Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 5
Miðviikudagur 23. marz 1960
MORGVNELAÐIÐ
5
..JSps
l»ú slóst þó ekki á fingurna á þér
í þetta sinn.
Það er mikið áhyg-gjuefni
húsmæðra nú á dögum, hve
ullarfatnaði hættir til að
hnökra. Hér er það ráð gefið
að bursta flíkurnar af og til
með stífum bursta. En viss-
ara er að gera það ekki of
oft, vegna þess að það hlýt-
ur að slíta flíkunum nokkuð.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína Karin Lena wiencke frá
Reykjavík og Paul J. Faber Du-
mont-Iowa. (Nú í Hamborg, 22
Weberstrasse 33).
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Guðný Vil-
helmína Ásgeirsdóttir og Sverrir
Þorsteinsson. Heimili þeirra verð
ur í Skíðaskálanum í Hveradöl-
um.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Svanfríður Kjart-
ansdóttir, Ránargötu 8, Flateyri
og Birgir Óskarsson loftskeyta-
maður frá Búðardal.
Hann mætti vini sínum á leið
frá lækninum og barmaði sér
sáran. %
— Læknirinn var að skipa svo
fyrir, að í þessari viku ætti ég að
hætta að borða góðan mat, næstu
viku að hætta að reykja og þar
næstu viku að hætta að drekka.
— En kæri vinur, hve lengi á
þetta að ganga svo til?
— Ja, eftir máuð geri ég ráð
fyrir að ég verði að hætta að
hætta.
£33 76E§
Rólegur, rólegur.
í miklu samkvæmi stóðu tveir
herrar og spjölluðu saman yfir
glasi af víni. Annar benti laumu-
lega á dömu í hinum enda sal-
arins.
— Þetta er nú einum of mikið.
Hún hlýtur að verða orðin marg
föld amma og kemur svo hér í
eldrauðum kjól, með gulllitað
hár og hagar sér hreint eins og
stelpu gála. Þetta er hreint það
versta sem ég hef séð.
— Já, svaraði hinn rólega, enda
giftist ég henni ekki af ást.
— k —
MENN 06
= ML&W/m\
er sagður fara sínar eigin
götur í hugsun og tali. í
BJÖRN PÁLSSON, alþm.
ræðu sem hann flutti í neðri
deild Alþingis vék hann að
því, að ekki væri það við-
kunnanleg sjón að horfa á
menn með fýlusvip á reiki
um þingsali, og að „ráð-
herrastólasótt“ væri afleit-
ur kvilli. Virtist hann beina
þessum ummælum einkan-
lega að Eysteini Jónssyni.
Einum þingmanni varð þá
að orði:
Eysteinn hefur eignast
mann
sem ekki er hægt að mýla,
raun væri það ef rynni á
hann
„ráðherrastólafýla".
MYND þessi var tekin, þeg-
ar síðari Cloudmaster flug-
vél Loftleiða Snorri Sturlu-
son var afhent. Á myndinni
eru taldir frá vinstri: Hall-
dór Guðmundsson, Kristján
Guðlaugsson, Alfreð Elias-
son, Bolli Gunnarsson, Hall
dór Sigurjónsson og Jó-
hannes Markússon.
BÆJARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR
Síml 1-23-08.
Aðalsafnlð, Þingholtsstræti 29A: —
Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22,
nema laugard. kl. 14—19. Sunnud. kl.
17—19. — Lestrarsalur fyrir fullorðna:
Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22,
nema laugard. kl. 10—12 og 13—19, og
sunnudaga kl. 17—19.
Útibúið Hólmgarði 34: — Útlánadeild
fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21,
aðra virka daga nema laugard. kl. l'<—
19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn:
Alla virka daga nema laugardaga kl.
kl. 17—19.
Útibúið Hofsvallagötu 16: — Útláns-
deild fyrir börn og fullorðna: Alla
virka daga, nema laugardaga, kL
17.30—19.30.
Útibúið Efstasundi 26: — Útlánsdeild
fyrir börn og fullorðna: Mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19.
Bókasafn Hafnarfjarðar
Odíö alla virka daga kl. 2—7. Mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga einnig
kl. 8—10 síðd. Laugardaga kl. 2—5. —
Lesstofan er opin á sama tíma. —
Sími safnsins er 30790
Bæjarbókasafn Keflavíkur
Utlán eru á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum kl. 4—7 og 8—10
ennfremur á fimmtudögum kl. 4—7.
Lestrarsalurinn opinn mánud., mið-
vikud., fimmtud., og föstud. kl. 4—7
Minjasafn Reykjavíkur: — Safndeild
in Skúlatúni 2 er opin alla daga nema
mánudaga kl. 2—4. Arbæjarsafn er
lokað. Gæzlumaður sími 24073. >
Bókasafn Lestrarfélags kvenna, —
Grundarstíg 10, er opið til útlána
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 4—6 og 8—9.
Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3,
sunnudaga kl. 1—4 síðdeg.
Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga
kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 1—3.
Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu-
dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 14—15.
Eimskipafélag Islands h.f.: — Detti-
foss er í Hamborg. — Fjallfoss fór frá
Isafirði í gær til Siglufjarðar. — Goða-
foss er á leið til Halden og Gautaborg-
ar. — Gullfoss er á leið til Hamborgar.
— Lagarfoss er 1 Rvík. — Reykjafoss
er í Hafnarfirði. — Selfoss er í Vent-
spils. — Tröllafoss er í New York. —
Tungufoss fer frá Warnemunde í dag
til Gdynia og Gautaborgar.
Eimskipafélag Reykjavikur hf.: —
Katla er í Rvík. Askja er á Vestfjarða
höfnum.
H.f. Jöklar: — Drangajökull er á leið
til Fredriksstad. Langjökull er í Vents
pils. Vatnajökull er í Rvík.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Akureyri í dag á vesturleið. Herðu-
breið er í Rvík. Skjaldbreið er á Vest-
fjörðum. Þyrill er á leið til Bergen.
Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til
Vestmannaeyja.
Flugfélag fslands lif.: Glulfaxi fer til
Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.30
í dag. Væntanl. aftur til Rvíkur kl.
16:10 á morgun.
Innanlandsflug: I dag til Akureyrar,
Húsavíkur og Vestmannaeyja. A morg
un: til Akureyrar, Egilsstaða, Kópa-
skers, Vestmannaeyja og Þórshafnar.
Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson
er væntanl. kl. 22:30 frá London og
Glasgow. Fer til New York kl. 24.00.
Skrifstofustarf
Stúlka vön vélritun og öðrum almennum
skrifstofustörfum óskast nú þegar-
Landssmiðjan
Kópavogur
Stúlka óskast í matvörubúð í Kópavogi nú þegar eða
á næstunni. Nafn ásamt upplýsingum, sendist afgr.
Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Matvörubúð—
9927“.
Frá sjúkrahúsinu ú Selfossi
Staða yfirhjúkrunarkonu er laus frá 1. júlí n.k. að
telja. Knn fremur vantar aðstoðarhjúkrunarkonu nú
þegar eða síðar eftir samkomulagi. Umsóknir til
stjórnar sjúkrahússins má senda til sýsluskrifstof-
unnar á Selfossi. Nánari upplýsinga má leita í sýslu-
skrifstofunni eða hjá Benedikt Tómassyni, lækni co.
landlæknisskrifstofan, Reykjavík.
Sjúkrahússtjórnin
Orbsending
frá byggingasamvinnufélagi
Reykjavikur
H. hæð húseignarinnar, Barmahlíð 13, austurendi, er
til sölu. Eignin er byggð á vegum Byggingarsam-
vinnufélags Reykjavíkur og eiga félagsmenn for-
kaupsrétt lögum samkvæmt. Þeir félagsmenn, er
vilja nota forkaupsréttinn, skulu sækja um það skrif-
lega til stjórnar félagsins fyrir 31. þ.m.
STJÖRNIN
Fermingar-Biblíur
Gleymið ekki að gefa fermingarbörnunum Biblíu
á fermingardaginn
V E R Ð :
I alskinni kr. 600.00, í rexini kr. 195.00 og 145.00
Vasa-útgáfan. Kr. 1,20.00 og 50.00.
Gyllum nafn 4 bækurnar, ef óskað er.
Aðalútsala í bókaverzlun
SNÆBJARNAR JÓNSSONAR,
Hafnarstræti 9.
Biblíufélagið