Morgunblaðið - 18.03.1960, Side 13

Morgunblaðið - 18.03.1960, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. marz 1960 Föstudagur 18. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 12 Útg.: H.í Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. .Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vi vur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. VÍÐTÆK ÁHRIF CJEGJA má, að efnahagsráð- stafanirnar, sem nú eru að nokkru komnar til fram- kvæmda, snerti að einhverju leyti svo til hvert mannsbarn í landinu. Mun ýmsum finn- ast kostur sinn þrengjast nokkuð um stund. Að vísu er flestum ljóst, að verið er að forða þjóðinni frá alvarlegum þrengingum í efnahagsmál- unum, jafnframt því, sem lagður er grundvöllur að heilbrigðri framþróun, enda mun hver hugsandi maður skilja, að enginn ríkisstjórn í lýðræðislandi gerir svo rót- tækar ráðstafanir, aðeins sér ■til dægrastyttingar. Ástandið var orðið svo alvarlegt að skjótra að- gerða var þörf, og núver- andi stjórnarflokkar voru ákveðnir í að gera heil- steyptar og varanlegar ráðstafanir, til þess að þjóðin gæti átt kost á að losna við hinar árlegu, ill- ræmdu bráðabirgðaráð- stafanir, með öllum þeim vandræðum, er af þeim hlutust. Byrðunum skipt á alla Eitt megineinkenni fyrri záðstafana var það, að reynt var að bæta aðstöðu eins hóps á kostnað annars. Nú er nokkrum byrðum skipt niður á alla, þannig að aðeins eru gerðar sérstakar ráðstafanir vegna barnmargs fólks, ör- yrkja og gamalmenna. En öll þjóðin mun líka njóta ávaxt- anna af heilbrigðara efna- hagslífi. Og er sá munur því stórkostlegri, þeim mun bet- ur, sem menn gera sér grein fyrir, hvílíkur voði var fram- undan. Réttlæti Þjóðin var komin í þá að- stöðu að henni var lífsnauð- syn á að spara nokkuð um stund. Þegar svo stendur á er það skilyrði fyrir miklum árangri, að eins mikils rétt- lætis sé gætt eins og í mann- legu yaldi stendur. Þá getur enginn stétt manna haldið því fram að önnur muni græða á hennar kostnað. Þetta sjónarmið'hefur núver- andi ríkisstjórn vissulega haft að leiðarljósi. Raunverulega ástæðu til til að harma liðinn tíma hafa því aðeins þeir, sem græddu mikið á höftunum og spillingunni, er af þeim leiddi. ÞAKKARSKULD ■JJM þessar mundir er merk- ur félagsskapur í Banda- zíkjunum 50 ára. Það er „Society for the Advance- ment of Scandinavian Study“, sem unnið hefur að því að .auka áhuga manna á nor- xænni menningu í bandarísk- iim skólum. Hefur félags- skapurinn einkum einbeitt sér að eflingu norrænna fræðirannsókna og orðið vel ágengt í því starfi. Eitt af höfuðverkefnum fé- lagsskaparins hefur verið að halda úti merku tímariti, „Scandinavian Study“, þar sem birtar hafa verið greinar um norrænar bókmenntir, auk þess sem tímaritið hefur birt þýðingar á þessum sömu bókmenntum á ensku og þar með aukið hróður þeirra um víða veröld. Hafa íslenzkar bókmenntir ekki borið þar skarðan hlut frá borði og því full ástæða fyrir okkur til að veita starfsemi félagsins fyllstu athygli. Margir merk- ir vísindamenn hafa lagt hönd á plóginn til að gera ritið sem bezt úr garði, og má geta þess að formaður félagsins nú er prófessor Lee M. Hollend- er, sem þýtt hefur Njálu á enska tungu ásamt öðrum, og fjölmörg dróttkvæði, sem er mjög vandasamt verk. Kynning íslenzkra bókmennta Við íslendingar erum lítil þjóð og höfum ekki af mörgu að státa samanborið við stór- þjóðirnar. Við stöndum því í þakkarskuld við þá, sem hafa vilja og þekkingu til þess að kynna íslenzkar bókmenntir í útlöndum. Ef slík kynning er vel af hendi leyst, getum við haft af því nokkurn sóma. „Society for the Ad- vancement of Scandinavi- an Study“ hefur leyst sitt mikilvæga hlutverk vel af hendi. Fyrir það stöndum við í þakkarskuld við fé- lagið. Ku Klux Klan Er þessi illræmdi óa Idar- flokku r enn aðfara áslúfana? íyiARGT bendir nú til, H að til úrslita muni draga á einhvern hátt í kynþáttavandamálinu í Bandaríkjunum, áður en langt líður. Undanfarið hafa staðið yfir „mara- þon-umræður“ í banda- ríska þinginu um nýja kynþáttalöggjöf — og segja kunnugir, að sjald- an eða aldrei muni hafa verið haldnar jafnmarg- ar og langar ræður um neitt mál í þinginu sem þetta. -— Á meðan þing- mennirnir deila þannig næstum dag og nótt, hafa negrarnir í Suður- ríkjunum á ýmsan hátt lagt áherzlu á réttarkröf ur sínar, og hefir það þegar valdið nokkrum árekstrum, þótt það muni raunar hafa ver- ið í fremur smáum stíl. Einmitt á þessum tíma hafa ungir, hvítir^ofbeldis- seggir ráðizt á negra nokk- urn í Houston í Texas og misþyrmt honum á svo hrottalegan hátt, að við- bjóð hefir vakið bæði í Bandaríkjunum og erlend- is. Drógu þeir blökkumann inn, Felton Turner, sem er 27 ára gamall, út í skóg, hengdu hann upp í tré, þannig að höftiðið vissi nið- ur, börðu hann síðan misk- unnarlaust — og ristu lóks bókstafina „ K K K “ með hnífum í hold hans. t „Ku Klux K1an“? Ekki er Ijóst, hvort þetta merkir það, að hinn ill- ræmdi félagsskapur „Ku Klux Klan“, sem á sínum tíma vakti ótta og skelf- ingu víða um Bandaríkin, sé aftur kominn á stúfana og hafi skipulagt þetta níð- ingsverk. Hitt er víst, að hugarfarið á hak við þetta viðbjóðslega ódæði virðist vera í fullu samræmi við ofbeldistilhneigingar þær, sem einkennt hafa flest sem vitað er, að „innsti hringurinn“ heldur enn saman og hefir haldið skipu lagi hreyfingarinnar við, er ekki hægt að ganga fram hjá þeim möguleika, að negrahatararnir reyni að efla samtök sín á ný, nú þegar tilraun er gerð til- þess að tryggja betur en áður réttarstöðu blökku- manna — og þeir sjálfir virðast vera að eflast í bar- áttunni. | Gamanið varð blóðug alvara Ku Klux Klan var eigin- lega stofnað í hálfgerðu gamni, fyrir jólin 1865 - en gamanið varð fljótlega að blóðugri alvöru. Það voru sex Suðurríkjamenn, vopna bræður úr borgarastyrjöld- inni, sem ákváðu 1865 að halda áfram kunningsskap sínum — í leynilegu félagi. Stórmeistari Ku Klux Klans „vígir“ nýjan foringja — Einn þeirra, sem kunni eitthvert slangur í grísku, stakk upp á því, að þeir nefndu félag sitt „Kyklos" (sem þýðir hringur).Annar verk þess félagsskapar. Ku Klux Klan hefir lítið sem ekkert látið á sér kræla síðan FBI, ríkislög- reglan, gerði allsherjarher- ferð gegn félagsskapnum fyrir um 6 árum. En þar Klan“. Aðrar skýringar eru reyndar til á uppruna þessa undarlega nafns. | Uppgötvuðu mátt Síðan var kosinn „stór- meistari“ og aðrir foringjar Samkomur Klan-manna ■ ji'ýý umhverfis brennandi krossmörk vöktu negr- unum ógn og skelfingu . . . vildi gera þar smábreyt- ingu á og kalla það „ku- klux“ — það væri leyndar- dómsfyllra. Sá þriðji, sein var Skoti, vildi bæta víð „klan“ (ætt) — og þannig varð nafngiftin „Ku Klux Þeir, sem réðust á negrann í Houston nýlega ristu „KKK“ á húð hans. — Tdknar það, að Ku Klux Klan hafi verið þar að verki. — Og þeir félagar skemmtu sér ágætlega á næturfund- um sínum, sem haldnir voru umhverfis brennandi krossmark eínhvers staðar úr alfaraleið, í hæðadrö'g- um eða dimmum skógum. — Allt fór fram með spekt, og ekki dró til neinna tíð- inda — fyrr en Klan-félag- arnir uppgötvuðu, að hinar dulafullu nætursamkomur þeirra ollu hinum hjátrúar- fullu negrum mestu skelf- ingu. — í augum meirihiuta hvítra manna í Suðurríkj- unum voru negrarnir á þessum tíma ógnun við hvíta kynstofninn, er varð að vinna gegn af alefli — og nú gerðu þeir Klan- menn sér ljóst, að þeir höfðu lagt sér vopn í hend- ur í þessari baráttu — án þess að sú væri ætlunin í upphafi. t Skipulagðar ógnir Og nú hófst ógnaröld mikil — og „K-in“ þrjú urðu brátt tákn hvers kon- ar ógna, misþyrminga og dauða. — Þeir Klan-menn fóru um ríðandi í nátt- myrkrinu, klæddir hvítum kuflum og berandi kyndla í höndum — og negrar, sem að þeirra dómi höfðu troð- ið hvítum mönnum um tær á hinn minnsta hátt, sem og hvítir, sem dirfðust að tala máli hinna blökku, voru dregnir með valdi út af heimilum sínum og barðir og brennimerktir með þrem K-um. Þeir, sem meira höfðu af sér brotið, að dómi „Klansins", hlutu enn verri meðferð. Þeim var velt upp úr tjöru o-~ síðan fiðri — sem eitt ban- aði mörgum manninum — og að sumum var eldur bor- inn að þessu loknu. Þá var auðvitað ekki að lokum að spyrja. — Er frá leið, komst föst skipun á „starfsemi" félags skaparins. Skipulögð var allsherjarherferð gegn negr um og þeir teknir af lífi án dóms og laga — og hvers konar ógnir voru fram- kvæmdar á kerfisbundinn hátt. Og svo var komið um 1870, að segja mátti, að Ku Klux Klan stæði sem sigur- vegari. — Hin ýmsu lög, er tryggja skyldu rétt negra, voru í raun og veru að angu gerð. t Brotinn á bak aftur — reis upp tvíefldur Brátt var „Klaninn“ orð- inn að allsherjar-glæpafé- lagi, sem ruplaði, rændi og myrti, hvar sem var og hve nær sem var — án tillits til þess, hvort í hluí áttu hvítir eða svartir. Loks var mælirinn fullur — neyðar- ástandi var lýst í ýmsum ríkjum og gagnger herferð hafin gegn óaldarf'okknum. Og smám saman tókst að brjóta veldi hans á bak aftur. — En á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var „reglan“ vakin upp að nýju — og jókst nú mjög fylgi á fáeinum árum. Svo mjög, að talið er, að 9 milljónir manna hafi verið innan vébanda Ku KIsix Klan, þegar langt var kom- ið á þriðja tug aldarinnar. Eftir réttarhöld, sem fram fóru 1923, þar sem fyrrverandi Klan-félagar vitnuðu um það, að peir hefðu séð nokkra menn brennda lifandi, snerist al- menningsálitið svo eindreg- ið gegn.óaldarflokknum, að það varð til bess að fækka félagatölunni niður í h.u.b. eina milljón — og síðan má segja, að hann hafi ekki bórið sitt barr, þótt hann Hinn 27 ára gamli blökkumaður, Felton Turner, eftir að ungir ofbeldismenn höfðu misþyrmt honum á hinn hrottalegasta hátt — Þeir ristu merki Ku Klux Klans með hníf- um á líkama hans. — hafi öðru hverju látið á sér kræla og virðist ótrúlega lífseigur. | Barsmíð og sálma- söngur Til dæmis gerðist það í Norður-Karolina aðfara- nótt 7. október 1950, að kuflklæddir menn réðust inn á heimili Bents nokk- urs Graingers og ungrar konu, Dorothy Martins, drógu þau upp úr rúmum Framh. á bls. 16. "r"'rkriP kuflklæddir félrgar i Ku KIux Klan á væturfi. Jón Ásbjörnsson hœstaréttar- dómari sjötugur í dag JÓN Ásbjörnsson hæstaréttar- dómari, sem í dag stendur á sjö- tugu, á að baki sér langan og merkan starfsferil sem lögfræð- ingur, því á þessu ári munu liðin 50 ár frá því að hann haslaði sér völl á þeim vettvangi með inn- göngu í lagadeild Háskóla ís- lands. Að afloknu glæsilegu embætisprófi árið 1914 hóf hann málflutning hér í Reykjavík og varð málflutningsmaður við landsyfirréttinn og síðar Hæsta- rétt, er hann var stofnsettur árið 1920. Starfrækti Jón málflutn- ingsskrifstofu hér í Reykjavík og stundaði málflutningsstörf þar til hann var skipaður dómari í Hæstarétti 1. maí 1945. Það mun sannmæli allra þeirra sem á því vita skil, að eigi hafi, að öðrum ólöstuðum, getið annan lögmann ágætari í stétt málflutn- ingsmanna en Jón Ásbjörnsson, meðan hann starfaði á þeim vett- vangi. Fóru þar saman mann- kostir og lagaþekking ásamt óþreytandi samviskusemi í hags- munagæzlu þeirra mörgu aðilja, einstaklinga og stofnana, sem fólu honum forsjá mála sinna. Stundum verður þess vart, að hnútum sé kastað að málflutn- ingsmannastéttinni og hlutur hennar í þjóðfélaginu ekki talinn mikilvægur og má vera að stöku sinnum megi með réttu finna að hagsmunagæzlu og þjónustu ein- stakra manna innan hennar. En slík tilfelli hggga þó ekki þeirri staðreynd, að málflutningsmaður inn — lögmaðurinn — gegnir á- byrgðarmiklum trúnaðarstarfa, sem einstaklingarnir og þjóðfé- lagið í heild eiga mikið undir að vel sé ræktur, og Jón Ásbjörns- son var einmitt tvímælalaust einn þeirra mikilhæfu lögmanna, sem gera garðinn frægan og lyfta stéttinni til þess vegs, sem henni að réttu lagi ber, enda fór svo sem vænta mátti, mikið orð af honum sem lögmanni. En mannkostir þeir og eigin- leikar, sem einkenndu Jón Ás- björnsson sem lögmann, hafa eigi síður notið sín eftir að hann sett- ist í dómarasæti. Sá er þetta rit- ar átti þess fyrst kost að kynnast þeirri hlið Jóns, er hann var skip aður dómari í Félagsdómi, fyrst sem varadómari 1938 og síðar aðaldómari 1941. Var það mikils virði fyrir þenna nýstofnaða dóm stól, sem um margt þurfti að skýra og marka leikreglur í við- skiptum atvinnurekenda og verkamanna, að njóta lögvísi og leiðsagnar svo mikilhæfs lög- manns. Dómarastörfum sínum í Hæsta rétti hefur Jón Ásbjörnsson að sjálfsögðu gegnt með sömu kost- gæfni og vandvirkni sem mál- flutningsstörfum. Hefur mér á- vallt fundist samviskusemi og nákvæmni samfara traustri laga- þekkingu höfuðeinkenni hans sem dómara — þessi eiginleiki að láta ekki órannsakað neitt atriði, smátt eða stórt, sem gera mátti ráð fyrir að varpað gæti ein- hverju ljósi á málefni það, sem til úrlausnar er hverju sinni. Og þó maður sé honum eigi ávallt sammála um viðhorf til manna eða málefna, þá veldur heilsteypt ur persónuleiki hans ásamt ó- skeikulli háttvísi í framgöngu því, að maður metur Jón Ás- björnsson því meir því betur sem maður kynnist honum. Auk málflutnings og dómara- starfa hefur Jón Ásbjörnsson gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og hafa sum þeirra verið bein af- leiðing af embætti hans sem dóm ara í Hæstarétti. Þannig er for- seti Hæstaréttar varaforseti fs- lands ásamt forsætisráðherra og forseta sameinaðs Alþingis. Við fráfall fyrsta forseta fslands 'Sveins Björnssonar árið 1952 féll það einmitt í hlut Jóns Ásbjörns- sonar að fara með forsetavald mánuðum saman. Gætti vand- virkni hans og samviskusemi þar jafnt sem í öðrum störfum og mun hann eigi hafa undirritað nein lög án þess að hafa áður kynnt sér gaumgæfilega efni þeirra og gengið úr skugga um það, að ekki væru á þeim stjórn- skipulegir agnúar. Mun mjög hafa verið til hans leitað um það, að gefa kost á sér til forsetakjörs árið 1952, en hann vikið sér und- an þeirri vegsemd. Af öðrum störfum Jóns Ás- björnssonar má geta þess, að hann sat árum saman í land- kjörsstjórn og reyndi þar stund- um mjög á lögvísi hans. Þá átti hann mörg ár sæti í stjórn Eim- skipafélags fslands, stjórn Spari. sjóðs Reykjavíkur og nágrénnis og stjórn Fornleifafélagsins. Var sæti hans ávallt jafnvel skipað í þessum störfum og þá er hann gegndi aðalstörfum sínum. Auk allra þessara starfa er á- stæða til þess að vekja athygli á hinu gagnmerka starfi hans sem stofnanda og forseta Hins ísl. fornritafélags, en um þann þátt ævistarfs hans munu þeir fjalla, sem dómbærari eru en höfundur þessarar afmæliskveðju. Samkvæmt ákvæðum laga um aldurshámark embættismanr.a mun Jón Ásbjörnsson láta af dómarastörfum nú á þessu ári, þótt starfsþrek hans á þeim vett- vangi sé enn óskert. Mun hann eigi horfa með neinni sérstakri eftirvæntingu til þess orlofs. En þeir sem eiga í bókahillum sín- um hinar ágætu útgáfur fornrit- anna munu sumir hverjir horfa til þess með nokkurri eftirvænt- ingu, að honum gefist nú enn meiri orka á því sviði. Er það og ósk mín um leið og ég árna hon- um allra heilla á þessum tíma- mótum og þakka ánægjuleg sam- skipti um hartnær aldarfjórð- ungs skeið, að íslenzkar fornbók- menntir megi hans enn lengi njóta, þótt íslenzkir dómstólar fái ekki lengur notið starfskrafta hans. Hákon Guðmudsson. 1 DAG er Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari sjötugur. Meir en þrír áratugir eru síðan undirritaður hitti hann í fyrsta sinni. Þá hafði hann verið mála- flutningsmaður um langt skeið og hæstaréttarlögmaður síðan 1922. Hann var á þeim árum bæjarfulltrúi í Reykjavík, og þekkti ég ,sem þá hafði verið erlendis um tima, hann aðeins af blöðum. Mátti ætla af þeim, að hann væri baráttumaður mik- ill og harðskeyttur. Þegar ég sá hann nú í fyrsta skipti, reyndist hann stórum öðruvísi en af blöð- unum hafði mátt ætla, mikill góðviljamaður, grándvar og samvizkusamur, fastur fyrir, þegar það átti við, og þraut- seigur, en ofsamaður enginn. Ég heyrði og, að hann þætti mikill lögmaður og nyti af því mikils trausts. Og þvílíkan sem nú var sagt hef ég reynt hann æ síðan. Auk málflutnings gegndi Jón á næstu árum ýmsum trúnaðar- störfum. Hann var stjórnarmað- ur í Eimskipafélagi íslands, Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis; hann var kosinn af Al- þingi í yfirkjörstjórn 1934, skip- aður í Félagsdóm 1941, og víðar má hann koma við sögu því- líkra starfa en ég kunni frá að segja. Það krýndi starfsferil hans og sýndi traust manna bæði á lagaþekkingu hans og mann- kostum, þegar hann var skipað- ur hæstaréttardómari 1945. Því starfi hefur hann gegnt síðan. Hefur hann þá og að réttum hætti gegnt starfi dómstjóra, þegar lög mæltu svo fyrir, og þá haft þann veg og vanda einu sinni eða oftar að fara með vald forseta Islands ásamt með for- sætisráðherra og forseta Sam- einaðs alþingis, þegar til þess hefur þurft að taka. Sá sem þetta ritar kom ekki í lögfræðierindum til Jóns Ás- björnssonar sumardaginn góða 1928, heldur var erindið annað. Jón hafði þá um þær mundir stofnað Hið íslenzka fornritafé- lag, og er þar komið að öðrum aðalþætti í störfum hans. Jón hafði frá æskuárum verið mikill aðdáandi fornbókmennta vorra; mat mikils marga þá menn, sem þar segir frá, sökum mannkosta þeirra eða skörungsskapar; þá hafði hann og verið íþróttamað- ur og þótti mikið koma til lík- amshreysti fornkappanna og af- reka. Jafnvel virðir hann enn í dag skrökin í Finnbogasögu fyrir það, hve léttlyndur og áhyggju- laus höfundurinn er, þegar hann lýsir aflraunum Finnboga. Sú hugsjón vakti fyrir Jóni að sýna fornbókmenntunum skyldan sóma m'eð því að hrinda af stað útgáfu, sem bæði væri fegurri og á traustari grunni en þær, sem áður höfðu sézt hér á landi, vel prentuð og skreytt, með rann- sóknum og skýringum, myndum og landabréfum og öðru, sem til prýði og fróðleiks mætti verða. Frá því, sem fyrir honum vakti, og framkvæmd þess er gjör sagt í bæklingi, sem gefinn var út á þrítugsafmæli félagsins (1958) og ritaður af Andrési Björns- syni. Jóni tókst að safna að sér áhugamönnum, sem voru honum samhentir; mest var um það vert, að fá Sigurð Nordal fyrir útgáfustjóra. En í öllu starfi fé- lagsins hefur Jón borið hita og þunga dagsins, og í stjórn þess er hann lífið og sálin. — Félaginu hefur auðnazt að vera trútt tilgangi sínum. Þegar þetta er ritað, hafa verið gefnar út af félaginu allar Islendingasögur, að fráteknu einu eigi stóru bindi, og Heimskringla í þremur bind- um. Frágangur og fyrirkomulag er öllum landslýð kunnugt. I dag getur Jón Ásbjörnsson litið með stolti á bókaröðina, sem félagið hefur látið prenta. Því miður mun hann þó líka minn- ast ómaklegs aggs í garð þess og jafnvel beinna árása. Ég man þá tíð, þegar hvert bindi kostaði tíu krónur, og var einhver nöld- ursskjóðan að kvarta undan því verði. í annað sinn fann um- vandari að því, hvílíkt fé færi í prófarkalesara og ég held stjórn. Hér skaut þó heldur skökku við. Til fulltingis við út- gefendur og útgáfustjóra hafa ævinlega nokkrir sjálfboðaliðar aðstoðað við prófarkalestur og auðvitað fengið fyrir það ná- kvæmlega ekki neitt. Einn þeirra er forsetinn, Jón Ásbjörnsson, sem lesið hefur eina prófork af öllu því, sem félagið hefur látið prenta (hann er þá líka orðinn gríðarlega öruggur prófarkales- ari). Framkvæmdastjórn félags- ins er æði tímafrek, en það er svo fjarri því, að forseti hafi látið greiða sér fyrir hana, að hann hefur aftur og aftur gefið félaginu gjafir og hlúð að því á margan annan hátt. Þó að hér hafi komizt að minn- ingar um nöldur einstakra manna við félagið, þá væri ekki nándar nærri hálfsögð sagan, ef þess væri ekki getið, að þetta eru þó hjáróma raddir. Félagið og for- seti þess hafa yfirleitt getið sér verðugt lof fyrir starfið, hæði utan lands og innan. Til marks um það skal ég leyfa mér að vitna í dóm Friedrichs von der Leyens í riti hans Deutsche Philologie, Stuttgart 1952, bls. 118, þar sem hann ræðir um út- gáfur norrænna fornbókmennta. Það er alkunna, að helzta fyrir- mynd íslenzkra fornrita er þýzka safnið Altnordische Saga- Bibliothek ásamt með fyrirrenn- ara þess Altnordische Text- bibliohek. Hið síðarnefnda kom út á árunum 1886—90, þrjú hefti, hið fyrrnefnda 1891—1929 í 18 heftum (vanalega eitt rit í hverju hefti); þar voru vandaðir for- málar og skýringar, en skraut, myndir, landabréf og ættarskrár hafa íslenzk fornrit fram yfir. Að fræðimennsku og vandvirkni eiga flest bindin af Altnordische Saga-Bibliothek lof skilið. En um þýzka safnið kveður von der Leyen svo að orði: „Úberholt isv jetzt die alte Sammlung durch die neue islándische, nunmehr massgebende", og mættu slík orð hins merka, gamla fræðimanns vera forseta Hins íslenzka forn- ritafélags til nokkurrar gleði, Framh. á bs. 14. Jón Ásbjömsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.