Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 22
22 MORCUTSfíLAÐlÐ Fimmtudagur 31. marz 1960 Landsflokkagllman: Ármann J. Lárusson íslands- meistari í sjöunda sinn LANDSFLOKKAGL.ÍMAN fór fór fram að Hálogalandi í fyrra- kvöld. Lárus Salómonsson, for- maður UMFR, setti mótið með stuttri og kjarnyrtri ræðu, sem hann flutti bæði í bundnu og óbundnu máli. Síðan kynnti glímustjórinn, Skúli Þorleifsson glímumennina. Yfirdómari var Þorsteinn Kristjánsson og með- dómarar Grímur Nordal og Guð- mundur Ágústsson. Glíman fór fram í fimm flokkum, 1., 2. og 3. flokki, sem allir miðast við þyngd keppenda, unglingaflokki og drengjaflokki. Sigurvegari í hverjum flokki hlaut nafnbótina Islandsmeistari 1960. 1. fl. — Menn yfir 80 kg I þessum flokki voru fjórir þátt takendur. Má segja að margar glímurnar í þessum flokki hafi verið vel glímdar. Mikil viður- eign var milli þeirra bræðranna Armanns og Kristjáns Lárussona og virtist jatnvel á tímabili, að Kristján myndi geta lagt Armann en svo fór enn sem fyrr að Ár- mann bar ægishjálm yfir þá aðra, sem kepptu í þessum flokki. Ármann J. Lárusson hefir unn- ið Landsflokkaglímuna nú í sex ár í röð, en alls hefir hann unnið glímuna sjö sinnum. Bikar þann, er keppt var um, vann Ármann til fullrar eignar. Af öðrum glímum í þessum þyngdarflokki var glíma þeirra Kristjáns Heimis og Ólafs Guð- laugssonar tilþrifamesta glíman og lagði Ólafur Kristján hreinu og fallegu bragði. Úrslit: 1. Ármann J. Láruss. UMFR, 3 v 2. Óiafur Guðlaugsson, Á 2 v. 3. Kristján H. Láruss. UMFR, 1 v. 2. fl. — Menn frá 72 til 80 kg. I þessum flokki bar Trausti Ólafsson af öðrum keppendum. Hann glímdi áberandi vel og sýndi mestan glæsibrag í öllum þáttum glímunnar. Einkum var athyglisvert hve léttur og frjáls viðskilnaður hans var við keppi- nautana. Guðmundur Jónsson glímdi einnig vel og er stæltur og harð- snúinn glímumaður og mjög frískur. Utanbæjarmennirnir Hafsteinn Sigurðsson UMFV og Þórir Sig- urðsson UMFB sýndu yfirleitt góða glímu. Þórir Sigurðsson er mjög glíminn, en mætti standa betur að glímunni. Og á það atr- iði einnig um marga glímumann- anna. Eftir að allir keppendur flokks ins, en þeir voru sjö, höfðu glímt hvef við annan voru Guðmundur Jónsson UMFR og Trausti Ólafs- son Á jafnir að vinningum, með 5 hvor og urðu því að glíma um fyrsta sætið og vann Trausti þá glímu. Hilmar Bjárnason UMFR og Þórir Sigurðsson UMFB voru einnig jafnir með 4 vinninga hvor og glímdu um þriðja sætið og vann Hilmar. 1. Trausti Ólafsson, A. 2. Guðmundur Ólafsson. 3. Hiimar Bjarnason. 3. fl. — Menn undir 72 kg. 1 þessum flokki voru aðeins þrír þátttakendur. Glímurnar voru frekar tilþrifa og tilkomu- litlar. 1 Reynir Bjarnason, UMFR, 2v. 2. Svavar Guðmundsson, A 1 v. 3. Smári Bjarnason, A 0 v. Unglingaflokkur Sex keppendur voru í þessum flokki, en aldurstakmarkið er 16 til 19 ára. — Margar glímur í þessum flokki voru skemmtileg- ar og vel glímdar. Tveir utan- bæjarmenn skipuðu fyrstu sæt- in í þessum flokki, þeir bræðurn- ir Sigurður og Guðmundur Stein- dórssynir frá Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi. Sigurður vann alla keppinauta sína, enda mjög snjall glímumaður, Guðmundur bróðir hans hafði 4 vinninga í lok glím- unnar. Þrír keppendur höfðu 2 vinninga í lok glímunnar og urðu að keppa um 3. sætið, en það voru þeir Garðar Erlendsson, UMFR, Gunnar Pétursson UMFR og Jón Helgason Á. Vann Jón í þeirri keppni. Er hann efni í góðan glímumann. Drengjaflokknr í þessum flokki voru fimm keppendur, en aldurstakmarkið er innan 16 ára að aldri. Ánægjulegt var að sjá hina ungu glímumenn er þarna komu iram. í þeirra hópi voru þrír utanbæjar drengir. Sigurvegari varð Már Sigurðs- son. sonur Sigurðar Greipssonar i Haukadal. Og annar í röðinni var Lárus Lárusson, sonur Lar- usar Salómonssonar. Var það mál manna að þar hafi glímu- kapparnir þjóðfrægu átzt við endurbornir. 1. Már Sigurðsson, UMFB 4 v. 2. Lárus Lárusson, UMFR, 3 v. 3. Gunnar Ingvarsson, A 2 v. Verðlaunaafhending í lok keppninnar flutti Bjarni Bjarnason, fyrrv. skólastjóri að Laugavatni ræðu og færði rök fyrir gildi og ágæti glímunnar fyrir æskumenn. Að lokinni ræðu sinni afhenti Bjarni sigurvegur- unum verðlaun. Yfirleitt fór Landsflokkaglím- an vel fram og auðséð var að allt hafði verið gert til að keppn- in gæti farið greiðlega fram, en raunin varð önnur Er líða tók á 3 met ÞRJÚ ný íslandsmet voru sett á sundmóti KR í gærkvöldi, öll stórglæsileg. Það var kvenþjóðin sem þarna átti allan hlut að máli. Ágústa Þorsteinsdóttir Á, setti nýtt met í 100 m skriðsundi á 1.05.7 mín. Er það stórglæsilegur tími og meðal beztu tíma á Norðurlönd- um í ár. Fyrir þetta afrek hlaut Ágústa bikar, sem veittur var fyrir bezta afrek mótsins, sam- kvæmt stigatöflu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, IR setti hin metin tvö, — bæði I sama sundinu. Synti hún 200 m bringusund á 2.59.6 mín. og bætti sitt gamla met um 6 sekúndur. Hrafnhildur er fyrsta konan sem syndir undir 3 mín. en það er takmark, sem aðeins afrekssund- konur ná. Millitími Hrafnhildar í 100 m var 1.24.3 og verður stað- fest sem met. Gamla metið var 1.24.8. Stigataflan segir be/tu afrek mótsins þessi: Ágústa Þorsteinsdóttir 100 m skriðsund 916 stig. Guð. Gíslason ÍR 200 m skrið- sund, 2.12.3 — 870,3 stig. Einar Kristinsson Á 100 m bringusund 1.15.3 — 850 stig. keppnina komst ruglingur á röð keppenda, sem olli leiðinlegum og óþarfa seinagangi, svo keppn- in gekk óþarflega seint. Það var mál margra að dómarar virtust ekki taka hart á níði og boli, sem eru þau atriði, er nauðsyn- legt er að forðast i glímunni eigi glíman að njóta sín og vera fög- ur íþrótt. Menn töluðu einnig um það að stígandinn, sem er þýð- ingarmikill þáttur í glímunni virtizt lítt þekktur hjá mörgum, sem þó eru reyndir og þekktir glímumenn. — Á.A. Dallas Long varp aði kúlu 19.67 HVAÐA Bandaríkjamaður verður fyrstur til þess að varpa kúlu yfir 20 metra? Sú spurning vaknar nú oft ekki sízt eftir síðustu afrek Bandaríkjamanna í þessari greín. Fyrir nokkrum dögum varpaði Bill Nieder kúlunni 19,46 metra, en staðfest heims met landa hans Parry O’Brien er 19.25 m. Er nú að hefjast æðisgengið sentimetrastrið milli fjögurra Bandaríkjamanna um meistara- titilinn þar i landi — og heims- metið, milli O’Brien, Dallas Long, Bill Nieder og Dave Davies. Þrír þessara manna hafa þegar varp að lengra en staðfest met O’Brien. Það gerðu þeir allir um síðustu helgi í keppni sem fram fór í Abilene í Texsas og í Los Angel- es sl. laugardag. Lengst varpaði Dallas Long, kornungur piltur, 19,67 m. Það var í keppni milli tveggja háskóla. Annað lengsta kast hans í keppninni var 19.34 m. Annar í þeirri keppni var Dave Davis, sem varpaði yfir 19 metra. Bill Nieder náði 19.38 m í Abelene. Það tókst honum í „æfingavarpi“ fyrir sjálfa keppnina, en náði ekki jafn- Iöngu varpi í henni. Hann varpaði í keppni fyrir nokkr- um dögum 19.46 metra. Nú er aðeins beðið eftir Parry O’Brien. Svarar hann metvörp- um landa sinna með nýju meti? Það er von að spurningin um það hver nái fyrstu 20 m. markinu sé ofarlega á baugi. Starfsmenn íþróttavallanna i Reykjavík. — Talið frá vinstri: Jón Sigurðsson, Baldur Jónsson, vall- arstjóri, Baldur Maríusson, Grétar Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson. 77 þús. manns greiddu 7,2 millj. kr. í aðgangseyri Vallarstjórn greiddi 96 þús. kr. til íþróttasvœÖa félaganna á sl. ári EITT HINNA mörgu og mikil- vægu plagga, sem lögð voru fram á ársþingi íþróttabandalags Reykjavíkur s.l. miðvikudag var skýrsla vallarstjórnar og vallar- stjóra íþróttavallanna í Reykja- vík. Eins og kunnugt er hefir vallar stjórn yfirstjórn og framkvæmda vald allra íþróttamannvirkja Reykjavíkurbæjar. Vallarstjórn er skipuð fimm mönnum, þrem kosnum af fulltrúaráði íþrótta- bandalags Reykjavíkur og tveim skipuðum ,>f bæjarstjórn Reykja- víkur. Núverandi vallarstjórn er skipuð eftirtöldum mönnum: Gísli Halldórsson formaður; Jón Þórðarson, Haraldur Guðmunds- son, Úlfar Þórðarson og Örn Eiðs son. — Hin daglegu störf og stjórn íþróttavallanna í Reykja- vík er aftur á móti framkvæmd af hálfu vallarstjóra, Baldurs Jónssonar, og starfsmanna hans fimm, en yfir mesta annatímann er bætt við mönnum eftir þörfum. Aðalleikvellirnir, sem vallar- stjóri og starfsmenn hans sjá um, eru að sjálfsögðu Laugardalsvöll urinn, Melavöllurinn og Háskóla- völlurinn, en auk þess eru svo- kallaðir „sparkvellir" víðsvegar um bæinn, Vesturvöllur, grasvöll ur við Grensásveg, malarvöllur við Tunguveg, grasvöllur við Kleppsmýrarveg, grasvöllur við Skipasund, grasvöllur við Dal- braut, grasvöllur við Þvottalauga veg, malarvöllur 1 Háaleiti og grasvöllur við Þverveg. Á s.l. sumri var svo sú nýbreyttni tekin upp að vallarstjórn sá að veru- legu leyti um hirðingu félags- valla Vals, Fram, K.R. og Vík- ings, enda fóru mót fram á þess- um völlum í sumar, og sú stefna Skozkur dómari ÞAÐ er vitað að skozkur dómari mun dæma lands- leik íslands og Vestur- Þýzkalands, sem fram á að fara hér á Laugardalsvell- inum 3. ágúst í sumar. Það varð samkomulag Knatt- spyrnusambandsins um að útvega dómara til að dæma umræddan landsleik og varð skozka knattspymu- sambandið við beiðninni. einnig tekin upp að í stað styrkj- ar þess sem vallarstjórn hefir greitt til félaganna árlega, voru þau styrkt með framlagðri vinnu við hirðingu félagssvæðanna og framkvæmda á leikjum. Vinna þessi var framkvæmd af unglinga vinnuflokkum bæjarins, undir stjórn vallarstjórnar og fulltrúa félaganna á hverju svæði, með góðu samkomulagi við fram- kvæmdstjóra unglingavinnu- flokka Reykjavikurbæjar, Kristj- án Gunnarsson yfirkennara. Hin daglegu störf vallarstjóra og starfsmanna hans eru því ekki svo lítil heldur hið gagnstæða og er vel lýst í ummælum eins merks manns íþróttahreyfingarinnar, er hann sagði að störfin við íþrótta vellina væru orðin það umfangs- mikil, að yfir mesta annatímann væri sem starfsmenn vallarstjórn ar ynnu 9 daga vinnuvikur. Auk viðhalds og reksturs vall- anna er í umsjón vallarstjóra rek ið gufubað allt árið og var það einnig opið fyrir almenning á sérstökum tímum. Og í samráði við í. B. R. var skautasvell rekið á Melavellinum, og var svellið mikið sótt. Veigamesta atriði starfsársins 1959 mun þó ávallt verða talið er borgarstjórinn afhenti vallar- stjórn, hið glæsilega íþróttamann virki í Laugardal til reksturs. Þá var lokið við að reisa 1. áfanga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.