Morgunblaðið - 23.04.1960, Side 14

Morgunblaðið - 23.04.1960, Side 14
14 MORCIHS BL AÐIÐ Laugardagur 23. apríl 1960 — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. ert launungarmál, að slíkar fljúg andi miðunarstöðvar geta haft mikla hernaðarlega þýðingu. ekki sízt fyrir bandaríska kaf- bátaflotann, sem verið er að út- búa með tilliti til þess, að kaf- bátarnir geti skotið eldflaugum á höfum úti, h.vort heldur frá yfirborði eða úr kafi. k Það tókst í fyrsta sinn nú á dögunum að skjóta eldflaug frá kafbáti undir yfirborði sjávar Auðvitað er það mikilvægt fyrir kafbátaforingja, sem fær skipun um að skjóta eldflaug að ákveðnu marki, að geta vitað stöðu sína á hafinu með sem mestri ná- kvæmni, en með miðunarstöðv- unum fjórum, sem Bandaríkja- menn hyggjast koma á braut um jörðu, verður hægt að gera svo nákvæmar staðarákvarðanir, að varla getur skeikað meira en 200 til 500 metrum til eða frá. Er það miklu meiri nákvæmni en hægt er að ná með radíómiðun- um eða með viðmiðun við sól og stjörnur. lægist, „tognar úr“ bylgjunum — tónninn lækkar, hnígur. Á þessu byggjast fyrst og fremst mögu- leikarnir til þess að nota gervi- hnetti til leiðsögu .ikipa og flug- véla. (Sjá skýringarmynd hér á véla. (Sjá skýringarmynd á bls. 12). — Tveir til viðbótar Sem fyrr segir, binda menn miklar vonir við þessa fyrstu til- raun, sem nú er gerð. Dr. Ric- hard Kershner segist ætla, að senda þurfi upp tvo tilrauna- hnetti í viðbót, áður en hinir eig- inlegu miðunarhnettir verða sendir á braytir sínar, en tveir þeirra munu væntanlega ganga um miðbik jarðar — hinir tveir yfir heimskautin. Ættu skip og flugvélar hvarvetna í heiminum ávallt að geta „haft samband við“ a. m. k. einn þeirra. — Eitt af hlutverkum Transit I-B verður að rannsaka nánar en áður hefir tekizt, hver áhrif jónhvolfið, hið rafmagnaða belti umhverfis jörðu, hefir á útvarpsbylgjur — annað það, að veita nákvæmar upplýsingar, sem ekki hafa áður fengizt, um lögun jarðarinnar. ★ Byggt á gömlu lögmáli Þegar hinar fjórar miðunar- stöðvar úti í geimnum eru orðnar að veruleika — sem ekki er á stæða til að draga í efa, að verða muni — mun það ekki reynast verulegt vandamál að búa skip og flugvélar nauðsynlegum tækj- um til þess að þau geti notað sér hinar nýju „leiðarstjörnur". Ekki treystist sá, sem þetta ritar, til þess að skýra á viðhlítandi hátt, hvernig staðarákvörðun með hjálp slíkra miðunarstöðva fer fram — en lykillinn að öllu kerfinu, ef svo mætti segja, er lögmál, sem reyndar hefir verið þekkt meira en öld, Doppler- breytingarlögmálið, kennt við austurríska eðlisfræðinginn Cþristian Doppler, sem setti það fram árið 1842. — Lögmál þetta, sem fjallar um breytingar á öldutiðni, gildir jafnt um lj 5s-, hljóð- og útvarpsbylgjur, en breytingarnar eru háðar hreyf- ingum bylgjuvakans til eða frá. k Við getum tekið dæmi, sem skýrir meginatriði þessa lögmáls ljóslega: — Hugsum okkur, að við stöndum á járnbrautarstöð. Þar stendur lest og þeytir eim- flautu sína. Við heyrðum stöðug- an tón — í ákvæðinni hæð. Önnur lest er á leiðinni — og við heyr- um, hvemig flaututónninn hækk ar smám saman, unz hann nær hámarki um leið og lestin þýtur íram hjá. Eftir því sem lestin fjarlægist síðan á ný, lækkar tónninn aftur. — Sem sagt, þeg- ar hljóðvakinn hreyfist í áttina til þess, sem hlustar, þjappast hljóðbylgurnar saman, ef svo mætti segja, tónninn fer .stig hækkandi. — Þegar hann fjar- Bandaríkjamenn bjartsýnir Hin vel heppnuðu „geimskot' Bandaríkjamanna að undanförnu hafa á ný vakið bjartsýni þjóð- arinnar á það, að takast megi að lokum að ná Rússum í kapphlaup inu — en eftir tunglskot þeirra síðarnefndu rikti bölsýni í Banda ríkjunum — og raunar hvarvetna í hinum vestræna heimi — á það, að nokkur gæti keppt við Rúss ana á þessu sviði. — Nú þykir hins vegar sem Bandaríkjamenn hafi sýnt það, að þeim sé treyst- andi til að vinna upp bilið, sem skilur þá og hina sovézku keppi- nauta þeirra. — Að vísu má segja, að hinar. bandarísku til- raunir séu ekki eins stórkostleg- ar og þeirra Sovétmanna — en flestir munu geta fallizt á, að þær hafi þeim mun meira og al- mennara gildi í sambandi við vísindalegar rannsóknir. Til gamans og fróðleiks má loks geta þess, að síðan Rússar tóku forystuna í geimkapphlaupinu, eða raunar hófu það fyrir alvöru, með Spútnik 1, hafa Bandaríkja- menn komið 17 gervitunglum á braut um jörðu — Rússar 4. — Átta þessara bandarísku gervi- tungla svífa enn um ómælisvíð- átturnar þar úti — aðeins Lúnik Rússanna, sem tók myndirnar frægu af „bakhlið“ tunglsins, er enn á lofti. — Eru þá loks ótald- ar gervipláneturnar 4, sem nú ganga um sólu — 2 frá hvorum keppinautanna. Og loks liggur brak úr rússneskri eldflaug ein- hvers staðar á tunglinu — hinir einu „minjagripir, sem sá tryggi förunautur móður jarðar hefir fengið frá börnum hennar. — Innrásin i Noreg Framh. af bls. 13 vegna þess, að „ef Bretar loka flutningaleiðinni frá Noregi þá er hergagnaiðnaður okkar í rúst- um og við verðum að fara að berjast með trékylfum". Ekki bætti heldur úr skák, að Quisl- ing kom til Berlínar í desember 1939 og skoraði á Hitler að koma og vernda Noreg, því að „aug- ljóst væri að norska stjórnin Í myndi ganga í lið með Bret- um.“ Þann 27. janúar 1940 var skip- uð sérstök nefnd undir forsæti Keitels hershöfðingja til að rann saka nónar leiðir til hertöku Noregs. Komst sú nefnd fljót lega að raun um, að við innrás í Noreg yrði óhjákvæmilegt að taka Danmörku -til að tryggja flutningaleiðirnar. Allt var þetta þó óákveðið hjá Þjóðverjum, þar til þeir fréttu af fyrirætlunum Breta og Frakka um að hjálpa Finnum. Þá var endanleg á- kvörðun tekin og Hitler kallaði 20. febrúar á sinn fund hers höfðingjann Nikolaus von Falk- enhorst og fól honum yfirstjórn innrásarfyrirætlananna. Studdlst við Baedeker Það er nú talið augljóst, að fréttirnar í stríðinu af fimmtu- herdeildarmönnum Þjóðverja í löndum þeim, sem þeir réðust inn í, hafi verið ákaflega mikið ýktar, eins og margt annað í áróðursskyni. Menn verða að íhuga það, að hitinn og hatrið í heimsstyrjöldinni var svo mikið, að báðir aðilar beittu í ríkum mæli ýktum og upplognum áróðri. Það virðist t. d. ljóst, að innrásarundirbúningurinn í Dan mörk og Noreg varð að fara svo leynt, að hérinn þorði ekki að leita eftir eða notfæra sér víð- tæka þekkingu fjölda Þjóðverja, sem höfðu dvalizt í Noregi lengri eða skemmri tíma. Þeir gátu heldur ekki byggt á neinni veru- legri njósnastarfsem: og Falken- horst hershöfðingi hefur skýrt frá því, að allar upplýsingar þýzka herforingjaráðsins af sam- göngum og staðháttum í Noregi hafi verið mjög af skornum skammti. Falkenhorst segist sjálfur hafa stuðzt við hina al- kunnu leiðsögubók ferðamanna, Baedeker. Innrásarfyrirætlanimar í Dan- mörk og Noreg gengu undir dul- málsorðinu „Weseræfing." Þann 1. marz hafði Falkenhorst lokið skipulagsskýrslu og farið var að safna skipum og liði í þýzkum höfnum. f kvöld verður sýnt leikritið „Beðið eftir Godot“ í Iðnó. — Myndin sýnir Árna Tryggvason og Brynjólf Jóhannesson í hlutverkum sínum. En samleikur þeirra er eitt af því bezta, sem sézt hefur á íslenzku leiksviði. Þeir sem hafa hug á að sjá þessa sýningu, eru beðnir að athuga að sýningar verða örfáar. — Þýzka flutningaskipið „Hanse- stadt Danzig“ og ísbrjóturinn ,Stettin“ sigldu inn á höfnina hlaðin herliði. Hinir þýzku her- menn stigu uþp á vörubílana, óku inn í borgina og tóku alla þýðingarmestu staði á sitt vald, þeirra á meðal konungshöllina. íbuð til sölu Hertaka Danmerkur Hertaka Danmerkur reyndist ákaflega auðveld, m. a. vegna barnalegs trausts Dana á vernd hlutleysisins. Þeir höfðu bók- staflega engan viðbúnað til að verja land sitt. Og að morgni 9. apríl pantaði þýzki konsúllinn í Kaupmannahöfn nokkra vöru- bíla, sem áttu að koma niður að ákveðnum stað í höfninni. Aætlunin ruglaðist í Oslófirði Hertaka Noregs var að sjálf- sögðu miklu flóknari og erfiðari viðfangs, ekki sízt vegna þess, að langa leið var yfir sjó að sækja og Þjóðverjar miklu veik- ari á sjónum en Bretar. Nákvæm áætlun var gerð um það hve- nær hvert herflutningaskip legði úr höfn, eftir siglingahraða hvers um sig, en hvert þeirra skyldi vera komið á ákvörðun- arstað í morgunsárið 9. apríl. Þetta fór næstum því allt eftir áætlun. Þjóðverjar hernámu hverja hafnarborgina á fætur annarri við litla mótspyrnu, Kristjánssand," Halden Stafang- ur, Haugasund, Björgvin, Þránd- heim. Það var aðeins á tveimur stöðum, sem áætlunin ruglaðist. Það var fyrst og fremst í Osló. Þjóðverjar mættu mjög sterkri mótspyrnu í mynni Oslóarfjarð- ar og sökkti fallbyssuvirkið Ósk- arsborg þýzka beitiskipinu Bliicher kl. 5,20 um morguninn. Það er talið að þessi atburður 4ra herbergja ibúð í Hlíðarhverfi er til sölu nú þegar. Þeir, sem óska nánari uppl. sendi bréf í pósthólf 1323. OKXUR VAHTAR SENDISVEIN eða sendisveina, hálfan eða allan daginn. Uppl. á skrifstofu okkar að Skúla- götu 33. VlkAN AUGLYSING fra Bæjarsíma Reykjavíkur Athygli simnotenda skal vakin á því að þegar sím- notandi hringir í símanúmer og leggur heyrnartóljð á áður en símtali er lokið rofnar sambandið sam- stundis. Munið að leggja ekki heyrnartólið á fyrr en símtali er lokið. Skiptafundur í þrotabúi Povl Hansen, Frakkastíg 24, hér í bæn- um, og íormans SKJÓLAKJÖRS, Nesveg 33, verður haldinn í skrifstofu borgarfógeta Tjamar- götu 4, mánudaginn 25. apríl 1960 kl. 2 s.d. Verða þá teknar ákvarðanir um ráðstöfun eigna búsins. Skiptaráðandinn í Reykjavík. Kr. Kristjánsson hafi munað því, að Hákon Nor- egskonungur og norska stjórnin komust undan úr borginni, því að um borð í Blucher voru storm sveitir þær sem áttu að um- kringja konungshöliina. Konungur og ríkisstjórn fóru úr borginni kl. 9,30 og um líkt leyti var þýzkt fallhlífarlið að taka Fornebu-flugvöll. Ótrúleg taka Narvíkur Djarfasti liðurinn í innrásar- aðgerðum Þjóðverja var taka Narvíkur. Hvorki Reynaud for- sætisráðherra Frakka né Chamb- erlain forsætisráðherra vildu trúa því, þegar þeim barst frétt- in af töku járnhafnarinnar, að hún gæti verið rétt. Chamber- lain stafhæfði að þetta væri prentvilla, hér hlyti að vera átt við Larvík í Suður-Noregi. Bæði var Narvík í órafjar- lægð frá Þýzkalandi og svo hafði öflug brezk flotadeild verið að leggja þar tundurduflum daginn áður. Þjóðverjar sendu tíu hrað- skreiðustu tundurspilla sína til Narvík og um borð í þeim fjalla herdeild undir stjórn hins mikla stríðskappa Dietl. Það var frið- samlegt í bænum, þegar tund- urspillarnir sigldu inn á höfn- ina í næturmyrkrinu. Vitarnir lýstu herskipunum meira að segja leiðina inn og á skammri stundu var bærinn á valdi Þjóð- verja og norska setuliðið hafði gefizt upp. En hérna bilaði áætl- un Þjóðverja, flutningaskipum, sem áttu að flytja vistir til hers- ins í Narvík, seinkaði og það munaði því, að brezku herskip- in, sem voru þarna á vakki, lokuðu innsiglingunni og skorti þýzka herliðið nú algerlega vist- ir og átti mjög í vök að verjast. Þegar ljóst varð að hverju stefndi í Noregi, innrás Þjóð- verja var hafin, steig herlið Bandamanna enn um borð í skip in í skozkum höfnum. Það var siglt til vesturstrandar Noregs og gengið á land í bænum Án- dalsnes í Raumsdal. En sá her hafði ekki vopnaútbúnað til að mæta Þjóðverjum. Bardagarnir um Noreg voru hafnir og stóðu þar til Þjóðverjar réðust vestur um Niðurlönd og Frakkland. Þá tímdu Bandamenn ekki að sjá lengur af hernum uppi í Noregi og fluttu hann brott. Þ. Th. (Að nokkru stuðst við styrjald- arsögu Joe Heydecker).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.