Morgunblaðið - 28.02.1960, Page 8

Morgunblaðið - 28.02.1960, Page 8
8 MORCTJNRLAÐIh Sunnudagur 28. februar 1960 Hólmgönguljóð RITDÓMUR EFTIR GUÐMÚND DANÍELSSON Matthías Johannessen: Hólm- gönguljóö. Myndir eftir Lou- isu Matthíasdóttur. Útgefandi: Helgafell. 7. febrúar 1960. ÞESSI bók, sem telur 69 blaðsíð- ur, hefur inni að halda einn ljóðaflokk, sem skiptist í 36 ljóð. Þau hafa ekki fyrirsagnir, en greinast skýrt hvert frá öðru með upphafsstefjum sínum, sem öll eru í ávarpsformi: „Þú ert viti guðs“ — „Þú ert Narkissos“ — „Þú ert auga óðins“, o. s. frv. Matthías Johannessen hefur áður gefið út Ijóðabókina „Borg- in hló“ 1958, og í bókinni „6 Ijóð- skáld“, sem kom út fyrir síðustu jól, birtust nokkur ljóð eftir Matt hías, þar af fjögur úr Hólm- gönguljóðum. Þau vöktu manni sterkan grun um að skáldið hefði nú færzt í fang stórt verk- efni af frumlegri gerð og hefði áunnið sér mikla listræna tækni. Þetta tel ég að sannist á hinni nýju bók svo sem bezt verður ákosið. Hólmgönguljóð rísa tví- mælalaust hátt að skáldlegu gildi og hljóta að vera þaulhugsuð og þrautunnin. Ég vil fyrst minnast á nafnið, sem er fallegt í sjálfu sér, en á fyrst og fremst svo vel við efni ljóðaflokksins, að tæp- lega væri hægt að finna annað hæfara. Þetta er harðvítug glíma skáldsins við dula og brögðótta tilveruna, sem það er sjálft brot af, — ekki þó í þeirri merkingu að sigra hana (sbr. „að sigra heiminn"), heldur kanna hana, komast að sannleikanum um eðli hennar og innræti og hvernig ein af okkar miklu tragidíum að hún skapar manneskjuna og elur hana upp og býr henni margs konar örlög, og hvernig mann- eskjan bregzt við þeim ólíku fyrirbrigðum, sem hún skynjar frá vöggu til grafar. Ávarpið sem skáldið notar: „Þú ert-----“ er kannski sótt í Fjall- ræðuna („Þér eruð ljós heimsins" „Þér eruð salt jarðar“). Matt- hías notar það sem tákn til þess að sýna tengsl sín og þín og okkar allra við umhverfið, and- legt og efnislegt, það sem maður hefur lært af bókum og af reysl- unni í skóla lífsins. Fyrsta ljóðið „Þú ert viti guðs“ gefur til kynna hið háleita hlut- verk mannsins á jörðinni, en „Þú ert saraþústra" segir síðan frá því hvernig farið hefur: Sara- þústra — spekingurinn forni, hvarf út í Eyðimörkina til þess að vera þar einn með guði sínum. Eyðimörkin er hér skrifuð með stórum staf og táknar hið mikla lánleysi og vonleysi kynslóð- anna, sem í leit sinni að guði virðast ekki hafa fundið guð, heldur uppgötvað atómsprengj- una — og beitt henni, gegn sjálf- um sér. „>ú ert narkissos" er að efni til sótt í gríska goðafræði: Nark- issos sá mynd sína í lindinni og varð ástfanginn af henni, fyrir ill álög refsinornarinnar (Nem- esis), því að auðvitað gat Nark- issos ekki höndlað sína eigin mynd, heldur breyttist loks í blóm, en skáldið á við að það sé MÝTT NÝTT BESSI BJAKNASON og geta aldrei höndlað þá fegurð sem við skynjum — á einstaka hvikulum augnablikum ævinnar — eins og spegilmynd í vatns- fleti. „Þú ert skinfaxi" er eins konar sólskinsblettur í heiði, glatt stef, jákvætt augnablik í baráttunni, hvíld, til mótvægis gegn hinum neikvæðu atvikum lífsins og erf- iðinu. Þetta Ijóð notar skáldið þarna til þess að gefa verkinu fyllra jafnvægi. „Þú ert auga óðins“ vísar til Völuspár, en miðhluti Ijóðsins skírskotar til Hymiskviðu, þegar Þór fór á fund Hymis jötuns og veiddi miðgarðsorm — en missti hann aftur. Kvæðislok fjalla hins vegar um för Þórs til Útgarða- loka (sbr. Gylfaginning). En skáldið er hér að vísu með nú- tímann í huga, kalt stríð milli stórvelda og því um líkt, og hversu það spillir okkur. „Meðan Þór var í útgörðum austur gerði úlfurinn sér bæli í hjörtum okkar“ GUNNAR EYJÓLFSSON Skemmtiþáttur Valerie Shane syngur með hljómsveitinni. Sími 35936 segir í niðurlaginu. Skáldið notar víða þá tækni að beina snöggu kastljósi á eitt- hvað í fortíðinni og síðan á eitt- hvað í nútíðinni, til þess að skapa hugmyndatengsl, brúa fjarlægð- irnar, — alþekkt listbragð úr heimi kvikmyndanna. Matthías gerir nokkuð óvægi- legar kröfur til lesenda sinna um þekkingu, því hann veður milli skauta í okkar vestræna menningarheimi, og er spar á út- skýringar, enda er hann ekki að að boða neina sérstaka trú eða PPSBflKflRJ BOLLUR allar tegundir I heimspekistefnu, heldur leita sjálfum sér og sinni kynslóð ein- hverrar fótfestu og handfestu í ölduróti mannlífsins og samfé- lagsins. í Ijóðinu: „Þú ert nótt á sogni“ segir hann meðai ann- ars: „Þeir lögðu sinn aldur í oddagný við úrdrifnar hlíðar þrændalaga og þjóðarharmur var þungur sem blý: í þyshöll sá enginn fleiri daga“. Þarna er stuðzt við vísu Eyvind ar skáldaspillis í Haralds sögu hárfagra, dansstef síðasta Odda- verjans, Þórðar Andréssonar, áð- ur en hann var högginn, og fleira, en í heild á kvæðið að sýna hina eilífu baráttu kynslóðanna við fjandsamleg öfl, tortímandi stefn ur o. s. frv. „Þú ert órímað ljóð“ er ádeila á andvaraleysið í fari okkar, eft- irsókn okkar eftir hégóma, svo við gefum okkur ekki tíma til að hlusta á kyrrláta rödd spekinn- ar. „ígulker er gleði okkar“ seg- ir skáldið í næsta ljóði: „Þú ert blár himinn“ — og endurtekur það til áherzlu. Þetta er skarpleg líking: ígulkerið er þunn skel hol að innan, en ytra með sárum broddum, sem meiða ef á þeim er tekið. Á bak við þá „gleði“ er Eyðimörkin, sem áður er minnzt á. Annars er kirkjuleg stemning yfir þessu ljóði og andi Ljóða ljóða Salomons svífandi yfir því, eins og „angan úr brotnu keri“. Síðan kemur banalt danskvæði, blendingur frá nútíð og miðöld- um: skemmtan alþýðunnar, eða eitthvað svoleiðis, þar sem fyrir kemur „rautt vín“, „dauðans vetr arpin" og „liljan fríð“ — því að hvenær árar svo illa að ekki sé dansað? — Og „þú ert kvöldsól á heiðinni“ fjallar líklega um þrána og vonina, en kveikjan í því er sumarfögur fjallasýn við sólarlag — og ljúflát kyrrð. Svip uð stemning er í næsta ljóði: „þú ert ið dökkvængjaða skip ódys- seifs“, sem endar svo: „seg mér sönggyðja/sérðu dag austan?“. í kvæðinu: „þú ert dagur aust- an heiðar“ er leikið fimlega með andstæðurnar skuggann — ljós- ið, lífið — dauðann, mögnuð stsmmning frá brimströndinni við Eyrarbakka, með bjartsýnu niðurlagi: „svo fer ung stúlka að austan/með hausti“. „Þú ert tíminn og vatnið“ mun ort í minningu Steins Steinarrs, sem Matthías hafði miklar mæt- ur á. „Þú ert dagurinn sem hvarf“ er fallegt kvæði. Þar tal- ar kona til manns. Á einum stað segir hún við hann þessi orð, sem fela í sér mjög óvenjulega líkingu: „Ó þú sem ert eins ungur í hjarta mínu og fjöllin eru blá inni á heiðinni". í kvæðinu: „Þú ert samvizka óðins“, sem að efninu til er að nokkru leyti sótt í Hávamál, en heimfært upp á nútímann, skipt- ast á mjúk og hörð stef, sem er beitt af sérlega skemmtilegri tækni, en kvæðið fjallar annars um undarlega vegi ástarinnar, hvernig hún frjóvgar og eyðir í senn, eða getur gert það. Síðan kemur ljóð frá Landakotstúni, um heimsstyrjöld og rautt ljós — vita, sem logar dag og nótt. Vit- inn kemur hér fyrir í sambandi við dauðann, en er þó ekki tákn hans, heldur lífsvonarinnar, sem er ódauðleg. „Þú ert svartfugl" er hugblær ættaður úr snilldarskáldsögu Gunnars Gunnarssonar, um hið sóunarsama líf, sem eyðir sjálfu sér, brennur upp í sínum eigin bríma. „Þú ert tærður hringur í nös- um mínum“ er mér nokkuð tor- skilið. Mér virðist það vera naut sem talar, en nautið á efalaust að tákna hið jarðbundna og takmark aða, kannski hina hlekkjuðu þrá lífsverunnar til frelsis og æðra lífs, — kannski merkir það ís- lenzku þjóðina á þrengingartím- um, þegar hún gerði sér ævin- týrið í uppbót fyrir allt sem hún hlaut að fara á mis við í veru- leikanum? Sprengj utilræði Frakka á Sak- iet sidi jussef verður Matthíasi enn að yrkisefni hér, eins og í bókinni „6 ljóðskáld“, reyndar er þetta sama kvæðið, en ort upp og mikið fágað. „Þú ert jón bein- hákarlsson" kann ég ekki að meta, en líklega á það að vera ádeila á efnishyggjuna. Vegna nokkurra haglega felldra rím- orða í kvæðinu glymur töluvert hressilega í því. „Þú ert brot úr gömlu ljóði“, er gullfallegt ástarkvæði, en næsta kvæði lýsir heiminum og gátum hans eins og barninu (syni skálds ins) kemur þetta fyrir sjónir — skemmtileg sunnudagsstemmn- ing frá höfninni og vesturbæn- um. í næsta ljóði er fjallað um föstudaginn langa í lífi okkar og endað á Kristi á krossinum, og sennilega vakir það fyrir skáld- inu, að sjálf séum við alltaf að krossfesta einhvern saklausan. Þá yrkir Matthías um „háeyri hverfulleikans“ og blekkinguna miklu, — og um ástina í kvæðinu „þú ert fílfilbrekka í brjósti mínu“, þar sem hann leitast við í niðurlagi Ijóðsins — eftir að hafa hýmt úti fyrir kránni hvar skáldið Dylan Thomas situr inni og drekkur — að tengja það við guð og eilífðin í barmi okkar. Ljóðið: „Þú ert auðhumla" tekur próblem dagsins í dag til meðferðar, en er sprottið upp úr 1000 ára gömlum goðsögum. — Ýmir táknar hér einræðisöflin, kúgarana, en auðhumla er tákn lífsins og frjóseminnar. Hún sleikir saltið af hrímsteinunum og vekur í þeim líf, leysir lífið úr álög'um, meðan Ýmir skýtur eldflaugum til tungls og sólar og ógnar lífi okkar — fyrirbýr okk- ur dauða í Eyðimörkinni. „Þú ert opinn gluggi á vestur- götu 52“, er afar stutt, en áhrifa mikið, einkum fyrir það sem ekki er sagt. Það lýsir heilli mannsævi í örfáum orðum. Það gustar svalt um manninn, þangað til konan kemur að hlúa að og vekja unað, en að síðustu kemur „ókunnur gestur“ (dauðinn) „og lokar glugganum“. Síðasta Ijóð bókar- innar „Þú ert skip og siglir inn í nóttina", myndar ásamt fyrsta kvæðinu ramma utan um ljóða- flokkinn í heild, lokar honum eins og hring — eins og hólm- gönguhring. Og honum er lok- að. Það fellur sjaldan í hlut rit- dómara að segja fyrir um lang- lífi eða varanleika nýrra skáld- verka, því það er tíminn sem sker úr því smátt og smátt, hvað velli heldur. Enda ætla ég enga spásögn að birta um Hólmgöngu ljóð, en svo mikið vil ég þó segja, að gaman er að þessi alvarlega tilraun til mikils skáldskapar skuli nú hafa verið gerð og á bók fest, því hún hlýtur að orka eggjandi á yóðagerð okkar í heild og benda í átt til nýrra , landvinninga í heimsálfu listar- innar. Rúmsins vegna verð ég að láta hjá líða að taka til athugunar fleiri mikilvæga þætti Hólm- gönguljóða, til dæmis málið, sem er auðugt, til dæmis myndir og samlíkingar sem gegna afar þýð- ingarmiklu hlutverki. Ég býst við að hægt verði að finna einhverja smágalla á byggingu verksins, og eins held ég að symbólikin sé ekki alls staðar nógu ljós, en slíkt Verk sem þetta hlýtur að vera umdeilanlegt, það er svo djarft og stórt í sniðum. Teikningar Louisu Matthías- dóttur eru bókar-prýði og falla vel að anda verksins. Matthías tileinkar Hönnu konu sinni bók- ina, og fyrir mottó hefur hann valið sér þessa setningu úr ljóð- um John Donnes: „No man is an island", sem er nokkurn veginn bein andstæða hins fræga sítats úr „The cocktail party“ Eliots: „One is always alone", en hvort tveggja má til sanns vegar færa. Guðmundur Danielsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.