Morgunblaðið - 18.03.1960, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.03.1960, Qupperneq 23
Föstudagur 18. marz 1960 MORGTJTSB1. ÁÐIÐ 23 Von á Færeyingum á Hafliðn sem legið heíur bundinn í mánuð íslenzk mynd í bókinni Bók um veiðarfæri og veiðiaðferðir SIGLUFIRÐI, 17. marz. — Siglu- fjörður skrýðist nú fögrum vetr- arskrúða. Hvítur snjór þekur jörð frá fjöru til fjallatoppa. Blæja- logn er og glampandi sólskin. Hér eru því hin beztu skilyrði til vetraríþrótta, enda mikill hugur Söngkemisla í Dölum BÚÐARDAL, 16. marz. — Magn- ús Jónsson frá Kollafjarðarnesi hefur dvalizt hér um slóðir frá því um áramót. Einnig um tíma fyrir jól. Hefur hann kennt söng í Húsmæðraskólanum að Staðar- felli, heimavistarbarnaskólanum að Laugum í Hvammssveit og barnaskólanum í Búðardal. Einn- ig hefur hann æft kirkjukóra og aðra söngflokka og kennt söng og hljóðfæraleik á einkaheimil- um. — í janúarmánuði sl. var haldið þorrablót í Búðardal. Þá söng „Vorboðinn“ (söngfélag Laxdælinga) undir stjórn Magn- úsar. Auk þess tvöfaldur karla- kvartett og kvennadúett. Enn- fremur hélt „Vorboðinn" árshá- tíð nú nýlega. Var þar söngur og önnur skemmtiatriði. — Magnús þykir hvarvetna góður gestur. Hann er nú nýfarinn til Akra- ness, þar sem hann er búsettur. Vona Dalamenn, að hann komi aftur sem fyrst. í mönnum fyrir væntanlegt lands mót, sem fyrirhugað er að halda um páskana. Bestu skilyrði til skíðaiðkana Um síðustu helgi hófst hér skíðamót Siglufjarðar og var keppt í svigi karla, öllum aldurs- flokkum. í meistaraflokkí urðu úrslit þessi: Siglufjarðarmeistari varð Hjálmar Stefánsson, annar Sveinn Sveinsson og þriðji Krist- inn Jón Þorkelsson.. Samgöngur kirkjukórsins Sl. sunnudag efndi kirkjukór Siglufjarðar til samsöngs í Siglu- fjarðarkirkju undir stjórn Páls Erlendssonar. Fjölmenni var. Kórinn söng verk eftir innlenda og erlenda höfunda, aðallega kirkjuverk, þar á meðal Iög eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, tónskáld, en kórinn æfir nú lög eftir hann sérstaklega í tilefni þess að á næsta ári, 1961, eru 100 ár frá fæðingu hans. Einsöngvarar með kórnum voru Kristín Gunnlaugs- dóttir, Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Bjarnason. í gær- kvöldi var samsöngurinn endur- tekinn. Togarinn Hafliði hefur nú leg- ið bundinn við bryggju um mán- aðartíma vegna vöntunar á sjó- mönnum. Vonir standa til að tak ist að manna skipið heimamönn- um og Færeyingum, sem búizt er við með b/v Norðlendingi frá Færeyjum. — Stefán. UM HAUSTID 1957 var haldin í Hamborg ráðstefna á vegum Mat vælastofnunnar Sameinuðu þjóð anna (FAO), sem fjallaði um veiðarfæri og veiðiaðferðir. Var það í fyrsta skipti, að slík al- þjóðaráðstefna var haldin. Allan veg og vanda að undirbúning að þessari ráðstefnu hafði Hilmar Kristjónsson, sem þá var orðin forstöðumaður þeirrar deildar FAO, sem fjallar um veiðarfæri og veiðiaðferðir. Þótti ráðstefnan hið merkilegasta, enda var þar samankominn mikill fjöldi sér- fræðinga í þessari grein allstaðar að úr heiminum og skýrt var frá öllum nýjungum, sem fram höíðu komið seinustu árin. Nú hefir FAO gefið út bók, „Modern Fishing Gear of the World“, þar sem birt er allt það, sem fram kom á ráðstefnunni. Hefir Hilmar annazt um útgáfu bókarinnar. Er í bók þesari að finna mikinn fróðleik um veiðar færi og veiðitækni snertandi allar þær fiskveiðar, sem nú eru stundaðar í heiminum. Fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum málum og vilja fylgjast með því, sem er að gerast, en það ættu að vera margir hér á landi, er þessi bók mjög gagnleg og mikill fengur, að hún skuli nú vera fáanleg hér á landi. Bókin fæst í Bókabúð Lárusar Blöndal. Pófinn fæi „kódilják" VATIKANINU. (Reuter): Jóhannes páfi hefir eignazt „lúxusbíl“ svartan Cadillac af fínustu gerð. „Kádilják- urinn“ er gjöf frá fyrrver- andi stúdentum við Notre Dame-háskólann í Indíana í Bandaríkjunum. Páfanum var aflientur þessi glæsilegi bíll við Vatikan-höllina á miðviku- daginn. Þakkaði hann gef- endum hjartanlega — og blessaði bæði þá og bílinn. — mmning Framh. af bls. 11 eftir að ég fluttist burtu frá æskustöðvum okkar gætti ég þess ávallt að heimsækja hana í Ögri ef leið mín lá vestur að Djúpi, ef ég fékk því við komið. Ragnhildur í Ögri var kvenskör- ungur í sjón og raun. Sá sem kynntist henni gleymir henni ekki. Svo er það um mig. Blessuð sé minning hennar. Minningarathöfn um Ragnhildi frá Ögri fer fram í Dqmkirkjunni í dag. Síðan verður gerð bálför hennar. Aska hennar verður síð- an flutt heim í Ögur. Sigurður Sigurðsson frá Vigur. Vinna Tökum að okkur HREIN GERNIN G AR Vanir og vandvirknir menn. — Sími 22419. Til leigu Þriggja herb. risíbúð með hús- gögnum í Hlíðarhverfi, leig- ist til næstkomandi hausts. — úpplýsingar i síma 16473 í dag kl. 12,30—14,30. Landsmót U.M.FJ. að Laugum 7967 LANDSMÓT U. M. F. í. hafa löngum þótt merkur viðburður í íþrótta- og félagslífi unga fólks- ins í landinu. Þau hafa í senn stuðlað að vaxandi íþróttastarf- esm, aukið kynningu æskufólks úr byggðum landsins og verið ákjósanlegt tækifæri fyrir héraðs sambönd og einstök ungmenna- og íþróttafélög til þess að efna til hópferða til annarra lands- hluta. Þannig hafa þau aukið kynningu æskufólksins af landi Og þjóð. Ákveðið hefir verið að næsta landsmót U. M. F. f. fari fram að Laugum í S-Þingeyjarsýslu sumarið 1961. Þar er ágætur í- þróttavöllur og sundlaug og aðrar aðstæður góðar til þess að halda stórmót. Héraðssamband S-Þingeyinga hefir tekið að sér að sjá um framkvæmd lands- mótsins, sem er hið 11 í röðinni. Þátttaka í fyrri landsmótum hef- ir alltaf verið með ágætum og farið ört vaxandi og náð hámarki á afmælismótinu á Þingvöllum árið 1947, en þá náði keppenda- tala í íþróttum nokkuð á sjötta hundrað. Framkvæmdanefnd hefir verið kjörin til þess að sjá um undir- búning og framkvæmd mótsins og er hún þannig skipuð: Frá héraðssambandi S-Þing- eyinga: Óskar Ágústsson, Þorsteinn Glúmsson, Friðgeir Björnsson, Þráinn Þórisson. Frá sambandsstjórn U. M. F. í.: Ármann Pétursson. Síðasta sambandsþing U.M.F í. samþykkti að Igggja til að keppt yrði í eftirtöldum íþróttagrein- um á landsmótinu 1961. Frjálsar íþróttir — karlar: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 5000 m hlaup, 1000 m boðhl., langstökk, þribtökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast. Frjálsar íþróttir — konur: 100 m hlaup, 4x100 m boð- hlaup, langstökk hástök, kriglu- kast, kúluvarp. Sund — karlar 100 m frj. aðferð, 200 m bringusud, 1000 m frj. aðferð, 4x50 m boðsund, frj. aðferð, 100 m baksund. Sund — konur: 50 m frj. aðferð, 100 m bringu- sund, 500 m frj. aðferð, 4x50 m boðsund, 50 m baksund. Einnig glíma, knattspyrna, handknattleikur kvenna, hóp- sýningar, sérsýningar, þjóðdans- ar. Tillögur til breytinga á íþrótta greinum þurfa að berast sam- bandsstjóm fyrir næsta sam- bandsráðsfund, er haldinn verð- ur á næsta sumri. Þá hefir verið ákveðið að svæðakeppni í knattspyrnu og handknattleik kvenna fari fram sumarið 1960 og skal þáttaka til- kynnast fyrir 1. maí 1960 til hr. Óskars Ágústssonar, Laugum, S- Þingeyjarsýslu, eða skrifstofu U. M. F. f. í Reykjavík. Svæðakeppninni verður hagað þannig, að landinu verður skipt í sex keppnissvæði. 1. svæði: Vestfirðir nema Strandasýslu og Austur-Barða- strandasýsla. 2. svæði: Strandasýsla og Húna vatnssýslur. 3. svæði: Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslur. 4. svæði: Austfirðir og Austur- Skaftafellssýsla. 5. svæði: Árnes-, Rangár- vallasýsla, Vestur-Skaftafells- sýsla, Kjósarsýsla, Kópavogur og Keflavík. 6. svæði: Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfells- og Hnappa- dalssýsla, Dalasýsla og Austur- Barðastrandasýsla. Stjómir hérðssambanda hvers svæðis munu ákveða keppnisstað og tíma í samráði við Iandsmóts- nefnd. Keppni þessi verður út- sláttarkeppni og leiktími í knatt- spyrnunni 2x30 mín., en í hand- knattleik kvenna 2x15 mín. Um tilhögun úrslitakeppninnar verð- ur tilkynnt siðar. Þá er gert ráð fyrir að keppt verði í starfsíþróttum á lands- mótinu. Verður keppt í þessum greinum. Fyrir stúlkur: Handavinna, línstrok, matar- gerð og jurtagreining. Fyrir pilta: Búfjárdómar, dráttarvélaakst- ur, jurtagreining og gróðursetn- ing trjáplantna. Reglur varðandi starfsíþrótta- keppnina eru senn væntanlegar. Tillögur til breytinga á keppn- isgreinum þessum þurfa að ber- ast stjórn U. M. F. í. fyrir næsta sambandsráðsfund. Að sjálfsögðu verður efnt til margskonar skemmtana eins og á fyrri landsmótum. Fer það nokkuð eftir aðstæðum á móts- stað og einnig eftir því hvað héraðssamböndin eða einstök fé- lög geta lagt til af góðu skemmti- efni. Það eru eindregin tilmæli landsmótsnefndar til héraðssam- bandanna og ungmennafélaganna um allt land, að þau hefji nú þeg ar undirbúning að þátttöku í landsmótinu, og vandi vel til hans. Skrifstofa U. M. F. L, og landsmótsnefndin munu veita all ar upplýsingar varðandi undir- búning og framkvæmd mótsins og aðstoða sambandsaðila við undirbúningsstarfið svo sem kostur er á. Landsmótsnefnd. D. Ól. Jarðarför móðursystur okkar REGlNU JÓNSDÓTTUR fer fram föstudaginn 18. marz kl. 1,30 frá Fossvogs- kirkju. Kransar og blóm afbeðin. Jóna Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir. Þökkum auðsýnda vinsemd við andlát og jarðarför BRYNIIILDAR MAACK PÉTURSDÖTTUR Vandamenn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför EIRlKS JÓHANNESSONAR frá Eskifirði. Börn, tengdabörn og barnaböm. Okkar innilegasta þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður JÓNS KR. JÓNSSONAR Guðrún Guðmundsdóttir, Hafsteinn Jónsson. Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar og bróður GUÐMUNDAR ÁGÚSTS GLIESE Guð blessi ykkur öll. Tove og Guðmundur Guðmundsson, Helen, Jón og Eiríkur. Innilega þökkum við þeim sem veittu samúð og hlut- tekningu við jarðarför móður okkar og systur ÞÓRDÍSAR J. GUÐMUNDSDÓTTUR Lokastíg 17, Sömuleiðis fyrir allan vinarhug henni veittan í veik- indum hennar. Guðmundur Eiríksson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Jón Einis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.