Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 22
22
MORCTJTSBLAÐJÐ
Miðvikudagur 23. marz 1960
— Við túngarðirm
Frafh. af bls. 8
á landinu nær hreinræktaða ís-
lenzka hunda, er hann telur vera,
og hefur flutt þá með sér utan.
Hann er nú með hunda sína í Eng
Jandi í Hampshire. Fyrir rétt
rúmum mánuði eða 6. febrúar sl.
vann einn af hundum hans tvö
fyrstu verðlaun og heiðursnafn-
bótina „Best of elass“ á stórri
hundasýningu, er haldin var í
Hammersmith. Þessi hundur, er
verðlaunin hlaut, nefnist Vaskur
og er frá Þorvaldsstöðum. Hunda
sýning þessi er mjög stór, stend-
ur í tvo daga, og þar koma um
200—300 hundar fram hvorn dag.
í fyrra kom annar íslezkur hund-
ur fram í sjónvarpi á sýningu
þessari og sama dag var mikill
fjöldi fólks, sem vildi fá að skoða
hann, og var Mark Watson ötull
við að kynna hann og segja frá
íslenzka hundinum, eðli hans og
einkennum.
Þá getur Páll þess einnig, að
samkvæmt upplýsingum Árna G.
Eylands, fyrrum stjórnarráðsfull
trúa, séu til hreinræktaðir ís-
lenzkir hundar í Noregi.
En nú langar okkur til þess að
vita, hvað fróðir menn um hunda
rækt telja, að séu höfuðeinkenni
íslenzka hundsins. Páll hefur
látið okkur í té lýsingu á hund-
inum, er að mestu byggist á at-
hugunum Watsons. Lýsingin er á
þessa leið:
Almennt útlit: Afbrigði svo-
nefndra Spits-hunda, í minna
meðallagi að stærð, leikglaðir,
glaðsinna. Höfuð: Fíngert, frek-
ar breitt milli eyrna. Hauskúpa:
Breið, hvelfd. Trýni: Frekar
stutt, mót ennis og trýnis greini-
leg en ekki skörp. Nef: Svart.
Varir: Stuttar, þéttar. Eyru:
Myndarleg, þríhyrnd, hvöss og
sperrt. Augu: Lítil, kringlótt,
dökk og fjörleg. Háls: Stuttur.
sterklegur, dálítið hringaður, ber
höfuðið hátt. Bógar: Beinir, lítið
hallandi. Brjóstkassi: Stór og
djúpur. Skrokkur: Sterkbyggður,
frekar stuttur en léttur. Fætur:
Snöggir, beinir og vöðvamiklir
Hæklar frekar réttir. Lappir:
Þófar vel þroskaðir, sporið ílangt.
Skott: Kafloðið, hringað upp á
bak, lengd hófleg. Feldur: Gróf-
ur, ekki mjög loðinn, loðnastur
á hálsi, lærum og neðanvert á
skotti. Feldurinn liggur þétt að
skrokknum, haus og lappir
snöggar. Litarháttur: Hvítur og
mórauður, gulleitur, ljósmórauð-
ur og hárendar svartir stundum
alveg svartur. Hæð á herðakamb:
36—45 cm. Þyngd: Ca. 15 kg.
Þannig er þá lýsingin á hinum
gamla íslenzka fjárhundi sem
svo er nefndur.
Við viljum að síðustu taka und
ir það með yfirdýralækni, að mik
il nauðsyn er á því að bjarga
hinum góða og gegna íslenzka
hundi frá tortímingu. Fátt mun
leiðara þeim er áhuga hafa fyrir
íslenzkri dýrarækt en að sjá úr-
kynjaða „bastarða" svo til á
hverjum isl. sveitabæ, þar sem
hundur er á annað borð til. Hitt
er fáheyrt hirðuleysi að ekkert
skuli gert til þess að efla og
auka hupdarækt hér á landi, svo
SkautasveJl
í íþróttahöll
AÐALFUNDUR Skautafélags
Reykjavíkur var haldinn 7. marz
í Cafe-Höll.
Formaður félagsins, Lárus
Salómonsson, setti fundinn og las
skýrslu stjórnarinnar. Reikning-
ar voru lesnir og samþykktir.
Fundarstjóri var frú Katrín Við-
ar og fundarritari Björn Árna-
son.
Ýms mál félagsins og varðandi
skautaíþróttina voru rædd. Fund-
arsamþykkt var gerð um, að
skora á aðila að íþrótta- og sýn-
ingarhúsi því sem reisa skal í
Laugardal, að hafa þar fyrsta
flokks frystitæki til að búa út
skautasvell.
í öðru lagi, að hraðað verði
viðbyggingu við hið stóra hús,
sem hægt verði að gera skauta-
Framh. á bls. 23.
KR heiðrar
nokkra
félaga
Enska bikarkeppnin
UNDANÚRSLIT ensku bikar-
keppninnar fara fram um næstu
helgi og leika þessi lið saman:
Aston Villa — Wolverhampton
Blackburn — Sheffield W.
Reiknað er með að leikirnir
verði mjög tvísýnir enda eru öll
liðin góð og hafa öll að undan-
förnu náð góðum árangri, en
Blackburn þó ekki eins góðum
og hin.
öll þessi félög hafa sigrað í
bikarkeppninni og ber Aston
Villa þar af, því liðið hefur sigrað
7 sinnum, en þó er Blackburn
ekki langt á eftir með 6 sigra.
Wolverhampton og Sheffield W.
hafa sigrað þrisvar hvort í þess-
ari vinsælu keppni. Athyglisvert
þarf og að kenna rétta hunda-
tamningu, sem hér er á lágu stigi.
Notkun hunda, er að sjálfsögðu
mun minni nú en var hér áður
fyrr, þegar fráfærur voru algeng
ar og vetrarbait stunduð al-
mennt. Hitt er jafnvíst að enn er
svo mikil nauðsyn á hundum til
að létta og auðvelda, einkum
fjárbændum, störf þeirra, að full
ástæða er til þess að beita sér
fyrir ræktun góðra fjárhunda. Og
eins og frá hefur hefur verið
skýrt af fróðum mönnum í þessu
efni, henta okkur ekki hér á
landi, erlendir fjárhundar, og þá
fyrst og fremst vegna þess, hve
verkefni fyrir þá er takmarkað.
Það er því ekki einasta um að
ræða að bjarga fornum þjóðlífs-
og menningarverðmætum, þar
sem er hinn gamli, góði íslenzki
fjárhundur, heldur er hér um
hagsmunamál íslenzkrar bænda-
stéttar að ræða. vig.
er að þetta er í 17. skipti sem
Aston Villa kemst í undanúrslit,
en liðið hefur leikið 9 úrslita-
leiki og aðeins tapað tveimur.
Af þessum 4 liðum, sem nú eru
í undanúrslitum er lengst um lið-
ið síðan Blackburn hreppti bik-
arinn eða 1928. Sheffield W. sigr-
aði síðast 1935, Wolverhampton
árið 1949 en Aston Villa síðast
árið 1957.
Leiðin til úrslitaleiksins, sem
fram fer á Wembley-leikvangin-
um í London 7. maí n.k., er mjög
erfið eins og allir vita og komast
þangað nær eingöngu góð lið, sem
hafa á að skipa mörgum góðum
leikmönnum. Samt sem áður vita
allir, að liðum, sem þangað kom-
ast, þarf ætíð að fylgja heppni
bæði á leikvelli sem utan hans
t.d. þegar dregið er hvaða lið
skuli leika saman.
Hér mun nú getið hvaða lið
fyrrnefndir þátttakendur í und-
anúrslitum hafa orðið að sigra til
þess að komast þangað:
Aston Villa
3. umferð Leeds 2:1
4. — Chelsea 2:1
5. — Port Vale .... 2:1
6. — Preston 2:0
Sheffield Wednesday
3. umferð Middlesbrough 2:1
4. — Peterborough . 2:0
5. — Manchester U. 1:0
6. — Sheffield U. .. 2:0
Wolverhampton
3. umferð Newcastle .... 2:2
3. .... 4:2
4. Charlton 2:1
5. Luton 4:1
6. — Leicester .... 2:1
Blackburn
3. umferð Sunderland .. 1:1
3. 3:1
4. — Blackpool .... 3:0
5. — Tottenham . ... 3:1
6. — Burnley 3:3
6. 2:0
Körfuknattleiks-
mótið í kvöld
MEISTARAMÓT íslands í körfu-
knattleik heldur áfram í kvöld og
hefst kl. 8,15. Keppa þá íþrótta-
félag stúdentp og IKF og ÍR og
KFR (B) í meistaraflokki.
Á sunnudaginn fóru leikar
þannig í meistaraflokki, að Ár-
mann vann Akureyri með 58:44
og í II flokki vann ÍR KR með
52:22.
ÁRSHÁTÍÐ Knattspyrnufélags
Reykjavíkur var haldin í Sjálf-
stæðishúsinu sunnudaginn 6.
marz s.l. Eins og venja er á árs-
hátíðum félagsins voru þar af-
hentar heiðurviðurkenningar fyr
ir störf og keppni fyrir K.R.
Að þessu sinni voru 3 menn
sæmdir stjörnu K.R., þeir Har-
aldur Gíslason, Haraldur Guð-
rnundsson og Björgvin Schram.
Fyrir 20 ára starf og keppni
var Harardur Björnsson sæmdur
gulipeningi.
Þórður B. Sigurðsson, Birgir
Þorvaldsson og Helgi Helgason
voru sæmdir gullmerki K.R. fyr-
ir 15 ára starf og keppni.
Fyrir 10 ára starf og keppni
hlutu eftirtaldir menn silfurpen-
ing K.R.: Þorbjörn Friðriksson,
Reynir Ölafsson, Guðmundur
Georgsson, Jón Ingi Rósantsson,
Ágúst Hafberg og Þórir Þorsteins
on.
---«
Þessir voru sæmdir stjörnu KR fyrir frábær störf í þágu
félagsins. — Talið frá vinstri: Haraldur Gíslason, Haraldur
Guðmundsson og Björgvin Srhram. —
Fer vel með
hendur
Þér getið verið öruggar með beztu ullar-
peysuna yðar, ef þér þvoið hana úr ÞVOL,
því ÞVOL inniheldur nýtt efni sem jafn-
framt því að þvo vel, er algjörlega skað-
laust ullartaui, næloni og silki.
ÞVOL hefur einnig þann eiginleika að skýra
liti í ullartaui, þvo jafnt í heitu sem köldu
vatni, og er mjög létt í skolun. ÞVOL er því
ákjósanlegt til þvotta á barnataui.
ÞVOL er ótrúlega drjúgt.
!
r