Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
MiðviKudagur 23. marz 1960
Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
MIKIÐ ÁFALL
rr?v
y
ÆR aukakosningar, sem
nýlega hafa farið fram í
Bretlandi, hafa sýnt að fylgi
Verkamannaflokksins fer stöð
hluti brezku þjóðarinnar er
andvígur frekari ríkisrekstri
og þjóðnýtingu. Almenningur
í Bretlandi álítur að allt aðr-
Tylcf i hnettir Jlarda
J60.000*™'
-------------:^2_oo0»
160°°
km-
'frjin'vorburX.
yjfr\nwðt*r X.
Tratn
Gerfihnettir
ugt hrakandi. Annað þessara
kjördæma vann íhaldsflokk-
urinn af Verkamannaflokkn-
um, sem hafði haldið því um
áratugaskeið. í hinu bættu
Íhaldsmenn mjög aðstöðu
sína. En frambjóðandi Verka-
mannaflokksins fékk þar nú
færri atkvæði en frambjóð-
andi Frjálslynda flokksins.
í þingkosningunum á sl. ári
tapaði Verkamannaflokkur-
inn eins og kunnugt er veru-
lega fylgi. íhaldsmenn fengu
100 þingsæta meiri hluta
fram yfir alla aðra flokka.
Þeir unnu auk þess kosningar
í þriðja skipti í röð. En það
er mjög fátítt í Bretlandi. Var
hér um að ræða mikið áfall
fyrir brezka jafnaðarmenn.
Þetta gerðist þrátt fyrir
það, að stjórn íhaldsmanna
hafði stigið stórfelld víxlspor
á þessu síðasta kjörtímabili
sínu. Súez-ævintýrið og fall
Sir Anthony Edens hafði í
för með sér mikinn álits-
hnekki fyrir brezka íhalds-
flokkinn. Aðfarir stjórnar
hans gagnvart íslendingum
voru heldur ekki til þess falln
ar að auka traust eða álit
stjórnar hans, a. m. k. ekki
út í frá.
En forysta Verkamanna-
flokksins var þess ekki megn-
ug að auka traust sitt meðal
brezku þjóðarinnar, þrátt fyr-
ir þessi mistök íhaldsstjórnar-
innar. Macmillan tókst með
seiglu og lagni að endur-
vekja tráust hennar á stjórn
sinni.
Deilur innan
Y erkamannaf lokksins
Það sem líklegast er að
orðið hafi Verkamanna-
flokknum þyngst í skauti %ru
deilurnar, sem verið hafa
uppi innan vébanda hans. —
Segja má að síðustu árin hafi
geisað stöðugt stríð innan
hans milli hinna róttækari
sósíalista og hinna frjálslynd-
ari afla flokksins. Svo er nú
komið innan þessa forystu-
flokks jafnaðarmanna í heim-
inum að mikill meiri hluti
hans hefur snúizt gegn aðal-
kennisetningu sósíalismans.
Þjóðnýtingin er þar á hröðu
undanhaldi. Gaitskell og sam-
starfsmenn hans hafa gert sér
ljóst að yfirgnæfandi meiri-
ar og skynsamlegri leiðir sé
hægt að fara til þess að jafna
lífskjörin, en að þjóðnýta
framleiðslutækin. Reynslan
af þjóðnýtingunni hefur held-
ur ekki verið góð.
Allt þetta hefur leitt til
þess að Verkamannaflokkur-
inn hefur nú eftir miklar
deilur breytt stefnuskrá sinni
og tekið upp í hana sam-
kvæmt tillögu Gaitskells svo-
hljóðandi stefnuyfirlýsingu:
„V erkamannaf lokkurinn
viðurkennir, að rúm sé fyrir
bæði ríkis- og einkafyrirtæki
í efnahagskerfi landsins og
telur, að það, hve mikið af
atvinnurekstrinum ríkið tek-
ur í sínar hendur — og á
hvern hátt það er gert —
verði að ákveðast af aðstæð-
um á hverjum tíma. Verður
þar að taka tillit til þess,
hvað hagkvæmast verður tal-
ið fyrir verkamenn og neyt-
endur, sem slíkar fram-
kvæmdir hafa bein áhrif á“.
Rykfallin fræðikenning
Með þessari stefnuyfirlýs-
ingu hefur forystuflokkur
jafnaðarmanna í heiminum, í
raun og veru viðurkennt, að
ein af grundvallarkennisetn-
ingum sósíalismans sé ryk-
fallin fræðikenning, sem þýð-
ingarlaust sé að ríghalda sér
í. Nú verði að „taka tillit til
þess, hvað hagkvæmast verði
talið fyrir verkamenn og
neytendur“, en láta af fast-
heldni við gamlar og úreltar
kreddur.
Kemur ekki á óvart
Þetta er það, sem þessi
stefnuyfirlýsing Verkamanna
flokksins í raun og veru þýð-
ir. í raun og veru þarf þessi
viðurkenning brezkra jafnað-
armanna ekki að koma nein-
um á óvart.
Jafnaðarmenn í Vestur-
Þýzkalandi og á Norður-
löndum hafa áður lýst því
yfir, að þjóðnýtingarkenn-
ingin sé orðin úrelt og stór-
hættuleg framtíðarfylgi og
trausti jafnaðarmanna-
flokka Evrópu. Aðrar og
raunhæfari leiðir verði að
fara til þess að jafna lífs-
kjörin og skapa félagslegt
öryggi í löndunum.
TVÖ og hálft ár eru liðin frá því
að geimrannsóknir hófust fyrir
alvöru með því að fyrsta gerfi-
hnettinum, Spútnik I., var skot-
ið á braut umhverfis jörðu.
I'ramfarirnar á þessum tíma hafa
verið gífurlegar.
Mesta fjarlægð Spútnik I. frá
jörðinni var 946 kílómetrar, og
braut hans umhverfis jörðu var
um 45.000 kílómetra löng.
Frumherji V., nýjasta- gerfi-
plánetan, mun ganga umhverfis
sólu og komast í um 300 milljón
kílómetra fjarlægð frá jörðu.
Braut hans umhverfis sólu er
nærri 850 milljón kílómetra löng
og tekur hringferðin 311 daga.
Næst kemst Frumherji V. í 120
miiijón kíiómetra fjarlægð frá
sólu og 12 miilj. km. frá Venusi.
Frumherji V.
Frum'herji V. hóf ferð sína frá
Canavéral höfða í Florida kl. 8,02
(bandarískur tími) að morgni
föstudagsins 11. marz sl. Var hon
um komið fyrir fremst í eldflaug
af gerðinni Thor Able IV. Innan
fárra mínútna hafði hann náð
rúmlega 40 þúsund kílómetra
hraða á klst., en á miðnætti var
hann kominn 160 þúsund kílóm.
frá jörðu. Tuttugu og sjö minút-
um eftir að Frumherji V. hóf
för sína var hann kominn í 8.000
km. íjarlægð frá jörðu. Sendu
þá vísindamenn á Jodrell Bank
stöðinni í Bretlandi honum merki
sem orsakaði það að hann losn-
aði frá eldflauginni og hélt einn
áfram ferð sinni út í geiminn.
Stuttu seinna var honum sent
annað merk’, sem setti minni
sendiscöð hnattarins á stað, og
er hún látin senda upplýsingar
öðru hvoru. En í Frumherja V.
eru tvær sendistöðvar, önnur 5
vatta, hin 150 vatta. Minni sendi-
tækið verður notað meðan til
þess heyrist, en síðan tekur
stærri sendistöðin við. Er vonazt
til að unnt verði að heyra í henni
þar til Frumherji V. er kominn i
um 80 milljón kílómetra fjarlægð
frá jörðu, en það verður í ágúst-
mánuði n.k. Eftir það mun ekki
heyrast til hans fyrr en hann
nálgast aftur braut jarðar árið
1963.
Þrjár gerfiplánetur
Tvær aðrar gerfiplánetur ganga
um sólu, en þær eru Lunik I. og
Frumherji IV. Sendistöðvar
þeirra eru þó löngu þa^haðar og
heyrist ekkert frá þeim eftir’að
þær komust í um 640 þúsund km.
fjarlægð frá jörðu.
Frumherji V. mun fara með
um 113 þús. km. hraða á klst. á
braut sinni umhverfis sólu, en
jörðin fer með 105 þús. km.
hraða. Liggur braut hans nær
sólu en braut jarðar og mun
hann, eins og fyrr segir, ljúka
hringferð á 311 dögum, sem tekur
jörðina 365 daga. Til samanburð-
ar má geta þess að brautir hinna
tveggja gerfiplánetanna liggja
fjær sólu og er Lunik I., sem hóf
göngu sína 2. jan. 1959, 444 daga
í hringferð, og fer með um 101
þús. km. hraða, en Frumherji IV.,
sem skotið var á loft 3. marz 1959,
er 395 daga í hringferð og fer
með um 104 þús. km. hraða.
Ómetanlegar upplýsingar
Hlutverk hinna nýju gerfi-
plánetu er að safna ýmiskonar
upplýsingum úr himingeimnum
og nota hina öflugu sendistöð til
að koma þeim til jarðar. Þeir
gerfihnettir og plánetur sem áð-
ur hafa verið sendar á loft, hafa
uppgötvað geysimikil segulbelti
umhverfis jörðina, sem kölluð
eru Van Allen beltin. Þá hafa
einxiig fengizt ómetanlegar upp-
lýsingar um lögun jarðar, segul-
svið jarðar og samsetningu, þétt-
leika og víðáttu andrúmslofts-
ins.
Frumherji V. mun safna upp-
lýsingum um stjörnugeiminn. 1
honum eru sérstök tæki til að
mæla fjarlægðir milli plánetanna
og reikna út stöðu þeirra í him-
ingeimnum. En þessi vísindi eru
nú svo litt kunn, að til dæmis er
ekki unnt að staðsetja Venus
nákvæmar en svo að munað get-
ur allt að 80.000 kílómetrum. Þá
eru í Frumherja V. tæki til að
mæla geislun, sérstaklega þá
geislun, sem orsakast af spreng-
ingum á sólinni. Sömuleiðis
munu tækin mæla heildargeislun,
sem verður á braut gerfiplánett-
unnar, þéttleika geimryksins og
víðáttu segulsviða. Með því að
senda þessar skýrslur til jarðar,
gefur Frumherji V. mikilvægar
upplýsingar um þær hættur, sem
mæta munu manninum, þegar
hann leggur leið sína út í geim-
inn. Stærra senditækið eyðir það
rnikilli orku, að það getur að-
eins sent í fimm mínútur á klst.
fresti. Þess á milli verða rafgeym
arnir hlaðnir orku, sem unnin er
úr sólargeislunum. En meðan
hleðslan stendur yfir, safna
„heilar“ í Frumherja V. öllum
upplýsingum og geyma þær þar
til sending hefst aftur.
Kapphlaup
Og hver er svo staða Banda-
ríkjanna í- kapphlaupinu um
geiminn, nú þegar Frumherji V.
er kominn á braut sína?
Rússar hafa skotið á loft miklu
stærri gerfihnöttum en Banda-
Framh. á bls. 23.
Fy/gihneftir &ófar
Sraut
FírumherjaFÍ.
og plánetur