Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐ1Ð
Mlðvik'udagur 23. marz 1960
„í>ú munt brátt komast að raun
um það, telpan mín“, svaraði
hann.
Storminn var að lægja. Þykkir
skýflókarnir virtust hækka og
fjarlægjast, og fyrr en varði
rufu geislarnir skýin og mynd-
uðu sólskinsrák á ökrunum. —
Br.á,tt greiddust skýjabólstrarnir
sundur, og það skein í blátt him-
inhvolfið. Að síðustu véku ský-
in af himninum, eins og blæju
væri svipt frá, og blár himinn,
heiður og bjartur breiddist yfir
allt. Mildur andvari straukst
með jörðu, og þegar leið lá
fram hjá görðum og skógum
mátti heyra glaðværan fugla-
söng.
Degi var tekið að halla. Allir
i vagninum sváfu, að Jeanne
einni undantekinni. Sólin var að
ganga til viðar. í fjarska heyrð-
ist ómur klukkna. Þau fóru fram
hjá litlu þorpi um það leyti sem
íbúar þess voru að kveikja Ijós
í húsum sínum, og himinninn
varð einnig uppljómaður af ara-
grúa stjarna. Von bráðar birtist
tunglið upp fyrir hæðarbrúnina;
það glytti í það á milli greina
furutrjánna, fullt og rjótt, eins
og einnig það væri haldið svefn-
drunga.
Veðrið var svo milt, að glugg-
arnir gátu verið opnir. Jeanne
hafði loks sofnað út frá ham-
ingjudraumum sínum. Loks nam
vagninn staðar. Nokkrir menn og
konur stóðu við vagndyrnar með
Ijósker í höndum. Þau voru.kom-
in á leiðarenda. Jeanne vaknaði
samstundis og varð fyrst til þess
að stökkva út. Þau faðir henn-
ar og Rosalie urðu næstum að
bera barónsfrúna inn á milli sín.
Hún stundi án afláts og endurtók
í sífellu veikum rómi: „Ó, guð
minn góður, veslings börn mín“.
Hún hafnaði allri hressingu, fór
beint í rúmið og sofnaði sam-
Markús, við ætlum að borða á
veitingahúsi. Af hverju kemur
þú ekki með?
Já drengur minn, gerðu það.
stundis. Þau Jeanne og barón-
inn, faðir hennar, snæddu sam-
an kvöldverðinn. Það fór mjög
vel á með þeim. Síðar um kvöld-
ið héldu þau, glöð og kát sem
börn, í könnunarferð um ný-end
urbætt húsið. Það var gríðar
stór, rúmgóð bygging í þeim
normanska stíl sem ber í senn
svip búgarðs og kastala. Það var
hlaðið úr hvítum steini, sem far-
inn var að grána, og það gat
rúmað heilan ættbálk.
Gríðarstór forsalur skipti hús-
inu í miðju og stigar lágu upp sitt
hvoru megin við innganginn og
mynduðu einskonar brú yfir for-
salinn á annari hæð. Geysistór
setustofan var á neðstu hæð til
hægri, sömu leiðis bókasafnið og
tvö ónotuð herbergi. Til vinstri
handar var borðstofa, eldhús og
þvottahús.
Eftir annari hæðinni endilangri
var gangur, og úr honum var
gengið inn í tíu herbergi. Her-
bergi Jeanne var innst til
hægri við ganginn. Faðir henn-
ar fylgdi henni þangað inn. Hann
hafði látið útbúa það sérstaklega
fyrir hana og það var búið hús-
gögnum og veggtjöldum, sem
höfðu verið í geymslu.
Unga stúikan rak upp lágt
ánægjuóp, er hún sá rúmið, sem
henni var ætlað. Það var borið
uppi af fjórum stórum fuglum,
skornum út úr eik, og á göflun-
um voru einnig útskurðarmynd-
ir af blómsveigum og ávöxtum.
Fjórar grannar súlur héldu rúm-
himninum uppi. Rúmábreiðan
var úr bláu silki með gylltum
ísaumi. Þegar Jeanne hafði feng
ið nægju sína af að skoða það,
sneri hún sér að veggtjöldunum.
Sum þeirra voru mjög gömul
með 'sérkennilegum flæmskum
munstrum. Hún bar kertið upp
að þeim og skoðaði þau, hvert af
öðru. Klukkan sló ellefu, og
Jóna, hvar gróf pabbi þinn upp
þennan flugnaveiðara?
Vertu ekki illur Finnur. Ég
hefi aðeins þekkt Markús í
baróninn bauð Jeanne góða nótt
með kosei og hvarf til herbergis
síns. Jeanne litaðist enn einu
sinni um í herberginu, áður en
hún slökkti á kertinu. Út um
gluggann mátti sjá bjart tungl-
skinið, sem varpaði birtu á trén
og fagurt umhverfið. Hún stóð
brátt upp, opnaði gluggann og
leit út. Nóttin var björt og um-
hverfið sást jafn greinilega og
um hádag. Hún horfði yfir garð-
inn, á breiða stígana og hávaxin
espitré meðfram þeim, sem kast-
alinn hét eftir. Raðir trjáa girtu
einnig á milli Espilundar og bú-
garðanna tveggja, sem heyrðu
undir hann. í öðrum þeirra bjó
Coullard-fjölskyldan en Martins
fjölskyldan í hinum. Þar fyrir ut
an tók við víðáttumikill óræktar-
slétta, vaxin lágu, þéttu kjarri,
þar sem vindurinn blés, bæði næt
ur og daga. Yztu mörk landareign
arinnar voru snarbrattur hvítur
klettur, þrjú hundruð feta hár,
sem reis upp úr öldum úthafsins.
Jeanne horfði yfir iðandi yfir
borð hafsins, sem virtist blunda
í skjóli næturhiminsins. Kvöld-
loftið var þrungið af ilmi og
hressandi gust sjávar og seltu
lagði öðru hvoru af hafinu.
Jeanne naut þess eins að draga
andann, og næturkyrrð sveitalífs
ins var henni sem svalandi bað.
Henni var innanbrjósts eins og
hjarta hennar væri að springa,
og hana fór að dreyma um ást-
ina. Hvað var ást? Hún vissi það
ekki. Hún vissi aðeins, að hún
myndi dá hann af öllu hjarta, og
hann myndi bera hana á höndum
sér gegnum lífið. Þau myndu
ganga hlið við hlið á slíku kvöldi
og heyra hjartslátt hvors ann-
ars. Ást þeirra myndi sameinast
kyrrð sumarnæturinnar og hug-
ir þeirra tengjast þeim böndum,
að þau skynjuðu hugsanir hvors
annars án orða. Þannig yrði það
um allan aldur, ekkert fengi
grandað ást þeirra. Henni fannst
allt í einu, að hún skynjaði hann
við hlið sér. Undarleg tilfinn-
ing gagntók hana. Meðan hún
var enn í , þessu hugarástandi,
þóttist hún heyra fótatak að
húsabaki. „Ef þetta væri nú
hann“. En fótatakið dó út í
fjarska, og hún var undarlega
vonsvikin. Það kólnaði í lofti. —
Brátt fór að daga. Sólin brauzt
fram úr skýjunum, og það var
sem trén, slétturnar, úthafið, all-
ur sjóndeildarhringurinn logaði
í fyrstu geislum hennar.
Heitur fögnuður og hrifning af
fegurð náttúrunnar gagntók við-
kvæmt hjarta Jeanne. Þetta var
hennar sól, hennar dögun! Upp-
haf ævi hennar/ Hún skynjaði
loks, hve þreytt hún var, fleygði
sér í rúmið og svaf eins og steinn
þar til klukkan átta um morg-
uninn, er faðir hennar vakti
hana. Hann kom inn í herbergið
og stakk upp á, að þau færu um
landareignina og skoðuðu um-
hverfið. Sveitavegur, sem lá á
milli búgarðanna, sameinaðist
klukkutíma, en mér finnst hann
mjög skemmtilegur.
Ég er ekki vitlausari en það að
ég veit að Markús er hér til að
þjóðveginum milli Havre og Fe-
camp í hálfrar annarrar mílu
fjarlægð.
Þau Jeanne og baróninn skoð-
uðu sig um og komu síðan heim
til morgunverðar. Að máltíðinni
lokinni ákváðu þau að fara til
Yport. Þau fóru fram hjá Etou-
vent og héldu síðan gegnum
kjarri vaxið dalverpi í áttina til
sjávar. Brátt komu þau til Yport.
Konur sátu í dyrum húsanna,
með sauma sína, og brún fiskinet
héngu utan á húskofum, þar sem
heilar fjölskyldur bjuggu í einu
herbergi. Þetta var ósvikið
franskt fiskiþorp, og það hafði
sömu áhrif á Jeanne og væri hún
að horfa á sjónleik. Þau keyptu
lúðu af fiskimanni einum, og ann
ar bauðst til þess að fara með
þau út á sjó í báti sínum. Hann
endurtók fyrir þau mörgum sinn
um nafn sitt. „Lastique, Josephin
Lastique", og baróninn lofaði að
minnast hans, ef á þyrfti að
halda síðar. Þau gengu heim glöð
og kát sem börn og báru stóra
fiskinn á milli sín á staf baróns-
ins, sem Jeanne hafði smeygt
undir tálkn hans.
2. kafli.
Hamingjudagar
Þetta var upphaf dásamlegs
tímabils í lifi Jeanne, tímabils
sem einkenndist af útivist. Hún
gekk eftir þjóðvegunum eða
þræddi bugðótt dalverpi, skrýdd
ilmandi blómum. Fjarlægur nið-
ur hafsins hafði sefjandi áhrif á
huga hennar.
Hún hneigðist mjög til einveru
í þessu fagra umhverfi, og hún
sat stundum svo lengi í hæðar-
brúnunum, að íkornarnir voru
farnir að gera sig heimakomna
og hoppa yfir fætur hennar. Hún
átti, fyrr en varði, endurminn-
ingu frá hverjum bletti í land-
areigninni, og margar þeirra
varðveittust henni til dauðadags.
Hún tók að stunda sjóböð. Þegar
hún var komin nokkurn spöl frá
ströndinni lét hún sig fljóta á
bakinu með krosslagða handleggi
og starði upp í bláma himinsins,
á svölu, sem flaug yfir, eða hvíta
skuggamynd sjávarfugls.
Hún kom jafnan heim úr leið-
angrum þessum, þreytt og svöng,
en í léttu skapi með bros á vör
og augu, sem ljómuðu af ham-
ingju.
Baróninn hafði á prjónunum
fyrirætlanir um miklar jarðabæt
ur. Hann fór einnig stundum út
á sjó með sjómönnum frá Yport.
Nokkrum sinnum fór hann á
makrílveiðar, og hann fór stund-
um út á bát á tunglskinsbjörtum
nóttum og vitjaði neta, sem hann
hafði lagt kvöldið áður. Hann
naut þess að heyra brak siglu-
trjánna og anda að sér’hressandi
svölum vindi næturinnar.
Meðan þau sátu yfir borðum,
gaf hann ýtarlegar lýsingar á
þessum ferðum sínum, og barón-
essan svaraði með því að skýra
frá, hve oft hún hefði gengið nið
ur stíginn milli espitrjánna.
Þar sem henni hafði verið ráð-
lagt að hafa að staðaldri ein-
hverja hreyfingu, var hún vön að
fara út að ganga um leið og hlýn-
aði í lofti á daginn. Hún studdi
sig þungt við Ro-salie og stakk
við vinstra fæti, sem var enn
þyngri en sá hægri. Hún gekk
jafnan fram og aftur, eftir stígn-
um frá húsinu að skógarjaðrin-
um, og hvíldi sig í fimm mínútur
hvorum megin. Síðdegis iðkaði
hún göngurnar aftur. Læknir,
sem hún hafði leitað til tíu árum
reyna að vernda Háu skóga, er
það ekki rétt?
Jú Finnur, og mér er næst að
halda að honum takist það.
áður, hafði talað um ofvöxt í líf-
færum eða hypertrophy, þar sem
hún hafði þjáðst af andarteppu.
Frá þeim degi hafði aldrei annað
orð verið notað í sambandi við
lasleika barónsfrúarinnar. Bar-
óninn minntist oft á „hypertróp-
íu“ konu sinnar og Jeanne sagði
jafnan „Hypertrópían henngr
mömmu“, rétt eins og það væri
hattur hennar eða regnhlíf, sem
um væri að ræða. Barónsfrúin
hafði verið mjög snotur á sínum
yngri árum, grönn og fíngerð. En
hún var nú farin að eldast og var
í meira lagi þrekin, en hinu skáld
lega sinni sínu hafði hún haldið
óbreyttu. Hún las mjög mikið af
rómantískum ástarsögum og lifði
sig jafnan inn í þær, setti sjálfa
sig í spor aðalsöguhetjunnar. —
Hún undi sér vel í hinum nýju
heimkynnum, þar sem fagurt
umhverfið snart strengi í skáld-
legu eðli hennar. Á rigningadög-
um lokaði hún oft að sér í her-
bergi sínu og lét Rosalie færa
sér „minjagripi" sína, þ. e. a. s.
gömul sendibréf.
SHUtvarpiö
Miðvikudagur 23. marz
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25
Fréttir og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
14.00 Erindi bændavikunnar:
a) Verðlagsmál landbúnaðarins
(Sverrir Gíslason formaður Stétt
arsambands bænda).
b) Menntun sveitafólks (Gunnar
Bjarnason ráðun.
c) Kartöflurækt (Jóhann Jónas-
son forstjóri).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma
skilur allt“ eftir Stefán Jónsson;
XVI.. (Höfundur les.)
18.55 Framburðarkennsla 1 ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Föstumessa í kirkju Oháða safn-
aðarins (Prestur: Séra Emil
Björnsson. Organleikari: Jón Is-
leifsson).
21.30 „Ekið fyrir stapann", leiksaga eft
ir Agnar Þórðarson, flutt undir
stjórn höfundar V. kafli. —
Sögumaður Helgi Skúlason. Leik-
endur: Ævar R. Kvaran, Herdís
Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls-
son, Karl Guðmundsson, Bryndís
Pétursdóttir og Nína Sveinsdóttir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (32).
22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson)
22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.30 Dagskrárlok.
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
14.00 Erindi bændavikunnar: Rætt um
nautgriparækt (Bjarni Arason
ráðunautur talar við bændurna
Pál Olafsson í Brautarholti og
Sigmund Sigurðsson í Syðra-
Langholti og ráðunautana Hjalta
Gestsson og Olaf Jónsson).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlpstendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Heildsala og verzlun fyr-
ir 4000 árum (Hendrik Ottósson,
fréttamaður).
20.55 Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir
syngur með undirleik Fritz Weiss
happels.
a) „Guðnýjar-söngvar'* eftir Sig-
fús Einarsson úr sjónleiknum
Lénharði fógeta.
b) Þrjú lög eftir Edvard Grieg:
„Jeg elsker dig“, „Prinsessen**
og „Váren“.
21.15 Upplestur: Asa Jónsdóttir ies ljóð
eftir Halldóru B. Björnsson og
Jón úr Vör.
21.25 Tónleikar: Sónata fyrir einleiks-
fiðlu í C-dúr eftir Bach (Björn
Olafsson leikur og flytur skýr-
ingar með verkinu).
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmur (33).
22.20 Smásaga vikunnar: „Augun á
Kúnala“ eftir Kostis Palamas í
þýðingu Kristjáns Arnasonar
(Kristín Anna Þórarinsdóttir leik
kona).
22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu
22. þ.m. Stjórnandi: Róbert Abra
ham Ottósson. Einleikari á píanó
Gísli Magnússon.
Tvö verk eftir Mozart: Forleikur
að óperunni „Brúðkaup Fígarós“
og píanókonsert í d-moll.
23.15 Dagsk^árlok.
*— Já, en af ég missi þennan hring á gólfið, hvernig í ósköp-
unum á ég þá, að finna hann aftur?
a
r
í'
M
ó