Morgunblaðið - 18.03.1960, Qupperneq 21
Fostudagur 18. marz 1960
MORGVTSBLÁÐiÐ
21
Kristín J.
„Ljóshærða meyjan greiðir gang
um götu og stræti borgar,
steinóðum bylgjum býður fang
þá brim við kletta orgar,
öxlinni beitir upp í vind,
óttast ei fall né skeinu
klífur loft sem léttfætt hind
lætur ei hug af neinu“.
Þannig orti Katrín Einarsdótt-
ir (móðir Einars Benediktsson-
ar skálds) um Kristínu J. Hag-
barð, sem lézt 10. þ. m. og var
jarðsungin í gær.
Kristín var fædd hér í Reykja-
vík 12. apríl 1877 og varð því
tæpra 83 ára gömul. Foreldrar
hennar voru Jón Oddsson lóðs
í Dúkskoti og síðari kona hans,
Guðbjörg Jónsdóttir bónda Árna
sonar á Víðimýri, orðlögð gæða-
kona.
Jón Oddsson var hafnsögumað-
ur hér í Reykjavík um 30 ára
skeið og sábmdur Dannebrogs-
orðunni fyrir dugnað sinn og
áræði. Hann var þremenningur
að frændsemj við börn Þórðar
Jónassen háyfirdómara, þau dr.
Jónas Jónassen, landlækni, Thec-
dór amtmann og Maríu konu Óla
P. Finsen póstmeistara. Matti
raunar sjá greinilegan ættarsvip
með Kristínu og þessu frænd-
fólki hannar.
Af alsystkinum Kristínar eru
enn á lífi þær Sigríður og Guð-
laug (giftar og búsettar í Amer-
íku) og Ingimundur fyrrv. skip-
stjóri hér í Reykjavík. Hálfsyst-
kini Kristínar voru Jón stýrim.
(faðir Odds hafnarfógeta í Ráða
gerði) Pétur, Guðmundur kaup-
maður á Fáskrúðsfirði, Ásdís,
Helga (móðir Davíðs bakara) og
Guðrún, kona Otto Wathne á
Seyðisfirði — svo og Ingibjörg
fyrrum húsfreyja að Kiðafelli í
Kjós (sem var sammæðra Krist-
ínu). Eru þau öll látin nema
Pétur.
Þegar Kristín heitin var að
alast upp var lífsbaráttan mun
harðari en nú tiðkast. Þurfti
Kristín snemma að standa á eigin
fótum — og því kom það sér vel
að hún var röskleikakona til sál-
ar og líkama — og svo stórhuga
og bjartsýn, að hugurinn bar
hana hálfa leið. Tuttugu ára
gömul sigldi hún til útlanda með
tvær hendur tómar og aflaði sér
reynzlu og þekkingar, sem komu
henni að góðu haldi eftir heim-
komuna. M. a. stofnsetti hún þá
fyrstu straustofu, sem hér hefur
verið starfrækt, og var brautryðj
andi á fleiri sviðum athafnalífs-
ins.
1918 keypti hún stóra fasteign
á Laugavegi 26, byggði þar hús
og setti á stofn umfangsmikla
matvöruverzlun, sem hún rak af
miklum dugnaði á þriðjg ára-
tug. Náði verzlun þessi brátt
miklum vinsældum enda skapaði
hin létta lund Kristínar hress-
andi andrúmsloft svo öllum leið
vel í návist hennar. Munu þeir
ótaldir sem nutu greiðvikni henn
ar og gestrisni á þeim árum og
eiga kærkomnar minningar ' um
Hagbarð
Laugaveg 26, meðan Kristin réði
þar ríkjum. Var það mikil kald-
hæðni örlaganna, að þessi dug-
mikla kona skyldi í byrjun síð-
ari stríðsáranna þurfa að sjá á
bak eign sinni og segja skilið við
ævistarf sitt. Að sjálfsögðu ollu
þessi snöggu umskipti henni sár-
um vonbrigðum og komu m. a. i
veg fyrir að ævikvöld hennar
yrði jafn bjart og hún hefði verð
skuldað.
Enda þótt Kristín eignaðisí
sjálf engin afkvæmi, þá var hún
svo barngóð, að öll börn hændust
ósjálfrátt að henni. Ásamt ráðs-
konu sinni, Ragnheiði Sturlaugs-
dóttur, ól hún m. a. upp tvö börn,
sem nú eru uppkomin og telja
sig standa í eiiífri þakkarskuld
við hina látnu öðlingskonu.
Með Kristínu J. Hagbarð er
horfin af sjónarsviðinu merk
kona og mætur borgari þess'a
bæjar. Sannur Reykvíkingur í
þess orðs beztu merkingu.
Blessuð sé minning hennar.
Vinur.
Einar Egilsson 50 ára
í DAG er fimmtugur Einar
Egilsson, vérzlunarmaður, Hjarð-
arhaga 17, hér í bæ.
Einar er fæddur í Hafnarfirði
18. marz 1910, sonur hjónanna
Þórunnar Einarsdóttur, Jóhannes
sonar Hansen og konu hans Jens-
ínu Árnadóttur Matthiesen, og
Egils Guðmundssonar, Guömunds
sonar frá Hellu, Hafnarfirði og
konu hans Sigríðar Helgadóttur
frá Ásbúð s. st. Foreldrar Einars
eignuðust 4 börn, sem öli eru á
lífi nema Sigríður, er andaðist
1948.
Að rekja ævisögu Einars að
nokkru ráði, er ógjórlegt í stuttri
afmælisgrein, því af miklu er að
að taka og margt fýsilegt til
frásagnar, sem á daga hans hef-
ur drifið, en hér skal aðeins stikl-
að á stóru úr æviatiiðum hans.
Eins og algengt var á uppvaxt-
arárum Einars, þar sem barna-
fjöldi var mikill og lífsróðurinn
þungur, þurfti snemma áð taka
hendur úr vösum og leggja fram
sinn skerf til lífsbaráttunnar,
enda lét Einar ekki sitt eftir
liggja í þeim efnum. Byrjaði hann
barnungur að aðstoða foreldra
sína með því að stunda ýmsa
vinnu, sem til féll að sumarlagi
milli þess er hann gekk í barna-
skóla. Hélt hann þeim hælti öil
sín námsár. Þótti hann hvar-
vetna liðtækur í betra lagi, hvort
sem var til sjós eða lands, var
hann hraustmenni hið mesta og
hinn gjörvilegasti um líkamlegt
atgjörvi eins og hann á ætt til.
Aflaði hann sér fljótt vina og
kunningja úr hópi samstarfs-
manna sinna með Ijúfmannlegri
og hispurslaiásri framkomu sinni,
enda hið mesta tryggðatröll, hóg-
vær og léttur í lund. Spegilmynd
hans sálræna lífsviðhorfs spegl-
ast í vinfesti og tryggð gagnvart
lífsförunautum hans.
Einar lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborg í Hafnarfirði 1927, fór
síðan til náms í verzlunarskóla
Pittmans í London og lauk bað-
an prófi 1931. Eftir það starfaði
Einar á skrifstofu Kveldúlfs h.f.,
en lagði síðan land undir fót og
fór til Argentínu, þar sem hann
vann við verzlunarstörf um
nokkra ára bil. Hefur hann oft
verið langdvölum erlendis síðan.
Árið 1945 kvæntist Einar eigin-
konu sinni, Margréti Thoroddsen,
sem hefur reynzt honum hinn
traustasti förunautur og staðið
við hlið hans í blíðu og striðu,
enda stórbrotin og mikilhæf
kona. Hafa þau hjón eignazt 4
mannvænleg og elskuleg börn,
Maríu, Egil, Þórunni og Sigurð.
Einkennist þeirra heimilislíf af
rausnarskap við gesti og lífs-
gleði, sem er einlæg og hjartan-
leg.
I kynnum sínum við aðrar þjóð
ir og starfi meðal þeirra, hefur
Einar eignazt haldgóða og raun-
hæfa þekkingu í viðskipta- og
verzlunarháttum, sem hefur
reynzt honum haldgott veganesti.
Á þessum merkisdegi í lífi Ein-
ars, vil ég þakka órjúfandi vin-
áttu og tryggð, margar eftirminni
legar og ánægjulegar samveru-
stundir og óska honum og fjöl-
skyldu hans alls hins bezta á ó-
komnum tímum og veit ég að þar
mæli ég fyrir munn fjölda ann-
arra vina og kunningja.
Lifðu heill! Vinur.
Félogslíf
Handknattleiksdeild Vals
Valsmenn! Það er í kvöld kl.
9,30 sem Vals-stúlkur halda
skemmtifund í félagsheimilinu.
Bingó, skemmtiatriði. — Mikið
fjör. — Vals-stúlkur.
Ármenningar og annað skíðafóik
Skíðaferð í Jósefsdal um helg-
ina. Notið góða veðrið í útiveru,
á skemmtilegum stað. Ferðir frá
B.S.R. — Stjórnin.
S.K.R.R. — Í.R.
Svig-Reykjavíkurmótið verður
í Hamragili við Kolviðarhól,
sunnudaginn 20. marz (A og B
flokkur) og hefst kl. 1,30 e.h.
— Mótsstjórn.
Skíðafólk
Farið verður í skálana sem hér
segir: — Á Hellisheiði laugard.
kl. 2 e.h. og 5,30 e.h. Sunnudag
kl. 9,30 f.h. — í Skálafell laugard.
kl. 2,15 e.h. og 5,30 e.h. — Ferðir
frá B.S.R., við Lækjargötu.
Skíðafélögin I Reykjavík.
Víðavangshlaup Í.R. 1960
fer fram á sumardaginn fyrsta,
21. apríl n.k. Keppt verður í 3ja
og fimm manna sveitum auk
verðlauna fyrir 1., 2. og 3. mann.
— Þátttökutilkynningar sendist
Frjálsíþróttadeild ÍR, c/o Vilhj.
Einarsson, pósthólf 13, Reykja-
vík, í síðasta lagi 15. apríl n.k.
Stjórn Frjálsíþróttad. Í.R.
Innanhúss-meistaramót Í.R.
í frjálsíþróttum verður háð
dagana 26. og 27. marz. Keppt
verður í hástökki, langstökki og
þrístökki án atrennu, hástökki
með atrennu, stangarstökki og
kúluvarpi. Einnig verður keppt
í kringlukasti og sleggjukasti
(úti), ef aðstæður leyfa. Þátttaka
tilkynnist til Frjálsíþróttadeildar
Í.R., í síðasta lagi 20. marz.
— Stjórnin.
ALLT A SAMA STAÐ
slongur
500x16
525x16
900x20
Egill Vilhjálmsson h.f.
Sími 22240.
Hjólbarðar og
670x13
750x14
500x15
700x15
SELF POLISHIWG
l>ér fáið hinn fullkomna gljáa á
gólfin með notkun hins gamla
enska sjálfgljáandi DRI-BRITE.
Ekkert nudd — engin fyrirhöfn.
Svo auðvelt í notkun!
tíljái, sem cndist . . . og ekki sér á.
Jafnasti fagurgljái, sem hægt er
að hugsa sér. —- Reynið sjálf-
gljáandi DRI-BRITE fljótandi
bón, — þegar í dag.
Ullarefni
glæsilegt urval.
Huiimn
Hafnarstræti 11.