Morgunblaðið - 02.03.1960, Side 6

Morgunblaðið - 02.03.1960, Side 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 2. marz 1960 Stúdentafundur um málefni Njassalands lýsti stuðningi við málaleitan dr. Chiume ALMENNUR stúdentafundur var haldinn í Háskóla fslands sl. laugardag og þar rædd málefni Njasalands og dr. Hastings Banda, og málaleitan sú, sem hr. Chiume bar fram við islenzk stjómar- völd, sem kunnugt er. Boðaði stúdentaráð Háskóla fslands til fundarins eftir að hafa rætt málið. í upphafi fundarins flutti Thorolf Smith, fréttamaður, fróð legt erindi um þróun og ástand í Njasalandi. Haraldur Kröyer, forsetaritari, sat fundinn, en hann vinnur að undirbúningi greinargerðar um þetta mál fyr- ir utanríkisráðherra. Greindi hann nokkuð frá þeirri meðferð, sem slík mál hljóta hjá Mann- réttindanefndinni og taldi lík- legt að málið yrði rætt í utan- ríkisnefnd Alþingis og væntan- lega einnig í ríkisstjórninni. í>á tóku nokkrir stúdentar til máls og ræddu tillögur, sem lagðar voru fram. Urðu litlar um ræður um þær og voru sam- þykktar einróma. Aðalfundur Iðnráðs AÐALFUNDUR Iðnráðs Reykja- víkur var haldinn sunnudaginn 31. jan. sl. Framkvæmdastjórnin skýrði frá störfum Iðnráðsins á síðast- liðnu kjörtímabili, og lýsti helztu málum, sem það hafði fengið til meðferðar og niðurstöðum þeirra. Síðan hófust umræður. Framkvæmdastjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Guðm. Halldórsson, húsasm.m., formaður; meðstjórnendur: Valdi mar Leonhardsson, bifvélavirki; Gísli Ólafsson, bakarameistari; Þorsteinn B. Jónsson, málari, og Óskar Hallgrímsson, rafvirki. — Varamenn: Ólafur H. Guðmunds son, húsg.sm.m.; Hafsteinn Guð- mundsson, járnsm.; Gestur Páls- son, prentari, og Þorsteinn Daníelsson, skipasm.m. Endurskoðendur: Guðm. B. Hersir, bakari; Þorsteinn Daníels son, skipasm.m., og til vara Karl Sigurðsson, pípul.m. Tvær tillögur samþykktar „Almennur fundur háskóla- stdenta haldinn 27. febrúar 1960 lýsir yfir djúpri samúð með frelsis- og sjálfstæðisbaráttu allra þjóða ,sem við kúgun og ofstjórn búa. í tilefni komu herra Chiume þingmanns frá Njassalandi í Af- ríku hingað til lands og mála- leitunar þeirrar sem hann hefur beint til íslenzkra stjórnarvalda, skorar fundurinn á ríkisstjórn íslands að veita fulltingi sitt til þess að mannréttindanefnd Ev- rópuráðsins verði látin fjalla um mál dr. Hastings Banda, forseta Þjóðþingsflokks Afríku í Njasa- landi.“ Hin tillagan var svohljóðandi: „Almennur fundur háskóla- stúdenta haldinn 27. febr. 1960 vekur athygli á þeirri hugmynd, sem herra Chiume þingmaður frá Njasalandi kom á framfæri við Stúdentaráð Háskóla íslands um að kannaðir yrðu möguleik- ar á því að stúdent frá Njasa- landi yrði veittur styrkur til náms við Háskóla íslands. Telur fundurinn að hér sé athyglis- vert mál á ferðinni og beinir þeim tilmælum til hæstvirts menntamálaráðherra að rann- sakaðir verði möguleikar á fram kvæmd þess.“ Naruliito TOKYO, 29. febrúar: — 1 dag var hinni japönsku prinsessu Michi- ko, sem ól sveinbarn fyrir nokkru, tilkynnt í símtali hvað sonur hennar á að heita. En sam- kvæmt japönskum sið, ákveður sjáifur keisarinn nafnið í samráði við ráðgjafa sína. Hlaut litli prins inn nafnið Naruhito, en fyrri hluti þess orðs. — Uaru — þýðir dyggð. Síðara liðinn, hito, hef- ir japanska keisarafjölskyldan borið síðan á níundu öld. Norrœn fisksölusamtök? FÆREYSKA blaðið Dimma- lætting hefur fyrir nokkru birt forustugrein sem fjallar um fisksölumál Færeyinga. Telur blaðið að nágrannalönd- in, ísland, Færeyjar, Noregur og jafnvel Grænland, eigi að draga úr skaðlegri samkeppni hvert við annað á fiskmörk- uðum. Réttara sé fyrir þessi lönd að stofna með sér sölu- samtök. Telur blaðið að veru- legur sparnaður yrði af slík- um samtökum, einkum í flutn ingskostnaði. Slíkt myndi einn ig skapa þessum löndum sterk ari samningsaðstöðu við fisk- kaupaþjóðirnar. Tilefni þess að Dimmalætting fitjar upp á þessu máli er gengis- lækkunin á íslandi. Segir blaðið, að við það að íslendingar hafi nú lagfært efnahagsmál sín, muni þeir fá sterkari aðstöðu á fisk- mörkuðunum og jafnvel svo, að norskum og færeyskum fiskselj- endum muni verða nokkur hætta búin á sínum gömlu mörkuðum. „Það væri kannske of róttækt“ segir Dimmalætting, „að slá öll- um norrænum fisksölum saman í eitt í fyrstu umferð. En það mætti fara varlega af stað og byrja með því að koma á sölu- samtökum á öllum saltfiski frá íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi." Biaðið heldur því fram að slík samtök myndu opna augu manna fyrir því, hve þessar norrænu fiskveiðiþjóðir hefðu mikinn hag af auknu, raunhæfu samstarfi. Frá útför h.C. Hansen Myndin var tekin í viðhafnar- sal Ráðhússins í Kaupmanna- höfn, er útför H. C. Hansens, fyrrum forsætisráðherra, fór fram á sunnudaginn. Um 1800 manns voru í salnum, en geysi mikill fjöldi fólks var utan við Ráðhúsið og meðfram leið- inni, sem líkfylgdin fór til bál- stofunnar. Friðrik konungur situr fremst í röðinni hægra megin til hliðar við þrepin, en fjölskylda hins látna andspæn is konungi, hinum megin við þrepin. skrifar ur daglega iifinu j * Píslarganga hús- móður eftir geri Húsmóðir spyr: „Mig langar til að spyrja Mbl. um eftirfarandi ráðgátu og fá henni svarað af þeim, sem betur vita. Sl. laugardag birti Morgun- blaðið ráðleggingar til hus- mæðra um ýmsar aðferðir til baksturs á bollum, þar sem nota átti lifandí gér. Sagt var frá því, að það fengist í verzl- un Náttúrulækningafélagsins. Hringdi ég þangað, en það var þá uppselt og var mér sagt að fara á skrifstofu Áfengis- verzlunarinnar, við Hverfis- götu. Þar fékk ég gegn greiðslu ávísun á 1 kg. af geri, en var vísað inn í Nýborg við Skúla- götu, til þess að fá það af- greitt. Skrifstofan við Hverf- isgötu er þokkalegt húsnæði og meira en það, og ekki vant- aði kurteisina hjá afgreiðslu- fólkinu. En ég játa, að mér var mjög á móti skapi að þurfa að fara inn í Nýborg við Skúlagötu, en hins vegar vildi ég ekki svíkja börnin mín um nýbakaðar bollur og nú, þegar ég er reynslunni ríkari, vil ég spyrja þá, sem hafa ákveðið þessa tilhögun málanna, hvort þeir hafi sjálf- ir nokkurn tíma komið á þann stað- • Hver er ástæðan? Og vil ég sér í lagi spyrja að því, hvaða ástæða sé til þess að neyða húsmæður tíl að þeysa fyrst í skrifstofu Áfengisverzlunarinnar til þess að greiða fyrir gerið, þurfa að greina nafn sitt og heimils- fang (því ekki aldur og mennt un, stærð fjölskyldu, sérkenni og nr. á bankabók ef til er), og senda þær á eftir á þann stað, er hvumleiðastur er í Rvík og áreiaðnlega þyrnir í augum allra bæjarbúa. Og hvers vegna gat ég ekki fengið minna en 1 kg. af geri? Ég þurfti 60 gr. í bollumar. Hvað á ég nú að gera við afganginn? Eins og hver húsmóðir veit, geymist lifandi ger í mjög takmarkaðan tíma. Þurfa þeir, sem kaupa ger hjá Náttúrulækningafélaginu að láta bókfæra nafn sitt? Ef ekki, hvers vegna þá á skrif- stofu Áfengisverzlunarinnar? Og hvernig stendur á því, að ef þessi vara er seld annars staðar en hjá Áfengisverzlun ríkisins, að ,hún skuli ekki ver til sölu víðar u*i bæinn? Hvað á þessi kotaháttur eig- inlega að þýða? Er það hættu- legra að selja húsmóður 100 gr. af geri í matvöruverzlun, en selja óþroskuðum unglingi 2—4 flöskur af brennivíni í Nýborg? Ég heimta svar og það strax“. * Messur og Passíusálmar í bréfi til Velvakanda segir Sv. Sv. m. a. á þessa leið: — Þótt ég hafi legið í rúm- inu að undanförnu hef ég get- að hlustað á útvarpið og lang- ar mig til að minnast á tvö atriði, sem þar hafa komið. Hið fyrra er messan í Dóm- kirkjunni sl. sunnudag, sem var framkvæmd af þeim séra Ingólfi Þorvaldssyni og séra Braga Friðrikssyni. Var hún mjög skemmtilega flutt bæði fyrir altari og úr predikunar- stóli og einkenndist af frjáls- um og heilbrigðum hugsunar- hætti. Hitt atriðið er lestur Passíu- sálmanna, sem byrjar vel nú eins og oft áður, enda er séra Sigurður Pálsson, sem les þá að þessu sinni, trúmaður mik- ill. En eins og kunnugt er er af mörgum litið öðru vísi á trúmálin nú en var gert á dögum séra Hallgríms Péturs sonar og lengur. Mér hefur því oft dottið í hug hvort rétt hafi verið að taka lestur sálm- anna upp í útvarpið, en eftir viðtalið við séra Sigurð í Mbl. fullvissaðist ég um að það væri rétt að lesa þá svo lengi sem til væri eitthvert fólk í þessu landi, sem hlustaði á þann lestur. • SKAK • HAFNARFJÖRÐUR ABCBEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK 23. Rf6t ★ KEFLAVÍK abcdefgh AKRANES 19. h7xg6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.