Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORCTINPLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1960 JKrogðittMftMft Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík Iramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. IITAN UR HEIMI Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Kemst hann í Hvíta húsið Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FJÁRLÖGIN 1 LÞINGI hefur nú lokið af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1960. Má segja, að hana hafi að þessu sinni borið að með nokkuð sérstökum hætti. Tvö fjárlagafrumvörp voru lögð fyrir Alþingi, hið fyrra af frá- farandi ríkisstjórn til þess að framfylgja þeirri ófrávíkjan- legri reglu að fjárlög skulu jafnan lögð fyrir Alþingi í svipaðan mund og það kemur saman. Síðara fjárlagafrumvarpið var hinsvegar lagt fram af nú- verandi fjármálaráðherra, er Alþingi kom saman að loknu jólaleyfi, í lok janúar. Var nauðsynlegt að flytja nýtt fjárlagafrumvarp, þar sem hið nýja efnahagskerfi hafði í för með sér stórfelld áhrif á fjárreiður ríkisins og stofn- ana þess. Segja má, að eftir hið nýja fjárlagafrumvarp var lagt fyrir Alþingi, hafi afgreiðsla þess gengið mjög greiðlega, undir forystu Gunnars Thor- oddsen, fjármálaráðherra, og Magnúsar Jónssonar, for- manns fjárveitingarnefndar. Fjárveitinganefnd hafði í raun og veru aðeins tæpa tvo mánuði til þess að vinna það geysivíðtæka verk, sem fjár- lagaafgreiðslan jafnan er. Hæstu fjárlög Fjárlög ársins 1960 eru hæstu fjárlcg, sem Alþingi hefur samþykkt. Niðurstöðu- tölur þeirra á sjóðsyfirliti eru rúmar 1500 millj. kr. Er þar gert ráð fyrir, að greiðslu- jöfnuður verði hagstæður um 623 þús. kr. Ríkisstjórnin hef- ur þannig á fyrsta þingi sínu náð því takmarki sínu að af- greiða greiðsluhallalaus fjár- lög, en það hlýtur jafnan að vera markmið hverrar ríkis- stjórnar. Misjafnlega hefur þó tekizt til um það á undan- förnum árum. Verulegur greiðsluhalli varð sum ár vinstri stjórnarinnar. Niðurstöðutölur fjárlaga þessa árs verða 468 millj. kr. hærri en fjárlaga ársins 1959. Hefur verið gerð grein fyrir því á öðrum stað hér í blað- inu, hvernig á þessum hækk- unum stendur. Meginástæða útgjaldaaukningarinnar eru stórfeildar hækkanir vegna fjölskyldubóta og hækkaðra bóta almannatrygginganna, auknar niðurgreiðsluf á verð- lagi, verulega hækkuð fram- lög til verklegra fram- kvæmda, mjög aukin útgjöld vegna fræðslu- og heilbrigðis- mála og ennfremur verulegar hækkanir vegna gengisbreyt- ingarinnar og áhrifa hennar á rekstrarkostnað ríkisins og einstakra stofnana þess. Útþensla ríkisbáknsins stöðvuð Hækkanir þær, sem orðið hafa á heildarniðurstöðutöl- um fjárlaga ársins 1960, spretta þannig ekki af því að ríkisbáknið hafi haldið áfram að þenjast út. Þvert á móti hefur útþensla þess verið stöðvuð. Fjármálaráðherra og hinni nýju ríkisstjórn hefur hinsvegar ekki ennþá gefizt tóm til þess að framkvæma verulega samfærslu eða sparnað í rekstrarútgjöldum ríkisins og stofnana þess. — Slíkt hlýtur að taka nokkurn tíma. En það er áform hins nýja fjármálaráðherra að koma á verulegum umbótum í þessum efnum. Til þess ber og brýna nauðsyn. Hið fá- menna og févana íslenzka þjóðfélag getur ekki risið undir óhóflegum rekstrar- kostnaði, sem leiðir af of- stjórn á ýmsum sviðum þjóð- lífsins. Þjóðin verður að sníða sér stakk eftir vexti, einnig að því leyti er snertir út- gjöld ríkisins og stofnana þess. Verklegar framkvæmdir Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á því, að í fjárlögum þessa árs er tekið . fullt tillit til þarfa þjóðarinn- ar fyrir verklegar fram- kvæmdir og margvíslegar umbætur í þágu framleiðsl- unnar. Þannig má t. d. benda | á það, að framlög til vega- og i brúagerða hækka verulega. Ennfremur hækka framlög til raforkuframkvæmda og hafn- argerða. Framlög til nýrra skólabygginga hækka einnig verulega. En á það má benda í sam- bandi við hin háu fjárlög, að ekki virðist stjórnarandstæð-! ingum, Framsóknarmönnum I og kommúnistum, hafa fund- J izt þau vera nægilega há. Þeir j fluttu tillögur um 100 millj. I kr. hækkanir á útgjöldum | fjárlaganna. En sem betur fer j voru stjórnarflokkarnir mjög j samhentir í afgreiðslu þeirra. Hinar ábyrgðarlausu yfirboðs . tillögur Framsóknarmanna og kommúnista voru allar felld- ar. Þannig tókst að tryggja það að fjárlög ársins 1960 ( væru afgreidd greiðsluhalla- laus. f JÚLÍ I sumar mun Demókrata- flokkurinn í Bandaríkjunum halda þing mikið í Los Angeles, þar sem ákveðið verður hvern ílokkurinn býður fram við for- setakosiiingarnar, sem fram eiga að fara í haust. En áður en það þing verður haldið, fara fram prófkosningar í rikjunum um það hvern frambjóðanda fulltrúar hvers ríkis eiga að styðja á þing- inu. MIKILL SIGUR Einar slíkar prófkosningar hafa farið fram og voru þær í New Hampshire ríki, sem liggur milli Massaohusetts og Maine nyrzt á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar vann Joihn F. Kenndy, öldungar- deildarþingmaður Demokrata frá Massaohusetts mikinn persónu- legan sigur og jók verulega mögu leikana á því að verða kjörinn /rambjóðandi flokksins við for- setakosningarnar. Hann fékk alls 42,969 atkvæði, eða tvöfalt það atkvæðamagn sem Estes Kefauv- er, frambjóðandi Demokrata, fékk árið 1956 og 6.000 atkvæð- um meira en Stevenson og Kef- auver fengu samanlagt árið 1952. Einasti andstæðingur Kennedys við þessar kosningar var Paul nokkur Johnson, sem fékk 6.700 atkvæði. Ekki er að vísu beint að John F. Kennedy marka þessi úrslit, því enginn af hinum hættulegu andstæðingum Kennedys, þ.e. Hubert Hump- hrey, Lyndon Johnson, Stuart Symington eða Wayne Morse, buðu sig fram í New Hampshire. Kennedy meðal En hinn 5. apríl n.k. fara fram prófkosningar í Wisconsin, þar sem þeir Humphrey og Kennedy mætast 1 fyrsta sinn. FÉKK PULITZER-VERÐLAUNIN John F. Kennedy er 42 ára gam all. Faðir hans var sendiherra í London í tíð Roosevelts forseta, en honum samdi ekki við forset- ann. Mun það vera skýringin á því að Eleanor Roosevelt hefur ekki verið hlynnt syninum. Kennedy er frá Boston, er ka- þólskur og af írskum ættum eins og algengt er um íbúa þeirrar borgar. Hann hefur mikinn áhuga á sögu og bókmenntum og hefur skrifað bækur um þau mál. Ein af bókum ,hans er ævisagnasafn sem hann nefnir , ,Profiles in Courage", en fyrir þá bók fékk hann Pulitzer-verðlaunin árið 1957. STJÓRNMÁL Stríðsárin var hann í banda- ríska flotanum, en að þeim lokn- um hófst stjórnmálaferill hans. Það mun kosta skilding að standa í kosningabaráttu í Banda ríkjunum, en John Kennedy átti ríkan föður, sem sett hafði til hliðar einnar milljón dollara sjóði handa hverju af níu börn- um sínum. Arið 1946 var Kennedy kos- inn fulltrúadeildarþingmaður í Massashusetts og sex árum seinna sigraði hann frambjóðanda Repu- blikana við öldungadeildarkosn- kjósenda ingarnar, en sá var Henry Cabot Lodge, sem nú er sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Var Kennedy síðar endurkosinn árið 1958 með mikl um meirihluta atkvæða. í kosningabaráttu sinni nú hef- ur Kennedy gert verksvið forset- ans að baráttumáli. Hann telur eins og raunar fleiri, að Eisen- hower hafi reynzt of atkvæða- lítill forseti, sem hafi misskilið hlutverk sitt í grundvallaratrið- um. ANNAR KAÞÓLSKUR Mikið hefur verið rætt um trú arbrögð Kennedys. Enginn ka- þólskur hefur énn verið kjörinn forseti í Bandaríkjunum. Aðeins einu sinni hefur frambjóðandi verið kaþólskrar trúar, en það var A1 Smith, frambjóðandi Demókrata 1928, sem tapaði fyrir Herbert Hoover, forsetaefni Repu blikana með 87 kjörum gegn 444. Síðan hafa það verið óskrifuð lög að tilgangslaust væri að bjóða fram þaþólska. Bandarískir mót- mælendur líta Páfastólinn horn- auga og mundu margir hverjir álíta það þjóðarógæfu ef kaþól- skur maður yrði forseti. En Kaþólskir í Bandaríkjun- um eru um 36 milljónir og ef þeir finna það að Kennedy á að gjalda trúar sinnar, gæti það orð ið til þess að þjappa þeim saman og styðja hann, hver svo sem stjórnmálaskoðun þeirra er. Kennedy er ágætur ræðumað- ur og baráttumaður, sem er gædd ur þeim hæfileika að hitta oft naglann á höfuðið. Ef honum tekst að fylgja eftir sigri sínum í New Hampshire og sannfæra þing Demókrata um að hann sé líklegastur til sigurs, er ve nugsanlegt að Hvíta Húsið fái yngsta húsbónda sinn til þessa. Sívaxandi krötur Skota um víkkun land- helginnar FRA ÞVl hefur verið skýrt í Mbl. að Skotar hafi stofnað sitt eigið landbúnaðar- og Eiskimálaráðuneyti í Edin- borg. Er það ljóst orðið, að Skotar eiga erfitt með að sætta sig við stefnu Englend- inga í landhelgismálunum. Mega þeir nú horfa upp ú það, að ásókn erlendra skipa eykst stöðugt inn á fjörðum og fló- um Skotlands, svo að skozkir fiskimenn komast varla að fyrir útlendingunum. Fylgir þessu hættuieg rányrkja fiski- miðanna. Fyrir nokkru varð sá at- burður í Clyde-flóa, að út- lendir togarar, þ. e. frá Frakk- landi fóru illa með skozka dragnótabáta. Toguðu þeir á ósvífnasta hátt yfir dragnæt- ur skozku bátanna og eyði- lögðu þær. Er eðlilegt, að þetta framferði hinna útlendu togara hafi vakið megna gremju meðal skozkra fiski- manna og ýtir þetta undir kröfur þeirra um að skozk landhelgi verði stækkuð og heimafiskimönnum tryggður einkaréttur til fiskveiða á sem breiðustu belti við ströndina. Heyrast nú háværar raddir um þetta bæði í skozkum blöðum og útvarpi. Það hefur jafnframt komið í ljós, að brezkum togara- mönnum í Grimsby og Hull, er mjög illa við þessa kröfu- gerð Skota. Telja þeir það hina rnestu ósvinnu, að Skotar skuli vekja máls á þessu á óheppilegasta tíma, einmitt þegar landhelgisráðstefnan í Genf er að hefjast. Segja þeir að engu sé líkara en að Skotar séu að reyna á lúalegasta hátt að grafa undan stefnu brezku stjórnarinnar í land- helgismálunum. Aniiar wisky-bruni í Glasgow GLASGOW, 29. marz. — í nótt varð stórbruni í hafnarhverfum Glasgow, mesti bruni, sem orðið hefur á friðar tímum í Bretlandi síðan 1666. 19 brunaverðir létu lífið og áætlað er, að tjónið hafi numið sem svarar 14 milljónum dollara. Þetta er í þriðja sinn á skömm- um tíma, að stórbruni verður við höfnina í Glasgow. Nú, eins og síðast, kom eldurinn upp í wisky- birgðageymslum og flæddi log- andi wisky um nærliggjandi göt- ur þegar kom fram á morgun. Breiddist eidurinn til fleiri vöru. húsa og lagði jafnframt nokkrar verksmiðjur í rúst. Um 55.000 gallon af wisky fóru til spillis í þessum bruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.