Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudae’W 23 marz 1960 MORCVISBLAÐIÐ 11 Skírnar ionturinn Marteinstungukirkju berast góðar gjafir Frú Guðrún Blöndal Siglufirði — minning HAUSTIÐ 1955 hófst söfnuður Marteinstungusóknar í Rangár- vallaprófastsdaemi handa um all- miklar endurbætur á kirkjunni innanhúss og var verkinu lokið snemma árs 1956. Nam kostnað- ur við þessar framkvæmdir um kr. 100.000,00 og má af því ráða, að hér var um að ræða mikið átak fyrir fámennan söfnuð. Samt sem áður hafa safnaðar- menn ekki látið hér staðar num- ið, heldur gefið kirkju sinni miklar gjafir og höfðinglegar. Er þá fyrst að nefna, að Guð- mundur Guðmundsson, bóndi frá Þjóðóifshaga hafði ákveðið með erfðaskrá, að allar eignir hans skyldu renna til kirkjunnar, að honum látnum, en þær námu kr. 155 þús., og skyldi vöxtunum af fénu varið eftir 10 ár til eflingar söngmálum safnaðarins. Guð- mundur andaðist 21. nóv. 1957. Var hann maður söngelskur og einn af stofnendum kirkjukórs Marteinstungukirkju og í stjórn hans, meðan heilsan entist. Nokkru eftir að endurbótum á kirkjunni lauk gáfu hjón í sókn- inni, sem ekki vilja láta nafns síns getið, útidyrahurðir fyrir kirkjuna, ásamt tilheyrandi dyra- umbúnaði. Haustið 1958, 27. sept., voru 90 ár liðin frá fæðingu Þorsteins Einarssonar, óðalsbónda í Köldu- kinn. Þann dag komu saman í kirkjunni böm hans af fyrra og síðara hjónabandi, .tengdabörn og nokkrir vinir ásamt ekkju Þor- steins, Guðrúnu Guðjónsdóttur. Var kirkjunni í þessu tilefni gef inn forkunnarfagur skírnarfont- ur til minningar um hann. Var Þorsteinn safnaðarfulltrúi um 35 ára skeið og lét sér mjög annt um kirkjuna í hvívetna, sem m.a. birtist í því, hve kirkjurækinn hann var. Er skírnarfonturinn gerður af hinum þjóðkunna hag- leiksmanni, Ríkharði Jónssyni og er hið mesta listaverk. Á fram- hlið hans er mynd af Kristi og móður með barn sitt, en á milli þeirra er tré og efst í því situr dúfa, sem er tákn heilags anda. Á hliðum hans tveim er mynd af opinni bók með ritningargrein- um, er snerta skírnarboðið, en á bakhlið skírnarfontsins er letrað nafn Þorsteins og hverjir gefið hafa ásamt ártali. Skírnarskálin er'græn að Ht og gerð úr íslenzk- um leir. Þá hefur kirkjunni borizt að gjöf rauður messuhökull, gerð- ur af Andrési Andréssyni, klæð- skerameistara, frá konum sókn- arinnar. Ennfremur altarisklæði sömu tegundar og hökullinn, gef- inn af 6 systrum frá Hvammi 1 Holtum til minningar um for- eldra þeirra, Guðna oónda Odds- son og Guðfinnu Barðardóttur í tilefni þess, að öld var liðin frá fæðingu Guðna. Einnig hafa kirkjunni borizt að gjöf 10 sálmabækur, sem er áheit frá formanni sóknarnefnd- ar, Benedikt Guðjónssyni og syni hans- Teiti Benediktssyni, kennara. í desember sl. bárust svo kirkj- unni gjafir, sem lengi munu prýða altari hennar. Er það alt- ariskross úr málmi með siiíraðri róðu og laufum, er skreyta arma hans. Eru gefendur hjónin Gur.n- ar Einarsson ðg Guðrún Kristjáns dóttir, sem í 50 ár hafa búið á kirkjustaðnum. Var krossinn af- hentur á 70 ára afmæli frúarinn- ar. Ennfremur voru kirkjunni gefnir 4 kertastjakar sómu íeg- undar og altariskrossinn. Eru tveir þeirra gefnir af Ólafi Sig- urðssyni frá Götu í Holtum og börnum hans til minningar um konu Ólafs, Sigríði Ármannsdótt- ur, en hinir tveir gefnir af hjón- unum Sigurði Ólafssyni og Gerði Hammer, sem búa í Götu, til minningar um móður Gerðar og afa þau Elínu og Sigvarð Hamm- er. Voru þessar síðasttöldu gjaf- ir keyptar í einni merkustu kirkjugripaverzlun í Evrópu. Eins og áður er sagt, eru allar þessar gjafir forkunnarfagrar og vandaðar, og bera gefendum fag urt vitni um þann höfðingsskap og ræktarsemi, sem að baki býr til hinnar gömlu sóknarkirkju. Hefur sóknarnefnd og söfnuður beðið mig að færa gefendum inni- legustu þakkir fyrir þetta allt, og er mér það bæði ljúft og skylt, sem sóknarpresti Marteinstungu- kirkju. Hannes Guðmundsson. HÚN lézt að heimili sínu hér i bæ, Lækjargötu 5 hinn 13. feb: sl. Bar andlát hennar fremur snöggt að, eins og oft vill vera. Hafði hún, þrátt fyrir háan ald- ur, búið við ákjósanlega heilsu, og sinnt að miklu leyti sínum venjulegu húsmóðurstörfum. En það óhapp henti hana 13. febr síðastliðinn að rasa til í herberg- inu sínu og lær-brotna. Skipti þá svo fljótt um, að fjórum dög- um síðar bar andlát hennar að. Frú Guðrún Guðmundsdót's* Blöndal var fædd að Hóli í Lundareykjadal í Borgarfirði 31 júlí 1880, og skorti því röska 5 mánuði á áttrætt. Foreldrar hennar, Sigríður Friðriksdóttir og Guðmundur Guðmundsson voru af borgfirzku bændafólki komin. Frá Hóli fluttu þau hjónin búferlum til Akraness. Eftir fárra ára dvöl þar, andaðist Guðmundur. Eftir lát heimilisföðurins, vann ekkjan fyrir börnum sínum, sem voru fjögur, þar til þau náðu tvítugs aldri en þá fluttist hún með þau til Reykjavíkur. Frú Guðrún var þríburi, syst- ir hennar hét Margrét, fór til Ameríku, en bróðirinn er Einar Rísberg, málarameistari, búsett- ur í Reykjavík. Auk nefndra þrí- bura eignuðust þau eina dóttur, Rannveigu að nafni, er dó um tvítugt. í Reykjavík aflaði frú Guðrún sér ýmsrar kvenlegrar menntun- ar, þó efni væru lítil og ekki greið gata fyrir ungar stúlkur að menntast í þá daga. I Reykjavík kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Jósef L. Blöndal frá Kornsá í Vatns- dal í Húnaþingi. Þau gengu í hjónaband árið 1908 og fluttu sama ár til Siglufjarðar, en hér tók maður hennar við póstaf- greiðslu og síma. Frú Guðrún og Jósef eignuðust 10 börn, er kom- ust öll til fullorðins ára, nema ein dóttir, sem dó á öðru aldurs- ári. Barnahópurinn óx og dafnaði við blíðuatlot og umsjón ástríkrar móður og umhyggjusams föður. Gleðin, fölskvalaus og saklaus ríkti á heimilinu.Þá barði að dyr- um hin óboðni og óvelkomni gest ur, sorgin, er tvær systurnar mannvænlegar og glæsilegar sem framtíðin, fögur og heillandi blasti við, voru, um tvítugt, kvaddar burt úr systkinahópnum á annað tilveru-stig. Það var á- kaflega erfitt, að sætta sig við þá ráðstöfun forsjónarinnar, og ó- bærilegur harmur kveðinn að heimilinu og þá sérstaklega móð- urinni. En með æðruleysi og þol- inmæði var þetta mikla áfall bor- ið meðan tíminn, hinn mikli læknir var að græða sárin. Frú Guðrún sýndi þá, að hún bjó yfir miklu þreki og glöggum skilningi á fallvaltleika hins mannlega lífs. _ Börnin, sem á lífi eru: Lárus, ÓU, Bryndís og Anna, sem hafa búsetu hér í bæ og rekið og starf- að að verzluninni „Aðalbúðin". og svo bræðurnir þrír, Guðmund ur, Halldór og Haraldur, allir búsettir í Reykjavík. Þessi börp. eru myndarleg, geðþekk og góðir þjóðfélagsþegnar. Frú Guðrún var í meðallagi á vöxt snotur í vexti og sómdi séi vel á velli. Andlit hennar var- sérlega frítt og fagurlega byggt, augun bláleit og hýr, en yfir þeim var hreinn, festulegur og góðmannlegur svipur. Skapgerð- in gat verið dálítið ör, ef svo bar undir, en að jafnaði var hún létt, sundurgerðarlaus og róleg. Hún var ein þeirra, sem vaxa við frekari kynni. Hún var mikil húsmóðir, ein af heimakæru húsmæðrunum er lítinn sem engan þátt taka í fé- lags og dægurþrasalífi líðandi stundar. Heimilið var hennar ríki. Þar var hún hin ókrýnda drottning, og stjórnaði sínu heim- ili með myndugleik og umhyggju. Hún átti þar, innan vébanda síns ríkis margar ánægjustundir með ágætum eiginmanni, en sambúð þeirra var alla tíð til fyrirmynd- ar, og með gjörvulega barna- hópnum, þó mjög væru hand- tökin og erilsamt þeiarra vegna. En frú Guðrún var búin hreinni innugleði og ríkri þjónustulund og því voru heimilSstörf létt og ljúf í hennar höndum. Auk þess vann hún mikið að alls konar hannyrðum og þótti listfeng í þeim efnum. Hefir verkefni í höndum fram á síðustu daga. Frú Guðrún var mjög bók- hneigð og fróðleiksfús. Hún hafði ánægju af lestri góðra bóka og las mikið, þegar tóm gafst.Minr.i hennar var ákaflega trútt alveg fram til hins síðasta. Hún kunni mikið af alls konar sögum og sögnum, og átti lisræna frásagn- argáfu. Hún var mjög söngelsk og söngvin, hafði laglega söng- rödd og kunni fjölda af fallegum lögum og Ijóðum. Þessum list- rænu hæfileikum sínum hreyfði hún aldrei, nema innan vébanda síns ágæta heimilii. Sú venja var oft höfð á heim- ilinu, að húsmóðir settist með verk í höndum í ljósaskiptun- um, með barnahóp.inn í kringum sig, og sagði þeim fallegar sög- ur eða raulaði ómþýð, falleg lög. Börnin hlustuðu hugfangin. Og ánægja móðurinnar náði hámarki sínu þegar hún heyrði börnm taka undir með sínum barnslega raddblæ. Þetta voru unaðsstund- ir heimilisins, hljóðar, sem ekk- ert óviðkomandi setti röskun á, helgar stundiir þegar móðirin og börnin urðu sem ein sál. Frú Guðrún bjó manni sínum og börnum aðlaðandi heimili, og að því studdu börnin, þegar þau uxu upp, að gera heimilið að einu híbýlaprúðasta heimili hér í bæ. Samheldni fjölskyldunnar, eining og heimilisfriður réði ríkjum undir traustri stjórn frú Guðrúnar. Nú hefir þessa mæta og merka kona lokið sínu hlutverki. Hún hefur kvatt sinn góða lífsföru- naut, börnin sín og barnabörnin, sem hún hafði mikla ánægju af. Samferðafólkið hugsar til hennar með virðingu, hlýhug og þakk- læti. Hugstæðust verður hún eigin- manni sínum, sem háaldraður hefur verið sviptur ást-vinu sinni og ágæta lífsförunaut, en við von umst eftir þeirri ráðstöfun, að lengi þurfi ekki að bíða endur- funda. Frá börnum hennar, sem á lífi eru, liggja hlýir straumar virð- ingar og þakklætis fyrir ánægju stundirnar mörgu og fölskva- lausa móðurást og umhyggju. Nú hafa óskir frú Guðrúnar rætzt, er hún hefur náð endurfundum elskulegu dætra sinna, sem áð- ur voru farnar yfir landamærin. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Siglufirði 15. marz ’60. Fáll Einarsson. Skrifstofustúlka getur fengið vinnu strax. Tilboð merkt „Vélritarl— 9932“, sendist afgr. Mbl. I önaðarhúsnœði Kitt til tvö hundruð ferm. húsnæði óskast fyrir mjðg hreinlegan iðnað. Tilboð merkt: „4326“, sendist afgr. Mbl. fyrir föstu- dagskvöld. Kjötiðnaðarmaður ó s k a s t 4» Egilskjör h.f. Laugavegi 116 Vélbátur til sölu 28 tonna vélbátur, eikarbyggður með Caterpillar dieselvél, 115 ha. er til sölu nú þegar. Upplýsingar gefur- FYKIRGREIÐSLU SKRIFSTOF AN, Fasteignasala Austurstræti 14. 3. hæð. — Sími 12469.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.