Morgunblaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 28. febrúar 1960 MORGVNBLAÐIÐ 13 i»ESSI mynd biríist í Morgunblaðinu 2. september 1958, og er tekin út af Dýrafirði. Brezka herskipið á myndinni er H. M. S. Bussel, sem mjög kom við sögu fyrstu daga fiskiveiðideilunnar. — Nú hafa Bretar ákveðið að kalla herskip sín heim af íslands- miðum og telja þá ákvörðun munu styrkja aðstöðu sína á Genfarráðstefnunni. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard 27 febrúar H« C. Hansen Útför H. C. Hansen, forssetis- ráðherra Danmerkur, fer fram nú um helgina. Jarðarförin verð- ur vafalaust vegleg og fjölmenn. Emil Jónsson ráðherra verður þar fulltrúi ríkisstjórnar Islands og í fylgd með honum Gísli Jóns- son formaður utanríkismálanefnd ar og Islands-deildar norræna ráðsins. Með H. C., eins og hann var kallaður, hafa Danir misst einn sinn mikilhæfasta mann og jafn- aðarmenn á Norðurlöndum for- ingja, sem þekktur var í hópi jafnaðarmanna og stjórnmála- manna um alla Vestur-Evrópu og víðar. íslendingum var H. C. Hansen mjög velviljaður. Hingað hafði hann komið nokkrum sinnum og var vel metinn af öllum, sem honum kynntust. Hið óformlega frjálsa viðmót hans átti einkar vel við okkar skap. Lítil endur- minnisig . H. C. Hansen var mikill að- dáandi málverka Jóhannesar Kjarvals og hafði mætur á sjálf- um listamanninum. Er hann var staddur hér sumarið 1958 í opin- berri heimsókn, minnist sá, er þetta ritar, þess að hann var morgunn einn á gangi eftir Aust- urstræti. Sá hann þá H.C. og Kjarval vera að fara upp í bíl með öðrum mönnum. Er þeir óku vestur götuna, kölluðu þeir á bréfritarann og buðu honum með sér. Ferðinni var þá heitið til að skoða málverk eftir Kjarval víðs- vegar um bæinn. Var síðan hald- ið í nokkur hús, m.a. einkaheim- ili, þ. á. m. í verkamannabústöð- um og málverk meistarans skoð- uð. Ferðalagið tók svo langan tíma, að nokkuð var liðið fram yfir það, sem forsætisráðherrann átti að vera kominn á ákveðinn stað til að leggja í för til Þing- valla eða austur yfir Fjall ásamt einhverjum heldri mönnum. En H.C. gaf sér góðan tíma, bæði til að virða fyrir sér málverkin og spjalla við heimamenn, þar sem komið var, sumstaðar húsmóður- inni að óvörum. H. C. Hansen rabbaði glaðlega við alla, enda hafði hann komizt til hinna æðstu valda, ekki sízt vegna ó- venjulegra hæfileika til að um- gangast menn úr hinu ólíkasta umhverfi, og í Danmörku brá hann því fyrir sig á mannfund- um að syngja fyrir áheyrendur og spila sjálfur undir á mandolín. Greiiiin, sem livarf Frásögn Morgunblaðsins af greininni um bók Jóns Krabbe sem hvarf úr miklum hluta danska blaðsins Politiken, hefur að vonum vakið nokkra furðu hér á landi, einkum eftir að menn höfðu kynnst efni hinnar horfnu greinar í þýðingu Morgunblaðs- ins. Þar var á hlutlausan hátt sagt frá endurminningum Krabb- es um skipti Kristjáns konungs X við Islendinga, en enginn mað- ur er þeim kunnugri en einmitt Jón Krabbe. Frásögn hans er því ómetanleg heimild fyrir alla þá, sem satt vilja vita um síðasta kafla í sögu sambands Islands og Danmerkur. Sá kuldi í garð Islendinga, sem eftir 1944 hefur orðið vart hjá sumum Dönum, og greinarhöf- undur víkur að, stafar ekki sí?t af því, að þeir hafa ekki viljað kynna sér báðar hliðar málsins. í fullu samræmi við það er, að nú skuli reynt að fela hina stór- merku frásög'n Jóns Krabbe. Skoðanir hans eru þó mótaðar af sjónarmiði manns, sem í lengstu lög vildi halda sambandi land- anna. Allra sízt hafa Danir á- stæðu til að kvarta undan því, að sambandinu skyldi slitið á meðan stríðinu stóð. Þar var far- ið eftir tímamörkum, sem ákveð- in höfðu verið strax 1918, þegar ómögulegt var að sjá, hvernig á mundi standa aldafjórðungi síð- ar. Því til viðbótar kemur, að rökin fyrir meðferð Dana á mál- efnum íslands voru þau, að þeir gætu veitt íslendingum vernd. Margir íslendingar voru ætíð van trúaðir á þá vernd. Islendingum er að vísu sízt til ánægju að rifja upp ógæfu Dana á árunum 1940 —1945. En ástæðulaust er að gleyma þvi, að þá sannaðist, að því fór fjarri, að Danir gætu veitt íslendingum vernd. ’ Sambandið við þá faerði einungis auknar hættur yfir ísland. Héðan af hef- ur allt þetta aðeins sögulega þýð- ingu. En þegar Islendingar verða þess varir, að Danir vilja dylja jafnvel þá túlkun á málstað Is- lendinga, sem Dönum er hag- stæðust, þá er því síður ástæða fyrir íslendinga að gleyma hinu sanna samhengi. Bretar hverfa úr íslenzkri landhelgi Ákvörðun Breta að hverfa úr íslenzkri landhelgi, a. m. k. fram yfir Genfarráðstefnu, hlýtur að vekja fögnuð hér á íandi. I því efni skiptir ekki máli, þó að Bret ar hafi nú fyrirvara á, svo að sumir segi, að þetta sé einungis af klókindum gert, vegna þess að á þennan veg ætli Bretar að búa sér betri vígstöðu á sjálfri Genfar ráðstefnunni. Ef vígstaða Breta verður betri þar af þeim sökum, sannar það ótvírætt, að herhlaup Breta hingað hefur orðið þeim til tjóns, en ekki til styrktar, eins og þeir ætluðu. Allt þetta flan Breta var þeim frá upphafi til vanvirðu. Út yfir mundi þó taka, ef þeir hörfuðu héðan undan al- menningsálitinu einungis á með- an á ráðstefnunni stæði og kæmu aftur að henni lokinni. Að ó- reyndu verður því ekki trúað, að Bretar muni láta slíka skömm um sig spyrjast, þó að það sé nú haft við orð, á meðan verið er að sætta ofstækismenn þar í landi við, að Bretar losi sig úr sjálf- heldunni, sem þeir settu sig í með frumhlaupi sínu. Mikill sigur Um það verður ekki villzt, að brotthvarf Breta úr landhelginni nú er mikill sigur fyrir Islend- inga. Af því sannast einnig, hversu gersamlega ástæðulausar voru dylgjur stjórnarandstæð- inga, bæði Framsóknar og komm- únista, um, að núverandi stjórn- arflokkar nyggðu á undanhald í landhelgismálinu. Sigurinn nú hefur ekki sízt unnizt vegna þess að eftir fall V-stjórnarinnar hefur verið haldið á málinu af hálfu Islendinga í senn með festu og hyggindum. Auðvitað er þetta enginn fullnaðarsigur. Nú er okk- ar að halda svo á, eftir því sem við bezt getum, að brotthvarf Breta verði ekki einungis til bráðabirgða, heldur upphaf fulln aðarsigurs okkar í málinu. Það gerurn við m.a. með því að sýna algera þjóðareiningu um málið. Eðlilegt er, að hún komi m.a. fram í því, að fulltrúar allra flokka fari á Genfarráðstefnuna. Endurtökum ekki ndstökin Ráðstefnuna 1958 sóttu utan- ríkisráðherra og sjávarútvegs- málaráðherra, sem ákvörðun landhelgisstærðarinnar þá heyrði undir, ásamt nokkrum sérfræð- ingum. Sjálfstæðismönnum, sem þá voru í stjórnarandstöðu var ekki gefinn kostur á því að senda fulltrúa. Auk ráðherra, sem með málið fara, eru sérfræðingar nú sjálfsagðir eins og áður. Eðlilegt er að fulltrúum stjórnarandstöð- unnar verði einnig boðin þátt- taka. Með því sanna Islendingar gegn umheiminum, að þeir standi sem einn maður í þessu máli. Sjálfstæðismenn hafa aldrei efast um, að það vaki jafnt fyrir öllum Islendingum að fá sem stærsta landhelgi. Nú er um að gera að láta ekki deilur um það, sem liðið er, verða til sundrung- ar, heldur hitt, að allir leitist í sameiningu við að vinna sigur í málinu. Jafnvel brezk blöð eru nú far- in að tala um, að sennilega muni Islendingar verða ofan á. Lang- líklegasta leiðin til þess að svo megi fara er að stuðla að sam- þykkt á tillögu Kanada um 6 mílna landhelgi að viðbættri 6 mílna fiskveiðilögsögu. Talið er, að ýmsar stjórnir, sem áður voru tvístígandi í þessum efnum, muni nú verða þeirri tillögu fylgjandi, a. m. k. sem varatillögu, svo að ráðstefnan verði ekki árangurs- laus. Vandasöm sigling Þó að við teljum nú miklar líkur til fullnaðarsigurs í land- helgisdeilunni, þá er rétt að hafa í huga, að ísland er ékkert stór- veldi, heldur hið smæsta af öll- um smáríkjum. Ef við gætum mála okkar ekki sjálfir, þá er hætt við að aðrir virði sjálfstæði okkar lítils. Ýmsir þeir, sem okkur eru margfalt mannfleiri og voldugri, eiga oft í vök að verjast. Erlend blöð hafa að undanförnu gert sér mjög tíðrætt um þá meðferð, sem Krúsjeff veitti forseta og utan- ríkisráðherra Italíu í heimsókn þeirra til Moskvu á dögunum. Sagt er, að einræðisherrann hafi hreytt í þá beinum óvirðingar- orðum, þegar á daginn kom, að þeir voru eindregnir í að halda Italíu innan varnarsamtaka lýð- ræðisþjóða, en Krúsjeff hafði fengið þá hugmynd að ítalir væru orðnir hikandi í fylgd sinni við hin lýðræðisríkin. Á hinn bóginn fara Bandaríkjamenn ekki dult með, að ef Castro eða aðrir Kúbumenn geri það land að bækistöð fyrir Sovétrikin eða að kommúnisku hreiðri, þá munu þeir ekki þola það. Sjálfstæði þjóða er fjöregg, sem þær verða að fara varlega með. Ef fjárhagslegu sjálfstæði er glat að, verður val-frelsið lítið. Hætt er við, að stjórnarfarslegar viðj- ar verði þá einnig skjótlega á lagðar. E. t. v. í fyrstu svo, að sem minnst verði áberandi, en eigi mun þó lengi að bíða þess, að allur landslýður finni til frels issviftingarinnar. Þeim sjálfum um að kenna Stefna V-stjórnarinnar í efna- hagsmálum hlaut að leiða til fjár- hagslegs ósjálfstæðis. Því kerfi, sem við þá bjuggum við, varð ekki haldið áfram nema með stöðugum erlendum lántökum, til þess að kaupa þær vörur, sem við helzt getum án verið. Þeirri svikamyllu var komið upp til þess að reyna að dylja fyrir al- menningi, að skrásetning krón- unnar var algerlega röng, eins og forystumenn Framsóknar og kommúnista viðurkenndu í öðru orðinu, þó að þeir væru ófáan- legir til þess að tal.a afleiðing- unum af þeirri staðreynd. Nú fjargviðrast þeir yfir, a3 almenningur verði að taka á sig byrðar, af því að svikamyllan er rifin og stefna á til heilbrigðari lífshátta. Hvernig sem nú var að farið, varð ekki hjá því komizt, að þjóðin tæki á sig nýjar álögur. Spurningin var sú ein, hvort þeim ætti að haga svo, að lengra væri stefnt út í ófæru og ósjálf- stæði, eða þjóðin gerði sér grein fyrir hvar hún væri stödd og sækti fram til raunverulegs sjálf- stæðis, einnig i efnahagsmálum. Hindrum ný ja krónufellin«; Viðurkenning á undanfarandl krónufellingu er ekki hið sama og felling á krónunni, heldur ein- ungis staðfesting á því, sem orðið er og með engu móti verður um- flúið. Þegar kommúnistar og Framsóknarmenn mikla nú sem allra mest þá örðugleika, sem fram undan eru, þá bera þeir sakir á sjálfa sig. Það er þeirra eigið atferli, sem leitt hefur til þess, að um sinn verður að rýra kjörin svo sem raun ber vitni. • Nú er verið að hverfa af ógæfu brautinni, sem lagt var út á með verkfallinu mikla 1955. Þá vör- uðu Sjálfstæðismenn við afleið- ingunum. Þeim aðvörunum var ekki skeytt. Ábyrgð þess skeyt- ingarleysis hvílir fyrst og fremst á kommúnistum, Hannibalistura og bandamönnum þeirra í for- ystuliði Framsóknar, Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyni, sem þá lét teygja sig af réttri braut gegn betri vitund, eins og hann þá lýsti í fjölmörgum um- mælum, sem enn eru þjóðinni 1 minni. Spurningin er sú, hvort al- menningur kýs heldur að halda áfram krónufellingu með öllum þeim afleiðingum, sem þjóðin þekkir af reynslu síðustu tveggja áratuga, eða taka upp nýja stefnu, sem leiðir til frelsis og sjálfstæðis einstaklinga jafnt sem þjóðarheildar. „V Gjaldþrot búnaðarsjóða Ein afleiðing óstjórnarinnar a9 undanförriu kemur fram í gjald- þroti framkvæmdasjóða, svo sem ræktunarsjóðs, byggingarsjóðs sveitanna og fleiri. Þessir sjóð- ir voru látnir taka lán á lán ofan í erlendum gjaldeyri, jafnframt því sem þannig var stjórnað að óumflýjanlegt var að krónan hrið félli í verði. Framsóknarmenn segja nú, að vandinn sé enginn annar en sá að láta þessa sjóði fá nýtt er- lent fé. Þeim fer eins og gjald- þrotamanni, sem segir: Ég er alls ekki gjaldþrota, ef aðrir láta mig fá peninga til að forða gjald- þrotinu. Aðrir eiga að borga ó- reiðubrúsa Framsóknar. Nú leggja Framsóknarmenn til að ríkið greiði 160 millj. kr. í þessu skyni. Við þau framlög hefði ver- ið unnt að sleppa, ef þeir hefðu ekki hagað framkomu sinni i efnahags- og fjármálum, eins og þeir hafa gert frá árinu 1955. Eins segja þeir, að ekki væri nú vandræði með fé til íbúða- lána, ef fjár hefði verið aflað á síðasta ári! En sjálfir létu þeir 1958 eyða peningum, sem fyrst var aflað 1959, og skildu við efna hag þjóðarinnar svo, að við greiðsluþroti lá jafnt inn á við sem út á við. Ef aðrir hefðu ekki komið til í árslok 1958 og bjarg- að því sem bjargað varð, mundi nú ekki nægja 38 krónur í hvem dollar heldur þyrfti 60 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.