Morgunblaðið - 28.02.1960, Side 20

Morgunblaðið - 28.02.1960, Side 20
20 Sunnudagur 28. februar 1960 M O K C V w r» r i n 1 Ð stjórinn okkur hraðar áfram með degi hverjum. Enginn gat nokkru sinni sagt um það, hvenær við losnuðum á daginn, því að í hinum óheilbrigða ákafa sínum lét hann oft endurtaka tilgangs- lausar æfingar tuttugu eða þrjá- tíu sinnum á dag. Það var að- eins með erfiðismunum, sagði ég, að mér tókst að losna í tæka tíð í dag og guð einn mátti vita, hvort mér auðnaðist að koma stundvíslega á morgun — guð og Þetta voru hin örlagariku mis- tök, sem ég gerði og hélt áfram að gera nokkra næstu daga — óbætanleg, ófyrirgefanleg — mis tök. Þrátt fyrir allar mínar ör- væntingarfullu tilraunir, þá greip ég aldrei til varaforða míns af þolinmæði og þreki, til þess að reyna að fela tilfinning- ar mínar. Það var árangurslaust, þótt ég einsetti mér að sýna hvorki í orði, tilliti né hreyfing- um, að ást hennar væri mér til ama og angurs. Aftur og aftur minntist ég aðvarana Condors, um það hættulega ástand, sem ég kynni að skapa, hvílíka ábyrgð ég tæki á mig, ef ég særði þessa viðkvæmu barnssál. — Leyfðu henni að elska þig, sagði ég við sjálfan mig — leyndu tilfinning- um þínum, hræsnaðu í þessa einu viku, til þess að hlífa stolti henn ar við" ólífsund. Láttu hana ekki gruna að þú sért að blekkja hana með því að tala svona sann færandi um skjótar batahorfur og lækningu, meðan þú skelfur af andlegu uppnámi og blygðun. Hagaðu þér eðlilega, rólega, hélt ég áfram að brýna fyrir sjálfum mér. Reyndu að gera rödd þína hlýlega, reyndu að leggja ást og viðkvæmni í snertingu þína------ En milli konu og þess manns, sem hún hefur einu sinni opin- berað tilfinningar sínar, er andrúmsloftið þrungið leyndar- dómfullum, hættulegum spenn- ingi. Það er einkenntndi fyrir þá sem elska, að þeir hafa næst- um yfirnáttúrlega innsýn í hinar einlægustu tilfinningar þess er þeir elska. Og þar sem ástin, samkvæmt leyndustu lögmálum veru sinnar, þráir ávallt hið tak- markalausa, þá er öll takmörk- un, öll temprun, þeim andstæð, óþolandi. Við hvert minnsta merki um þvingun, takmörkun, gruna þeir þann hinn sama um andstöðu. Hvert hik við að veita algert samþykki, túlka þeir rétti lega sem leynilega mótstöðu. Og það hlýtur að hafa borið á fáti og vandræðum í hegðun minni, óeinlægni og uppgerð í því 'sem ég sagði, því að allar tilraunir mínar urðu til einskis. — Mér mistókst í hlutverki mínu: að sannfæra hana og nú skildist henni, að ég myndi aldrei gera það eina, það aleina, sem hún þráði: að endurgjalda ást henn- ar. Stundum, í miðjum samræð- um og á þeim augnablikum, þegar ég hélt að ég væri nú loks ins að endurvinna traust hennar og vináttu, þá gaf hún mér snöggt, hvasst hornauga, svo að ég neyddist til að líta undan. — Mér fannst eins og hún væri að kanna innstu hugarfylgsni mín. Og þannig hélt þetta áfram í þrjá daga. Það var kvöl fyrir mig, kvöl fyrir hana. Allan tím- ann skynjaði ég hina hljóðu, áköfu eftirvæntingu í augnaráði hennar, í þögn hennar. Þá — ég held að það hafi verið fjórða dag inn — varð ég var við einkenni- lega andúð, sem ég gat með engu móti skilið í fyrstu. Ég hafði far- ið að heimsækja hana, eins og venjulega, að liðnu hádegi og keypt nokkur blóm handa henni. Hún tók við þeim, án þess næst- um að líta á þau og lagði þau kæruleysislega til hliðar, eins og til þess að sýna mér með ásettu skeytingarleysi, að ég þyrfti ekki að ímynda mér, að ég gæti keypt sjálfan mig lausan, með því að gefa henni gjafir. „Ham- ingjan sönn, hvers vegna þessi fallegu blóm?“ sagði hún næstum með fyrirlitningu og hélt áfram að skýla sér bak við varnargarð úr opinskárri og óvinveittri þögn. Ég reyndi að halda uppi léttum samræðum en hún svar- aði með stuttu: „Oh?“ eða „Er það svo?“ eða „En undarlegt". Hún gaf það greinilega og á móðg andi hátt í skynandi hátt í skyn, að henni leiddist samtalið við — Ég veiddi 24 fiskibollur! mig. Með hegðun sinni lagði hún líka af ásettu ráði áherzslu á áhugaleysi sitt: hún handlék bók, fletti blöðunum, lagði hana frá sér, fitlaði við hina og þessa hluti, geispaði einu sinni eða tvisvar og kallaði loks á Jósef til þess að spyrja hann að því hvort hann hefði látið loðkápuna sína niður í ferðatösku. Þegar hann hafði svarað því játandi, sneri hún sér aftur að mér og sagði kuldalega. „Hvað voruð þér ann ars að segja?“, sem sýndi aðeins of greinilega að hún hefði helzt viljað bæta við: „Mér stendur al- veg á sama um hvað þér eruð að ■masa“. Að lokum fann ég að mótstöðu afl mitt var farið að veikjast. — Ég leit oftar og oftar til dyra, í þeirri von að einhver kæmi — annað hvort Ilona eða Kekes- falva — til þess að leysa mig frá þessu vonlausa „eintali". — En jafnvel það fór ekki framhjá henni. „Eruð þér að líta eftir ein hverju?" spurði hún samúðar- fullri röddu, en með illa dulinni fyrirlitningu. „Vantar yður eitt- hvað?“ Og mér til blygðunar gat ég aðeins stamað: „Oh, nei, nei, alls ekki neitt“. Skynsamlegast hefði auðvitað verið fyrir mig að taka áskorun hennar og hrópa: „Hvað ætlist þér til að ég geri? Hvers vegna kvelurðu mig svona? Ef þú vilt ekki hafa mig hér, þá skal ég fara“. En ég hafði lofað Condor því að forðast að segja nokkuð það, sem gæti orð- ið henni til áfalls, eða orsakað deilu og þess vegna var ég nógu heimskur til að halda þessum samræðum áfram í tvær klukku- stundir, þangað til Kekesfalva birtist loks, órólegur og tauga- óstyrkur eins og venjulega og kannske jafnvel enn áhyggju- fyllri. „Eigum við ekki að fara að borða?“ spurði hann. Og svo settumst við umhverf- is borðið. Edith andspænis mér. Hún leit aldrei upp, meðan mat- azt var og mælti ekki orð við neitt okkar. Við fundum öll þrjú hversu óþægileg og jafnvel móðg andi þessi ósveigjanlega þögn hennar var. Ég lagði mig því all- an fram við að létta örlítið and- rúmsloftið í kringum okkur og sagði hverja söguna eftir aðra, enda þótt mér fynndist allan tím ann því líkast sem flibbinn minn væri að kyrkja mig. En það voru aðeins þau Ilona og Kekes falva sem hlógu þvinguðum hlátri, bersýnilega til þess að draga athyglina frá hinni kvelj- andi þögn Ediths. Haltu áfram að tala, hvað sem það kostar, sagði ég við sjálfan mig og svo sagði ég þeim frá því, hvemig við vær um reknir áfram allt sumarið og vissum naumast hvort við stæðum á höfði eða fótum. Enda þótt tveir úlanar hefðu dottið af hestbaki í gær, vegna sólstúngu, þá rak gamli ofstækisfulli harð- svo auðvitað ofurstinn, sem þessa dagana liti á sjálfan sig sem er- indreka guðs á jörðunni. Þetta var sannarlega fullkom- lega saklaus athugasemd, sem ekki hefði átt að móðga neinn eða æsa. Ég hafði talað við Kek- esfalva í léttum, glaðlegum tón, án þess að líta á Edith, þar eð ég þoldi með engu móti lengur að sjá hvernig hún starði tóm- lega út í bláinn. Þá glampaði skyndilega í einhverju. Hún hafði fleygt hnífnum sínum, sem hún hafði verið að handleika allan tímann, niður á diskinn og þegar við litum óttaislegin á hana hreytti hún út úr sér: „Gott og vel, ef það er svona mikil fyrirhöfn fyrir yður að koma hingað, þá skuluð þér bara vera kyrr í hermannaskálunum eða kaffihúsinu. Við getum svo hæglega komizt af án yðar“. Við störðum öll á hana með öndina í hálsinum. Það var lík- ast því sem skoti hefði verið skot ið inn um gluggann til okkar. „Edith“, stamaði Kekesfalva og vætti þurrar varirnar. En hún kastaði sér geðvonsku- lega aftur á bak í stólnum. „Nú, við getum ekki annað en vor- kennt marmi ,sem er svona þjáð- ur og þjakaður. Við ættum sann arlega að gefa honum frí. Ég fyr- ir mitt leyti myndi áreiðanlega ekki mæla gegn því“. Kekesfalva og Ilona litu vand- ræðaleg hvort til annars. Þeim skildist það báðum ,að ég hafði alveg að ástæðulausu orðið fórn- ardýr duttlunga hennar og geð- veiklunar og á hinu áhyggju- fulla auga sem þau gáfu mér, sá ég að þau voru hrædd um að ég myndi svara ruddaskap með ruddaskap. Og af þeim sökum reyndi ég alveg sérstaklega að stjórna skapi mínu. „Ég skal segja yður Edith, að ég held að þér hafið raunveru- lega alveg rétt fyrir yður“, sagði ég eins hjartanlega og mér frek- ast var unnt. — „Þegar ég kem svona dauðþreyttur, þá er ég sannarlega ekki mjög skemmti- legur. Ég hefi t.d. fundið það mjög greinilega í dag, að ég hefi verið yður til sárustu leiðinda. En þér ættuð nú samt að geta þolað mig í nokkra daga. Ég get nú ekki hvort sem er komið oft í heimsókn til yðar héreftir. Hús- ið verður autt og tómt innan skamms og þið öll farin í burtu. Ég get bókstaflega ekki trúað því, að það séu aðeins fjórir dag ar eftir — fjórir, eða öllu heid- ur þrír og hálfur dagur. Þangað til þið .... En nú rak hún upp hvellan, skerandi hlátur sem hljómaði mjög óþægilega í eyrum mér. „Hlustið þið bara á hann! Þrír og hálfur dagur! Ha-ha! Hann hefur sannarlega reiknað það ná kvæmlega út, hvað langt sé Herra Trail? Ég verzla með íerðalagaútbúnað hér. Frú Blitz tímaði mér og bað mig að hafa farangur yðar reiðubúinn fyrir ferðina til elgdýraslóðanna. Takk fyrir. Ég er tilbúinn að leggja af stað. Ef ríkisstjórnin hefði ekki verndað þetta svæði, væru öll þessi risatré horfin, og sennilega elgdýrin líka. Ég ætti bráðum að fara að rekast á elg- dýr. Hvað, þetta blíómaðj eins og ‘ rif filskot þangað til hann losnar loksins við okkur. Ég býst við að hann hafi keypt sér dagatal og sett rautt merki við burtfaradag okk ar. En farið þér nú varlega. Menn geta stundum reiknað dæmin óþægilega skakkt. Ha- ha! Þrír o ghálfur dagur, þrir ajtltvarpiö Sunnudagur 28. febrúar 8.30 Fjörleg tónlist fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Þrjú andleg kórlög eftir Jesqu in des Prés (Söngflokkurinn Coraud 1 París flytur). b) „Minni Islands", forleikur op. 9 eftir Jón Leifs (Utvarpshljóm sveitin í París; Leconte stj.). c) Resítatív úr fiðlukonsert í F- dúr eftir Francesco Antonio Bonporti (Karel Sroubek og tékkneska fílharmoníuhljómsv. leika; Antonio Pedrotti stj.). d) Atriði úr „Tristan og Isolde** eftir Wagner (Kirsten Flagstad, Dietrich Fischer-Dieskaup, Rud olf Schock og fílharmoníuhljóm sveitin í Berlín flytja; Wilhelm Furtwángler stj.). e) Ricercare fyrir 6 raddir úr „Tónafórn" eftir Bach (Kamm« erhljómsv. leikur; Edwin Fisch er stj.). f) „Brjóttu hungruðum brauð þit.t“, kantata eftir Bach (Gunt hild Weber, Lore Fischer, Her- man Schey, mótettukórinn og fílharmoníuhljómsv. í Berlín flytja; Frizt Lehmann stj.). 11.00 Messa 1 Hallgrímskirkju (Séra Pétur Magnússon 1 Vallanesi pré- dikar; sr. Jakob Einarsson fyrrv. prófastur þjónar fyrir altari. Org- anleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Um útvarp í Bandaríkj- unum (Jón Magnússon fréttastj.). 14.00 Miðdegistónleikar: Svissnesk tón list frá útvarpinu í Zörich. Verk eftir Paul Muller, Jaques Wil- berger, Constantin Regemey og Willy Burkhard. 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.). a) Lúðrasveit Reykjavíkur leikur; Jan Moravek stjórnar. b) Jane Froman syngur létt lög. 16.30 Endurtekið efnl: a) „Ekið fyrir stapann", fyrsti kafli nýbyrjaðar leiksögu Agn- ars Þórðarsonar. b) Frá píanótónleikum Guðrúnar Kristinsdóttur 31. f.m. 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Þáttur af kisunni Pálínu. b) Leikritið „Milljónasnáðinn**; II. þáttur (Jónas Jónasson bjó til flutnings). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 H1 jómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 19.25 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Chopin-kvöld: a) Sönglög eftir Chopin (Pólska söngkonan Eugenia Zareska syngur. — Andrés Björnsson les Ijóðin 1 ísl. þýðingu Þor- steins Valdimarssonar). b) Tilbrigði eftir Chopin fyrlr píanó og hljómsveit um stef úr „Don Giovanni'* eftir Mozart (Vékman-Tsérbina og útvarps- hljómsv. í Moskvu; Samosud stjórnar). 21.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. Þátttakendur skáldin Einar Bragi, Gunnar Dal, Jónas Arnason og Stefán Jónsson fréttamaður. Um- ræðum stjórnar Sigurður Magn- ússon fulltrúi. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 29. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregn ir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Frá setningu bún aðarþings sl. föstudag (GIsli Kristjánsson sér um upptökuna). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir Stefánsson). 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur sinfóníu nr. 96 í D-dúr (Krafta verkið) eftir Haydn. Stjórnandi: Hans Antolitsch. 21.00 Landhelgi Skotlands, — erlndi (Júlíus Havsteen fyrrum sýslu- maður). 21.25 Tónleikar: Sellókonsert í c-moll eftir Johann Christian Bach — (Josef Schuster og Los Angele* hljómsveitin leika; Franz Wex- man stjórnar). 21.40 Um daginn og veginn (Þór Vil- hjálmsson lögfræðingur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (12). 22.20 Islenzkt mál (Asgeir Bl. Magnús- son cand. mag.). 22.35 Kammertónleikar: Strokkvarttett nr. 1 í a-moll op. 7 eftir Béla Bartók (Pro Arte-kvartettinn leik ur). •í-10 D«^«Kkrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.