Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 23. marz 1960 MORGVTS Itl. AÐIÐ 17 Macmillan sagði Suður-y\fríkumönnum til syndanna hn kynþáttur hafi ekki yfir burði fram yfir aðra í BYRJUN þessa árs fór Harold Macmillan, forsætisráð- herra Bretlands, í langt ferðalag um Afríku. Hann heim- sótti fyrst svertingjaríkin Ghana og Nígeríu, en það síðar- nefnda fær sjálfstæði nú á þessu ári. Síðan heimsótti Mac- millan ríki hvítu mannanna í Ródesíu og Suður Afríku, þar sem evrópskur þjóðernisminnihluti ríkir sem auðug licrraþjóð yfir svertingjunum. Macmillan lagði mikið kapp á að kynna sér vandamál Afríku. Hann kærði sig ekkert um sérstaklega veglegar viðtökur, heldur undi hann bezt er honum gafst tækifæri til að ræða um vandamálin við sem flesta fulllrúa alþýð- unnar í Afríku. Að lokum gekk Macmillan fyrir sameinað þing Suður Afríku í Höfðaborg og flutti langa ræðu, sem vakti feiki- lega athygli og er það álit margra, að þessi ræða verði talinn einn af stærstu sögulegu viðburðum þessarar aldar. Ræða forsætisráðherrans tók naprri klst. og þó ekki séu tök á því að birta hana hér í heild, þykir Mbl. rétt að birta hér nokkra kafla úr henni. Ekki baukað hver í sínu horni Það er grundvallarregla í nú- tíma-samveldi okkar, að við virð- um sjálfstjórn hvor annars á innanlandsmálefnum. En um leið verðum við að viðurkenna, að í þessum heimi, sem við lifum í og sem stöðugt er að minnka við bættar samgöngur, þar getur inn- anlandsstefna eins ríkis haft áhrif annarsstaðar. Okkur langar oft til að segja hvor við annan: — sviði sem hver og einn ber ábyrgð á, verður hann að framkvæma það sem hann telur rétt. Og hann verður að meta hvað er rétt á grundvelli langrar reynslu, bæði mistaka sinna og þess sem hefur heppnazt vel. Við höfum reynt að draga reynslu og lærdóm af báðu. Mat okkar á því, hvað er rétt eða rangt og yfirhöfuð á því, hvað sé réttlæti er upp sprottið í sama jarðvegi og hugmyndir ykkar, í kristindómi, réttarríki og grund- velli frjáls þjóðfélags. Þessi reynsla okkar skýrir það, hvers vegna það hefur verið stefna okkar í löndum sem við berum ábyrgð á, — ekki aðeins að reyna að bæta lífskjör fólks- ins, heldur einnig að reyna að koma á fót þjóðfélagi þar sem Macmillan i ræðustól ER ÉG hef ferðazt um Suð- ur Afríku, hef ég eins og ég bjóst við, orðið var við, að menn hafa mjög mikinn á- huga fyrir þróun mála í öðr- um hlutum Afríku. Eg skil það vel, að þið hafið áhuga á þessu og að þið eruð á- hyggjufullir vegna þeirra. Alla tíð síðan rómverska heims veldið liðaðist í sundur hafa það verið stöðugir viðburðir í stjórn málasögu Evrópu, að nýjar, sjálf- stæðar þjóðir komi fram. Þær hafa komið fram í ýmsum mynd- um eftir því sem tímarnir hafa breytzt, með ýmsum stjórnarform um. En það er þeim öllum sam- eiginlegt, að þær spretta upp úr næmri þjóðernistilfinningu, sem hefur vaxið um leið og þjóðirn- ar hafa vaxið. Á tuttugustu öldinni hefur sama sagan sem gerðist í Evrópu verið að endurtaka sig um allan heim, sérstaklega á árunurn frá lokum seinni héimsstyrjaldarúin- ar. Við höfum séð vakna þjóð- ernistilfinningar fjölmargra þjóða, sem hafa um aldaraðir orð- ið að lúta erlendu valdi. Fyrir 15 árum breiddist þessi hreyfing út um Asíu. Margar Asíuþjóðir þó þær væru af mis- jöfnum uppruna og menningu, fengu þá framgengt sjálfstæðis- kröfum sínum. Og nú er þetta sama að gerast í Afríku. Af öllu því sem ég hef kynnzt og komizt í snertingu við í Afríkuför minni finnst mér á- hrifamestur krafturinn í þessari nýju þjóðernishreyfingu Afríku- búa. Hún tekur á sig ýmsar mynd ir, eftir því hvar er í álfunni, en hún er allstaðar að verki. Það eru veðrabrigði hvarvetna í álf- unni. Þessi vöxtur þjóðernishreyf- ingarinnar er pólitísk staðreynd, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Og við verðum allir að viðurkenna staðreyndir. Við verð um að taka tillit til þeirra, þeg- ar móta skal stefnu ríkja okkar. Auðvitað skiljið þið það, eins og allir aðrir. Þið eruð sprottmr upp af rótum Evrópu, vöggu þjóð- ernishreyfinganna. Og hérna í Afríku hafið þið stofnað nýja þjóð. Ykkar mun meira að segja verða getið í sögunni sem fyrstu þjóðernissinna Afríku. Og þessi alda þjóðernistilfinn- inga, sem flæðir nú yfir Afríku, er staðreynd, sem við og þið og aðrar vestrænar þjóðir berum ábyrgð á. Því að orsakanna er að leita í sigrum vestrænnar menningar, en hún hefur sótt fram á öllum svið- um þekkingarinnar og beitt vís- indum í þágu mannkynsins, til að auka matvælaframleiðslu, að koma á hraðari og betri samgöng- um og þó sérstaklega í því að útbreiða menntun og menningu. Eins og ég sagði þá er vöxt- ur þjóðernishreyfingarinnar póli- tísk staðreynd, sem við verðum að viðurkenna. Ég trúi því ein- læglega, að ef okkur ekki tekst að viðurkenna hana, þá getum við stofnað í hættu hinu viðkvæma valdajafnvægi milli Austurs og Vesturs sem heimsfriðurinn bygg ist á í dag. Þtrjár meginfylkingar Heimurinn í dag er skiptur niður í þrjár meginfylkingar. í fyrsta lagi eru vestræn ríki. Þið Suður-Afríkumenn og við Bret- ar tilheyrum henni ásamt vin- um okkar og bandamönnum í öðrum hlutum brezka samveldis- ins, Bandaríkjunum og Evrópu. í öðru lagi er kommúnista- heimurinn, — Rússland og lepp- ríki þess í Evrópu og Kína, en íbúatala síðastnefnda ríkisins mun ná þeirri geigvænlegu tölu 800 milljónum árið 1970. f þriðja lagi koma þau ’.önd eða heimshlutar, sem enn hafa hvorki gengið í lið með vestræn- um né kommúniskum hugmynd- um. í þennan flokk falla iiin nýju ríki í Asíu og Afríku. Ég er þeirrar skoðunar að þýð- ingarmesta mál seinni helmings tuttugustu aldarinnar sé það hvort hinar óháðu þjóðir Asíu og Afríku sveigjast fremur til Aust- urs eða Vesturs. Verða þær aregn ar inn í herbúðir kommúnista? Eða munu hinar mikilvægu til- raunir til sjálfstjórnar ,sem nú eru gerðar í Asiu og Afríku og sérstaklega í brezka samveldinu heppnast svo vel og verða slík fyrirmynd, að þessi ríki leggi öll lóð sín á vogarskálar vestrænnar menningar, frelsis og réttlætis? Baráttan um þetta er þegar hafin og það er barátta um mann. lega hugi. Og það sem reynir á, er miklu meira en hernaðarstyrk- leiki eða stjórnmála- og fram- kvæmdahæfileikar. Það sem reyn ir á er allur lífsmáti okkar og lífsviðhorf. Óháðu þjóðirnar vilja fá að sjá áður en þær velja. Hvað getum við sýnt þeim, sem hvetji þær til að velja rétt? Sérhver meðlimur í brezka samveldinu verður að svara þeirri spurningu fyrir sig sjálfan. „Hugsaðu um sjálfan þig“. En nú er svo komið að við verðum að breyta þessu gamla máltæki og segjá: „Hugsaðu um sjálfan þig, en hugsaðu líka um hvaða áhrif þú hefur á aðra“. Leyfið mér að vera mjög hrein- skilinn við ykkur vinir mínir: Það sem brezka ríkisstjórnin og þingið hefur gert til að veita Indlandi, Pakistan, Ceylon, Mal- aja og Ghana sjálfstæði og mun gera til að veita Nigeríu sjálf- stæði og öðrum ríkjum í fram- tíðinni, - það gerir hún með full- kominni ábyrgðartilfinningu, og í þeirri trú, að þetta sé eina leið- in til þess að byggja frámtíð Samveldisins og hins frjálsa heims á traustum undirstöðum. Allt er þetta auðvitað líka á- huga og áhyggjuefni fyrir ykkur, því að sú tíð er liðin að við get- um baukað hver í sínu horni þar sem enginn sér til okkar. Það sem við gerum í dag í Vestur-, Mið- eða Austur-Afríku, veit allt samveldið, allur heimurinn þeg- ar í stað um. Ég vildi taka fram við ykkur í fullkominni vinsemd, að okkur er þetta alveg ljóst og við fram kvæmum aðgerðir okkar með vitneskju og skilningi á ábyrgð okkar gagnvart ykkur og öðrum vinum okkar. Þrátt fyrir það þykist ég viss um, að þið verðið að viðurkenna, að á hverju því réttur einstaklingsins er virtur, — þjóðfélagi, þar sem allir menn fái sama tækifærið til að þróa hæfileika sina og beita þeim og það hlýtur að okkar skoðun að hafa það í för með sér, að allir menn verði að hafa sömu tæki- færi og sama rétt til pólitisks valds og ábyrgðar. Þjóðfélag þar sem hæfileikar mannsins eru eini mælikvarðinn sem hefur þýðingu fyrir frama hans hvort sem er pólitískan eða efnahagslegan. Samstarf kynþáttanna Þá hefur það að lokum verið stefna okkar viðvíkjandi lönd- um, þar sem menn af mörgum kynþáttum búa, að reyna að finna leiðir til einlægs samstarfs kynþáttanna. Þetta vandamál er eingöngu bundið við Afríku og hér er ekki aðeins um að ræða þjóð- ernisminnihluta Evrópumanna. í Malaja eru að vísu litlir indversk- ir og evrópskir þjóðernisminni- hlutar, en tveir kynþættir, Mal- ajar og Kínverjar eru megmð af íbúunum, og Kínverjarnir eru ekki miklum mun fámennari en Malajarnir. Þessar tvær þjóðir verða að læra að lifa í góðri sam- búð og samstarfi og styrkleiki Malaja-ríkisins er algerlega und- ir því kominn hvernig það sam* starf gengur. Sjónarmið brezku stjórnarinn- ar í þessu kom skýrt fram í ræðu sem utanríkisráðherrann Selwyn Lloyd flutti á Allsherjarþingi SÞ 17. september 1959. Hann sagðú „Á þeim svæðum þar sem ó- líkir kynþættir eðí. ættflokkar lifa hlið við hlið og hver innan um annan, þar er brýnasta við- fangsefnið að tryggja að allir njóti öryggis og frelsis og geti lagt sitt af mörkum sem einstakl- ingar til velferðar og framfara landsins. Við höfnum algerlega þeirri hugmynd að einn kynþátt- urinn hafi meðfædda yfirburði yfir hina. Þess vegna er stefna okkar að gera ekki upp á milli kynþáttanna. Þannig skapast þjóð um Afríku, Asíu og Evrópu, þjóð- um Kyrrahafsins og öðrum þjóð- um sem við berum ábyrgð á, sameiginleg framtíð og þær munu allar gegna sínu hlutverki sem jafnréttháir þegnar þjóðfélagsins, þar sem þær búa og þar sem kynþáttatilfinningin verður að víkja fyrir hollustu til hins nýja ríkis“. Gerum það, sem við álítum skyldu okkar Ég hugði, að þið mynduð vilja að ég talaði í fullri hreinskilni og segði ykkur umbúðalaust, hver væri stefna Breta. Það getur verið, að við völd- um ykkur erfiðleikum er við framkvæmum það sem við álítum skyldu okkar. Ef svo er, þá hrygg ir það okkur. En ég veit, að jafnvel þó svo sé, þá mynduð þið aldrei biðja okkur um að hvika í neinu frá því sem við teljum skyldu okkap. Þið munuð einnig gera það sem þið álítið skyldu ykkar. Mér er full Ijós þau sérstöku vandamál sem þið verðið að glíma við hér í Suður-Afríku. Ég veit að það er mikill munur á ykkar vandamálum og allra ann- arra Afríkuríkja. Hér eruð þið, þrjár milljónir manna af evrópskum uppruna. Þetta land er ykkar heimili. Það hefur verið heimili ykkar í marga ættliði og þið eigið ekkert annað heimili. Sama gildir einnig um Evrópumenniná í Mið- og Austur- Afríku. Evrópumennirnir í flestum öðr- um Afríkuríkjum hafa komið til að vinna, leggja fram hæfileika sína, kannski til að kenna, en ekki til að skapa sér heimili. Vandamálin sem þið á þingi Suður-Afríku eigið við að striða eru mjög ólík vandamálum þjóð- þinganna í þeim löndum, þar sem íbúarnir eru allir samlitir. Það eru vissulega flókin og erfið vandamál, sem þið eigið við að fást og það mætti undrum sæta, ef þið kæmust ekki oft að ann- arri skoðun en við á því, hvað sé skjdda ykkar. Andstæð sjónarmið Það er einlæg ósk okkar setn félaga í samveldinu, að veita Suður-Afríku stuðning okkar og hvatningu, en ég vona að þið‘ hafið ekkert á móti því, að ég segi í hreinskilni, að sumir þætt- ir stefnu ykkar eru slíkir, að ef við styddum þá, værum við að bregðast djúpstæðri sannfær- ingu okkar sjálfra um það stjórn- málafrelsi, sem .við erum að reyna að hrinda í framkvæmd í þeim löndum, sem við berum ábyrgð á. Ég held að við ættum sameig- inlega og án þess að sakast við nokkurn að viðurkenna þá stað- reynd, að sjónarmið.okkar i þessu eru algerlega andstæð. Að lokum vildi ég aðeins segja þetta: Ég hef talað hreinskilnis- lega um skoðanaágreining okkar í einu mesta vandamáli okkar. Þessi ágreiningur er almennt þekktur fyrir löngu. Og það hefði ekki verið heiðarlegt hjá mér að láta eins og hann hefði ekki ver- Frarnh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.