Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 1
24 síður Tvær tillögur í Genf: Rússar vil ja 12 Mexikó allt að 18 mílur Genf, 22. marz. — Frá frétta- ritara Morgunblaðsins. —■ FYKSTU tvær tillögurnar um lögsögu-landhelgi og fiskveiðirétt strandríkja komu fram á ráðstefnunni í dag. Rússar lögðu til, að sér- hverju ríki yrði heimilt að ákveða breidd landhelginnar að 12 mílum. Hin tillagan, sem Mexícó ber fram, er líka hyggð á 12 mílum, en felur það í sér, að þeim mun minni landhelgi, sem strandríki taki sér, þeim mun stærri fisk- veiðilandhelgi geti það á- kveðið. 12 mílur hámark Rússneska tillagan var á þá lund, að strandríkjum yrði heim- Kosið í Alsír PARÍS, 22. marz. — Franska stjórnin hefur ákveðið, að kosið skuli í bæjar- og sveitarstjórnir 1 Alsir þann 29. maí í vor. Það er upplýst, að Frakkar búsettir í Alsír eiga að hljóta þriðjung sæta þeirra, sem kjörið verður í. ilt að ákvarða lögsögulandhelgi sína allt að 12 mílur. Ef ríki ákvæði landhelgina minni en 12 mílur, mætti það hafa sérstök fiskveiðitakmörk utan við land- helgislínuna, en breidd landhelg- innar og hinnar aukalegu fisk- veiðilandhelgi skyldi þó ekki vera meiri en 12 mílur saman- lagt. Samkvæmt rússnesku til- lögunni á viðkomandi strandríki að hafa sama rétt til fiskveiða og nýtingu auðlinda innan fiskveiði takmarkanna og það hefur inn- an landhelginnar, enda þótt land helgin sé innan við 12 mílur. Ekki andsíætt alþjóðalögum Tunkin, fulltrúi Rússa, fylgdi tillögunni úr hlaði með hólfrar stundar ræðu. Sagði hann, að sögulegar rannsóknir leiddu í ljós, að strandríkin hefðu sjálf ákveðið breidd landhelginnar eftir eigin hagsmunum. Það væri ekki verkefni þessarar ráð- stefnu að ákveða breidd land- helginnar, heldur hámark. Benti hann á, að laganefndin hefði úr- skurðað, að 12 mílna landhelgi bryti ekki í báða við alþjóða- lög. Á síðustu ráðstefnu var því hafnað ,að gengið yrði út frá þremur mílum sem grundvallar- Framh. á bls. 2. Loftid /æv/ blandió Mannfall enn í gær HÖFÐABORG, 22. marz. — Þrír blökkumenn féllu í dag, er Jög- I sviss- neska úfvarpinu ) GENF, 22. marz. Einkaskeyti) ) til Morgunblaðsins. Helmuth Gottschalk, fyrir-(j ' lesari svissneska útvarpsins, ( átti í kvöld útvarps-samtal við / ' Jón Jónsson, fiskifræðing. —/ ) Skýrði Jón á skemmtilegan) )hátt í stuttu máli þörf íslandsj \fyrir útfærslu fiskiveiðiland-( , helginnar. íslendingar hefðu( 1937 og 1947 reynt að ná sam- ' komuagi við Breta um friðun,/ 1 en mistekizt. ísland hefði því) ) fært fiskiveiðitakmörkin ein-) ) hliða út í 12 mílur til að( vtryggja fiskveiðar sínar, þvíC rannsóknir hefðu leitt í ljós( ofveiði eftir stríðið. Hann/ )sagði, að margir íslendingar/ I teldu þörf fyrir 17 mílna fisk- ) veiðilögsögu, eða allt landA i grunnið. Síðan lýsti Gott- . schalk valdbeitingu Breta, ( veiðum þeirra undir herskipa- ( vernd síðasta árið. regla var kvödd á vettvang til þess að drcifa hópi blökkumanna sem létu ófriðlega. Þetta er ann- ar dagurinn í röð, sem blóðsút- hellingar verða í Suður-Afriku vegna átaka þeirra, sem nú eiga sér stað milli stjórnarinnar og blökkumanna. 69 hafa fallið. Hafa blökkumenn verið skyld- aðir til að bera vegabréf, en þeir mtómæla og hefur deilan magn- azt dag frá degi. Allt var með kyrrum kjörum í landinu í kvöld, en loftið lævi blandið að er fréttaritarar sögðu. í gær féllu 66 þeldökkir og 186 særðust. Varalið lögreglu hefur hvarvetna verið kvatt á vettvang og óku lögreglumenn í brynvörð um vögnum um mestu ófriðar svæðin. Aðalátakasvæðið í gær var í Sharpeville, skammt utan við Jóhannesarborg. Gegu Kassem BEIRUT, 22. marz. — Sex féllu og 20 særðust, er hermenn hófu skothríð á andstæðinga stjórnar- innar, sem létu ófriðlega í Bagdad í gærkvöldi, sagði eitt Beirut- blaðanna í dag. Fregnir berast um átök annars staðar í landinu. Á einum stað eru 15 sagðir hafa fallið fyrir byssukúlum her- manna. Yfirmenn á tog- urunum boða til verkfalls YFIRMENN á íslenzka togara- flotanum boðuðu til verkfalls í gærkvöldi, sem hefjast á að mið- nætti 29. þ. m., ef samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Samningsaðilar, sem eru ann- ars vegar Félag ísl. botnvörpu- skipaeigenda og hins vegar Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Ald- an, Skipstjórafélagið Ægir, Vél- I S-Afríku stjórafélag Islands, Félag ísl. loftskeytamanna, öll í Reykjavík, og Skipstjóra- og stýrimannafél. Kári, Hafnarfirði — hafa marga undanfarna mánuði haft lausa samninga. Samningsviðræður hafa farið fram síðan uppsögn átti sér stað, lengst af fyrir milligöngu sátta- semjara, og var hann síðast á fundi með aðilum í gærdag og í gærkvöldi. Lauk þeim fundi kl tæplega 21, með því, eins og fyrr segir, að yfirmennirnir boðuðu til verkfalls. í dag kemur Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkj- anna, til Parísar til við- ræðna við de Gaulle forseta. — Krúsjeff mun ferðast nokkuð um Frakkland á meðan hann dvelst þar. Af öryggisástæðum mun fjöldi lögreglumanna á mótorhjól um alltaf verða í fylgd með honum — verða þeir sam- tals um 120, og munu um- kringja bifreið forsætisráð- herrans á ökuferðunum. . Þessi mynd var tekin um daginn, er lögreglumennirn- ir voru að æfa sig fyrir hið ábyrgðarmikla hlutverk sitt að gæta Iífs og lima sovézka forsætisráðherrans. — Krú- sjeff verður í bíl sínum inni í miðjum hópnum — þar sem K-ið er á myndinni. 10 þúsund Ekki vantraust, segir Ver- woerd. Stjórnarandstaðan hefur kraf- izt þess, að Verwoerd, forsætis- ráðherra, segi af sér, en hana lýsti því yfir í dag, að hann teldi atburði þessa ekki vantraust á stjórn sína. Stjórnandstaðan krafðizt þess ennfremur, að gengið yrði til móts við kröfur blökkumanna og þeim veitt rétt- arbót. Það væri að berja höfð- inu við steininn að ætla að halda í almenn réttindi við blökku- menn. Friður kæmist aldrei á í landinu fyrr en tekið hefði ver- ið fyrir allar viðsjár með kyn- flokkunum. | Jafntefli | í Moskvu |MOSKVU, 22. marz: — Fjórða .skák þeirra Botvinninks og Tals varð jafntefli. í miðri1 skák átti Botvinnik allmikla Ivinningsmöguleika, en hann Ivar þá kominn í talsverða )tímaþröng. Tal tókst að jafna skákina með sérlega glæsi- iegri taflmennsku, og varð1 Botvinnik að láta sér nægjal Ijafntefli eftir 43 leiki. | i Tal er nú með 214 vinning, {en Botvinnik 114. lömuðust RABAT, 22. marz. — Einhvem næstu daga verða 27 kaupmenn. í Marokko dregnir fyrir dóm- stóla fundnir sekir um að hafa selt heilsuspillandi matvöru. — Blönduðu þeir matarolíu með vélaolíu til drýginda og seldu um allt landið. Um 10 þús. manns veiktust af þessum sökum og hlutu flestir meiri eða minni löm- un. Alþjóða heilbrigðismálastofn unin kom til hjálpar og fjölmennt lækna og hjúkrunarlið var sent á vettvang. Telja læknar, að ein- ungis 20% hinna sýktu muni ná sér til fullnustu. Söluskattslögin staðfest í gær Öðlast þegar gildi SÖLU SK ATTSFRUM- VARPIÐ var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær og voru lögin staðfest í gærkvöldi og hafa þar með tekið gildi. Helztu ákvæði laganna eru, eins og áður hefur verið skýrt frá, að greiða skal 3% sölu- skatt af andvirði seldrar vöru og verðmæta og endurgjaldi fyrir hvers konar starfsemi og þjónu^.u, eit.r því sem nánar er ákveðið í lögunum. Þá er bráðabirgðaákvæði í lögunum þess efnis, að til árs- loka skuli til viðbótar 7% söluskatti af tollverði inn- fluttrar vöru greiða 8% að viðbættum aðflutningsgjöld- um og áætlaðri 10% álagn- ingu. Fimmti hluti hvors þessa skatts rennur til Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga. í lögunum segir, að þau öðlist þegar gildi og ennfremur segií á þessa leið í bráðabirgðaákvæði; — Hafi verið gerður samningur um sölu, vöru, vinnu eða þjón- ust fyrir gildistöku laga þessara, en afhending hins selda og greiðsla skyldi fara fram eftir gildistöku þeirra, og sala eða af- hending sams konar vöru, vinnu eða þjónustu verður skattskyld samkvæmt lögum þessum, þá skal kaupandi greiða viðbót við samningsgreiðsluna sem svarar söluskalunum, nema sannað sé, að skatturinn hafi verið talinn með í kaupverðinu við ákvörðun þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.