Morgunblaðið - 02.03.1960, Side 15

Morgunblaðið - 02.03.1960, Side 15
Miðvikudagur 2. marz 1960 MORCVISBLAÐIÐ 15 AT H U G A5 E M D í 60 ÁRA afmælishófi Trésmiða- félags Reykjavíkur að Hótel Borg þ. 10. des. sl. flutti form. félagsins Guðni H. Árnason ræðu, sem varla er í frásögur færandi svo eðlilegt sem það er við slíkt tækifæri, enda þótt sumt af því sem form. sagði orkaði nokkuð tvímælis. En þar sem ræðan hefur nú verið birt í Morgunblaðinu þ. 26. þ. m. án endurbóta, þótt sumu hafi verið sleppt, verður ekki hjá því komizt að gera smá at- hugasemd. Hér verður aðeins rætt um þann hluta ræðu formanns, sem snertir stofnun Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík. Smærri atriði eins og það, að formaður í upptalningu á fyrrverandi for- mönnum félagsins nefnir menn, sem enginn kannast við og slepp- ir öðrum, sem nokkuð hafa kom- ið við sögu, og endurtekur þetta siðan í stærsta blaði landsins, verður ekki rætt hér. Stofnun Meistarafélagsins og aðdragandi þess er söguleg stað- reynd sem ekki hefur verið rædd fyrr opinberlega. Samkvæmt ræðu formanns getur hlutlaus lesandi naumast fengið á þessu aðra mynd en þá, að stofnendur Meistarafélagsins hafi klofið sig út úr Trésmiðafélaginu, þrátt fyrir það þótt áður væri búið að fella með allsherjar atkvæða- greiðslu að skipta félaginu. Síðan senda þeir kröfubréf, þar sem krafizt er greiðslu á hluta af eignum Trésmiðafélags- ins. Orðrétt segir formaður: „Und- ir þetta bréf skrifuðu 74 menn, er áður höfðu verið félagar Tré- smiðafélagsins og má segja að með því hafi félagið í rauninni klofnað, þar sem allsherjar at- kvæðagreiðsla hafði rúmu ári áð- ur ákveðið að félaginu yrði ekki skipt“. Þar hafið þið það. Þessi frásögn formanns Tré- smiðafélagsins er hin herfilegasta misþyrming á staðreyndum, og vil ég ætla, að hér sé um að kenna ókunnugleika hans á sögu félagsins, en ekki að hann hafi vísvitandi hallað þar réttu máli. Þar sem það kom i minn hlut að verða fyrsti formaður Meist- arafélags húsasmiða í Reykjavík og var áður um langt skeið í stjórn Trésmiðafélagsins, þekki ég þetta mál í smáatriðum, en saga þess er í stórum dráttum sú, að á árinu 1953 var þröngv- að í gegn tillögu, sem var á þá leið, að atkvæðisréttur var tek- inn af vissum hópi starafandi manna innan T. R. en þeim aftur á móti gert að greiða hæstu gjöld til félagsins og bundnir af öll- um skyldnum gagnvart því. Samþykkt þessi gat á engan hátt staðizt gagnvart anda fé- lagslaganna. Það var þó ekki farið út í það að fá þessa sam- þykkt ómerkta, heldur leitað samkomulags með því að kjósa nefnd í málið. Álit nefndarinnar var einróma á þann veg að skipta félaginu í sveina- og meistarafélag ,og til- laga nefndarinnar gat naumast verið á annan veg, því öllum var Ijóst, að eftir þær aðgerðir, sem á undan voru gengnar var með öllu útilokað að halda félaginu saman í einni heild. Tillaga nefndarinnar um skipt inguna var síðan borin und- ir allsherjar atkvæðagreiðslu í félaginu, en þá skeður það, að þeir sem stóðu að fyrri samþykkt inni lögðust gegn þessari tillögu og hún var felld, og þar með var þeim mönnum, sem fyrir tilræð- inu urðu gert ómögulegt að ná rétti sínum á eðlilegum og fé- lagslegum grundvelli. Þegar á það er litið, að hér var um að ræða menn, sem búnir voru að vera félagsmenn, T. R. í áratugi og borið félagið uppi að meira eða minna leyti, jafn langan tíma og stofnað og eflt sjóði félagsins og unnið að ein- ingu innan þess, var vissulega úr vöndu að ráða. Þannig er saga þessa máls í stórum dráttum, saga sem er í raun og veru einka mál stéttarinnar, sem ekkert er- indi á til eyrna almennings, nema rétt sé frá málinu skýrt. Og þannig standa málin, þegar Meistarafél. húsasmiða í Reykja vík er stofnað 4. júní 1954, og Tré smiðafélaginu var sent hið um- rædda bréf. Mikill meiri hluti þeirra manna, sem stofnuðu Meistara- félagið fóru óánægðir úr T. R., en um annað var ekki að ræða eins og málum var komið og starf semi manna var í veði. Það er því hnefahögg í andlit, ekki einungis þeirra manna, held ur einnig allra þeirra innan T. R., sem þessi mál þekkja, og ég full yrði í óþökk þeirra. Auk þess er þetta kjánaleg tilraun til þess að spilla góðri samvinnu iðnar- innar. Má þá segja, að stofnun Meist- arafélagsins sé eðlileg þróun, enda þótt hún bæri að með nokk uð annarlegum hætti, sem fór vel að lokum og réði þar mestu um góð samvinna við þáverandi stjórn T. R. og sameiginlegur skilningur beggja á málefnum stéttarinnar í heild. Reykjavík, 29. febrúar 1960. Guðm. Halldórssoon. Grs/f Einarsson héraðsdomslögmaður. Málf/utningsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19631. IMerki Rauða kros&ins Merkjasöludagur Rauða Kross Skúlagötu 54. 9. íþróttahúsiS íslands er í dag. í. B. R., Hálogalandi. 10 Óinn- Merki félagsins verða seld réttuð mjólkurbúð, Laugarás- á sjötíu stöðum á landinu. — vegur 1. 11. Óinnréttuð mjólk- 1 Hér í Reykjavík verða þau urbúð, Laugalækur 4. 12. U. afhent á eftirtöldum stöðum: M.F.R. við Holtaveg. 13. K.F. Vesturbær: 1. Skrifstofu R. U.M., Kirkjuteigi 33. K.í. 2. Skóbúð Reykjavíkur, Austurbær B: 14. Fatabúð- Aðalstræti 8. 3. Efnalaug Vest in, Skólavörðustíg 21 A. 15. urbæjar, Vesturgötu 53, 4. Axelsbúð, Barmahlíð 8. 16. Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðra Silli og Valdi, Háteigsvegi 2. 1 borgarstíg 43. 5. Sunnubúðin, 17. Breiðagerðisskóli. 18. Aust Sörlaskjóli 42. Síld og Fiskur, urver, söluturn, Skaftahlíð 24. Hjarðarhaga 47. 19. Sveinn Guðlaugsson, Borg- Austurbær A: EIís Jónsson, argerði 12. Kirkjuteigi 5. 8. Skúlaskeið, Smurstöð opnuð Fönn í Eyjafirði á Akranesi AKRANESI, 29. febr. — Ný smur stöð opnaði hér í byrjun janúar að Suðurgötu 21. Heitir hún Bif- reiðaþjónustan. Smurstöðin er búin öllum nýjustu og fullkomn- ustu tækjum og jafnframt því, sem bifreiðar eru smurðar, mun hún annast eftirlit með öllum slitflötum bifreiðanna og segja einnig til um, ef eitthvað þarfn ast viðgerðar. Eigandi smurstöðv arinnar er kunnur bílstjóri hér, Guðmundur Þór Sigurbjörnsson. Eru bifreiðaeigendur bæjarins þakklátir honum fyrir framtak i hans. — Oddur. AKUREYRI, 29. febr. — Mikil snjókoma hefur verið hér und- anfarna sólarhringa. Ytur eru i dag að ryðja af Eyjafjarðarbraut og Dalvíkurveginum, en stórhríð mun vera úti á Dalvík í dag. Allar heiðar eru ófærar. Sex vöruflutningabllar bíða vestan Öxnadalsheiðar og fóru ýtur Vegagerðarinnar áleiðis til móts við þær í morgun. Er búizt við því, að það verði allt að tveggja sólarhringa verk að koma bílun- um yfir heiðina og niður Öxna- dal, sem líka er ófær vegna snjóa. Götur á Akureyri hafa ekki teppzt vegna fannkomunnar, þvi heflar hafa rutt þær jafnóð- 1 um. — Mag. 4 LESBÓK BARNANNA ÆSIR og Á5ATRÚ 1. Norrænu guðirnir, sem forfeður okkar trúðu á, voru nefndir Æsir. Þeir áttu heima í Ásgarði. Þar var Valhöll. Víkingarnir sem féllu í orustum. 2. Óðinn var æðstur guð- anna. Þegar hann sat í hásæti sínu, Hliðskjálf, sá hann um heim allan. Hann átti tvo hrafna, Huginn og Muninn. Á fóru til Valhallar. Valhöll var öllum höll- um fegurri, allt loftið var skjöldum skarað og þilj- ur og bjálkar gulli lagt. hverjum morgni ftugu þeir út um heim og komu aftur að kvöldi. Þá sett- ust þeir á axlir Óðins og sögðu honum frá við- burðum dagsins. Synir og dætur Óðins hjálpuðu honum við að stjórna heiminum. En illir jötnar, sem áttu heima í Jötunheimum, vildu öllu góðu spilla. Þess vegna var eilíft stríð milli guða og jötna. ★ Skhtlur Frúin: — Þú lætur allt, sem ég segi við þig, mn um annað eyrað og út um hitt. Maðurinn: En þú lætur allt, sem ég segi við þig inn um bæði eyrun og út um munninn. ★ Kalli: Þið eruð að tala um stóra menn, en í fyrra sá ég mann, sem gat ekki staðið uppréttur í sjálfri dómkirkjunni. Doddi: Þú segir ekki satt! Kalli: Jú, hann var með herðakistil. ★ Málarinn: — Sýnist yður þetta ekki dásam- legt málverk. Það sýnir kú á beit í grænum haga. Sýningargesturinn: — Já, en ég sé ekki neitt gras. Málarinn: — það er ekki von. Kýrin hefur etið það upp til agna. Sýningargesturinn: — Eg kem nú ekki auga á kúna heldur. Málarinn: — Hvernig getið þér búist við því, að hún hangi hérna í svelti, eftir að allt grasið er upp etið? ★ Jóhann Cutenberg Faðir prentlistarinnar „Já, áreiðanlega! Hann á heima í stóra húsinu hinum megin við torgið. Hann er alltaf heima, því að síðan hann fór að búa til bækur, fer hann næst- um aldrei út“. Ungi ferðamaðurinn lét ekki lengi dragast að heimsækja Laurence. Gamli maðurinn varð glaður yfir að hitta mann er hafði áhuga fyrir því, sem hann var að gera. Hann sýndi Gutenberg bækurnar, sem hann hafði prentað, stafina og litla, frumstæða pressu. Stafirnir voru úr tré og Laurence hafði skorið þá út með hnífnum sínum. „Ég var lengi að búa þá alla til, sagði gamli mað- urinn, „en sjáðu, hvað ég er fljótur að prenta heila síðu“. Hann lagði pappírsörk yfir nokkra stafi, sem hann hafði raðað vand- lega saman. Með varfærni setti hann hvort tveggja í pressuna og lagðist með öllum þunga á bandfang, sem kom henni á hreyf- ingu. „Líttu nú á þessa prent uðu örk“ ,sagði hann um leið og hann tok hana út úr pressunni. „Það hefði verið margra tíma vinna að handskrifa hana. Ég hefi prentað hana á jafn- mörgum mínútum". Gutenberg var stórhrif inn. „Það var hrein tilvilj- un, að ég byrjaði á þessu“, sagði Laurence gamli. „Dag nokkurn fór ég út í skóg með barna- börnum mínum og þau báðu mig að skera nöfn sín út í börk trjánna. Ég gerði það, enda hefi ég alltaf haft gaman af að tálga og skera út. Meðan börnin voru að leika sér, tók ég nokkra slétta bark arbúta og skar stafrófið út í þá, einn staf í hvern bút. Mér datt í hug, að börnin hefðu kannski gaman af því, og að það gæti hjálpað þeim til að læra að lesa. Siðan vafði ég alla bútana með stöfun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.