Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. marz 1960 Akurnesingarnir sem sigruðu, Guðni Þórðarson og Guð mundur P. Bjarnason. 111 SKÁK áIi Bœjakeppnin í skák WÝLOKIÐ er skákkeppni hér í blaðinu milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar annars vegar og Akraness og Keflavíkur hins vegar. Á báðum borðum sigraði það liðið sem hafði hvítt, og var sigur Keflvíkinga yfir Hafnar- firði athyglisverður, þar sem Hafnfirðingar beittu sennilega sínum beztu mönnum. Ég vil setja fram nokkrar at- hugasemdir í stuttum formála fyrir hverri skák, og byrja ég á Keflavík — Hafnarfjörður. Við 5. Rbd2, er það að athuga að hvít- ur gefur svörtum frjálsar hend- ur til þess að jafna taflið. Betra er því 5. Rc3, en þar valdar hann inn á miðborðsreiti svarts. 10. 0-0 er taeplega tímabær. Öflugra sýn ist mér 10.Da4 og svara c5 með Ba6, með léttum stöðuyfirburð- um fyrir hvítan. 15. — cxd4? Þetta var alvarlegur afleikur. Eftir 15. — Ha—c8. T. d. 16. Da4, a6! og svartur hefir yfirburða- tafl. Sennilega var þetta tapleik- urinn. Aftur leika Hafnfirðingar veikt, þegar þeir leika 16. — Ba6? Greinilega var betra 16. — Bd5. I>á leikur hvítur bezt 17. Rxe4, Bxe4; 18. Dxd4!, Bxbl; (Bezt. Það er ekki hægt að fram. kalla neinar flækjur á kóngs- væng með 18. — Bxg2 vegna 19. Hxd7, Dg5; 20. h4 og vinnur.) 19. Hxd7, De6; 20. Hxbl, Dxa2; 21. Hdl og fylgja eftir með h4 og h5 og svartur á sennilega enga fullnægjandi vörn við þessum að gerðum. 18. — Dxd7 er ekki mögulegt vegna 19. Rf6t og vinn- ur drottninguna. 22. — Dxa2. Svartur á ekki hægt um vik vegna hótunarinnar Dal og Rf6t 24. Bxg6!, snotur endahnútur á vel teflda sókn. 25. — Kxg6? er vitaskuld ekki mögulegt vegna 26. Dg4t, Dg5; (Ekki 26. — Kh6; 27. Hd6t!, f6; 28. Dg7t, Kxh5; 29. Í4t, Kg4; 30. Dh3 mát) 27. Hd6t, f6. 28. Dh3t, Kg7; 29. Hd7t, Hf7; 30. HHxf7, Kxf7; 31. Dd7t, Kg8; 32. Dxc8t, Kf7; 33. Dd7t, Kg8; 34. Re6 og vinnur auðveld- lega. 26. — Hc5 flýtir fyrir því sem fram á að koma. Vel tefld sóknarlota hjá Keflvíkingum. í skák þeirra Ákurnesinga og Keflvíkinga var fylgt troðnum slóðum þar til 11. — Bxf6?, en það er gildra sem orsakast af því að Be7 valdar ekki lengur d6. 12. — axb5 er vitaskuld slæmt vegna 13. Rdxb5!, Dc6; 14. HxdO', Db7; 15. Hxe6t, Kf8; 16. Rd6 og vinnur. Akurnesingar tefldu sókn ina af hugkvæmni og áttu sigur- inn fyllilega skilið. XRJóh. Keflavík — Hafnarfjörður 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rf3, b6; 4. Bg5, Bb7; 5. Rbd2, Be7; 6. e3, 0-0; 7. Bd3, d5; 8. cxd5, exd5; 9. Hacl, Rbd7; 10. 0-0, c5; 11. Bf5, g6; 12. Bbl, Re4; 13. BxBe7, DxBe7; 14. RxRe4, d5xRe4; 15. Rd2, c5xd4; 16. Hc7, Ba6; 17. Rxe4, BxHfl; 18. HxR, Db4; 19. Hxd4, Dxb2; 20. Hd2, Da3; 21. Kxfl, Hc8; 22. Bc2, Dxa2; 23. Rf6t, Kg7; 24. Bxg6, Da5; 25. Rh5t, Kh8; 26. Bc2, Hc5; 27. Hd8, Hc8; 28. Dd4t, f6; 29. Dxf6t Gefið. Akranes — Keflavík 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, 6a; 6. Bg5, e6; 7. f4, Be7; 8. Df3, Dc7; 9. 0-0-0 Rbd7; 10. g4, b5; 11. BxRf6, BxBf6; 12. Bxb5, 0-0; 13. BxRd7, BxBd7; 14. g5, Be7; 15. h4, Hf—c8 16. f5, Hb8; 17. f6, Bf8; 18. Hfl, Be8; 19. g6, h7xg6; 20. h5, g5; 21. Hgl, Hh7; 22. Hxg5, g7xf6; 23. Rd5; Bh6; 24. Rxf6t, Kh8; 25. Df4 Gefið. Keflvíkingarnir, sem unnu, Páll G. Jónsson og Borgþór H. Jónsson. skrifar úr daqlegq hfinu •Einmánuður^geng- innJjarð Hve ymargir af yngri kyn- slóðinni skyldu enn þekkja yngismannadaginn? Hann var í gær, þriðjudagurinn fyrsti í einmánuði. Það er orðið æði langt síðan sá dagur var hald- inn hátíðlegur. í Eyjafirði var hann haldinn helgur eftir 14. {ld og þá messað og safnað gjöfum til fátækra, en það mun hafa verið bannað í tii- skipun árið 1744. Var þangað til nefndur einmánaðarsam- koma eða heitdagur Eyfirð- inga. Annars eru sagnir um að ungir menn hafi heilsað ein- mánuði og ungar stúlkur hörpu á svipaðan hátt og bændur og húsfreyjur þorra og góu, og sagði ég frá þeim sið hér í dálkunum á sínum tíma. • Góður einmánuður — gott sumar Og auðvitað má af einmán- uði ráða veðurfar, eins og af öðrum merkisdögum eða mán uðum þegar fer að nálgast veðrið. Einmánuður átti að vera „votur“, það boðaði go.tt vor. Yfirleitt þótti gott ef aprílmánuður var votviðra- samur, því þá yrði gott gras- ár. Þannig boðar góður ein- mánuður gott sumar eða •s 1 o - a. m. k. góða töðusprettu, sbr. visuna: Einmánuður eiskuhýr alla bræðir snjóa, sá mun betur svangar kýr seðja en hún góa. Þó var það eitt, sem gat eyðilagt bezta einmánuð. Ef kona fer út með prjónana sína fyrr en um sumarmál, þá hlaut hún að leiða yfir byggð- arlagið stórhríð. Og hver vildi stórhríð á þessum tíma, þegar lítið var kannski orðið um heyin víðasT hvar og skepnur teknar að horast. Annars munu sumir gamlir menn hafa talið að harðasti kaflinn af vetrinum yrði sá tími, þeg- ar marz og einmánuður voru samferða. Nú veita menn því athygli þó einmánuður hafi tekið við af góu í gær, og velta lítið fyrir sér hvernig veður verði á næstunni. En það sakar ekki að rifja upp gamla trú þeirra sem á undan okkur bjuggu í þessu landi og áttu meira und ir veðri og vorkomu. • Ræddi um kyn- þáttam^S^Afríku Velvakanda hefur borizt eftirfarandi bréf frá Þ. H.: „Hvað getur blygðunarleysi einstakra manna gengið langt? geri ég ráð fyrir að ýmsir hafi spurt sjálfa sig á föstudagskvöldið, er Vigfús Guðmundsson gestgjafi flutti erindi í útvarpið um Suður- Afríku. Erindið var samfelld- Barizt við vindmyllur í „ÞJOÐVILJANUM11 18. þ.m. birtist greinarkorn, sem ber yfir- skriftina: „Öll þjóðleg list er góð“. Þar sem tilefnið virðist vera ummæli, sem ég lét frá mér fara í sambandi við 10 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, þykir mér viðeigandi að láta sjá, að greinin hafi komið mér fyrir sjónir, þótt fátt, í henni gefi tilefni til andsvara. Greinin byggist á þeim mis- skilningi, að ég hafi „notað tæki- færið“, eins og greinarhöfundur kemst að orði, „til að ráðast gegn þjóðlegri list“. Þetta er alger fjarstæða. Ég gat þess, að menn- ing íslendinga stæði nú með meiri blóma og væri fjölskrúð- ugri en nokkru sinni fyrr og bæri ekKi sömu merki einangrunar og einhæfingar og áður var. Ekki sá ég — né sé enn — ástæðu til að harma þetta. Ennfremur kall- aði ég kerlingabækur þá hrakspá, að íslenzk menning væri í þann veginn að líða undir lok. Að síð- ustu taldi ég, að þær kröfur yrði að gera til þjóðlegrar listar, eins og allrar listar, að hún væri fyrst og fremst góð list, — hinn þjóð- legi svipur einn sér gæti ekki bjargað listaverki, sem annars væri ^nnviðaveikt. Ef þetta kallast að „ráðast gegn þjóðlegri list“, mun ég verða að játa sekt mína. Er það þá árás á íslenzka menningu, að fagna Landsamband hl j ómlistarmanna fyrirhugað AÐALFUNDUR félags ísl. hljóm listarmanna var haldinn sl. laug- ardag. í stjórn voru kosnir: Form. Gunnar Egilsson, varaform. Björn Guðjónsson, ritari Jón Sig- urðsson, gjaldkeri Róbert Þórð- arson og fjármálaritari Poul Bernburg. Ákveðið var á fundinum að stuðla að því að stofnuð yrðu félög hljómlistarmanna út um land, með það fyrir augum að stofna síðar landssamband hljóm listarmanna. ur áróður fyrir aðskilnaðar- stefnu stjórnar Suður-Afríku í kynþáttamálinu og hnútur í þeldökka menn þar syðra. Gestgjafinn hefur nú, eins og endranær talað eins og sér. fræðingur um mál þeirra landa, sem hann hefur ferðast um, en af máli hans var auð- heyrt að hvort sem hann hef- ur dvalið í landinu í viku eða mánuð, þá hefur hann ekki gert sér far um að kynna sér hið raunverulega ástand, sem ríkir í kynþáttamálum þar og virðist haldinn jafn miklu of- stæki í garð innfæddra manna þar og hinir hvítu innflytjend ur Suður-Afríku, sem halda milljónum innfæddra í þrælk- un og neita þeim um einföld- utsu mannréttindi. Aðgerðir þessar hafa verið og eru for- dæmdar af öllum réttsýnum mönnum hvar í heiminum sem er, og er ég sammála gest- gjafanum um eitt atriði, það að hann muni vera eini Is- lendingurinn sem leggst svo lágt að verja þessar gerðir. Ég vil ráðleggja Vigfúsi Guðmundssyni að kynna sér skýrslur, sem starfsmenn Sam einuðu þjóðanna hafa samið um ástandið í Suður-Afríku, og aðrar áreiðanlegar heim- ildir, sem nóg er til af, og bera ekki fyrir íslendinga jafn lítilmótlegan áróður ofstækis- manna eins og hann gerði sig sekan um síðastliðinn föstu- dag." þeirri grózku, sem í henni býr? Eða hift, að trúa á framtíð henn- ar og viðgang? Eða þá þau al- mennu og langt frá því frumlegu ummæli, að þjóðlega list beri að meta á sama mælikvarða og önn- ur listaverk? Ég er ekki uggandi um það, að hið bezta í íslenzkri listsköpun stenzt slíkt mat með prýði, og enginn góður listamað- ur mun vilja skjóta sér undan því. Enginn annar en greinarhöf- undur mun hafa misskilið orð mín svo hrapallega. „Riddari ömurleikans" hefir sem sé enn einu sinni verið staðinn að því að berjast við vindmyllur. Þess vegna sýnist ekki ástæða til að eltast við aðrar rökleysur í grein- inni, og engar rökræður um þjóð- lega list eða neitt annað geta komið til greina á slíkum grund- veili. En hvað hefur getað valdið svo fáránlegum misskilningi? Til þess virðist þurfa ótrúlega glap- skyggni, sjúklega viðkvæmni eða vonda listamannssamvizku, nema eitthvað enn verra sé. „Hættan mesta er“, segir greinarhöfundur, „ef menn ljúga í nafni „þjóðlegheita“, látast og hilma yfir með einhverskonar þjóðlegu yfirskini lærðra sniðug- heita.“ Það kann rétt að vera, að þetta sé hættan mesta, en hitt er vork- unnin mesta, þegar menn, sem ekki hafa mikið til að bera af „lærðum sniðugheitum“, reyna slikt hið sama. Þeir eiga það á hættu að fá litla áheyrn og losna úr tengslum við líf og list, jafnt í sínu eigin landi sem í öllum öðr- um löndum. Þegar svo er komið, er ekki láandi, þótt menn verði geðstirðir og að þeim sæki svart- sýni, jafnvel svo, að þeim virðist öll framvinda stefna norður og niður og endalok menningarinn- ar vera í nánd. í þeirra augum verður hvaðeina að árás, jafnvel nokkur almenn og hversdagsleg orð í afmælisávarpi. Þegar einn virðulegasti kennimaður þjóðar- innar finnur sig til knúinn að sanna á hógværan hátt, með óyggjandi rökúm og að gefnu til- efni, að skírnarfontur Thorvald- sens eigi heima í dómkirkjunni í Reykjavík en ekki annarsstaðar, þá verður það „áróður gegn lista- mönnum“. Þegar öðrum er veitt embætti, ?em slíkur maður hefir ætlað sér, „gengur það morði næst.“ Og svo hlutlægt verður matið á staðreyndum og sögu, að Þingvellir eru allt í einu vett- vangur listsköpunar eingöngu, en þeir atburðir í stjórnmála- og trúarbragðasögu þjóðarinnar, sem þar hafa gerzt, verða hégóm- inn einber og gleymast með öllu. Er það slík skarpskyggni, dóm- greind og hlutlægni, sem líkleg- ust er til að varða veginn og „leysa úr læðingi“ hin „sönnustu lögmál“ þjóðlegrar íslenzkrar listar og menningar? Þegar allt þetta er haft í huga, verður umræddur misskilningur á orðum mínum harla lítils verð- ur, — næstum afsakanlegur, — og kemur raunar ekki á óvart. 21. marz 1960. Jón Þórarinsson ★ Síðan ofanrituð orð voru sett á blað, hefir verið lostið upp nýju ópi út af því, að hljómplata með „Guðrúnarkviðu" Jóns Leifs hafi verið lögð til hliðar í tónlistar- deild útvarpsins með plötum, sem höfðu verið teknar úr notkun. Er ekki látið fara milli mála, að hér sé um að ræða enn eina „ofsókn- ina“. Hið sanna í því máli er, að höfUndurinn sjálfur bannaði notkun upptökunnar í útvarpið, er hún hafði verið leikin einu sinni, enda hefir ekki farið leynt, að hann er mjög óánægður með hana, bæði flutning verksins og hljóðritun þess. Er því ekki við aðra að sakast um það efni. 22. marz 1960. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.