Morgunblaðið - 28.02.1960, Síða 17
Sunnudagur 28. febrúar 1960
MORGUNBLAÐIÐ
17
—- Strawinsky
Framh. af bls. 10
grænum .rauðum og svörtum
blekbyttum, meira að segja
þremur svörtum, sem allar
hafa sínu hlutverki að gegna,
ein fyrir nóturnar, önnur'fyr-
ir textann og sú þriðja fyrir
línurnar. Þar eru strokleður
af öllum gerðum, þerripappír,
límkrús og alls kyns gljáfægð
ar reglustikur, klórur, hnífar
og rissfjaðrir, að ógleymdu
sérstökum tæki, „Stravi-
gor“, sem hann hefur fundið
upp og notar til að draga lín-
urnar.
Strawinsky semur þó ætíð
á píanóið, því hamn vill „raun
verulegt" samband. Og síðan
skrifar hann nóturnar niður
á blað sem liggur fyrir fram-
an hann. Hvernig semur
hann? Það veit enginn, því
enginn fær að koma inn með-
an hann er að vinna. Það er
þó vitað, að hann hreinskrifar
allt sjálfur, frá upphafi til
enda, með mismunandi bleki,
án þess að strika nokxurs
staðar yfir eða skrifa fyrir of
an línu. Hver villa er vand-
lega þurrkuð út með ein-
. hverju strokleðrinu. Handrit-
uðu nótnablöðin hans eru eins
og þau séu að koma beint úr
prentvélinni.
Þessi reglusemi setur svip á
allt hans líf. Hvarvetna verð-
ur að ríkja röð og regla. W-ið
í nafni hans var enskumæl-
andi mönnum t. d. ljár í þúfu,
því þeim hætti til að bera
nafnið fram Straouinsky. Þess
vegna lét hann breyta tvö-
falda v-inu í einfalt alls stað-
ar nema á opinberum skjöl-
um.
— í mínum augum er tón-
listin eðlilegt starf, sem mér
finnst mér vera ætlað að
vinna. Ég sem tónlist, af því
að ég er til þess gerður og
gæti ekki án þess verið, segir
hann. Það sem í orðabók
mundi vera skilgreint sem
„listin að setja saman hljóð“,
en í hans augum „skipulagn-
ing á tíma“. Þetta táknar þó
ekki að hann semji eins og
fugl syngur. Hann vinnur
hægt, breytir og endurtekur,
og skrifar aldrei meira en 2—3
síður á dag.
En hvenær kemur þá and-
inn yfir hann? — Einkum á
morgnana meðan ég er að
vinna, svarar hann. Anda-
giftin kemur ekki til hans,
heldur nálgast hann hana.
Honum er jafn nauðsynlegt að
skapa, eins og að borða og
drekka. Þegar hann var fyrir
skömmu á ferð í Feneyjum,
fann ljósmyndari einn hann
snemma morguns við píanóið
í auðum næturklúbb. Það var
ekkert hljóðfæri á hótelinu
hans. En andinn getur komið
yfir hann hvar sem hann er
staddur, því hann hugsar
ekki um annað en þetta eina.
Niðurinn í gosbrunni, þögnin í
kirkju, hávaðinn á götunni,
allt getur þetta orðið að tón-
list í huga hans. Það getur
meira að segja komið fyrir að
hann semji í svefni, eins og x.
d. 1918, þegar hann dreymdi
hluta úr „Sögu hermanr»s“.
En enginn skyldi láta hann
heyra að tónlist hans lýsi á
einum stað óveðri í fjarska og
á öðrum áköfum tilfinningum.
I hans augum á hún ekkert
skylt við tilfinningarnar.
Hann svarar með hinum
frægu orðum Malarmés, þeg-
ar málarinn Degas sagði við
skáldið, eftir að hafa reynt
að yrkja: — Ég hef ekki get-
að lokið við sonnettuna, þó
vantar mig ekki hugmyndirn-
ar. Þá svaraði Mallarmé: —
Maður semur ekki Ijóð með
hugmyndum, heldur með orð-
um.
Þessi gamli meistari gengur
nú um að kvöldi lífs síns virðu
legur, frægur, en ekki alltaf
rétt skilinn. Hann er bráð-
um 78 ára gamall. Trygglyndi
er sterkur þáttur í lyndiseink-
un hans, þó hann sé ekki sér-
lega mjúkmáll. Hann er
tryggur vinum sínum og
tryggur fjölskyldu sinni. Vera
kona hans fylgir honum á
öllum hans ferðalögum.
Theodore sonur hans, sem
orðinn er þekktur málari, hef-
ur tileinkað honum bók og
Soulima sonur hans hefur erft
tónlistargáfu föður síns og er
góður píanóleikari.
Strawinsky er nú orðið auð-
ugur maður, en þó ekki eins
og ætla má, því meðan hann
var fátækur, seldi hann fyrir
fullt og allt réttinn á fræg-
ustu verkum sínum. Arið 1955
hlaut hann Sibelíusarverð-
launin, sem veitt eru í Finn-
landi „því erlendu tónskáldi,
sem mest hefur stuðlað að al-
þjóðlegri menningu". Heiðurs
peningnum fylgdu 7 millj.
finnsk mörk, eða um 840 þús.
ísl. kr.
1 nýjasta verki Strawinskys,
sem flutt var í fyrsta sinn 12.
janúar sl. í Town Hall í New
York, gætir áhrifa 12 tóna
tónlistar. Hann fyrirhitti fyrst
þessa tónlist, þar sem engin
tóntegund er til, er hann sem
unglingur heyrði drukkinn
sjómann syngja á hafnarbakk-
anum í Arkangelsk, en
maðurinn h«fði ekkert lag.
Strawinsky vísaði þessu þó
frá sér þá, af því að
þarna var „kerfi“ og hann
vildi vera frjáls. Hann
hefur nú samt kosið að ráðastí
þetta. — Hvað finnst yður um
nútíma tónlist? spurði blaða-
maður hann. — Ég fyrirlít
hana, svaraði Strawinsky. —
En hvað um yðar eigin? — Ég
sem ekki nútíma tónlist, ég
sem tónlist.
(Þýtt og endursagt)
Veðrið á
Islandi er
eins og
skap mitt
UNG og fögur söngkona hefur
að undanförnu skemmt á
Lídó. Hún er ensk, en hefur
farið allvíða um og sungið.
Hvar sem hún hefur komið
hefur hún skemmt vel áheyr-
endum sínum — og það hefur
hún sannarlega gert á Lídó að
undanförnu.
Þegar hún af innilegri til-
finningu söng lagið „I am the
happiest girl in town“ datt
okkur í hug að fara á bak við
tjöldin og tala við hana.
— Ég veit ekki hvort ég er
sú hamingjusamasta — en ég
er hamingjusöm. Ég er ákaf-
lega ánægð með lífið og hví
skyldi ég ekki vera það.
— Syngjandi líf?
— Ég byrjaði að syngja um
það leyti sem ég hætti í skóla
fyrir 5 árum. Þá var mér boð-
ið starf sem söngkona — og
ég þáði það. Síðan hef ég ver-
ið það, og ég ætla að vera það.
Mér hefur gefizt tækifæri til
að syngja með ýmsum hljóm-
sveitum og í ýmsum löndum.
Kannski er það einmitt til-
breytnin sem geíur starfinu
aukið gildi.
— Gaman á fslandi?
— Já, yndislegt land. Veðr-
ið hér er eins og ég. Skiptir
oft skapi. Ég er einmitt þann-
ig. Það sem ég vildi kannski í
gær vil ég ekki í dag, það sem
ég vil í dag vil ég kannski ekki
á morgun. Alveg eins og ís-
lenzka veðrið, er-það ekki?
— Er söngurinn lífsbrautin?
— Ég veit það ekki. Ég vil
að minnsta kosti frekar njóta
þess að vera söngkona vinsæl
af almenningi, heldur en að
vera einhver „topp“ stjarna.
Ég held að það sé betra til
lengdar.
Og svo sveif hún á brott fis-
létt fagurlimuð og þokkafull.
Hljómsveitin hóf leikinn og
ungfrú Shane söng „I want to
get married“
Við gátum ekki fengið að
tala við hana aftur til að vita
hvort hún meinti líka þessi
orð sín ....
.... en ungkarlarnir og aðrir
sem vilja geta reynt að gera
það sjálfir í Lidó til 7. marz,
en þá er ætlunin að hún fljúgi
eins og farfugl til suðrænni
landa, nema einhverjum ung-
karlinum hafi tekizt mjög vel.
Opið í kvöld
Leiktríóið og Svanhildur
Jakobsdóttir skemmta
Ung stúlka
óskast strax
til sendiferða
Samlag Skreiðarframleiðenda
Aðalstræti 6 — 5. hæð.
Almennur dansleikur
í kvöld kl. 9.
Rondo kvartett leikur
Félagsheimili Kópavogs
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
lögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kirkjuhvoli. Sími 13842.
Sigurður Ölason
Hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
Héraðsdónislögmaður
Málflutningsskrifstofa
áusturstræti 14 Símt 1-55-35
Auglýsing frá S
Borðstofusett (teak og reykt eik)
Sófasett fallegt úrval
Svefnsófar eins og tveggja manna
Eldhúsborð og stólar
Skrifborð, sófaborð, símaborð, útvarDsborð
T Ó LN U M h.f.
Bókaskápar (frístandandi)
Færanleg vegghúsgögn (hillur og skápar)
Sérstaklega falleg innlögð borð (myndstruð)
Málverk eftir Veturliða Gunnarsson
Gjörið svo vel og lítið inn áður en þér festið
kaup annarsstaðar.
STÓLLINN H.F.
Laugaveg 66 — Sími 19170.