Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 31. marz 1960 — Fjárlögin Frh. af bls. 1. Jbjóðvega hækkar um 8,2 millj. kr. og framlög til flugvallagerð- ar um 2,2 millj. kr. Samtals hækka framlög til samgöngumála um 19,4 millj. kr. 10 millj. kr. hækkun til raforkuframkvæmda Framlög til raforku- ^ 1 framkvæmda hækka * um 10 millj. kr. Þá hækka framlög til jarð- hitarannsókna um 4,6 millj. kr. og framlög vegna uppbóta á útfluttar lanðbúnaðarafurð- ir, sem nú eru teknar inn á fjárlög, um 5 millj. kr. Aukin útgjöld til fræðslumála Útgjöld til fræðslumála 5 / hækka samtals um 20 * millj. kr. Framlög til skólabygginga hækka samtals um 9,8 millj. kr. Framlag til Iðnlánasjóðs hækkar um 623 þús kr. Framlag til íþróttasjóðs um 480 þús. kr. og byggingarstyrkur til hins nýja Kennaraskóla hækkar um 1 millj. kr. Aukin útgjöld vegna bama- og unglingafræðslu nema 7,9 millj. kr. Spretta þær hækkanir m. a. af óhjákvæmilegri fjölgun kenn- ara. Þá nema hækkanir vegna byggingarframkvæmda að Laug- arvatni 220 þús. kr. Samtals nema hækkanir vegna fræðslumála, eins og áður er sagt, um rúmlega 20 millj. kr. Hækkanir vegna heilbrigðis mála nema samtals 6,3 millj. kr. — Ýmsar aðrar hækkanir . Af ýmsum öðrum hækk- / ) unum á einstökum liðum ' fjárlaga má nefna 500 þús. kr. vegna framkvæm'da á Kvía- bryggju, 500 þús. kr. vegna fram- kvæmda í Skálholti, 1 millj. kr. framlag til nýs stjórnarráðshúss, 1 millj. kr. framlag vegna jarð- ræktarstyrkja, 500 þús. kr. fram- lag til gæzluvistarsjóðs vegna áfengissjúklinga, 15 millj. kr. vegna ábyrgða, sem falla á ríkis- sjóð, 5 millj. kr. vegna útgjalda á heimildargrein fjárlaga, sem áður hefur ekki verið áætlað fé fyrir heldur greitt sem umfram- greiðsla, 6 millj. kr. sérstakt framlag í fyrningarsjóð ríkisins vegna afskrifta á eignum ríkisins og 13 millj. kr. hækkun til al- mannatrygginga, sem er útgjalda auki vegna almennrar hækkunar á útgjöldum þeirra. 463 millj. kr. hækkanir Samtals nema þær hækk- anir á einstökum liðum fjár- laga, sem hér hefur verið gerð grein fyrir um það bil 463 millj. kr. Er það nokkurn veginn sama upphæð og fjár- lög ársins 1960 eru hærri en fjárlög ársins 1959. Sést greinilega af þessu, að hækkun fjárlaganna sprettur ekki af neinskonar útþenslu í rekstri ríkisins. Ástæða hækk- unarinnar er fyrst og fremst stórhækkuð framlög til al- mannatrygginga, auknar nið- urgreiðslur á verðlagi innan- lands, verulegar hækkanir til verklegra framkvæmda, stór- hækkuð óhjákvæmileg fram- lög til fræðslu- og heilbrigðis- mála og hækkanir vegna geng isbreytingarinnar, sem hefur í för með sér aukinn rekstrar- kostnað ríkisins og einstakra ríkisstofnana. í forytugrein blaðsins í dag er nánar rætt um f járlögin. AKRANESI, 30. marz. — Bátam- ir lönduðu hér í gær 137 lestum. Mestan afla höfðu Svanur með 20 lestir Sigurfari með 14 lestir, Ólafur Magnússon með 13,5 lest- ir. Allir bátar héðan eru á sjó. Togarinn Akurey, fer á veiðar beint frá Grimsby, þar sem hann seldi. — Oddur. Boris Pastemak fSvikarinn' Pasfernak —AÐUR en hægt verður að taka Boris Pasternak aftur í rússneska rithöfundasamband ið og fá honum sín fyrri rétt- indi verður hann að sýna að hann skilji hvaða þýð- ingu það hefur að vera rithöf- undur. Hann verður að sýna fram á það, að hann sé verð- ur þess að vera félagi sam- bandsins — þá skal ég gjarn- an mæla með því að hann reiði aftur tekinn i rithöfunda sambandið, sagði rússneski rit böfundurinn Mikhail Sjolokh- ov á fundi með fréttamönnum í Osló á dögunum. Sjoiokhov er sjálfur í forsætisnefnd sam- bandsins. — Það er ekki næg ástæða fyrir inntöku í sam- bandið að hann hefur gjör- nýtl pólitískt stundarástand og skrifað bók, sem er lesin á Vesturlöndum. Hann hefur skrifað bók, sem rægir Ráð- f.tjórnarríkin og Ráðstjómar- þjóðirnar og er nú alheims- borgari án föðurlands. Aðeins sá, sem hefur höfundarnafn sitt óflekkað getur verið með- limur rússneska rithöfunda- sambandsins. Hermaður, sem gerir skyssu á vígstöðunum, getur ekki vænzt þess að verða hækkaður í tign. Enda þótt ekki sé með öllu hægt að bera saman hermann og rithöfund er gerð krafa um hollustu beggja. Sá, sem elsk- ar föðurland sitt, rægir það ekki. - Krúsjeff Framhald af bls. 1. Krúsjeff, sem hefur oft verið berorður guðleysingi sagði við fréttamennina: — „Við kommúnistar eigum ýmislegt sameiginlegt með kristindóminum. Eg er að- eins ósammála einu atriði og það er þegar Kristur sagði að ef hann væri sleg- inn á annan vangann, mundi hann snúa fram hin- um. Ég trúi á aðra reglu,“ sagði Krúsjeff. „Ef ég er sleginn á vinstri kinn, slæ ég þá aftur á hægri kinn- ina svo fast, að höfuðuð gæti dottið af. Þetta er eini ágreiningur minn við Krist“. Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- úm deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál: 1. Ferskfiskeftirlit, frv. 1 .umr. 2. Kornrækt, frv. 2. umr. Fimm mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Útsvör, 3. umr. 2. Sala lands í Vestmannaeyjum í eigu ríkisins og eignarnámsheimild á lóðar- og erfðafesturéttindum, frv. 3. umr. 3. Búnaðarháskóli, frv. 1. umr. 4. Ábúðarlög, frv. 1. umr. 5 Ættaróðal og erfðaábúð, frv. 1 .umr. Breytingar á ríkis- stjórn Danmerku Kaupmannahöfn, 30. marz. Einkaskeyti til Mbl. BREYTINGAR verða gerðar á dönsku stjórninni á morgun (fimmtudag). Viggo Kamp- mann, forsætisráðherra, mun láta af embætti fjármálaráð- herra og við því tekur Kjeld Philip, sem verið hefur við- skiptamálaráðherra. Lars P. Jensen, þingmaður, verður viðskiptamálaráðherra. Kaj Bundvad, sem verið hefur verkalýðsmála- og húsnæðis- málaráðherra, hefur vegna van- ehilsu óskað eftir því að láta af stjóm húsnæðismála og við því embætti tekur Carl P. Jensen, þingmaður, sem verið hefur rit- ari landssambands verkalýðsfé- laganna, og hefur deilt á Bund- vad fyrir frjálslynda húsnæðis- málastefnu. Kjeld Philip, sem nú tekur við embætti fjármálaráðherra, verð- ur 48 ára gamall næstkomandi sunnudag. Hann hefur átt sæti í ríkisstjórninni síðan hún var mynduð árið 1957 og er þing- maður róttækra. Danska saltskipið metið OLAFSVÍK, 30. marz. — Ekki eru hafnax neinar aðerðir til þess að bjarga hinu danska flatbotn- aða saltflutningaskipi Clipperen frá Kaupmannahöfn, sem renndi hér upp í fjöru við hafnargarð- inn á sunnudaginn. Nokkurt magn af salti skipsins var svo sjóblautt orðið að það er ónýtt. — Genf Framhald af bls. 1. fórn að styðja tillögu Bandaríkj- anna um 6-|—6 mínus sex, en kvaðst gera það vegna þeirrar ánægju að geta stuðlað að al- þjóða samkomulagi. Hann benti á það að með ákvæði í banda- rísku tillögunni um aflatakmörk- un innan 12 mílna væri tryggt að strandríkin gætu aukið fisk- veiðar sínar á svæðinu meðan fjarlæg ríki yrðu að standa í stað. Venus fædd úr hafinu Margir af fulltrúum frá Suð- ur-Ameríkuríkjunum berjast fyr ir 12 mílna fiskveiðilögsögu með feikilöngum ræðum og er stund- um erfitt úr öllum orðaflaumnum að skilja hvað þeir vilja. Metið í málæði setti Amado, fulltrúi Brazilíu, í dag er hann talaði í einn og hálfan tíma með miklum bægslagangi og skil- greindi, með tilvitnunum í fransk ar bókmenntir og málfræði, hvað hafið væri, og minnti á að Venus væri fædd úr hafinu! Hann taldi sex mílur mikla fórn fjarlægra ríkja og að söguleg réttindi til veiða yrði að viðurkenna. Stöðugt stendur deila milli Rússa og leppríkja þeirra annars- vegar og siglingarþjóðanna hins- vegar um það hvort útvíkkun iandhelginnar hefti frjálsar sigl- ingar Fulltrúar kommúnistaríkj- anna benda á ákvæði um meina- lausa siglingu innan 12 mílna, en fulltrúar siglingarþjóðanna telja það ekki siglingafrelsi. Eftirlit óframkvæmanlegt Stöðugt eru sömu rökin end- urtekin og kemur fátt nýtt fram Nú eru að upphefjast deilur um það hvort aflatakmörkun fjar- lægs ríkis innan 12 mílna marka strandríkis, sem talað er um í bandarísku tillögimni, hafi nokkra þýðingu. Um þetta mál talaði Bartoz frá Júgóslavíu í dag, en hann er mjög vel í hold- um og fyllir út í ræðustólinn. Hann sagði að allir ,sem nokkuð hefðu kynnzt fiskveiðum, vissu að eftirlit með afla skipanna væri algerlega óframkvæman- legt. „Við vitum að fiskiskip eru á stöðugri hreyfingu. Frá því þau fara úr höfn, eru þau stöðugt fiskandi á ýmsum miðum og ekk- ert hægt að fylgjast með því hvar fiskurinn er veiddur. Það væri þá aðeins unnt með því að hafa stöð- ugt varðmenn um borð í fiski- skipunum. Sennilegt er að fulltrúi fs- lands tali á margun, en hann er enn neðarlega á mælendaskrá. Það hefur og komið í Ijós að skipið hafði líka tekið niðri á grynningum við Rifshöfn. — Er það nálgaðist Ólafsvík var skipið svo grunnt undan landi að jafn- vel trillubátar fara ekki svo nærri. Um örsökina til þessa óhapps liggur ekkert fyrir. Ástæðulaust er með öllu að setja áfengis- eyzlu í samband við óhappið, því vín er ekkert um borð og það sterkasta, að sögn skipverja, danskur bjór, en mjög takmark- aður þó. Hallast menn helzt að því að ókunnugleiki skipstjóra á þessum slóðum sé orsökin. Eig- endur skipsins er Hvítasunnu- söfnuður í Kaupmannahöfn og mun útgerðin eiga tvö skip önn- ur. Mikil óþægindi og tafir eru að því að skipið liggi svona dögum saman við garðinn hér í Ólafs- víkurhöín. Það fer nú væntan- lega að styttast úr þessu, því nú á að meta skip og farm. Skipið er ekki sjófært eins og er og hér eru litlir sem engir möguleikir á viðgerð á botnskemmdunum sem eru taldar miklar. — H. G. Fékk lax í net sitt ÞAÐ fór fiðringur um lax- veiðimanninn er hann frétti um það hjá Mbl. í gær, að einn af bátunum héðan frá Reykjavík, hefði fengið lax í síðasta róðri. Þó segja megi að net séu um allan sjó, kemur það sárasjaldan fyrir að lax veiðist í netin. Árni Óla, ritstjóri Les- ’ bókarinnar, sagðist þó minn ast þess frá sinni dagblaða- mennsku fyrir nær 30 ár- um, að þá hafi bátur frá Akranesi veitt lax, og eins taldi hann að Vatnsleysu strandarbátur hefði fengið lax á linu, og mun það hafa komið fyrir oftar.. Það var Reykjavíkurbát- urinn Ásbjörn, skipstjóri Símon Guðjónssön, Fram- nesvegi 5, sem fékk laxinn. í gær sat fastur í netinu stór og fallegur lax. Hann var ekki til skiptanna og því ákvað Símon formaður að senda hann sem gjöf frá sér og skipshöfn sinni, Ingvari Vilhjálmssyni, framkv.stj. fsbjarnarins hf., en bátur Símonar leggur aflann upp þar til vinnslu. Var laxinn að sögn Ingvars um 10 punda hængur, mjög feitur Fyrirlestur um norskan myndvefnað SANDGERÐI: í gærdag var sam- anlagður afli bátanna héðan 171 tonn og var Víðir II þeirra afla- hæstur með 25 tonn, Helga var með 21 tonn, Muninn 17 tonn rúm. Þetta eru allt netabátar. Eini línubáturinn héðan úr Sand gerði, Jón Gunnlaugsson, var með tæplega 11 tonn. I KVÖLD kl. 8,30 flytur frú Hel- en Engelstad fyrirlestur um norskan myndvefnað frá fyrri öldum og fram á vora tíma í Há- tíðarsal Háskólans. Verða sýnd- ar litskuggamyndir til skýringar. Á góðum batavegi DANSKI verkamaðurinn frá Meistaravík, sem fluttur var hingað vegna mikilla meiðsla á hægri hendi við vinnu í námun- um, er nú á góðum batavegi. Eru taldar allgóðar horfur á því, að takast muni að koma lífi í alla fingur handarinnar. Maðurinn verður fluttur til Kaupmanna- hafnar um næstu helgi. NA /5 hnúfor y SV 50 hnular X Snjóloma y OSi \7 Skúrir K Þrumur W&S, Kutíaskil Hihskit H Hai L Lmqi Þokubelti um Austfirði ENN er sama góðviðrið, þó að í gær væri kominn allhvass vindur af suðaustri á Græn- landshafi. A Akureyri var logn og heiðríkja um hádegi. En yfir kalda sjónum, sem streymir suður með Austfjörð um, liggur nú daglega þoku- belti. Sjórinn kælir ioftið og þéttir því rakann. — Suður af Grænlandi er kominn nýr stormsveipur með 50 hnúta vindi á veðurskipinu Bravo og á Belle Isle. Er nú ófýsilegt að vera á Nýfundnalandsmið- um, sjórinn kaldur og hörku- frost við ströndina, 16 stig a Belle Isle. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-mið: SA-stinningskaldi, skýjað. SV-land til Vestfj. og Faxafl.mið til Vestfj.miða: SA-gola, skýjað með köflum. Norðurland, NA-land og norð- urmið: Sunnan gola, bjart- virði. — Austfirðir, norðaust- urmið og Austfj.mið: Hæg- virði, þokuloft. — SA-land og SA-mið: Austan gola, skýjað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.