna í þjónustu
yðar o gvöxturinn mun ekki láta
á sér standa.
stökkskeppninni, sem fram fer
í dag, þó þeir séu ekki alveg
vonlausir. Sterkasti maður þeirra
er Torbjörn Yggseth, sem hefur
átt mörg 90 metra stökk á stökk-
pallinuna í Squaw Valley síðustu
daga, en engin þar yfir.
Recknagel öruggur.
Vænlegastur til sigurs í skíða-
stökkinu þykir austur-þýzki
skíðagarpurinn Hei-muth Reck-
nagel. Að undanfömu hafa skíða
stökksmennirnir verið að æfa sig
í Squaw Valley og hefur það
greinilega komið í ljós þar, hve
Recknagel er öruggur og sterk-
ur í þessari grein. Hann virðist
stökkva um 91% metra í hverju
stökki, hann stekkur fallega og
kemur ætíð örugglega niður. Eng
inn skíðastökksmannanna á jafn
stöðugan, góðan árangur og hann,
en það skiptir miklu máli, því
að úrslitin fara eftir meðaltali
þriggja stökkva.
Af keppinautum Recnagels ber
helzt að nefna Finnan Niilo Hal-
onen, sem stökk í æfingu 93%
metra, en annars voru stökk
hans um 85 metrar og nægir
slíkt honum ekki til sigurs. —
Annar Finni að nafni Heino
Kirjonen getur einnig orðið
Þjóðverjinn Recknagel að
leggja af st»ð í stökkbraut-
ina. Hann er öruggur stökk-
maður og þykir vænlegast-
ur til sigurs.
skeinuhættur. Hann er jafnari en
Halonen, á flest stökk upp á 89
metra.
Rússi og jafnvel Japani.
Þá má nefna Rússann Tsakad-
ze sem s-tökk á dögunum tvö 89
metra stökk, en stíll hans var
ófagur og han kom illa niður og
féll í þriðja stökki sinu í æf-
ingakeppninni. Það hefur oftar
komið í ljós, að honum er hætt
við að falla.
Nokkrir landar Recknagels eru
einnig allsterkir svo sem Leo-
dolter sem átti 89,90 og 91 m
stökks á æfingu. Einnig hefur
Þjóðverjinn Max Bolkart og
Veith Kúhrt tekist að stökkva
yfir 90 metra. Þá má nefna Jap-
anann Rikio Yoshida, sem einu
sinni hefur tekizt að stökkva
90 metra. En hætt er við að hinn
íslenzki keppandi verði ekki fram
arlega með sitt 80 metra stökk.
Lokadagurí
Kerlingardal
í D A G er síðasti dagur
Vetrar-OIympíuleikanna í
Squaw Valley. Þar með lýk-
ur einum skemmtilegustu og
viðburðaríkustu Vetrarolymp
íuleikum, sem haldnir hafa
verið. Er það samdóma álit
allra þátttakendanna, að all-
ur undirbúningur og skipulag
þessara leika hafi orðið Banda
ríkjamönnum til hins mesta
sóma. Verður þó að viður-
kenna, að margir voru ugg-
ahdi í fyrstu út af staðarval-
inu, en í Squaw Valley hafði
orðið að reisa íþróttasvæði,
alveg upp frá rótum.
Aðsókn hefur orðið meiri
en búizt var við og er uppselí
að lokaathöfninni í dag.
Fagrar minningar
Það verður sannarlega margs
skemmtilegs að minnast frá
Squaw Valley. Zimmerman og
Penny Pitou eiga sínar minning-
ar. Menn munu minnast þess, að
skíðafærið var betra en það hef-
ur áður verið og skautabrautin
með bezta móti. Hins vegar
fannst íþróttamönnum í meira
lagi vindasamt þar og truflaði
það einkum skautakeppnina.
Sérlega góður andi ríkti meðal
íþróttamannanna í Squaw Valley.
Það má segja, að aðeins hafi
gerzt tvö leiðindaatvik. Annað
var íshokkí-keppni Kanada og
Svíþjóðar, sem varð allsherjar-
slagsmál og hitt er ákæra rússn-
esku skíðakvennanna um að
sænsk skíðastúlka hafi hrint.
Óvænt úrslit
Úrslit keppnisgreinanna í
Squaw Valley voru mörg mjög
óvænt. Yfirleitt voru Norður-
landabúar sigri hrósandi en rússn
eska liðið stóð sig ekki eins vel
og menn höfðu ætlað. Þrátt
fyrir það koma Rússar út af
leikunum í heild sem sigurvegar
ar. Óvæntustu úrslitin voru sig-
ur Norðmannsins Brusveens í 15
km. göngu og e. t. v. Norðmanns
ins Aas í 1500 metra skauta-
hlaupi, að maður ekki tali um
sigur sænsku kvennanna í skíða
boðgöngu kvenna. Að vísu tafð-
ist ein rússneska konan, en jafn-
vel þó hún hefði ekki fallið hefði
orðið mjög tvísýnt um úrslit.
Sigur Þjóðverjans Thoma kom
einnig nokkuð á óvart og enn
var sama að segja um sigur
Frakkan6 Vuarnet í bruni.
Nú kveðja íþróttamennirnir
Squaw Valley með beztu þökk-
um. Næstu Vetrarolympíuleikar
verða háðir í Innsbruck í Austur-
ríki 1964. Þá hafa Rússar boðizt
til þess til að annast umsjá Vetr-
ar-olympíuleikana 1968 og benda
til þess á bæinn Bakuniani í Úral
fjöllum. Þeir þurfa sannarlega að
vanda sig, ef þeir ætla að stand-
ast samanburð við frágang
Bandaríkjamaima í Squaw
Valley.