Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 2
2
MORCVTSBLAÐ1Ð
Miðviikudagur 23. marz 1960
— Genf
Frh. af bls. 1.
reglu, sagði Tunkin — og sama
er að segja um sex mílurnar. Á j
síðustu ráðstefnu lögðu Rússar
til, að sérhvert ríki ákvæði land
helgi sína sjálft frá þremur til i
tólf mílur með hliðsjón af eig-
in öryggi, efnahagslegu sjálf-
stæði og öðrum hagsmunum. —
Mörg ríki töldu þessi rök strand-
ríkjanna óljós og þess vegna er
gerður greinarmunur á lögsögu-
landhelgi og fiskveiðitakmörkum
í nýju tillögunni.
Skerðir ekki siglingafrelsi
Við leggjum sérstaka áherzlu '
á öryggi, sagði Rússinn, því dæmi
eru til þess, að sjóveldi hafi
siglt skipum sínum með hótun-
um upp að ströndum annarra
ríkja — og flogið flugvélum sín-
um á sama hátt óhæfilega ná-
lægt öðrum löndum.
Tunkin neitaði því, að 12
mílna landhelgi ógnaði siglinga-
frelsinu, því flutningaskip og
flugvélar hefðu almenna heim-
ild til frjálsra ferða innan land-
helginnar. A hinn bóginn væru
ferðir flugvéla ákveðnar í milli-
ríkjasamningum.
Síðustu áratugina hefði verið
greinileg þróun í þá átt, að land-
helgin yrði færð út. Þetta væri
eðlileg þróun, sagði Rússinn, sem
stafaði af örum breytingum í al-
þjóðamálum, hraðri tækniþró-
un bæði viðvíkjandi öryggismál-
um og fiskveiðum. Þessi þróun
endurspeglar lög félagslegrar
þróunar og samræmist sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóðanna og
rétti þeirra til óhindraðrar nýt-
ingar eigin auðlinda.
Þrenns konar landhelgi
Tillaga Mexico var löng og í
mörgum liðum. Meginefni hennar
var það, að sérhvert riki hefði
rétt til 12 mílna lögsögúlandhelgi.
En til þess að koma til móts við
óskir þeirra ríkja, sem telja 12
mílna landhelgi ógna siglinga-
frelsinu — og draga úr ótta
þeirra, er gert ráð fyrir því í
mexikönsku tillögunni, að þeim
mun minni lögsögulandhelgi, sem
ríki taki sér, þeim mun stærri
fiskveiðilandhelgi eigi það rétt á.
Er á þann hátt reynt að samræma
óskir þeirra þjóða, sem vilja stóra
lögsögulandhelgi, og þeirra, sem
vilja víðáttumikla fiskveiðiland-
helgi.
Þannig er gert ráð fyrir, að:
1. ef landhelgin er 3—6 mílur
geti fiskveðilögsaga verið allt
að 18 mílur frá grunnlinu.
Dagskrá Alþingís
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu Alþingi kl. 1,30 og að hon-
um Ioknum er boðaður fundur í
neðri deild. Á dagskrá sameinaðs
þings eru 15 mál:
1. Rannsókn kjörbréfs.
2. Fyrirspurn: Niðurgreiðsla fóð-
urbætis. — Ein umr.
3. Krabbameinsvarnir, þáltill. —
Hvernig ræða skuli.
4. Símtöl og simagjöld bæjar-
sima Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar, þáltill. — Hvernig
ræða skuli.
5. Allsherjarafvopnun, þáltill. —
Hvernig ræða skuli.
6. Klak- og eldistöðvar fyrir lax
og silung, þálitill. — Hvernig
ræða skuli.
7. Utanríkisráðuneyti íslands og
fulltrúar þess erlendis, þáltill.
— Hvernig ræða skuli.
8. Virkjun Jökulsár á Fjöllum,
þáltill. — Hvernig ræða skuli.
9. Dvalarheimili í heimavistar-
skólum, þáltill. — Ein umr.
10. Síldariðnaður á Vestfjörðum,
þáltill. — Ein umr.
11. Kaup seðlabankans á víxlum
iðnaðarins, þáltill. — Ein umr.
12. Hagnýting síldaraflans, þáltill.
— Ein umr.
13. Tónlistarfræðsla, þáltill. —
Ein umr.
14. Endurskoðun laga um lands-
dóm, þáltill. — Ein umr.
15. Virkjun Smyrlabjargaár, þál-
till. — Ein umr.
Eitt mál er á dagskrá neðri
deildar: Almannatryggingar, frv.
NA /5 hnúfar ^ SV50hnúfar X Snjókoma 9 06 i wm \7 Slrúrír K Þrtimur iS KuMotkil Hihtki! H L Lcefi
i—rr: f ^ \
LÆGÐIN suður af Grænlands rigning. Hins vegar er 8 stiga
odda hefur þokazt hægt norð- frost í Gander og 17 stiga frost
vestur eftir síðasta sólarhring
og er tekin að grynnast. Hita-
skil og mjótt regnsvæði ligg-
ur í boga yfir Grænlandshafið
og beygir út Reykjanes suður
í haf. í sambandi við hitaskil-
in hefur verið A-stormur hér
við suðurströndina (8-10 vind-
í Goose Bay. í New York er
7 stigum kaldara en í Reykja-
vík.
Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi
SV-land, Faxaflói, SV-mið
og Faxaflóamið: Allhvass SA
fram eftir nótt, en S-stæðari
og lygnari með morgninum,
AKUREYRI, 22. marz: — Vegna
hinna tíðu truflana, sem orðið
hafa í Laxá á veturna, sam-
þykkti stjórn Laxárvirkjunnar á
fundi sínum í desember síðast-
iðnum, að fela tæknilegum ráðu-
naut sínum, Eiríki Briem, raf-
stig í Vestmannaeyjum). Þeg- rigning með köflum. Breiða-
ar skilin eru komin norður fjörður, V-firðir, Breiðafjarða
fyrir landið mun vindur verða mið og V-fjarðamið: SA-kaldi,
simnanstæðari og lygnari. Jafn þíðviðri. N-land, NA-land, N-
framt mun hlýna nokkuð í mið og NA-mið: S-gola, þíð-
veðri. Hiti er 10 stig á veður- viðri, víðast úrkomulaust. A-
skipinu India en 6 stig í firðir, SA-land, SA-fjarðamið
Reykjavík. Á suðausturströnd og SA-mið: SA-kaldi, þoku-
Grænlands er 3 stiga hiti og loft og rigning eða úði.
2. ef landhelgin er 7—9 mílur
geti fiskveiðilögsaga verið 15
mílur.
3. ef landhelgin er 10—12 mílur
geti fiskveiðilögsaga aðeins
orðið 12 mílur.
Sagði mexikanski fulltrúinn, að
þetta fyrirkomulag yrði til þess
að þjóðirnar hugsuðu sig tvisvar
um áður en þær færðu lögsögu-
landhelgina lengra út en góðu
hófi gegndi.
Méxikó telur, að 12 milur eigi
að verða meginregla, en í tillög-
unni er gert ráð fyrir því, að
engu riki verði heimilt að færa
landhelgi sína út samkvæmt þess
ari tillögu, ef samþykkt verður,
fyrr en eftir 5 ár frá samþykkt-
inni — og beri viðkomandi ríki þá
fyrst að tilkynna Sameinuðu þjóð
unum útfærsluna.
Sögulegur réttur skal vírtur
Fulltrúi Kúbustjórnar tók einn-
ig til máls í dag. Hann er Garcia
Amador, sá sami og var fulltrúi
stjórnar Batista á fyrri Genfar-
ráðstefnunni — og furða menn
sig yfirleitt á því, að Castro skuli
senda sama mann.
Amador sagði í sinni ræðu, að
á fyrri ráðstefnunni hefði meiri-
hlutinn verið fylgjandi a.m.k. 6
mílna lögsögulandhelgi, en næg-
ur meirihluti, tveir þriðju hlutar,
hefðu ekki fengizt. Sagðist full-
trúinn telja ástandið svipað núna
og tilskilinn meirihluti mundi
ekki fást. Þess vegna væri megin-
verkefni ráðstefnunnar núna að
ræða fiskveiðilandhelgina utan
við sex mílumar. Hann var and-
vígur því, að' strandríki fengju
einkarétt til fiskveiða í fiskveiði-
landhelginni, en vildi setja reglur
um forréttindi strandrikja. Þann-
ig yrði tekið tillit til annarra
ríkja sem ættu efnahagslega mik-
ið undir fiskveiðum. Og réttindi
þeirra ríkja, sem hefðu söguleg-
an rétt til veiða við strendur ann-
arra ríkja, yrði að virða.
Bætti hann því við, að jafnvel
fjarlæg ríki gætu átt meiri rétt
til veiða en strandríkið sjálft, ef
þau hefðu t.d. fundið fiskimiðin
og stundað þar lengi veiðar áður
en strandríkið byrjaði að veiða á
sömu miðum.
Stundum hagaði Kúbumaður-
inn máli sínu þannig, að það skað
aði strandríkið ekkert' þótt aðr-
ar þjóðir veiddu við strendur þess
— og strandríkið ætti þar engra
hagsmuna að gæta.
Kúbumenn hafa fiskað upp að
9 mílna landhelgi Mexikó og vilja
sennilega ekki missa þann rétt
sinn. Á síðustu ráðstefnunni
fylgdu þeir þriggja mílna regl-
Nælonverksmiðja
Hafnarfirði
i
HAFNARFIRÐI. — A bæjar-
stjórnarfundi í gær var sam-
þykkt að veita nýstofnuðu hluta-
félagi 10 þúsund fermetra lóð
við Reykjavíkurveg undir fyrir-
hugað verksmiðjuhús, þar sem
framleiddar verða ýmiss konar
vörur úr næloni, svo sem sokkar.
Eru aðilar þeir, sem hér eiga hlut
að máli, úr Reykjavík.
Er í ráði að bygging þessi
verði allstór eða um 12 þúsund
rúmmetrar, og má því búast við
að hér sé á ferðinni allmikið fyr-
irtæki. — Heyrzt hefir, að vélar
verði fengnar frá Þýzkalandi og
vestur þýzkir sérfræðingar hafi
unnið að ýmiss konar undirbún-
ingi undanfarið, en að öðru leyti
er lítið vitað um framkvæmdir.
Þá hefir sá orðrómur gengið, að
aðilar þeir, sem að verksmiðju-
byggingu þessari standa, hafi far
ið fram á bæjarábyrgð fyrir ein-
hverjum hluta af stofnkostnað-
inum. En um þetta atriði hefir
bæjarstjórn Hafnarfjarðar ekki
látið neitt uppskátt enn sem kom
ið er. — G.E.
Gerir Flugfélagið heild-
arsamning við Námu-
félagið?
AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið
yfir í Kaupmannahöfn samninga-
viðræður milli fulltrúa Fbugfé-
lags íslands og Norræna námu-
félagsins, sem annast námu-
vinnsluna í Meislaravík a Græn-
landi. Standa vonir til að samn-
Verður vara-rafstöð
reist við Akureyri?
Aukin flugumferð
LONDON, 22. marz. — Trans
World Airlines eykur nú enn Atl-
antshafsflugið með þotum. Frá
19. maí verða tvær daglegar þotu-
ferðir milli New York og London.
Ferðum milli New York og París-
ar verður og fjölgað og þotur
munu í vor fljúga án viðkomu
milli New York og Rómaborgar.
Engar viðræður
án Hastings Banda
n
—4 KLANTYRE, Njassalandi, 22.
marz. — Einn af leiðtogum Njassa
manna hefur sent brezka nýlendu
málaráðherranum, Ian Macleod,
skeyti þar sem segir, að Njassa-
menn muni ekki taka þátt í nein-
um viðræðum við brezku stjórn-
ina um framtíð Njassalands nema
Hastings Banda verði leystur úr
haldi. Brezki nýlendumálaráð-
herrann ráðgerir ferð til Njassa-
lands til viðræðna við innfædda
leiðtoga, en Njassamenn halda
fast við að Hastings Banda eigi
að hafa orð fyrir þeim. Að öðrum
kosti verði engar raunhæfar við-
ræður.
Gefið nnfn
LONDON, 22. marz. —•
í dag var hinu nýfædda
barni Elisabetar drottning-
ar gefið nafn eða réttara
sagt nöfn, því drengurinn
heitir Andrew Albert
Christian Edward. Fyrsta
nafnið er eftir föður Phil-
ips hertoga, manns drottn-
ingar. Christian er í höfuð-
ið á Kristjáni IX Dana-
konungi, sem var í tengsl-
um við brezku konungsfjöl-
skylduna.
að
við
kw
yrði
magnsveitustjóra ríkisins,
gera áætlun um kostnað
byggingu og rekstur 2000
dieselrafstöðvar, sem reist
við Akureyri.
Rafveitustjórninni mun nú hafa
borizt tilboð frá brezku fyrirtæki,
sem býður 2000 kw diesel-rafstöð
fyrir samtals 2600 pund, fob, en
þessar vélar munu vera eitthvað
notaðar.
Talið er, að uppkomin rafstöð,
hús og vélar muni kosta 8—9
milljónir króna, en vegna fjár-
skorts, verður ekki byrjað á þess
um framkvæmdum í ár.
— M. B.
Ráðizt á farþega-
flugvél
AMMAN, 22. marz. — Orrustu-
þota frá Israel réðist í gærkvöldi
á jórdanska farþegavél og hóf
vélbyssuskothríð yfir Akaba-flóa.
Var vélin á leið frá Amman til
Kairo og var með 19 farþega. —
Komst jórdanska vélin undan án
þess að manntjón yrði, og sneri
aftur til Amman.
ingar takist um að Flugfélagið
fari allmargar ferðir miili Kaup-
mannahafnar og Meistaravikur i
vor og sumar með fólk og ýmsan
útbúnað.
Flugfélagið hefur á undanföm-
um árum annazt töluverða fiutn-
inga fyrir Námufélagið og í vor
hefur það farið fáeinar ferðir til
Meistaravíkur. Danska flugfélag-
ið „Flying Enterprise" hefur
einnig flogið þangað í vor.
Mbl. snéri sér til Sveins Sæ-
mundssonar, blaðafulltrúa Flug-
félagsins, í gær og innti nánari
frétta af samningagerðinni. Sagði
Sveinn, að enn væri ekki að fullu
gengið frá málunum, en sam-
kvæmt því, er hann vissi bezt,
væri hér um að ræða samnings-
tilboð um allt flug á vegum Námu
félagsins í sumar.
Undanfarið hefur Námufélagið
boðið út eina og tvær flugferðir
í senn.
Amiar dagur
Sæluvikunnar
SAUÐARKRÖKI, 22. marz: — Sá
háttur hefur verið upp tekinn
hér að helga annan dag Sælu-
vikunnar, mánudaginn, börnum
og unglingum.
í gær var kvikmyndasýning
fyrir börn, kabarett á vegum Ung
mennafélagsins og síðan barna-
dansleikur.. Kennarar og skóla-
stjórar komu víðs vegar að úr
héraðinu með börn sín, og var
geysifjölmennt.
Veður er dásamlegt, hvítalogn
og hiti.
Norðlendingur
Togarinn Norðlendingur kom
hingað í fyrrakvöld og er áð
leggja út á veiðar í dag. Hann er
mannaður Færeyingum að veru-
legu leyti. — Guðjón.
Rit arkitektafélagsins
komið í breyttu formi
TlMARIT Arkitektafélags Is-
lands, Byggingarlistin, er komið
út í breyttu formi, en nokkurt
hlé hefur orðið á útgáfu þess. Er
ætlunin að gefa ritið hér eftir út
tvisvar á ári í stað einu sinni
áður. Er ritið hið vandaðasta og
sérlega vandað til uppsetningar.
í ritinu eru myndskreyttar
greinar um Keldur á Rangár-
völlum og Neskirkju eftir Hörð
Agústsson en hann sér um út-
gáfu ritsins fyrir Arkitektafé-
lagið. Grein er eftir þýzka arki-
tektinn Walter Gropius, sem hef-
ur haft mikil áhrif á arkitektúr
síðustu áratuga, en hann hefur
venð prófessor við Harvardhá-
skóla í Bandaríkjunum síðan
1937. Skrifar hann um tildrögin
að hugmynd sinni um Bauhaus-
skólann. Skúli Norðdal skrifar
um notkun starfsheitisins arki-
tekt, minnzt er látinna félaga, en
af 30 meðlimum félagsins létust
þrír á árinu, þeir Sigurður Péturs
son, byggingarfulltrúi, Gunnar
Ölafsson, skipulagsstjóri Reykja-
víkurbæjar og Sigurður Guð-
mundsson arkitekt, og greinar
eru um íslenzka listiðn, innrétt-
ingu á heildsölufyrirtækinu
Kemikalia h.f. og byggingu Nest-
is h.f., með stórum skýringar-
myndum. Loks eru fréttir um
málefni varðandi byggingarlist.
• •
V OKU-skemmt un
enn frestað
SKEMMTUN Vöku, sem verða
átti í Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld er frestað um óákveðinn
tíma.
Stjórn Vöku.