Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. marz 1960 MORGVN BL AÐIÐ 3 Með skásett Erlingur Pálsson formaður Lögreglufélagsins Komist á eftiríaun 55 ára FYRIR nokkru var haldinn aðal- fundur Lögreglufélags Reykja- víkur. Ýmis hagsmunamál lög- reglumanna voru tekin fyrir til umræðu. Meðal þeirra er hér um ræðir, er réttur lögregluþjóna til lífeyris. Kom fram á fundinum sú skoðun að taka verði tillit til sérstöðu þeirrar er lögreglumenn búa við starfs síns vegna. Ar- angurinn af þessu varð sá, að stjórn lögreglufélagsins mun vinna að því að réttur lögregiu- manna sem vaktavinnu stundar, og annast götuvörzlu til launa úr lífeyrissjóði miðist við 55 ár og 25 ára starfsaldur. Um lög- reglumenn er vinna ekki í vökt- um skal miðað við 60 ár. Erlingur Pálsson, formaður fé- lagsins sagði í stuttu samtali við Mbl. í gær, um þessa ályktun Lögreglufélagsins, að hér væri um að ræða mál sem ekki væri aðeins hagsmunamál lögregiu- manna, heldur borgarbúa sjálfra. í>að er nauðsynlegt að í lögreglu- liði borgarinnar séu menn á þeim aldri, að þeir geti leyst af hendi hin oft margþættu störf lögreglu manna. Reynzla okkar er, að þegar menn eru búnir að vera í götulögreglunni áratugum sam an, þola þeir mjög illa nætur- vaktir, þegar komið er yfir fimmtugt, sem ekki er heldur undarlegt. Því teljum við að miða beri hámarksaldur götulögreglu- manna við 55 ár. Fleiri hagsmunamál voru rædd t. d. slysatryggingar, en í þeim efnum má enn gera ýmsar lag- færingar. Lögreglumannsstarfið er hættulegt og meiðsl á mönnum alltíð. Er því nauðsynlegt að koma tryggingamálum lögregl- unnar í fastar skorður. í þessum efnum hafa lögreglumenn notið velvilja opinberra aðila og vænt- um við þess að svo verði enn. í stjórn Lögreglufélags Reykja vikur voru kjörnir ásamt Erlingi Pálssyni yfirlögregluþjóni, þeir Óskar Ólason, Þórður Kárason, Bogi Jóhann Bjarnason og Páll Eiríksson. I KEFL A VÍ KURFLU G VELLI, 22. marz. — í dag kom til Keflavíkurflugvallar Con- stellation farþegaflugvél frá flugfélaginu Air France á leið inni frá Tokyo til Parísar. Hingað flaug vélin í einum áfanga frá Anchorage í Alaska eða hina svokölluðu Polar- flugleið. Farþegarnir sem stigu út úr flugvélinni komu flugvallar- starfsmönnum ókunnuglega fyrir sjónir, japanskar blóma- rósir í litríkum kímonóum með hrafnsvart hár og skásett augu tifuðu léttfættar á opn- augu um sandölum niður stigann og eftir þeim komu lágvaxnir karlmenn í svörtum sloppum, bæði ungir og gamlir, grannir og þéttvaxnir. Það spurðist fljótlega að hér væri japansk- ur leikflokkur á ferðinni. Skemmta á Rauðu myllunni Tíðindamaður Mbl. náði snöggvast tali af fararstjóran- um, sem tjáði honum að hér værí á ferðinni leikflokkur, er nefndi sig La Revue de Japon og væri ráðinn til að skemmta á þeim fræga stað Moulin Rouge um eins árs skeið. Þetta væru 33 stúlkur og jafnmarg- ir piltar. í flokknum væru söngvarar, dansarar, töfra- menn, akrobatar, leikarar og íslenzkur tollvörður, Egill Þórarinsson, og tvær japanskar. og í litríkum kímondum fjöllistamenn. Að lokinni eins árs dvöl í París væri ferðinni heitið til London og Banda- ríkjanna. Moulin Rouge hefði vilja gera 2ja ára samning við leikflokkinn, en þeir japönsku teldu að ekki væri gott að vera of lengi á sama stað. í vetur hefði flokkur þessi sýnt í Honolulu og áður á ýmsum stöðum í Asíu. Ferðuðust frá þriðjudegi til þriðjudags Fararstjórinn var hrifinn af hraðanum í ferðalögum nú- timans. Hópurinn lagði af stað frá Japan í gærkvöldi, á þriðju degi, og kæmi til Parísar í dag, á þriðjudegi. Hópur danskra sjóliða, á leið til Grænlands, var stadd- ur á hótelinu, er Japanirnir voru hér á ferð, og notuðu Danirnir tækifærið og kvik- mynduðu hinar austurlenzku blómarósir óspart. Japanirnir tóku einng margar myndir af hinum forvitnu áhorfendum, og tvær japanskar dansmeyj- ar létu ljósmynda sig við hlið- ina á föngulegum, íslenzkum tollverði. — B.Þ. Tvær dansmeyjar í fríhöfninni. (Ljósm. Þ. S.) Kjónabandssæla í Færeyjum ÞÓRSHÖFN 22. marz: — í lönd- um mótmælenda eru hjónaskiln- aðir sennilega einna fátíðastir i Færeyjum. Nýjustu skýrslur sýna að einungis 3% hjónabanda þar enda með skilnaði og eitt af hverj um fjórum hjónum á fjögur börn eða fleiri. I Danmörku er skilnaðartalan helmingi hærri. Tilgátur eru um að hjónabands hamingjan í Færeyum eigi rætur að rekja til þess, að kvenfólk er þar mun farra en karlmenn og einn af hverjum tuttugu verður að leita út fyrir landsteinana til þess að finna sér kvonfang. ■—Reuter. 8TAKSTEIÍAR Byltingin, sei 1 ekkert uarð úr Það fór eins og vænta mátti á 12. flokksþingi „Sameiningar- flokks alþýðu Sósíalistaflokks- ins“. Ekkert varð úr byltingunni, sem hægri kommúnistar höfðu undirbúið. Niðurstaðan varð sú, að Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Lúðvík Jósefsson halda áfram um stjórnartaum- ana. Tengsl þeirra við Moskvu eru traust og varanleg. A þeim hefur ekki slaknað hið allra minnsta. Auðvitað mun svo „Alþýðu- bandalagið" halda áfram að vera til. Því er ætlað að vera tál- beitan fyrir hina „nytsömu sak- leysingja“.! Víðtækur undirbúningur Alþýðublaðið lýsir í gær hin- um víðtæka undirbúningi bylt- ingarinnar, sem ekkert varð úr. Kemst blaðið þar m.a. að orði á þessa leið: „Byltingin, sem átti að gerast á þinginu, hafði verið mjög vand lega undirbúin. Klíkufundir höfðu um langt skeið verið haldnir, menn sendir í áróðurs- erindium út um land og smalað af miklum krafti á fundi, þar sem fulltrúar voru kjörnir. Ætlun hægri manna var að binda endi á hina algeru Moskvuþjónustu flokksins og Þjóðviljans. Átti þetta fyrst og fremst að gerast með því að bola Brynjólfi Bjarna syni út úr miðstjórn flokksins, ef til vill Einari líka, ef hann ekki gengi í lið hægri manna og ná haldi á eignum flokksins". . Þetta sagði Alþýðublaðið i gær. En úr þessu höggi, sem svo hátt var reitt, varð sem sagt ekkert. Moskvumennirnir í „Sameining- arflokki alþýðu, Sósíalistaflokkn um“, héldu sínum föstu tökum. Þeir marka áfram stefnu komm- únistaflokksins á íslandi. Fjárlög og raunsæi Kommúnistar og Framsóknar- | menn fluttm við 2. umr. fjárlaga | mikinn fjölda af breytingartillög um, sem allar höfðu í för með sér stórfelldar hækkanir á út- gjöldum ríkisins. Allar þessar tillögur voru felldar eða teknar aftur af flutningsmönnum sjálf- um. En nú keppast Framsóknar- menn og kommúnistar við að halda því fram, að andstaða stjórnarflokltana gegn þessum gífurlegu hækkunartillögum stjórnarandstöðunnar hafi sýnt f jandskap þeirra við velflest hags muna- og framfaramál þjóðar- innar! Vitanlega sér allur greindari hluti þjóðarinnar gegnum þenn- an málflutning. Það er hlmtverk ríkisstjórnar Iandsins á hverjum tíma að miða útgjöld ríkissjóðs við fjárhagslegt bolmagn þjóðar innar. Það er ekki nú frekar en endranær hægt að gera allt í einu, fá fjárveitingar til allra þeirra nauðsynlegu framkvæmda sem að kalla víðsvegar um land allt. Það gerir allur almenningur sér áreiðanlega ljóst. Yfiuboðstillögur Kommúnistar og Framsóknar- menn munu því ekki öðlast auk- ið traust með flutningi yfirboðs- tillagna um stórhækkuð framlög til opinberra framkvæmda. Sjálf ir hafa þessir flokkar ráðizt með hinu mesta offorsi á ríkisstjórn- ina fyrir það, hve há fjárlögin séu. Nú flytja þeir tillögur um að hækka þau um allt að lvundr að millj .kr.! Þannig er samræm- ið í orðum og athöfnum hjá flokkum stjórnarandstöðunnar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.