Morgunblaðið - 18.03.1960, Síða 17

Morgunblaðið - 18.03.1960, Síða 17
Fðstucfagur 18. marz 1960 MORGUNBLAÐIÐ 17 ,Leikið og reiknað' KENNSLUTÆKI voru löngum fá í íslenzkum skólum, og er það alkunn saga. En er skólaskylda var hér lögleidd fyrir hálfri öld, þótti varla annað fært en að flytja inn nokkuð af kennslu- tækjum, sem þá voru algeng hér í nágrannaríkjum. Mátti raunar segja, þegar alls er gætt, að for- sjármenn menntamála þeirrar tíðar hefðu býsna glöggan skiln- ing á þessu, og ber þá hæst fyrsta fræðslumálastjórann, Jón Þór- arinsson, sem lét sér mjög annt um þessa hlið fræðslunnar og skildi þá manna bezt nauðsyn á kennslutækjum í skólana. Fengu skólar þá landabréf, ýmsar vegg myndir og eðlisfræðiáhöld, sem þeir bjuggu lengi að og mikið voru notuð. Nú er tækniöld upprunnin, sem lætur sig ekki án vitnisburðar. Margt og mikið hafa nú flestir skólar hlotið af tækjum, sem kennara varla dreymdi um áð- ur. Og broslegt er nú í huga margt baslið, er við gömlu kenn- ararnir máttum sætta okkur við í þessum efnum og þau „tæki“, sem búin voru til og notuð á fyrri tíð, og vöktu þá fögnuð, glæddu starfsvilja og áhuga og voru góð tilbreyting og gagn- leg. En gott er hversu hér hefur víða stórum þokað fram í þess- um efnum, þótt margt sé enn ófengið og mörgu áfátt, og mætti sem dæmi nefna skort á góðum og glöggum landabréfum við barna hæfi. En hinu má ekki gleyma, sem gert hefur verið og til heilla má horfa ef rétt er notað, eins og til dæmis allan hinn mikla myndagrúa, sem fjöldi skóla hefur nú fengið til gamans og gagns við námið. Og heldur ekki má það liggja í þagnargildi, þeg- ar á þetta er minnzt, hversu stórt spor var stigið í framfara- átt með útgáfu hinnar ágætu handbókar 1 landafræði, sem Jón Þórðarson kennari hefur brot izt í að semja, með góðra manna hjálp, og gefið út. Er það ekki aðeins þeim kennurum til sóma sem að þessu hafa unnið heldur og stéttinni í heild, sem vafa- laust kemur til að notfæra sér slíkt tæki rækilega. Á það má líka benda, að stórum mun áhaldadeild námsbókaútgáfunn- ar auðvelda skólum að afla séf nauðsynlegra kennslutækja. Hins vegar munu kennarar telja skort á hentugum reikhings bókum til trafala, þótt yngri börnin hafi þar verið betur sett, einkum eftir að reikningshefti Jónasar B. Jónssonar, komu til afnota, en þau munu a. m. k. mikið notuð í Beykjavík. Þó er athyglisverðast hversu lítið hef- ur verið greitt fyrir því að skól- arnir sinntu meir iðkun huga- reiknings en verið hefur. Vita þó allir hvílík nauðsyn er á slíku og að ekki er vansalaust að láta það ógert, enda hygg ég að við munum þar aftarlega í röð. Hér þarf bót á að verða. Hefi ég ör- ugga reynslu fyrir því, hve miklu má þar til góðs vegar Snúa með litlum tækjum, og mætti þó meiri árangurs vænta ef tækin væru auðnotuð og hent- ugri. En slíkt á auðvitað við um fleira. Fyrir mörgum árum reyndi Kennarafélag Eyjafjarðar að bæta úr skorti á kennslutækjum með því m. a. að gefa út vinnu- bók í átthagafræði. Var slíkri frumsmíð að vísu i mörgu áfátt, en kom þó að góðu gagni og var mikið notuð í skólum norðan- lands, og víðar. Nú hefur hið sama félag tekið sig tíl og gefið út einskonar vinnubók fyrir byrj endur í reikningi, og er þá fyrst og fremst ætlazt til að hún styrki sem bezt undirstöðuatriðin við reikningsnámið og hvetji til hugareiknings. Heiti þessarar bókar er: LEIKIÐ og REIKNIÐ. Hún er ekki stór, aðeins 24 bls., í allstóru broti þó, en prýdd fjölda skýr- ingamynda, sem börn munu hafa ánægju af. Höfundur þessarar bókar, sem K. E. gefur út, er Þórarinn Guð- mundsson kennari við barnaskóla á Alkureyri, en myndir hefur samkennari hans, Einar Helga- son ,teiknað og skrifað textann. Á kápu bókarinnar lætur höf. þessa getið, m. a.: „Öllum kenurum ber saman um, að skilningur á talnahug- tökum verði að vera grundvöllur reikningskennslunnar þegar í byrjun, annars getur brugðið til beggja vona um árangur í fram- tíðinni. Þessari litlu bók er ætlað að létta nokkuð þá örðugleika, sem jafhan fylgja því, að leggja grundvöll reikningskennslunnar, og er hér að nokkru stuðzt við reynslu erlendra skólamanna. Þótt bókin sé fyrst og fremst sniðin við hæfi algerðra byrj- enda, hefir reynsla mín úndan- farin ár leitt í ljós, að börn, sem hafa fengið nokkra undirstöðu- kennslu í talnameðferð, hafa eigi síður ánægju og gagn af slíkri vinnu . . .“. Eru síðan nokkrar leiðbeining- ar um notkun bókarinnar, og væntir höf. þess, að „Sé bókin réttilega notuð“, megi hún verða til þess, „að gera þetta erfiða nám barnanna að þroskandi leik“. Það er mikið gleðiefni þegar kennarar og félög þeirra sýna áhuga á bættri kennslu og upp- eldi og birta það í verki. Þess vegna vil ég með gleði geta þess- arar litlu bókar, sem birtir áhuga og mun gera gagn. K. E. hefir nú starfað í hartnær 30 ár, og gefið út Heimili og skóla í 18 ár, og margt látið til sín taka er skóla og uppeldi varðar. — Hvert átak þess í þá átt gleður vissulega gamlan félaga, er eitt sinn léði hugsjón þess lið. Megi það lengi lifa og starfa og þetta nýja vinnubókarkerfi koma sem flestum að góðu gagni. Snorri Sigfússon. Garðahreppsbúar skora á Alþingi HREPPSNEFND Garðahrepps hélt fund á föstudaginn var og ræddi framkomna þingsályktun- artillögu Matthíasar Á. Mathie- sens um lagfæringú á þjónustu bæjarsíma Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. Samþykkti hreppsnefndin svo- hljóðandi áskorun til Alþingis: „Hreppsnefnd Garðahrepps samþykkir einróma að skora á hið háa Alþingi að samþykkja framkomna þingsályktunartil- lögu frá Matthíasi A. Mathiesen, 3. þingmanni Reykjaneskjör- dæmis, um samræmingu símtala og símgjalda í umdæmi bæjar- síma Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, þannig' að símtöl milli Hafnarfjarðar, Garðahrepps, Bessastaðahrepps, Seltjarnarnes- hrepps, Kópavogs og Reykjavík- ur verði allsstaðar með sama fyrirkomulagi og eigi dýrari en innanbæj arsímtöl“. Kirkjutónleikar HÚSAVÍK, 14. marz. — Kirkju- kór Húsavíkur hélt söngskemmt- un í Húsavíkurkirkju í gær. Söngstjórar voru Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Ingimund- ur Jónsson og Sigurður Hallmars son. Einsöngvarar Eysteinn Sig- urjónsson og Ingvar Þórarinsson. Við hljóðfærið var Gertrud Frið- riksson. Kirkjan var þéttsetin og söngn um mjög vel tekið. — Frétta- ritari. — Eigum engin börn — erl fjóra hunda LIDO í Reykjavík er allt öðru vísi en Lido í París en Lido í Reykjavík er ágætt og okkur fellur strax vel við staðinn. Þetta sögðu hjón ein sem kom in eru til að skemmta Lido- gestum með dansi og söng og svo sannarlega skemmta þau gestunum vel. Það ’var klapp- að svo fyrsta kvöldið, að eng- inn erlendur skemmtikraft- ur þar hefur fengið slíkt lófa- klapp. Þau nefna sig Averil og Aurel. Hún er ensk, hann er franskur og þau hafa farið mjög víða og alltaf verið dans andi. Tvívegis hafa þau ver- ið um 6 mánaða tíma í Banda- ríkjunum við miklar vinsæld- ir, í Kanada, Mexico og á nokkrum stöðum í Suður- Ameríku. Alls staðar vinsæl — og það þykir þeim sem sáu þau á fyrsta kvöldi þeirra hér engin furða. Hún syngur — og hann tek- ur undir og bæði dansa þau, létta komiska dansa, C'harles- ton og viltan jazz með léttu og skemmtilegu látbragði sem iær dynjandi undirtektir í I.ido. — Við erum búin að vera gift í 8 ár, sagði hún þegar tíðindamaður blaðsins hitti þau snöggvast að máli. Atta yndisleg ár, sögðu þau bæði samtímis. — Eij ið þið mörg börn? — Engin börn — en við eigum 4 hunda. — Jæja, er gaman að hund- um? — Yndislegir. Hvað heita þeir? — Josefina og Napoleon, Topsie og Gigi. Og svo spurðum við hana í einlægni og alvöru; dansar hann vel? — Hann er bezti dansari í heimi. Og sömu spurningu lögðum við fyrir hann og svarið var: — Hún er ein bezta söng- kona í heimi! Og þau töluðu um hve vel þeim litist á Reykjavík við fyrstu sýn — að undanskildu því að forin .væri gífurleg í nýju hverfunum en þau búa í einu slíku. Og hún sagðist ætla að syngja eitthvert kvöld ið lag, sem hún kann vel og heitir „Mud, mud glorious mud, it’s nothing like it for cooling the blood“. . .o.s. frv. Þau skemmta tvívegis hvert kvöld þessi hjón. A milli þess, undan og eftir syngur enska stúlkan Valarie Shane, en hún hefur aflað sér mikilla vin- sælda að undanförnu á Lido, svo samningur hennar hefur verið framlengdur, — og vin- sældir hennar aukast enn. En þessi „þrenning" á Lido, hjón- in og hún er án efa bezta kvöldskemmtun, sem völ er á í bili í höfuðborginni. AKRANES LTSALA - CTSALA Seljum í dag og næstu daga á meðan birgðir endast. — Herrarykfrakka með belti og án þess á kr. 200, og 435, 525.00, 565.00 og 875.00. Þetta er ótrúlega lágt verð. Kvenpoplinkápur á kr. 200.—300.00 og 390.— Telpupoplinkápur á 8—14 ára á kr. 240.— I >rengj arykfrakkar á 4—14 ára kr. 240.— Allar þessar yfirhafnir eru úr ágætu efni og fara mjög vel, en þar sem þær eru af eldri birgðum seljum við þætr aðeins fyrir sem svarar saumalaunum. — Hér er því um stórkostlega hagstæð kaup að ræða. 1 Efnalaug Akraness

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.