Morgunblaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. febrúar 1960
MORGVTSBLAÐIB
23
HarSasti leikur í íshokkí varS í undankeppni milli Kanada og
Svíþjóðar. Kanada sigraði með 5:2, en sænski markmaSurinn
var studdur út beinbrotinn eins og myndin sýnir. Hafa Svíar
hlotið gagnrýni fyrir fruntahátt.
sína í kappleikum á þessu móti.
Japani sigruðu þeir með 19:0 og
Þýzkaland með 12:0.
Slagsmál
fshokkíkeppnin getur verið
mjög hörð. Svíar hafa átt nokk-
urn þátt í hörkunni. Þeir sendu
að þessu sinni sterkt lið í keppn-
ina sem ætlaði sér vægðarlaust
að komast upp í röð hinna
þriggja efstu. Þegar þeim lenti
saman við Kanada í undankeppn-
inni varð úr því heljar mikil
sprenging og slagsmál meirihluta
leikjarins og beinbrotnaði mark-
maður Svía en fjöldi leikaranna
skrámaðist. Hefur sænska liðið
síðan verið gagnrýnt harðlega
fyrir sinn fruntalega leik og ekki
sízt í sænsku íþróttablöðunum.
Segja þau, að það hafi verið mis-
tök hjá forustumanni sænska liðs
ins að stöðva ekki slagsmálin.
Keppni milli Rússa og Finna var
og mjög hörð.
Hörkuspenn-
andi keppni í
íshokkí
ALLA daga Vetrarleik-
anna í Squaw Valley hefur
staðiö yfir keppni í íshokkí.
Lýkur þeirri keppni ekki fyrr
en síðasta daginn, þ.e. í dag.
Verður nú æsilegasti kappleik
urinn milli Kanada og Kúss-
lands, sem verður án efa úr-
slitaleikurinn.
6 keppa til úrslita
Níu ríki taka þátt í íshokkí-
keppninni. f fyrstu var keppt í
þremur riðlum og voru þrjú lönd
í hverjum þeirra. Tvö ríki úr
hverjum riðli fluttust upp í úr-
slitariðil og eru því í honum sex
ríki: Bandaríkin, Rúpsland, Kan-
Þjóðaríþrótt Kanada
Íshokkí hefur sem kunnugt er
löngum verið vinsælasta þjóðar-
íþrótt Kanada-manna og hafa V-
íslendingar mjög komið við sögu
í þessari íþróttagrein og hefur
íslenzkt lið „Fálkarnir" fyrr á
árum unnið olympíukeppni í þess
ari grein.
Kanadamönnum sárnaði það
mjög, er þeir töpuðu fyrir Rúss-
um og Bandaríkjamönnum og
urðu að sætta sig við þriðja sæt-
ið á leikunum í Cortina 1956.
Hafa þeir nú lagt ríka áherzlu á
það milli Olympíuleika, að þjálfa
ósigrandi lið. Enda hafa þeir svo
að segja molað alla andstæðinga
Enn er ekki hunnugt um úr-
slit leiksins milli Kanada og
Bandaríkjanna, sem fram fór
seint á föstudag. f gær Iaiugar-
dag áttu að leika saman
Bandaríkin og Rússland. Þá
skyldu aftur keppa saman
Kanada og Svíþjóð og var nú
ekki búizt við eins ósæmileg-
um leik þeirra í milli og fyrra
skiptið. Á sunnudag keppa
Kanada og Rússland og einnig
Bandaríkin og Tékkóslóvakía.
I DAG á lokadegi Vetrar-
Olympiuleikanna í Squaw
Valley er dagskráin á þessa
leið:
Skíðastökk.
Sýning í listhlaupi á skautum.
Eokaathöfn.
Schannong’s minnisvarðar
0ster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
ada, Þýzkaland, Svíþjóð og
Tékkóslóvakía. Hins vegar hafa
skussarnir fengið að keppa í svo-
nefndum „sárabótariðli" og eru
í honum þrjú ríki Ástralía, Japan
og Finnland.
Það varð fljótt greinilegt, að
þrjú liðin báru af, þau sömu eins
og á vetrarleikunum í Cortina á
Ítalíu, Kanada, Bandaríkin og
Rússland. Virðist enginn vafi á
því, að þau Skipti verðlaunapen-
ingunum á milli, aðeins geta ver-
ið skiptar skoðanir um, hver fái
gullið. Þó virðast flestir spá því,
að það verði Kanada.
Rússar linir
Byrjunarriðlunum lauk þann-
ig, að Kanada hafði sett 24 mörk
en fengið 3, Bandaríkin 19:6 og
Rússland 16:4 Rússar voru síð-
ustu meistarar á leikunum í
Cortina en að þessu sinni gekk
þeim heldur illa móti Tékkósló-
vakíu og Finnlandi, þeir sigruðu
að vísu báða en ekki með þeim
yfirburðum, sem ætlað hafði ver-
ið. Til dæmis vakti það hrifningu,
hve Finnarnir gátu staðið merki-
lega vel í Rússunum. Sigruðu
Rússar þá með 8 mörkum gegn 4,
en Tékka með 8:5.
Nýkomið úrval af
WESTLE
litar-shampoo — allir litir, lögur og duft
NESTLE-hárlakk
NESTLE-hárlagningarvökvi
Meðan upplagið endist geta
nýir áskrifendur fengið 2 síð
ustu árganga (1957 og 1958)
fyrir aðeins 50 kr. — eða
sama verð og árgjaldið er nú.
Dragið ekki að senda áskrift
og pöntun því að sum blöðin
eru alveg á þrotum — og síð-
asta blaðið senn uppselt.
NE STLE-permanent
Ennfreniur hið margeftirspurða
OPILCA
háreyðingakrem
Cool and Dry fótaduft
Höfum aftur fengið hið vinsæla
BABY CURL
fþróttablaðið SPORT
Snyrtivörubuðín
öldugötu 59, Rvík
Laugveg 76 — Sími 12755.
Hvaoa lio kemst í 7. deild
— og hvaða lið ,,deftur"
í Hálogalandi verða í kvöld
leiknir tveir leikir í íslandsmót-
inu sem eru þýðingarmiklir
fyrir úrslit mótsins. Er því
kvöldið í kvöld eins konar
„auka“ úrslitadagur í mótinu.
í 1. deild mætast Valur og Ár-
mann og er þetta úrslitabarátt-
an um það hvort liðanna fellur í
2. deild. Valur hefur 2 stig en
Ármann ekkert og Val nægir því
jafntefli, en víst er þó að Ármenn
ingar munu berjast af hörku til
að missa ekki þetta síðasta tæki
færi til áframhaldandi setu í L
deild.
Þá fer fram í 2. deild, leikux
milli Fram og Víkings, en milli
þeirra stendur baráttan um sæt-
ið sem losar í fyrstu deild. Bæði
liðin hafa sigrað í ölium sínum
leikjum til þessa, og hafa bæði
fullan hug á að komast í 1. deild.
Það verður því „barizt“ að Há-
'logalandi í kvöld.
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim mörgu, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýj-
um handtökum á 70 ára afmælisdegi mínum hinn 22.
febrúar. Sérstaklega þakka ég Maríu og Karli Guðmunds-
syni skipstjóra Öldugötu 4.
Guð blessi ykkur öll.
Pétur Þórðarson, Laugaveg 159A.
Börnum mínum, tengdabörnum, frændfólki og öðrum
vinum, sem á ýmsan hátt glöddu mig á sjötugs afmæli
mínu 16. febrúar sl. færi ég mínar beztu þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Jóna Gísladóttir,
Linnetstíg 2, Hafnarfirði
Móðir okkar
BJARNVEIG MAGNtTSDÓTTIR
Barónsstíg 19,
verður jarðsungin mánud. 29. febr. kl. 10,30 f.h. frá
Fossvogskirkju.
Þórsteina Árnadóttir, Hrólfur Benediktsson,
Sigríður Árnadóttir, Sigurbjöm Benediktsson.
Jarðarför móður okkar,
ÓLAFÍU EINARSDÓTTUR
Njájsgötu 58 B
fer fram frá Fossvogskirkju mánudag 29. febrúar kL
1,30 e.h. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam-
lega bent á kristniboðsstarfið í Konsó.
Fyrk’ hönd fjarstaddra systkina.
Soffía Sveinsdóttir, Dómhildur Sveinsdóttir,
Jarðarför
SIGURJÖNS STEFÁNSSONAR
Kirkjuteig 13
fer fram mánudaginn 29. febrúar. Athöfnin hefst með
húskveðju kl. 13 á heimili hins látna. Blóm og kransar
afbeðið, en þeir sem vilja minnast hans, er bent á minn-
ingarsjóð Árna Jónssonar við Fríkirkjuna.
Jarðað verður frá Fríkirkpunni kl. 14. Athöfninni
útvarpað.
Dætur hins látna
Faðir okkar
EÐVALD F. MÖLLER
sem andaðist hinn 24. þ.m., verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 1. marz. Athöfnin hefst
kl. 13,30.
Börnin
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem auð-
sýndu samúð og vináttu við fráfall og jarðarför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur
ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR
Sveinn Björnsson,
Margrét Jóna Sveinsdóttir, Björn Ingi Sveinsson
Margrét Jónsdóttir, Gísli Jónasson.
Við þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát
og útför
PÁLS HANNESSONAR
á Guðlaugsstöðum.
Böm og tengdabörn.