Morgunblaðið - 15.03.1960, Page 11

Morgunblaðið - 15.03.1960, Page 11
Þriðjudagur 15. marz 1960 MOnr TiivnT 4 niÐ 11 og Hugleiðingar um ritslorf eftir Stephen Spender Á ÁRXJNUM 1930—40 varð mér það að vana að skrifa ritdóma. Ég held, að ég hafi hvorki verið betri né verri en aðrir ritdómar- ar, og ég reyndi að vera réttlát- ur. Þegar ég nú lít um öxl til þessarar iðju, er mér ljóst, að í staðinn fyrir að líta á bók í heild, hafði ég oft alltof mikla tilhneig- ingu til þess að einblína á ein- stök atriði, sem ég var annað hvort samþykkur eða ósamþykk ur, og gera þau að undirstöðu ritdómsins. Ef ég las bók með það í huga að skrifa um hana, gerði ég það með öðru hugarfari, en ef ég hefði lesið hana af einskærum áhuga. Þegar ég las bók, sem ritdómari, hindraði ég vísvitandi höf. í að segja það sem hann meinti, vegna þess að mér fannst ég alltaf vera háður þeim takmarkaða orðafjölda, sem ritdómurinn mátti vera, og það er að mörgu og miklu leyti sambærilegt við það að hlusta ekki á það, sem annar maður hefur að segja, vegna þess að maður hugsar aðeins um það, hvernig maður eigi að svara hon- um. ★ Strax og ég var altekinn af eigin sköpunarverkum, komst ég ekki hjá því að líta flest verk samtímahöfunda minna annað 'hvort samkeppnisaugum eða samþýða mitt eigið takmark tak- marki þeirra. Þeir dagar voru liðnir, er ég las hverja bók, sem maelt var með, eins og hún hefði í sér fólg- inn einhvern boðskap, eins og ég byggist við því að „manna“ félli af síðum hennar. Nú, þegar ég sjálfur hafði gefið út bók, fannst mér ég vera eins og eigandi veð- hlaupahests, sem fylgist ekki að- eins spenntur með þjálfun hests síns, heldur hefur einnig skarpt auga fyrir aðferðum annarra hestamanna. Mér kom aldrei til hugar að nokkuð af því, sem ég sagði í rit dómi, gæti komið viðkomandi rithöfundi í vont skap. Sú hugs- un, að hann eða einhver annar, tæki nokkurt mark á skoðunum mínum, fannst mér svo fjarstæðu kennd, að ég kvað oft miklu fast- ara að orði en ætlun mín var. En síðar er ég kynntist mörgum rithöfundum, og tók eftir við- kvæmni þeirra, varð mér óljúft að dæma bækur þeirra, sem ég þekki persónulega — ekki vegna þess að ég óttaðist þá, heldur vegna þess að mér var ekki ljóst, hvernig ég gæti dæmt þær, án þess að kynni mín af persónu- leika höfundarins, settu ákveð- inn svip á það sem ég skrifaði og drægi þannig úr hlutleysi þess. ★ Annar þáttur bókmenntareynslu minnar, var ekki að ritdæma, heldur að verða ritdæmdur sjálf- ur. Og þar birtist allur sá sárs- auki, sem ég gerði ekki ráð fyrir hjá öðrum rithöfundum. Góðu dómarnir, sem ég fékk, veittu mér oft þá örvandi tilfinningu, að ég hefði hlotið fyllsta skilning og viðurkenningu, en miklu oft- ar fannst mér sem ritdómarinn hefði afhjúpað alla mina aug- ljósu annmarka. Slæmir dómar voru mér hræðileg áföll á yngri árum, og ég finn enn til þess að slæmir dómar um ljóðskáldskap minn, gera mig ósegjanlega magnþrota. Satt að segja álít ég að það sé erfiðara fyrir ljóðskáld en aðra rithöfunda að losna úr viðjum gagnrýninnar. Það er ómögulegt að sanna að ljóð sé gott, og ef gagnrýnandi reynist ómótækilegur fyrir þeirri blekk- ingu, sem ljóð skapar, sýnir það að ljóðskádlið hefur a. m k. ekki reynzt fært um að ná til hans. Ljóð heppnast annaðhvort al- gjörlega eða misheppnast algjör- lega. ★ Seint og um síðir komst ég í skilning um, að ritdómar, sem rithöfundur fær, koma honum sjálfum minna við en öllum öðr- um. Þeir eru eins konar samtal, sem fram fer að baki hans. Rit- dómarar skírskota ekki til rit- höfundar heldur til lesenda. Það er rithöfundi til gagns, þó það valdi honum óróa, að skella skolleyrum við slíkum samtölum að baki sér, þó hann rekist kannski á gagnlegar athuga- semdir, sem geta raunverulega hjálpað honum til að bæta úr einhverjum stílgöllum og fleiru slíku. En honum. má ekki gleym- ast, að ritdómarar hafa tilhneig- ingu til þess að dæma verk hans, ekki fyrir það sem þau eru, held- ur fyrir það, sem þau skortir, en það leiðir ekki óhjákvæmilega til þess, að hann eigi að bæta úr því með því að reyna að vera einhver annar en hann er. Á mín um eigin rithöfudarferli, hef ég sóað tíma í að taka tillit til full- yrðinga gagnrýnenda, um að ég væri ónýtur við að nota rím. Þetta varð til þess að ég fór að gera tilraunir með rím, þó mér hefði átt að vera það ljóst, að mér bar að forðast það eins og heitan eldinn. ★ Hvað fjárhagshliðina snertir, komst ég að raun um, að gengi rithöfundarins er að mörgu leyti sambærilegt við gengi fjárhættu- spilarans. Eitt af ljóðum mínum, sem margir ritstjórar höfðu hafn að, var seinna valið sem fulltrúi minn, í mörgum safnritum. Það er að jafnaði rétt, að rithöfundi er bezt borgað fyrir lélegustu verk hans, þó að honum stundum takist, næstum því af tilviljun — eins og í ljóðinu sem ég gat um áðan — að tjá einhverja hugsun, sem er honum mikils virði, á þann hátt að það nær eyrum al- mennings. Nútíma rithöfundi er sérstök freisting búin, því hann getur að miklu leyti séð fyrir nauðþurftum, með því að segja mannastörf, sem oft voru leyst af hendi í flýti. í rauninni varð þessi vinnu- skipting ekki viðunandi, vegna þess að skapandi rithöfundur skrifar ávallt af innri þörf, sem sköpuð er af sérstökum kringum- stæðum. Vinnan, sem hann legg- ur í undirbúning, er alls ekki óhjákvæmileg fyrir þessa innri þróun hans, og hin yfirborðs- kennda og tilbúna blaðamennska færist yfir í sköpunarverk hans, og dregur úr næmi hans. Og þó að það hendi ekki, verða beztu verk hans alltof greinilega að- skilin frá hinum. Höfundur þessarar greinar, Stephen Spender, er eitt kunnasta nútímaljóðskáld Breta, en hefur annars skrif að margt um daganna, bæði smásögur, leikrit, gagnrýni og ferðabækur. Sigurður A. Magnússon segir um hann í grein, er hann ritaði í Fé- lagsbréf AB um brezkar nú- tímabókmenntir: „Spender á mikinn skaphita og ríka þjóðfélagskennd, sem fær oft útrás í mergjuðu máli og „áþreifanlegum" táknum. Hann tók virkan þátt í stjómmálaharáttu samtíð- arinnar og bera sum verk hans of mikinn keim af því. En öll verk hans tjá ein- lægan liugsjónamann, sem vill láta skáldskapinn gegna ákveðnu hlutverki í þjóðfé- laginu, vekja menn til hugs unar og iramtaks". Ber grein þessi greinilega merki um einlægni og hugsjónir Spenders. álit sitt á málum, sem hann 1 rauninni veit lítið um. Þar sem það er almenn skoðun, að rithöf- úndar séu gáfaðir — og almenn ingur hefur ekki á'huga fyrir því sérstaka# formi, sem gáfnafar þeirra nýtur sín bezt í — er þess vænzt að rithöfundar viti allt um það efni, sem almenningur hefur áhuga fyrir, eins og t. d. háskóla- menntun, réttinn til að fremja mis'kunnarmorð eða atómsprengj una. Ég tók á mig skyldur gagnvart ritstjórum og útgefendum, sam- þykkti uppástungur um hvað ég skyldi skrifa, í stað þess að framkvæma mín eigin áform um skáldsagna-, ljóða- og smásagna gerð. Innra með mér fór ég að skipta störfúm mínum í þrennt: Ljóðagerð, sem var mín raun- verulegá köllun, bækur um efni sem vöktu áhuga minn — efni sem útgefendur stungu stundum upp á við mig — loks blaða- Mörg sameiginleg atriði urðu til þess að ég lagði alltof mikla áherzlu á skoðanir mínar. Það var nefnilega stöðug eftirspum eftir skoðunum mínum, bæði sem gagnrýnanda, blaðamanns og áhugamanns um stjórnmál, og stundum var álagið, sem á mér hvíldi til þess að ég léti þær í ljósi, ekki beinlínis af atvinnu- legum loga, heldur átti það miklu frekara rót sína að rekja til við- burðanna sjálfra. Eins og til dæmis þörf mín til að taka af- stöðu gegn fasismanum. Ég komst að raun um, að hversu fast og sannfærandi, sem ég hélt fram skoðunum mínum, urðu þær mér leiðar um leið og ég hafði látið þær í ljós. Mér varð Ijóst, að þær voru afleið- ingar skyndilegs áreitis, alveg eins og þegar maður rýkur í að senda skeyti í reiði. Afleiðing þess að ég lét skoðanir mínar alltof oft í ljós á opinberum vett- vangi, varð sú, að álitsgengi mitt varð fórnardýr eins konar verð- bólguþróunar, ekki aðeins hvað öðrum viðkom, heldur einnig — og það var miklu alvarlegra — viðvíkjandi sjálfum mér. Áður en ég lét frá mér fara nokkra línu, fann ég til eins konar skelf- ingar við hugsunina um minn eigin rithöfundarferil. Seinna glataði ég að mestu þessari til- finningu og það var ekki fyrr en upp á síðkastið, að ég ákvað að vinna á þann hátt að ég öðlaðist hann aftur. Ákvörðun mín var ekki sérlega rismikil: að gera mér allt of mikla fyrirhöfn með allt, og að birta ekkert ljóð í Knúinn þrýstilofti Þrýstiloftsbíllinn er vænt- anlegur á markaðinn í Bret landi eftir tvö ár. Rover verksmiðjurnar Brimingham í Englandi hafa undanfarin 10 úr gert tilraunir með þrýstilofts- knúnar bifreiðir og eru nú svo langt komnar að gert er ráð fyrir að fjöldafram- leiðsla hefjist á árinu 1962. Samkvæmt upplýsingum Lundúnablaðsins Daily Mail notar bifreiðin nú um 18 lítra af benzíni á 100 km ef ekið er með 65 km hraða, en eyðslan er minni ef ekið er hraðar. Unnið er að því í að minnka eyðsluna og er gert ráð fyrir að hún verði um 12% lítri á 100 km. Tilraunavagninn, sem nefndur er T-3, er tveggja sæta, vélin er gastúrbína og yfirbygging úr plasti. Enginn gangskipting er í bifreiðinni, aðeins hemlar, benzíngjafi og einn gír. Hámarkshraði er um 160 km á klst. mörg ár, þannig að ég gæti að nokkru leyti einangrað ljóðagerð mína frá öllu öðru. ★ Það er eitthvað við líf rit- höfundarins, sem veitir honum frelsi og virðingu sem aðeins fáir menn öðlast, en fyllir samtímis bikar hans beizkju við hverja máltíð. Það eru alltof mikil svik, almennt andrúmsloft andlegrar niðurlægingar, rithöfundar verða að játast. alltof mörgu til þess, að geta séð fyrir sér og fjölskyld- um sínum. Þeir sem verða vin- sælir, klæðast upphefðarsvip op- inberra atkvæðamanna, hinir mislukkuðu eru alltof hatursfull- ir, hefnigjarnir og hjáróma, og jafnvel þeir stærstu reynast oft vera uppstökkir og hégómlegir, þegar á þá er ráðizt. Ég held, aS með nærri því hverjum rithöf- undi leynist sú tilfinning, að hin raunverulega köllun hans í lífinu sé eitthvað meira og stærra en listamannsbrautin ein. Þessi köll- un minnir á trúarköllunina, en samt sem áður eru það fáir rit- höfundar, sem gefa þetta til kynna með líferni sínu. , Ef til vill eru rithöfundar ekkl aðeins hópur manna, sem hefur verið kastað út í tilveruna, held- ur tilheyra henni til fulls og verða að gera það. Bókmenntim- ar eiga sína hreintrúarmenn, bæði hvað snertir vinnu og líf, en þær myndu missa kraft sinn, ef fleiri en fáeinar slíkir væru uppi með hverri kynslóð, og sum ir af mestu rithöfundum heims- ins (Dostojevskij og Balzac, já og líká Yeats) hafa bæði fengizt við blaðamennsku og átt í rit- deilum. Ef gæfan bregst leiðir ósig- ur til þröngsýni. Það sem rithöf- undur raunverulega þarfnast er meðlæti, sem hann síðar meir losar sig við. Líf rithöfunda ætti raunverulega að stefna að því, að hann brjótist inn í hinn ýtri heim, og dragi sig síðan í hlé frá honum. Ef hann brýzt ekki inn í hann, skortir hann lífs reynslu, og ef hann dregur sig ekki til baka, verður hann hrif- inn með hinum stríða straumi bókmennta og stjórnmálaframa. í sýningaiierð um Noieg með „Sólsbinsdngn á íslnndi“ FYRIR skömmu var haldið Is- landskvöld í Alasundi í Noregi. Þar sýndi Kjartan Ö. Bjarnason kvikmynd sína „Sólskinsdagar á íslandi“ og Karlakór Alasunds söng íslenzk lög, en kórinn kom í fyrrasumar til Islands. Mættir voru fulltrúar frá vinabæjum Álasunds, Latiti í Finnlandi, Vest eras í Svíþjóð og Randers í Danmörku, en þar eð enginn var mættur frá Akureyri, var Kjart- an Ö. Bjarnason fulltrúi Islands. Um 500 manns tóku þátt í skemmtun þessari, og í sambandi við mótið var íslenzka kvik- myndin sýnd fyrir 3 þús. börn í Alasundi. Síðan 10. jan. hefur Kjartan Ö. Bjarnason ferðast um Noreg með Islandskvikmyndina, sem í Noregi nefnist „Island í Sommer- sol“. Fór hann fyrst um Sogn og Firðafylki og síðan um Möre og Romsdal og hefur aðsókn að kvikmyndasýningunum verið á- gæt. Lifnaði yfir sjómönnunum Stærsta sýningin var í Malög í Firðafylki. Þar voru mættir 600 sjómenn, sem allir voru að bíða eftir síldinni og lifnaði yfir þeim, þegar þeir sáu síldveiðikaflann í kvikmyndinni. Þar var einnig staddur íslenzkur prestur, Sig- urður Þorsleinsson frá Hafnar- firði, sem þjónað hefur norsku prestakalli síðan 1927, og ekki komið til Islands síðan 1932. Frá Möre fer Kjartan O. Bjarnason í sýningarferð til Hörðalands og þaðan til Sviþjóð- ar, þar sem kvikmyndin verður sýnd á vegum hinnar sænaStt* deiidar Norræna félagsins. Lýh- ur hann þessari löngu sýningwr- ferð um eða eftir páska og k«»- ur heim, til að halda áfram taka kvikmynd, sem hann var byrjaður á í fyrra. Hyggst hann taka með heim nýjar kvikmynd- ir m. a. frá Svíþjóð. Þjóðaratkvæði um lýðveldi CAPETOWN, Suður-Afríku, 11. marz. (Reuter). — Þing Suður- Afríku veitti í dag stjórninni heimild til þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort stofna skuli lýðveldi í land- inu. Forsætisráðherrann, Hendrik Verwoerd, sagði við umræður í þinginu, að lokaákvörðun um stofnun lýðveldis yrði í höudum þingsins — þjóðaratkvæðagreiðsl an myndi ekki ráða úrslitum um það. Aðeins hvítir menn munu fá að taka þátt í þessari væntaniegu. atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.