Morgunblaðið - 27.04.1960, Síða 4

Morgunblaðið - 27.04.1960, Síða 4
4 MORGV1SB1 4 ÐIÐ Miðvikudagur 27. apríl 1960 Bifreiðaeigendur Vantar hedd í Moskwitch ■S5. — Upplýsingar í síma 54, Hveragerði. Herbergi 2 reglusama menn vantar herbergi i Hafnarfirði, sem fyrst. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Reglusamir-3094“. Keflavík íbúð óskast, 2—3 herbergi og eldhús. — Upplýsingar í síma 1662. Athug'ið! Óska eftir að kaupa notað, gott píanó. Tilb. sendist afgr. Mbl. í Keflavík, merkt „2141 — 1503“. Stúlka óskast á ljósmyndavinnustofu Týli Vön stúlka gengur fyrir. Uppl. Laugavegi 16, 3. hæð. Simi 24054. 3ja herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Barn- laus. Tilb. merkt: „Reglu- semi-1388 — 3103“, óskast sent á afgr. Mbl., fyrir 3. maí. — íbúð Reglusöm hjón óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð strax eða 14. maí. Fyrirfram- greiðsla möguieg. Sími 24904. — íbúð 2ja herb. íbúð óskast sem állra fyrst. Einhver fyrir- iframgreiðsla. Barnagæzla einu sinni í viku. Uppl. í síma 32722 eða 35183. Bíll Nýr Opel Caravan óskast í skiptum fyrir ’55 model. Upplýsingar í síma 18037, kl. 11,30—1. íbúð óskast 2—4 herb. Tvennt fullorðið í heimili. Fyrirframgreiðsla Tilb. merkt: „3099“, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir laugardag. < Til sölu Vegna brottflutnings er heyhlaða mín og fjárhús til sölu. Upplýsingar í síma 10437. — Barnavagn Nýlégur barnavagn, Fede- gree til sölu að Rauða- læk 47, kjallara, austur- enda. Upplýsingar í síma 35754. — Ráðskona óskast í Borgarfjörðinn. Tilboð merkt „Trúverðug — 3213“ sendist blaðinu fyrir föstu- dagskvöld. Til sölu er Ford Consul ’57, er verð ur til sýnis að Reynimel 53 í dag og næstu daga. \ Kápur Nokkrar nýjar kápur til sölu með taekifærisverði. — Sími 32689. — I dag er miðvikudagurinn 27. apríl, 118. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 06:15. Síðdegisflæði kl. 18:33. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hrmgmn. — Læknavörður L..R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Síml 15030. Vikuna 23.—29. apríl er næturvörður í Ingólfsapóteki. Næturlæknir í Hafn- arfirði verður þá viku Olafur Einars- son, simi 50952. Næturlæknir í Hafnarfirði er Olaf- ur Einarsson, sími 50952. Næturlæknir á föstudag Kristján Jóhannesson, sími 50056. Ljósastofa Hvítabandsins Fornhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. □ Gimli 59603287 — Lokaf. I.O.O.F. 7 = 1414278V2 = Listamannaklúbburinn í Baðstofu Naustsins er opinn 1 kvöld. Kvennadeild Sálarrannsóknarfélags >lands heldur aðalfund sinn í kvöld 1. 8,30 í Garðastræti 8. Konur loftskeytamanna halda bazar maí. Munum sé skilað fyrir 1. maí .1 Láru Hákonardóttir, Hrísateig 1, igríðar Guðmundsdóttur, Bárugötu 36, ilju Magnúsdóttur, Hringbraut 56, órunnar Sigurðardóttur, Tjarnarbraut Hafnarfirði og Súsönnu Bachmann, ækjarkinn 2, Hafnarfirði. er í Cork. — Litlafell er á leið til R- víkur. — Helgafell átti að fara 25. þ.m. frá Hamborg til Rvíkur. — Hamrafell fór 25. þm. frá Batum áleiðis til Rvíkur. H.f. Jöklar: — Drangjökull var á Akranesi í gær. — Langjökull er í Aarhus. — Vatnajökull er í Ventspils. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla fór frá Vestmannaeyjum 23 þ.m. áleiðis til Svíþjóðar og Finnlands. — Askja er væntanleg til Keflavíkur 28. þ.m. frá Spáni. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er væntanleg til Rvíkur árd. í dag. — Esja er á Austfjörðum á suðurleið. — Herðu breið er í Rvík. — Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. — Þyrill er í Rvík. — Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. — Baldur fer frá Rvík í dag til Sands, Gilsfjarðar- og Hvamms fjarðarhafna. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- >ss fór 25. þ.m. frá Warnemunde til úlden. — Fjallfoss er í Rvík. — Goöa- >ss fór 1 gær frá Stykkishólmi til estmannaeyja. — Gullfoss er í Kaup- lannahöfn. — Lagarfoss er á leið til víkur. — Reykjafoss fer frá Hamborg dag til Hull. — Selfoss fór frá Eski- rði í gær til Hull. — Tröllafoss er á :ið til New York. — Tungufoss fer frá kureyri í dag til Hjalteyrar, Siglu- arðar og Raufarhafnar. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á kranesi. — Arnarfell er í Rvík. —* Skulfell er á Hornafirði. — Dísarfell io riteaM Tí glEai'1/ ;iimii J ílllli 'k 18 Lárétt: — 1 hlýjuna — 7 bönd- in — 10 óhreinindi — 11 á — 12 tveir eins — 14 ósamstæðir — 15 sigir — 18 flatir. Lóðrétt: — 1 ógnar — 2 ílát — 3 óhreinindi — 4 vætir — 5 púk- ana — 8 peningar — 9 fyrir neð- an — 13 nóra — 16 sukk — 17 ósamstæðir. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: — 1 skakkur — 6 lúi — 7 aukalag — 10 trú — 11 inn — 12 at — 14 gá — 15 illur — 18 snauðar. Lóðrétt: — 1 skata — 2 álku — 3 kúa — 4 kili — 5 ragna — 8 urtin — 9 angra — 13 ólu — 16 la — 17 úð. Á SUNNUDAGINN var efndu Skátafélögin í Reykjavík til skátaskemmtunar á svæðinu framan við Austurbæjarbarna- skólann. Var kveiktur varðeld- ur og sungið, og ýmis skemmti- atriði fóru fram uppi á skóla- brúnni. Þegar blaðamaðut kom þar að, hafði safnazt saman mik- ill fjöldi skáta á öllum aldri. Höfðu sumir ljósálfar og yngri skátastúlkur haft með sér teppi til að auka á útilegublæinn, en þær komust brátt að raun um að teppi og bál er ekki nóg, jörðin var blaut og svæðið tæp- ast nægilega hreint til að leggja þar teppi. En hvað um það, það var greinilegt að allir voru reiðu búnir til að skemmta sér og skát arnir sungu af hjartans lyst. Við komum auga á ungan mann í brúnum jakka skreytt- um alls kyns merkjum og réð- um af því að hann væri ein- hvers konar foringi. Þetta reynd ist vera Magnús Stephensen, tví- tugur húsasmíðanemi og einn af tíu stjórnendum Skátafélags Reykjavíkur. — Þar af hafa fimm menn beint með starfsemina að gera og skiptum við með okkur verk- um. Eg hef t.d. umsjón með tóm stundastarfftemi, fundarhöldum og búningum, svo eru aðrir sem stjórna skemmtunum og ferða- lögum o. s. frv. — Er þessi varðeldur haldinn af einhverju sérstöku tilefni? — Þetta á að vera hinn fyrsti sérstaki skátadagur, sem hald- Hver veit nema heimsendir sé í kvöld. — Robert Browning. Það er ávallt eitthvað hlálegt við fortíðina. — Max Beerbolm. inn verður árlega fyrsta sunnu- dag í sumri, Áður höfðu skát- arnir einir sumardaginn fyrsta og það var ekkert ánnað um að vera í bænum þann dag, en skátaskemmtanir. Síðan kom Sumargjöf og höfum' við því ákveðið að breyta um á þennan hátt. Við munum því ekki oft- ar fara í skrúðgöngu til sér- stakrar skátamessu, enda eru skátarnir orðnir svo fjölmennir að þeir komast ekki allir I tvær stærstu kirkjurnar í bænum. — Hvað voru margir skátar í göngunni á sumardaginn fyrsta? — Um það bil 2200. í framtíð- inni er ætlunin að hver deild gangi í hóp til sinnar kirkju. Dreifast þá skátarnir nokkurn veginn jafnt á milli kirknanna í bænum. Á skátadeginum á aft- ur á móti að sýna eiithvað frá vetrarstarfinu, fiytja skemmti- atriði og syngja. Sennilega höf- um við áfram varðeld, þó hann njóti sín varla í svo miklu fjöl- menni. — Hvenær varðst þú skáti, Magnús? — Þegar ég var 14 ára. — Og hver finnst þér nú mesti kosturinn við þennan félags- skap? — Það er sennilega mesti kost- urinn, að hver einstakur ung- lingur hefur sitt verk að vinna, við komum ekki hingað sem á- horfendur eingöngu, heldur tök- um þátt í starfinu. Annars háir húsnæðisskorturinn starfseminni töluvert. Skátaheimilið er nokk- uð dýrt í rekstri, þarfnast mik- illar upphitunar og við verðum að leigja það út fyrir skemmt- anir og annað til þess að geta haldið því, og þá takmarkast það rúm sem við getum haft fast fyrir starfsemina. Einnig skort- ir nokkuð foringja. Menn hafa orðið svo lítinn tíma r.il að sinna þessum málum, þegar þeir eru komnir um og yfir tvítugt. Þið vinnið nokkuð að tóm- stundastarfsemi? — Tómstundastörfin hafa ver- ið unnin í sambandi við Æsku- lýðsráð, en I sumar verða þau meira á okkar vegum. Ætlunin er að hafa hér opið I sumar tómstundaheimili fyrir unglinga, jafnt skáta sem aðra. Verður einn salur tekinn fyrir setustofu, með smábókasafni, hljómplötutækjum og sennilega verða haldnar vikulegar dans- skemmtanir. Við höfum góða von um að því verði vel tekið, ef dæma má eftir aðsókn að tómstundaiðju yfirleitt. JUMBO Saga bamanna •right P. I. B Box 6 Copenhogen Það var komið kvöld og orðið dimmt — og bæði Júmbó og Teddi voru dálítið myrktælnir. — Sjáðu, þarna er ljós, Júmbó, sagði Teddi. — Þar býr áreiðanlega einhver, sem við getum spurt til vegar. Þeir stauluðust upp tröppurnar, og Júmbó tók í bjöllustrenginn til þess að hringja. — Það vildi ég, að hér byggi reglulega gott fólk, and- varpaði hann, um leið og hann kippti í strenginn. Júmbó var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu, en dyrunum var hrundið upp og herra Ugla rak höf- uðið fram í gættina — þorpararnir ykkar! skrækti hann. — Hvað á það að þýða að vera að.svona fíflalátum um miðja nótt? ☆ FERDIIMAIMD ☆

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.