Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Flmmtudagur 31. marz 1960 Þau fóru til Leghorn, komu til Florence, Genua og Cornici. — Þau komu til Marseilles morgun einn, er kaldur vindur blés af norðri. Tveir mánuðir voru liðnir, síðan þau fóru frá Espilundi. — Þetta var þann 15. október. Napur norðanvindurinn hafði lamandi áhrif á Jeanne. Hún fann til dapurleika. Julien hafði um nokkurt skeið virzt breyttur, þreytulegur og afundinn, og hún kenndi óljóss ótta við eitthvað, sem hún vissi ekki hvað var. f>au frestuðu heimför'inni um fjóra daga. Henni fannst ósjálf- rátt, að hamingju hennar væri lokið. Að lokum héldu þau af stað. Þau ætluðu að gera öll innkaup í París, áður en þau settust að í Espilundi, og Jeanne hlakkaði til að kaupa sér einhverja faílega muni fyrir peningana, sem móð- ir hennar hafði gefið henni. En fyrst ætlaði hún að kaupa byss- una, sem hún hafði lofað vinkonu sinni á Korsíku. Daginn eftir komu þeirra til Parisar, sagði hún við Julien: — „Elskan mín, fáðu mér nú pening ana, sem mamma gaf mér. Ég þarf að verzla dálítið“. Hann sneri sér að henni með uokkurri þykkju. „Hvað viltu mikið?“ „Hvað — eins mikið og þér eýnist". „Ég get látið þig hafa hundrað franka", svaraði hann, „en bruðl aðu ekki með þá“. Hún var orðlaus af undrun. — Um síðir stundi hún upp: „En ég — ég fékk þér peningana til —“ Hann gaf henni ekki ráðrúm til að ljúka setningunni. „Já, auðvitað. Það skiptir engu máli, hvort peningarnir eru í mínum vasa eða þínum, þar sem fjárhagur okkar er sameiginleg- ur. Ég neita þér ekki um pen- inga, þar sem ég læt þig hafa hundrað franka“. Hún tók umyrðalaust við gull- peningunum fimm og dirfðist Markús? .. .. Markús, þetta er Jóna. Getur þú borðað með mér kvöldverð annað kvöld? Það ekki að biðja um meira. Hún keypti ekkert nema byssuna. Átta dögum síðar héldu þau af stað til Espilundar. 6. kafli. Brostnar vonir. Fjölskyldan og þjónustuliðið beið þeirra fyrir utan hvítmálaða hliðið. Póstvagninn ók að hlið- inu, og þau fengu hjartnæmar móttökur. Móðirin grét hástöf- um og Jeanne þurrkaði sér hrærð um augun, en faðirinn tví steig af geðshræringu. Meðan verið var að taka far- angur þeirra úr vagninum, sátu þau við arineldinn og sögðu ferðasöguna. Jeanne lét dæluna ganga, og að hálfri klukkustundu liðinni hafði hún sagt frá öllu að nokkrum smáatriðum undantekn um, sem gleymdust í hinni fljótu frásögn. Unga konan fór síðan að taka upp farangurinn. Rosalie, sem var engu minna hrærð en aðrir, aðstoðaði hana við það. Að því loknu yfirgaf stúlkan húsmóður sína, og Jeanne, sem var farin að finna til þreytu, tók sér sæti. Hún spurði sjálfa sig, hvað hún ætti nú að gera, hvaða viðfangs- efni hún gæti nú fundið huga sín um og höndum. Hún kærði sig ekki um að fara aftur niður í setustofuna, þar sem móðir henn ar mókti, og það hvarflaði að henni að fá sér göngu. En um- hverfið virtist svo dapurlegt, að henni varð þungt um hjartaræt- urnar, þegar hún leit út um gluggann. Allt í einu varð henni Ijóst, að hún hafði ekki neitt að gera. Hún átti aldrei framar neitt í vænd- um. Æskuár hennar í klaustrinu höfðu liðið við Ijúfa drauma um framtíðina. Vonir hennar og þrár höfðu haldið huga hennar föngn um, og stundirnar höfðu liðið óð- fluga, án þess að hún skynjaði þær. Um leið og hún yfirgaf hina háu múrveggi, sem lukt höfðu um æskudrauma hennar, náðu óskir hennar að rætast og hún kynntist þeirri ást, sem hana er að segja ef þú hefur ekki á móti því að kona bjóði þér! Það lízt mér ljómandi vel á Jóna. hafði dreymt um. Hún hafði kynnzt hetju drauma sinna, orð- ið ástfangin af honum og gifzt, án þess að nokkurt ráðrúm væri til íhugunar. En nú varð hinn undursamlegi veruleiki fyrstu daganna að víkja fyrir hversdagsleikanum, sem batt enda á óljósar vonir og töfra hins óþekkta. Já, hún hafði aldrei framar neitt, sem hún gat hlakk- að til og beðið með eftirvænt- ingu. Hún skynjaði þetta sem óljós vonbrigði, nokkrir drauma hennar höfðu hrunið í rúst. Hún stóð upp og hallaði enninu upp að svalri gluggarúðunni. Þegar hún hafði starað um stund á dökka skýflóka himins- ins, ákvað hún að fara út. Var þetta í raun og veru sama landslagið, sama grasið og sömu trén og verið höfðu í maí? Hvað hafði orðið af sólarglampanum á laufum trjánna og töfrum hinnar grænu grasbreiðu, þar sem fíflar, valmúar og gæsablóm höfðu blómgast og gul fiðrildi sveim- að? Trjástígarnir voru rennblaut- ir af stöðugum haustrigningum og þaktir föllnu trjálaufi. Naktar greinar espitrjánna svignuðu í vindinum. Hún fór alla leið að hrískjarrinu. Þar var dapurlegt eins og í herbergi deyjandi manns. Allt lauf var fallið af grænu limgerðinu, sem aðgreindi krókótta smástíganna, og smá- fuglar flögruðu um með ömur- iegu tísti í leit að skjóli. Álmtrén, sem mynduðu skjól- vegg gegn hafgolunni, linditrén og platanviðartrén voru sem klædd rauðum og gulum hjúpi. Jeanne gekk og fram og aftur eftir gangstíg móður sinnar, með- fram Couillard býlinu. Eitthvert farg lá þungt á huga hennar, eins konar forboði langvarandi leið- inda hins tilbreytingarlausa lífs, sem hún átti fyrir höndum. Hún settist á lækjarbakkann, þar sem Julien hafði játað henni ást sína í fyrsta skipti, og sat þar nokkra stund eins og í leiðslu, án þess að hugsa. Leiðindin hel- Ég hef hugsað mikið um Háu skóga Markús, og mig langar til að segja þér að ég er á þínu máli. tóku hana, hana langaði mest til að leggjast út af og sofna, til þess að flýja ömurleika dagsins. Allt í einu tók hún eftir mávi, sem flaug yfir, borinn af snarpri vindhviðu, og henni varð allt í einu hugsað til arnarins, sem hún hafði séð á flugi i hinum hrika- lega Ota-dal á Korsíku. Hún fékk sting í hjartastað við endur- minninguna um liðna hamingju- stund, og hún sá allt í einu fyrir sér hina fögru eyju með höfgum ilmi sínum, björtu sólskini, gull- roðnum fjallatindum, bláum fló- um og hikalegum gilskorningum straumþungra vatna. Rakt, ömurlegt umhverfið, fall in laufblöðin og gráir skýflók- arnir fylltu huga hennar þung- lyndi. Hún flýtti sér heim til þess að bresta ekki í grát. Móðir hennar dottaði letilega við arininn. Hún var orðin svo vön ömurlegu tilbreytingarleysi langra daga, að hún var hætt að gefa því gaum. Faðir hennar og Julien höfðu farið út að ganga til þess að ræða um viðskiptamál. Það var tekið að kvölda; hálfrokk ið var í stofunni en bjarma lagði frá aringlæðunum. Von bráðar komu þeir barón- inn og Julien. Um leið og barón- inn kom inn, flýtti hann sér að hringja bjöllunni. „Við verðum að fá Ijós sem fljótast! Það er ömurlega dimmt hérna“. Hann settist fyrir framan arin- inn og neri saman lófunum. — Vatnsgufu lagði upp frá blautum og forugum skóm hans við hitann frá arninum. „Ég held, að það sé að koma frost“, sagði hann. „Það er að birta til í norðri og tunglið er fullt“. Hann sneri sér að dóttur sinni. „Jæja, telpa mín, ertu ekki fegin að vera komin aftur heim til gamla landsins — til heimilis þíns og gömlu hjónanna?" Þessi sakleysislega spurning kom Jeanne gersamlega úr jafn- vægi. Hún fleygði sér í faðm föð- ur síns, með augun fljótandi í tár um, og kyssti hann innilega, rétt eins og hún væri að biðja hann fyrirgefningar. Þótt hún reyndi af fremsta megni að sýnast glöð, var henni leitt í skapi, og hana langaði mest til að gefast alveg upp. Henni varð hugsað til þess, að hún hafði hlakkað mjög til endurfundanna við foreldra sína, og henni kom því mjög á óvart sá kuldi, sem nísti allt tilfinninga líf hennar. Þau sátu lengi vfir borðum. Allir voru fámálir. Julien virtist hafa gleymt tilveru konu sinnar. Að loknum kvöldverði sat Je- Þakka þér fyrir Jóna. Þú ert fyrsti stuðningsmaðurinn sem ég hefi hitt síðan ég kom hingað. anne dottandi fyrir framan arin- inn í setustofunni, andspænis móður sinni, sem steinsvaf. Je- anne reif sig upp úr mókinu, er hún heyrði raddir karlmannanna, og spurði sjálfa sig, hvort það ætti einnig fyrir sér að liggja að verða þræll sljóleika vanans, sem ekkert fær breytt. Baróninn færði sig nær eldin- um og ornaði sér á höndum. „Já, eldurinn logar vel núna“, sagði hann brosandi. Það er að koma frost, börnin góð“. Hann lagði höndina á öxl Jeanne og benti á eldinn: „Sjáðu, dóttir góð, þetta er það dýrmætasta í lífinu ,arin- eldurinn og ástvinirnir, sem sitja kringum hann. Ekkert annað skiptir neinu máli. En við ætt- um ef til vill að fara að ganga til hvílu. Þið hljótið að vera úr- vinda af þreytu“. Þegar Jeanne var komin til herbergis síns, spurði hún sjálfa sig, hvernig á því gæti staðið, að tilfinningar hennar væru svo breyttar, þegar hún kom í annað skipti til þessa staðar, sem hún hafði álitið, að sér þætti vænt um. Hvers vegna var henni inn- anbrjósts, eins og hún hefði ver- ið særð djúpu sári? Hvers vegna virtist henni nú húsið og um- hverfið, sem áður hafði átt hlut- deild í hamingju hennar, ömur- legt og þreytandi? 3|Utvarpiö Fimmtudagur 31. marz 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla 1 frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Skriftlærðir og farísear (Benedikt Arnkelsson cand. theol.). 20.55 Einsöngur: Guðmundur Guðjóns- son syngur með undirleik Fritz Weisshappels. a) ,,I dag skein sól“ eftir Pál Isólfsson. b) ,,Minning“ eftir Markús Krist jánsson. c) „Mamma skal vaka“ og „Ave Maria“ eftir Sigurð Þórðar- son. d) „Heimir“ eftir Sigvalda Kalda lóns. e) „Sólroðin ský“ eftir Arna Björnsson. 21.15 Jón frá Pálmholti les frumort ljóð. 21.25 Tónleikar: Þjóðdansar frá ýms- um löndum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (39). 22.20 Smásaga vikunnar: „Vængjað myrkur“ eftir William Heinesen í þýðingu Hannesar Sigfússonar rithöfundar (Þýðandi les). 22.45 Sinfónískir tónleikar: Hljómsveit ríkisóperunnar í Monte Carlo leikur frönsk verk; Louis Frem- aux stj. b)Konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir Poulenc (Ein leikarar: Höfundurinn og Jacques Fevrier). 23.25 Dagskrárlok. Föstudagur 1. apríl. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —. 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd VIII. (Sigurður Þorsteinsson banka- maður). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Halldórs þátt- ur Snorrasonar; síðari hluti (Oskar Halldórsson cand. mag.). b) Vísnaþáttur (Sigurður Jóns- son frá Haukagili.) c) Islenzk alþýðulög. d) Frásöguþáttur: Séð suður yfir (Hallgrímur Jónasson kenn- ari.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (40). 22.20 Erindi: Þrenn vinmæli til Is- lands (Júlíus Havsteen fyrrv. sýslumaður). 22.35 Islenzku dægurlögin: Félag ísl. dægurlagahQfunda sér um þenn- an lið. Hljómsveit Magnúsar Pét- urssonar leikur; Alfreð Clauesn, Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir syngja með hljómsveitinni. 23.15 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Ertu búin að þvo þér um hend- urnar? Þú varst grunsamlega fljót að því! 2) Jú, víst er ég búin — en ég verð að segja þér, að .... 3) .... handklæðið var óhreint áð- ur en ég byrjaði. a r k r ix ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.