Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1960, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 23. marz 1960 MORr.Tnvnr aoið 21 Hermann Benediktsson Minningarorð HANN dó í Vestmannaeyj um 7. desember 1959 eftir margra ára legu á sjúkrahúsinu þar. Fæddur var hann 12. febrúar 1887 að Borgareyri við Mjóafjörð eystra og því tæpra 73 ára. Heimili hans í Vestmannaeyjum var að Vestmannabraut 67. Foreldrar. Frú Margrét Hjálm- arsdóttir, hreppstjóra að Brekku, Mj íaíirði og Benedikt Sveinsson, bóndi og útgerðarmaður, gætti einnig pósts og síma um langt skeið. Börnin voru 13. Sveinn (eldri, dáinn), Hjálmar (dáinn), Vil- hjálmur, Sigríður (dáin), Frið- jón, Sveinn (yngri), Maríus, Ragnhildur, María (dáin), Her- mann (dáinn), Benedikt. Jó- hanna og Ragnar yngstur. —- Fimm eru dáin. Þetta var fríður hópur. Öll voru þau söngvin mjög og minn- ist ég þess, að oft ómaði söngur þe-rra hár og fagur, með orgel- tónum undir. Þetta var þá ekki á hverju heimili. Fáir metrar voru til kirkjunnar og þá var þar enginn skortur á söngkröftum. Mikið var unnið á landi, sjór sótt ur af kappi. Nú stendur húsið autt og hljótt. Minningar einar eftir. „Allt er í heiminum hverfult“. Hermann var karlmenni til sál- ar og líkama, meðan heilsu naut, og þótti mér raunalegt að sjá hinn sterka, djarfa og drengilega vin minn og frænda verða sem blaktandi strá svo lengi, en orr- ustan við dauðann var svo löng og hörð. Lengst ævinnar, meðan heilsu naut, var Hermann verk- stjóri, enda vel til forustu fallinn og mun hafa notið virðingu og vinsælda allra góðra manna. Hann flutti til Vestmannaeyja um 1920 og var þar, til dauða- dags. Giftist þar eftirlifandi konu sinni frú Helgu Benediktsdóttur, sem ættuð er úr Skagafirði, og áttu þau 3 dætur. Helga skrifaði mér línur og minntist á hið langa sjúkdómsstríð eiginmannsins, og segir. „Eins og þú veizt, var hann búinn að líða mikið öll þessi ár, en samt voru allir hissa á dugn- aði hans. Alltaf reyndi hann að fara framúr. Var þó búið að gera á honum þrjá skurði á rúmu ári, og alltaf fór hann framúr daginn eftir, og það hjálparlaust, enda vissi hann, að það sem hann þurfti. var að hreyfa sig. Hann hafði sterkt hjarta og gott blóð, sagði læknirinn mér, og það hélt honum svo lengi uppi, þó varla sé hægt að kalla þetta líf, eins og það var orðið, enda fann hann það og þráði að það tæki enda“. Ég tek mér leyfi til þess að birta orð eiginkonunnar, sem einnig háði sitt stríð og sameig- inlegt stríð mæðgnanna, með still ingu, sem máske aðeins konum er gefið í andstreymi. Hermann var ljóðelskur og dáð ist mikið að Einari Benedikts- syni og Þorsteini Erlingssyni, svo ólík sem þau þó máske voru skáldin. Hann las mikið rit dr. Helga Pjeturss og Einars H. Kvar ans. Ekki efaðist Hermann um líf að hérvist lokinni. Hann hugs- aði mikið og djúpt um mannsæf- ina. Þjáning hans var löng og með honum þjáðust ástvinir hans, konan og dæturnar þrjár, einnig bræður og systur, vinir hans og frændur. Þess vegna er ekki allur sann- leikur sagður, þegar ég og við öll, sem unnum honum, segjum: Við samh.'yggjumst við fráfall hans. Hann var þó ef til vill hug stæðastur mér, minna vina, sem ég sakna og hafði lengi saknað, ásamt vinahópi gamalla sveit- ung. Lengi hefur verið vík milli vina og fjörður milli frænda, þar sem eru Mjófirðingar vítt dreifð ir, en ólust upp saman og eiga sameign, sem er þeim kær, æsku- stcðvar og minningar. Atvik og ör’ög urðu þess valdandi að blóm leg byggð, sem áður var, meðan fleiri gátu borið þarfir samfé- lagsins, var svipt afkomumögu- leikum, er betri mega teljast, í það minnsta um skeið, svo sveit- ungar, vinir og vandamenn dreifð ust vítt um heim. Ef til vill, svo hjáróma sem það þó virðist vera að gleðjast, samgleðjast hinum látna vini. Hann þráði og kaus hvíld. Við er um þess fullviss, treystum því að hann skoði nú og njóti þeirra upp heima, sem hann trúði á. Ég kveð vin minn og frænda með ósegj anlegri þökk fyrir allt hið drengilega og góða á alllangri samleið á æskustöðvum og síðar. Félagslíl Valur — Stúlkur Handknattleiksæfing fyrir 2. og 3. fl. stúlkna (12—16 ára) í kvöld kl. 6,50 að Hlíðarenda. — Nýtízku eldhúsborð Fyrirliggjandi á gamla verð- inu. Einnig fyrirliggjandi drag ljós í eldhús. Lárus Ingimarsson Umboðs- & heildverzlun. Sími 16205. Nýir félagar velkomnir. Handknattleiksdeildin. Náttúrulækningafél Rvíkur heldur fund n.k. fimmtudag kl. 8,30 stundvíslega í Guðspekifé- lagshúsinu, Ingólfsstræti 22. — Grétar Fells talar um Yoga og mataræði. Guðmundur Guðjóns syngur. Ennfremur verður kynn- ing á hollum matvælum, jurta- te og heilhveitikökur verða á boðstólum. Utanfélagsfólk vel- komið. — Stjúrnin. Samkomur Almenn samkoma Boðun Fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík, í kvöld, miðvikudag kl. 8. KristniboðssambandiS Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 í Kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Felix Ólafsson kristniboði segir nýjustu fréttir frá Konso. Allir hjartanlega vel- komnir. — Fíladelfía Unglingasamkoma kl. 8,30. — Almenn samkoma að Herjólfs- götu 8 í Hafnarfirði. Fagnaðarerindið boðað á dönsku Allir eru velkomnir, fimmtu- dagskvöld, 8,30 í Betaníu, Lauf- ásvegi 13. — Helmut L. Rasmus P. B. — I. O. G. T. St. Mínerva heldur fund í kvöld kl. 8^30, á Fríkirkjuvegi 11. — Gæzlum. St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Stúk- an íþaka kemur í heimsókn. — Ýms atriði. — Kaffi eftir fund. Félagar, mætið vel og stund- víslega. — Æ.t. R K \ Ð y R LAUGAVEGI 89 Ég kveð hann einnijg fyrir munn allra þeirra ástvina, vina, frænda og gamalla sveitunga, sem unnu honum og muna, hinn fyrrum glaða hrausta dreng, Hermann á Borgareyri. 2. febr. Gísli Kristjánsson, fyrrv. útgm. ★ VtÐ ANDI.ÁT VTNAR A ljósvakans öldum berst andlátsfregn, sem einnig borizt gat fyrr. Minn vin loks dauðinn lagði í gegn, svo lauk þeim grimma styr. Hann vegur óvægt oft og títt og ógnar lífsins hlyn. Hann vegur hal og fjóðið frítt. nú frænda og æskuvin. Þann vin gat snemma sári sært og sárið, það var djúpt. Oft lífið síðan lítf var bært, en lamað, snautt og hrjúft. Þó leitazt var við að lina hans þraut, hin löngu sjúkdómsár, þar konu og dætra kærleiks naut, 1 kyrrþei er felldu sín tát. En dæmum samt ei dauðans verk, því deyja sérhver skal. Og eilífs lífs er o "ka sterk úr dáins lyftir vai. Nú lítil kirkja er Ijósum prýdd — við lygnan, þröngan fjörð — í hugarsýn og helgiskrýdd, er hverfur einn úr hjörð. Hún syrgir hvert barn er burtu fór og barn við altarið stóð En veröldin kvaddi, víð og stór, til verka á fjarlægri slóð. Nú ljúfsár minning leitar heim, hvar leiddust drengir tveir og leiðast munu guðs um geina að gleðjast aftur þeir. G. K. Iðnskólinn í Reykjavík Námskeið í uppsetningu og meðferð olíukynditækja hefst mánudaginn 4. april n.k. — Kl. 8 síðdegis. Innritun fer fram frá 22. marz til 2. apríl í skrifstofu skólans á venjulegum skrifstofutíma. Námskeiðsgjöld kr. 200.— greiðist við innritun. Skólastjóri Framleiðendur Vér erum einkaumboðsmenn fyrir eftirtalin fyrirtæki: Nebiolo Smyth Horne I M A Toledo Sada og Standard Olivetti Dutst Hersey Prentvélar af mörgum gerðum þ. á. m. Offset. Bókbandsvélar Trésmíðavélar Vogir og kjötvinnsluvélar Fjölritara Rit-, reikni- og bókhaldsvélar Stækkara og litgreiningartæki Hitavatnsmælar og vatnsmælar Allar nánari upplýsingar um verð, afgreiðslutíma o.s. frv. v e i t a G. HELGASON & MELSTEÐ HF. Hafnarstræti 19 — Sími 11644 Vornámskeið Vornámskeiðin hefjast þ. 8. apríl og lýkur þ. 3. Jénl. f hverjum flokki verða tuttugu og fjórar kennslustundir, þrjár á viku. Á vornámskeiðunum verða kennd öll þau tungumál, sem kennd hafa verið í vetur. Verður megináherzla lög6 á þann þátt námsins, sem kemur nemendum mest að gagni við ferðalög erlendis. Litskuggamyndir verða sýnd- ar frá þeim löndum, sem nemendur hyggjast heimsækja, og talað um þær á viðkomandi tungumáli. Skrifstofa skólans er opin kl. 5,20—7,20 daglega og verða nemendur innritaðir til 5. apríl. Gjald fyrir þá sem verið hafa tvö námskeið í skólan- um er kr. 250.00 (rúmar tíu krónur á tímann) og fyrir aðra nemendur kr. 350.00 (um kr. 14.50 á tímann). Nýir nemendur greiða eitt hundrað krónur í innritunargjald. Málaskólinn Mimir Hafnarstræti 15 (sími 22865 kl. 5.20—7.20) SÍ-SLÉTT P0PLIN (N0-IR0N) MIHERVAc/£^«fts>* STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.