Morgunblaðið - 18.03.1960, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. marz 1960
Kaþólskur í forsetastól?
Að fljúga hátt eða lágt — Flugsamgöngur við Crœnland —
Flýja ofbeldið — Hve langt fer Castro ?
C/5
<
CíETUR kaþólskur maður
orðið forseti Bandaríkj-
anna? Það hefur aldrei
gerzt, en margt bendir til
þess, að öldungadeildar-
þingmaðurinn John F.
Kennedy frá Massachussets
sé nú sigurstranglegastur
demókrata í baráttunni um
að verða forsetaefni flokks
síns. Aðeins einu sinni hef-
ur kaþólskur maður verið
aðalframbjóðandi i forseta-
kosningum. Það var 1928,
er demókratar studdu
Alfred Smith, fylkisstjóra í
New York. En hann tapaði.
Sigurhorfur Kennedys jukust
mjög, er hann vann með mikl-
um yfirburðum í fulltrúakjörinu
í New Hampshire. Á flokksfund-
um um allt landið er nú þingað
og ákveðið hvern styðja eigi til
framboðs, síðan eru kjörnir full-
trúar á flokksþingið, sem end-
anlega velur forsetaefni flokks-
ins.
Eftir sigurinn í New Hamps-
hire sögðu stuðningsmenn Lynd-
on Johnsons, öldungadeildar-
þingmanns frá Texas, sem líka
berst um forsetastólinn: Kennedy
vinnur, ef ekki verður ágreining-
ur vegna trúarskoðana hans. En
kaþólskan getur fellt hann, við
treystum á það. Þá er Johnson
borgið.
40 millj. kaþólskra
Ef Kennedy kemst í framboð
á hann víst fylgi meginhluta
kaþólskra kjósenda, sem eru úr
báðum flokkum. Tala kaþólskra
vestra er nú áætluð 40 milljónir.
Og þegar tillit er tekið til þess,
að demókratar hafa hlotið mik-
inn meirihluta í báðum deildum
þingsins ættu sigurhorfur hans
að vera miklar. Samt er ekki
hægt að byggja allt of mikið á
fylgi flokkanna í þingkosningum
vestra, því þrátt fyrir meirihluta
þingfylki demókrata sigraði Eis-
enhower Stevenson, frambjóð-
anda demókrata, með 33 millj.
atkvæða gegn 24 millj. í síðustu
forsetakosningum.
Lyndon Johnson hefur barizt
af geysihörku og eiga áhrifin
sjálfsagt eftir að koma í ljós.
Johnson stóð fyrir því að mann-
réttindamálin væru tekin á dag-
skrá í öldungadeildinni og urðu
þar lengstu maraþon-ræðuhöld,
sem um getur í sögu deildarinn-
ar. Látlaust var deilt í hálfan
sjötta sólarhring, þingmenn
sváfu og mötuðust í þinghúsinu.
Það er líka óalgengt að sjá öld-
ungadeildarþingmennina á vakki
í náttsloppum á þeim stað.
Mannrétt'ndafrumvarpið gekk
aðallega út á það að þingið stað-
festi úrskurð hæstaréttar um i en í 10.000 fetum og að öðrum
sameiginlega skóla hvítra og
svartra, svo og að dómsmálayfir-
völdum landsins yrði heimilt að
hafa eftirlit með því að svartir
nytu kosningaréttar í öllum suð-
urríkjunum. Norðurríkjamenn
stóðu að sjálfsögðu með frum-
varpinu án tillits til hvaða
flokki þeir fylgdu, en andstaða
suðurríkjamanna var hörð. Af-
staða þeirra í skólamálunum er
fyrir löngu kunn, en þeir töldu
það mjög skerðandi fyrir sjálf-
stæði fylkjanna, ef dómsmála-
yfirvöldum í Washington yrðu
veitt einhver æðstu völd í sér-
málum fylkjanna.
Vatikanið og Hvíta húsið
Johnson er sjálfur suðurríkja-
maður og heima í Texas kölluðu
blöðin hann svikara og öðrum
illum nöfnum. En Johnson vildi
hætta á að fórna trausti stuðn-
ingsmanna og vina til þess að
afla sér fylgis blökkumanna í
Suðurríkjunum og fólksins í
Norðurríkjunum, en áfram verð-
ur barizt.
Lítill vafi leikur á því, að
Nixon verður frambjóðandi
repúblikana. — 1 fulltrúakjöri
þeirra í New Hampshire hlaut
hann jafnvel meira fylgi en Eisen
hower 1956. Margir stuðnings-
manna hans óska þess af heilum
hug, að Kennedy verði mótfram
bjóðandi hans, enda þótt Kenn-
edy sé nú sá demókrati, sem
mestrar lýðhylli nýtur. En það
er hin kaþólska trú hans, sem
þeir hafa rhestan áhuag á. Þeir
segja: Kaþólska kirkjan hefur
það mikil ítök í þegnum sínum,
að kaþólskur forseti mundi virða
hagsmuni páfans í Róm og kirkj-
unnar meira en hagsmuni banda-
rísku þjóðarinnar. Vatíkanið
kæmi þá öðrum fætinum inn í
Hvíta húsið.
JjjP VESTURVELDIN hafa á-
Okveðið að hefja ekki að
sinni „háflug“ til Berlínar
á leiðunum þremur, sem
■y samkomulag náðist um að
flognar væru til V-Berlín-
iS ar. Sú venja hefur skapazt,
ZMM að ekki hefur verið flogið
hærra en í 10.000 fetum,
enda hefur þess ekki verið þörf
hingað til. Með breyttum og full-
komnari flugvélum er nauðsyn-
legt að fljúga allt upp í 30.000
feta hæð til þess að hagkvæm
nýting fáist á flugvélunum.
Rússar andmæla og segja, að
ekki sé heimilt að fljúga hærra 1
kosti eigi vélar á þessari leið
alltaf á hættu að rekast á rúss-
neskar hervélar, sem oft séu í
háflugi á þessum slóðum.
Vesturveldin halda eindregið í
rétt sinn til að nota flugleiðirnar
í öllum hæðum, en bæði brezka
og bandaríska stjórnin hafa sleg-
ið öllum aðgerðum á frest, m.a.
til þess að ekki verði hægt að
saka Vesturveldin um að hafa
hleypt af stað illindum rétt fyrir
fundahöldin með Krúsjeff. Hins
vegar þykir sýnt, að nauðsynlegt
verði að fara upp fyrir 10.000
fetin, ef Rússar loka landleiðum
til Berlínar og hefja verður loft-
flutninga í stórum stíl til Berlín-
ar á ný.
Eitt Lundúnarblaðanna greinir
svo frá, að í 30.000 feta hæð á
loftleiðunum til Berlínar sé með
fullkomnum ljósmyndaútbúnaði
og í góðu skyggni hægt að mynda
nákvæmlega allar herstöðvar
Rússa í A-Þýzkalandi, Póllandi og
jafnvel í Tékkóslóvakíu á 150
mílna breiðu svæði út frá Berlín.
Segir blaðið, að þetta sé ástæð-
an til þess, að Rússar ætli að
koma í veg fyrir „háflugið“.
☆
SÍÐUSTU dagana hefúr
flóttamannastraumurinn
frá A-Þýzkalandi til V-
Berlínar vaxið mjög. Tugir
bænda flýja daglega með
fjölskyldur sínar og ástand
þessa fólks er ömurlegt.
Sð A-þýzka stjórnin hefur lát-
ið til skarar skríða í inn-
leiðslu samyrkjufyrirkomulags-
UJ
ins í landbúnaðinum og brotið á
bak aftur harða andspyrnu
bænda. í marzbyrjun mun um
55% jarða hafa verið reknar með
samyrkjufyrirkomulagi og mun
a-þýzka stjórnin áforma að í árs-
lok verði samyrkjubúskapurinn
ráðandi að þremur fjórðu hlut-
um í sveitunum.
Flóttafólkið segir svo frá, að
bændur hafi víða víggirt býli
sín til varnar gegn útsendurum
flokksins. Kommúnistar dreifðu
flugmiðum víða um sveitir með
nöfnum þeirra, sem mesta mót-
spyrnu höfðu sýnt og þar voru
þeir nefndir „óvinir fólksins",
„kapitalistar" og „Adenauers-
sinnar". Flestir þeirra, sem þess-
ar nafnbætur hlutu, hafa reynt
að flýja, því þeirra bíður ekkert
annað en fangelsi eða nauðung-
arvinna. Fregnir hafa borizt um
allmarga bændur, sem framið
hafa spálfsmorð í örvæntingu
sinni. Margir eru stöðvaðir á
flóttanum, segja þeir, sem til
V-Berlínar komast.
92% í Búlgaríu
V-þýzka stjórnin hefur lýst yf-
irir innilegri samúð með fólkinu,
sem þarna er rænt öllum eigum
sínum og hrúgað saman eins og
nautgripum í fjós — og Adenau-
er kanslari hefur mælt svo fyrir,
að stjórnarvöldin geri allt, sem
fært er, til að hjálpa bændafjöl-
skyldunum, sem flýja, að koma
undir sig fótunum í V-Þýzka-
landi. Bonnstjórnin hefur mót-
mælt harðlega gerræði austur-
þýzku kommúnistastjórnarinnar
og á þinginu í V-Berlín sagði
einn ræðumaður m. a., að öll
þýzka þjóðin mundi mótmæla
hinum kommúnísku ofbeldisað-
gerðum.
Samyrkjubúskapurinn er nú
svo að segja alls ráðandi í Aust-
ur-Evrópu, en alls staðar hefur
honum verið komið á með of-
beldi, og fangelsanir og aftökur
SVÆ-Bl SEM HÆGT VÆR» A© LjÓS-
MVWDA ÚR 30.000 FETA HÆ©
Hamborgarblaðið Die Welt
birti á dögunum sams kon-
ar yfirlitsteikningu yfir
efnahagsaðstoð og lán, sem
Bandaríkin annars vegar og
kommúnistaríkin hins veg-
ar hafa veitt ýmsum lönd-
um frá og með 1955. Eins
og teikningin ber með sér
er þarna einkum um að
ræða vanþróuð lönd, svo og
ný ríki. Varðandi tsland ber
að taka fram, að frá Banda-
ríkjunum munum við hafa
fengið: 17 millj. dollara lán
frá Export-Import bankan-
um og 5,7 miilj. dollara lán,
sem nefnt er PL 480. Það
er notað til kaupa á land-
búnaðarvörum frá Banda-
ríkjunum og endurgreiðist í
ísl. gjaldeyri. Hins vegar
eru lánin frá kommúnista-
ríkjunum: Lántaka í Tékkó-
sióvakíu 1956 að upphæð 1,5
millj. dollara og munu m. a.
hafa verið keyptar fyrir það
vélar til Laxárvirkjunar-
innar — á vegum Raf-
magnsveitna ríkisins. í ann-
an stað veitti rússneski
þjóðbankinn árið 1958 yfir-
dráttarheimild að upphæð
3 millj. dollara. Af henni
hefur aldrei verið notaður
nema helmingurinn, 1,5
millj. til kaupa á litlu tog-
urunum frá A-Þýzkalandi.
Hin notaða upphæð er því
samtals 3 millj. dollara.
hafa komið í kjölfarið. t Búlg-
aríu mun 92% landbúnaðarins
vera með samyrkjusniðinu, í
Albaníu 87%, í Tékkóslóvakíu
84,4%, í Ungverjalandi yfir 70%
og í Rúmeníu um 60%. Pólland
er undantekning. Andstaða Pól-
verja hefur verið slík að hverf-
andi lítill hluti búskapar hefur
verið settur undir samyrkju. En
pólsk stjórnarvöld hafa að und-
anförnu kvartað yfir því að
bændur skiluðu ekki öllum af-
urðum sínum til hins opinbera,
þeir hefðu það of gott, nauðsyn
væri að herða eftirlitið og draga
úr neyzlunni. Aukið ríkiseftirlit
getur líka þýtt samyrkju og
algeran ríkisrekstur búskaparins.
En varla verður því komið á í
Póllandi átakalaust.
MARGIR hafa sennilega
misst alla samúð með
•^0 Castro á Kúbu, þegar hann
jakaði Bandaríkjastjórn
um að hafa látið útsendara
sína sprengja vopnaflutn-
ingaskip í loft upp í höfn-
inni í Havana fyrir
■C skemmstu með þeim af-
leiðingum að yfir 70 manns
fórust. Ásökun Castros kom að
órannsökuðu máli. Hann sagði
aðeins: Bandaríkjamenn hafa
ekki viljað selja okkur vopn,
þeir hafa beitt áhrifum sínum til
<
<