Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. marz 1960 MORC.liynr 4 mrt 9 Kventéiagió hiiít á isatiroi 50 ára: Hefur a&allega helgaö starf sitt líknar- og mannúðarmálum ALMENNU kvenfélögin á ísa- firði eru tvö, Hlíf og Ósk. Ósk er eldri systir, stofnuð fyrir for- göngu frú Camillu Bjarnason. Hlíf er yngri systir, stofnuð af 27 konum, sem starfað höfðu flestar saman að þremur gamal- mennasamsætum með frjálsum samtökum. Stofndagur Hlífar er 6. marz 1910. Sá dagur var einnig 50. afmælisdagurinn. Fyrstu stjórn Hlífar skipuðu þessar konur: Sigríður Lúðvíksdóttir, for- maður, Rebekka Jónsdóttir, vara- formaður, Guðríður Árnadóttir, Margrét Sveinsdóttir og Hólm- fríður Árnadóttir. Hin þjóðkunna hannyrðakona, frú Þórdís Egilsdóttir, var ein af stofnendum Hlífar, og hefur jafn- an starfað mikið í félaginu. Frú Þórdís stofnaði 6. marz 1950 sjóð innan félagsins, sem heitir Hús- munasjóður Þórdísar Egilsdótt- ur, og hefur hún eflt hann með góðum gjöfum siðan, nú síðast með höfðinglegri afmæ-lisgjöf. Aðalverkefni sjóðsins er að prýða og snyrta Elliheimili bæjarins. Hefur það lengi verið áhugamál frú Þórdísar, að á ísafirði rísi nýtt og fallegt elliheimili, sem sé staðarprýði jafnt úti sem inni. Núverandi stjórn Hlífar skipa: frú Unnur Gísladóttir, formaður; frú Ragnhildur Helgadóttir, vara formaður; frú Halla Einarsdótt- ir; frú Sigríður Sörensen og frú Martha Sveinbjarnardóttir. Hlíf hefur verið athafnasamt félag. Auk líknar- og menningar- mála hefur það lagt lið sitt öllum nauðsynja- og velferðarmálum bæjarins. Atti t. d. mikinn þátt í að koma upp fullkomnum barnaleikvelli, og lagði fram mikið fé. Hlíf hefur átt eigin söngkór frá upphafi, Hlífarkórinn. Jónas Tómásson hefur alla tíð annazt æfingar kórsins og stjórnað hon- um. Núverandi formaður kórsins er frú Bjarney Ólafsdóttir. Fyrir sjö árum keypti mæðra- styrksnefnd Hlífar sumarbústað í Dagverðardal, og hefur síðan rekið þar mæðraheimili. Er kon- um gefinn kostur á, að dveljast þar hálfan mánuð með fjölskyld- ur sínar, og sumrinu skipt þann- ig, að sem flestar konur geti not- ið þessa. Kvenréttindanefnd starfaði í Hlíf í mörg ár, og sá oft um að minnast 19. júní á einn eða ann- an hátt. Nú síðustu árin hafa fé- lagskonur heiðrað 19. júní með því að fara inn í Tunguskóg og gróðursetja þar trjáplöntur, með leiðsögn kunnáttumanns. Allt frá 1938 hefur Hlíf haldið uppi saumanámskeiðum fyrir fé- lagskonur. Aðalforstöðu . og kennslu á námskeiðum þessum hefur frú Ragnhildur Helgadótt- ir annazt. Eiga ísfirzkar og vest- firzkar konur frú Ragnhildi mikla þakkarskuld að gjalda fyr- ir prýðilegt og óeigingjarnt starf. Eftirtaldar konur, sem voru stofnendur Hlífar, eru enn á lífi: Þórdís Egilsdóttir, Hrannar- götu, Isaf., Ingileif Stefánsdóttir, Brunngötu, Isaf., Jóhanna Oi- geirsson, Þórsgötu 28, Rvik, Ólína Þorsteinsdóttir, Sjafnargötu 12, Rvík, og Þórunn Jóhannsdóttir, Reynimel 31, Rvík. Alls eru félagskonur Hlífar rúmlega 100. Fundir eru vel sótt- ir og áhugi mikill. Afmælishóf Hlífar var hið glæsilegasta. Afmælisstjóri var frú Ragnhildur Helgadóttir. — Fjölda gesta var boðið og fagn- aður hinn bezti. Frú Unnur Gísladóttir, formaður Hlífar, hélt aðalræðuna. Halldór Ólafs- son, bókavörður og ritstjóri, flutti þakkir fyrir hönd bæjar- stjórnar. Þessar konur fluttu heillaóskir og þakkir: Ásta Egg- ertsdóttir, María Gunnarsdóttir, Hallfríður Finnbogadóttir, Ólöf Jónsdóttir og Þórey Alberts- dóttir. Heiðursfélagar voru þess- ar konur kjörnar: Ingileif Stef- ánsdóttir, Gróa Árnadóttir, Guð- rún Kristjánsdóttir og Helga Jakobsdóttir. Eldri heiðursfélagar Hlifar eru: Sigþrúður Guðmundsdóttir, Rvík, Thyra Juul, Rvík, Unnur Guð- mundsdóttir, Rvík, og Þórdís Egilsdóttir, ísafirði. Hlíf barst fjöldi fagurra af- mælisgjafa. 45 gamlar Hlífar- konur í Reykjavík gáfu tvo kertastjaka úr silfri og fundar- bjöllu úr silfri. Kvenfélagið Ósk gaf fagran fundarhamar og blóm. Frú Þórey Albertsdóttir gaf pen- inga til kaupa á ljósastjökum. Frú Bjargey Pétursdóttir flutti Hlíf frumsamið kvæði frá eigin- manni sínum. Sigmundi Guðna- syni. Það var bjart yfir afmælishófi Hlífar. Þar voru allir vonglaðir og þakklátir. Áfram skal unnið og fórnað í kærleiksanda í þörf þessa málefnis eða hins, eftir atvikum og ástæðum; fyrir blessaðan bæinn sinn og blessað landið sitt. Hér skal ekki gengið hikandi til verks. Við viljum all- ar ísfirzku konurnar leggja gull í lófa framtíðarinnar hvort sem það kallast Hlífarfylking eða Óskarsveit. Við erum reiðubún- ar til starfa og fórnar þegar þörf og skyldan kallar. Sameiginlega þakka ísfirðing- ar Hlíf hálfrar aldar starfið. Margt hefur verið unnið og vel unnið. Kærleikur til þeirra öldr- uðu eða sjúku hefur verið leiðar- og heillastjarna göfugs félags- starfs. Til hamingju, Hlíf. Arngr. Fr. Bjarnason. I\iýi: bílar Fiat Station ’60 Opel Caravan ’60 Volkswagen ’60 Bí/oso/on Klapparstíg 37, sími 19032 Til sýnis í dag Ford 1959 vel uppgerð taxabifreið. — Skipti æskileg á nýlegum 4ra—5 manna bíl. Chevrolet 1955 í mjög góðu standi. Bifreið in hefur alltaf verifi einka- vagn. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Ford Station 1955 Skipti koma til greina á ódýrari bíl. Clievrolet 1957 Skipti á minni bil æskileg. Chrysler 1949 Skipti á eldri bíl koma til greina. —- Bnick 1947, 2ja dyra fæst með góðum greiðslu- skilmálum. Opel Caravan 1955 Skipti á nýjum Opel æski- leg. — Renault 4ra manna 1947 í fyrsta flokks standi. Austin 16 1946 Allur ný standsettur. Fæst með góðum greiðsluskilmál um. — Vauxhall 1950 i góðu lagi. — Verzlið þar sem úrvalið er mest og' þjónustan bezt Laugavegi 92. Sími 10650 og 13146. SKEMMTIFUND HEUDUK FcskiúSs!irðingoíé!agið í Tjarnarcafé föstudaginn 25. marz kl. 20,30. Skemmtiatriði — Dansað til kl, 2. — Mætum öll vel og stundvíslega. Skemmtinefndin Núverandi stjórn Hlífar. Frá vinstri, standandi: Sigríður Sörensen og Marta Sveinbjörnsdóttir. Sitjandi: Ragnhildur Heigadóttir, Unnur Gísladóttir og Halla Einarsdóítir. Viljum kaupa eða leigja bát, 3 tonn eða stærri. Upplýsing- ar í herb. 6, Hótel Vík, kl. 7— 9 í kvöld. T ækifæriskaup Stór Hanovia ultraviolet ljósa lampi, prescription model, er til sölu að Ásvallagötu 54, kl. 5—7 í dag. Verð kr. 4000,00. Keflavik Hinar vinsælu herra-blússur meðprjónastroffi, fallegir lit- ir, fimm stærðir, fást í: Klæðaverzlun B. J. Hafnarg. 15. Sími 1888. Bæjarins mesta og bezta úrval allrar snyrtivöru, á gamla verðinu. — Varalitir, tízkulitir. Naglalökk Make-up Steinpúður Handáburður Shampoo Pcrmanent Hárlagningavökvi o. m. m. fleira. Fjölbreytt úrval gjafasetta fyrir fermingardrengi og stúlkur. ^pnmnio Bankastræti 7. Nýkomið: / baðherbergi Baðhillur Handklæðaslár Snagabretti Snagar Glasastativ W.C. pappirsstativ Sápuskálár W.C. burstahylki Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Símar: 1-3184 og 1-7227. B i I a s a I a n Klapparstíg 37. — Sími 19032 Chevrolet Impaia ‘59 glæsilegur bíll. Sjálfskiptur með vökvastýri úr lituðu gleri. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Bi IasaIan Klapparstíg 37. — Sími 19032 Ford jeppi ‘42 til sölu. Upplýsingar að Freyjugötu 10A, sími 23971 Bíll — Skuldabréf Oldsmobile ’57, 2ja dyra, mjög glæsilegur bill. Bílinn má greiða með skuldabréfi eða vel tryggðum víxlum. Bííamiðstöðin M Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. Plymoth ‘47 einkabíll. Gangverk í mjög góðu lagi, en þarf boddy-við- gerðar. Bíllinn hefur alltaf verið í einkaeign. Til sýnis og sölu í dag. Bílamiðstöðin VAGRI Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. Sendiferðabifreið Chevroiet ’55, mjög lítið ek- inn, nýkomin frá Bandaríkj- unum, til sölu og sýnis í dag. 0 i freiðasalan Njálsgöiu 40. — Sími 11420. Cila- og búvélasalan Athugiá Höfum land til sölu í ná- grenni bæjarins, þar sem byggja má heilan bæ. Bíla- og búvélasalan Baldursgötu 8. Simi 23136. Cíia- og biivélasalan Hofum kaupanda að landi i Selás eða næsta nágrenni bæjarins. Bíia- oij biívéiasalan i Baldursgötu 8. Sími 13136. Muniö Bda- og búvéhsiana Baldursgötu 8. Sími 13136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.