Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. apríl 1960 Hare þegir um herskip GENF, 26. apríl. Einkaskeyti írá Þ. Th. Ég ræddi í kvöld við Nolsoe, einn af Færeying- unum hér. — Sagði hann, að þar sem bræðingurinn hefði ekki náð samþykki, teldu menn að samningur- inn við Breta um aðeins fimm ára söguréttindi við Færeyjar væri úr sögunni. Hins vegar mundi þá gilda samningur sá, sem Danir gerðu áður við Breta, um tólf mílna fiskilögsögu án nýrra grunnlína. ★ Nolsoe kvaðst, sem margir aðrir, búast við því, að Norðmenn myndu nú skjótlega eftir ráðstefnuna lýsa yfir 12 mílna fiskiland helgi. Sjómenn í Norður- Noregi hefðu fengið loforð um það, ef ráðstefnan yrði árangurslaus — og yrði varia hægt að bregðast því loforði. — Ég gat ekki náð- tali af Gundersen, fulltrúa Noregs. ★ Blaðamenn hafa í allan dag reynt að fá John Hare til að svara því hvort Bret- ar muni senda herskip á Is- Lokin i Genf Framhald af bls.- 1. „Mótmæli“ Líbanons Þegar næturfundinum var frestað kl. tæplega 1, voru full- trúar fjögurra landa á mælenda- skrá: Kolumbíu, fsraels, Líban- ons og Mexíkó, og var ákveðið þeirra vegna, að fundur skyldi hefjast kl. 10 að morgni, en at- kvæðagreiðsla átti að byrja kl. hálf ellefu. — Þegar sá tími kom svo í morgun, átti aðeins Robles frá Mexíkó eftir að tala —■ og gaf Wan prins honum ekki orðið. — Kom þar kannski fram sem stund um áður hatrið, sem virðist vera milli þeirra, en Wan prins hefur oft notað vald sitt til þess að varna Robles máls. Nokkra athygli vakti stutt ræða Líbanonsfulltrúans, sem sagði, að þar sem lögð væri svo feikileg áherzla á að þröngva til- lögu Bandaríkjanna og Kanada fram til samþykkis myndi Líban- on ekki snúast gegn henni, og þá ekki heldur taka neinn þátt í at- kvæðagreiðslunni. Litu margir á þetta sem mótmæli gegn þeim „pressuaðgerðum", sem Banda- ríkin hafa beitt í málinu. íslenzku tillögurnar Þá er að geta um gang at- kvæðagreiðslunnar á árdegis- fundinum. — Tillaga Islands, sem samþykkt var í nefnd, kom fyrst til atkvæða, og var hún nú felld með 37 atkvæðum gegn 25, en 26 sátu hjá. — Þessi ríki greiddu atkvæði með tillögunni: Argentína, Burma, Kambodja, Kúba, Ekvador, Eþíópía, Gínea, ísland, Indónesía, írak, Jórdan- ía, Líbanon, Líbería, Líbýa, Mexíkó, Marokkó, Paraguay, Perú, Saudi-Arabía, Súdan, Tún- is, Arabíska sambandslýðveldið, Venezúela, Jemen og Júgóslavía, sem ein Evrópuríkja fylgdi til- lögunni. Önnur Austur-Evrópu- ríki sátu hjá, sömuleiðis t. d. Danir og Finnar, en Svíar og Norðmenn greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Næst var borin upp breyting- artillaga Islands við tillögu Bandaríkjanna og Kanada um að Dagskrá Alþingis SAMEINAÐ Alþingi kemur saman til fundar í dag kl. 13,30 og er dagskrá þessi: 1. Fyrirspurn: Lögbirtingablað og Stjórnartíðindi. Ein umr. 2. Kosn- ing 4 manna nefndar til þess að skipta fjárveitingu tii skálda, rithöfunda og listamanna. 3. Kosning 5 manna nefnd ar til að skipta fjárveitingu tU atvinnu og framleiðsluaukningar. 4. Skóli fyrir fiskmatsmenn, þáltill. Hvernig ræða skuli. 5. Fjáraukalög 1957, frv. 1. umr, 6. Endurskoðun laga um landsdóm, þáltUl. Frh. einnar umr. 7. Fiskileit á Breiðafirði, þáltill. Ein umr. 8. Brú yfir Olfusárós, þáltUl. Ein umr. 9- Björgunar- og gæzluskip fyrir Breiða fjörð, þáltill. Ein umr. 10. Lán tU Hval fjarðarvegar, þáltill. Ein umr. 11. Fiug samgöngur á Vestfjaðasvæðinu, ÞáltUl. Ein umr. 12. Hlutdeildar- og arðskipti fyrirkomulag í atvinnurekstri, þáltill. Ein umr. 13. Tæknimenntun, þáltill. Ein umr. 14. Síarfsfræðsla, þáitili. Fyrri umr. 15. Rækjumið fyrir Austurlandi,. þáltill. Fyrri ,umr,, 10. Landaurareikn- ingur, þáítill. Ein umr. 17. Öpinbert eftirlit méð fyrtrtækjasaintökum, þá- Itill. Ein umr. 1' Strándferðaskip fyr- ir Vestfirði, þáltill. Fyrri umr. sögurétturinn skyldi ekki gilda, þegar strandþjóð væri að lang- mestu leyti háð fiskveiðum. Einnig hún var felld — með 48 atkv. gegn 24. 15 sátu hjá, en' fulltrúi Lxbanons var fjarver- andi. Hér fór eins og áður, að ekkert Evrópuríki greiddi ísl. til- lögunni atkvæði, nema Júgó- slavía — og önnur A-Evrópuríki voru á móti, en hjá sátu þessi ríki: Austurríki, Kúba, Finnland, Guatemala, Páfaríkið, Indland, íran, ísrael, Kórea, Laos, Líb- ería, Paraguay, Tyrkland og Úrúguay. — k — Þá var komið að breytingar- tillögu Brazilíu, Kúbu og Úru- guay um forréttindS strandríkja utan viðurkenndrar fiskilögsögu. Var hún samþykkt með 58 atkv. gegn 19, en 10 sátu hjá(Líbanon fjarverandi). ísland greiddi at- kvæði með tillögunni. „Hún skal aldrei í gegn!“ Næst voru greidd atkvæði um tillögu Bandaríkjanna og Kan- ada og voru okkar menn kvíðnir, ekki sízt með tilliti til afstöðu Líbanon-mannsins — en Bretam- ir í hliðarstúkunum voru heldur en ekki brosmildir og kátir. — Feikileg spenna ríkti í salnum og djúp þögn, svo að heyra hefði inátt saumnál detta. Nafnakall var viðhaft, og byrjaði Jemen, sem sagði nei. Spenningurinn jókst mjög, þegar kom að Chile, og það sagði nei — og ekki síð- ur, þegar Indland sagði einnig nei. Þá hnippti Júlíus Havsteen í rnig, en hann sat við hlið mér, og sagði: „Hún skal aldrei kom- ast í gegn!“ Þessi ríki greiddu atkvæði gegn „bræðingnum“: Albanía, Búlgaría, Burma, Hvíta-Rússland, Ghile, Tékkó- slóvakía, Ekvador, Gínea, Ung- verjaland, ísland, Indland, Indó- nesía, frak, Líbýa, Mexíkó, Mar- okkó, Panama, Perú, Pólland, Rúmenía, Saudi-Arabía, Súdan, Úkraína, Sovétríkin, Arabíska sambandslýðveldið, Venezúela, Jemen og Júgóslavía. — Hjá sátu: Kambodja, E1 Salvador, fran, Japan og Filippseyjar. — Fjarverandi: Líbanon. Aðrar tillögur Tillaga Eþiópíu, Ghana og Líb- eríu um tæknihjálp til handa fiskveiðiþjóðum, sem skammt em á veg komnar, var samþykkt með 68 atkvæðum gegn engu, en 20 sátu hjá. — Er þetta því eina tillagan, sem ráðstefnan af- greiddi. Tíu ríkja II llagan um að skjóta ákvörðun um landhelgi á frest, en ákveða þegar 12 mílna fiski- lögsögu var felld með 38 atkv. gegn 32 — 18 sátu hjá. ísland gjreiddi tillögunni atkvæði. — Tillaga Kúbu um sérstöðu strand ríkis, ef friðunaraðgerðum þarf að beita til að takmarka fisk- landsmið að nýju, en Hare neitar að segja nokkuð um það. Hann hefir aðeins lýst því yfir — eins og Dean hinn bandaríski — að Bret- ar, eins og aðrar þjóðir, sem helzt vilja halda hinni gömlu 3ja milna Iandhelgi, muni nú ekki víkja frá þeim sjónarmiðum, sem þeir héldu fram fyrir ráð- stefnuna. Á fimmtudaginn halda togaramenn í Grims- hy fund, þar sem rætt mun verða um niðurstöður ráð- stefnunnar. í dag lýsti for- mælandi þeirra áhyggjum sínum vegna úrslitanna. veiðar, var lá# n bíða síðdegis- fundar, en var þá felld með 33 atkv. gegn 22, en 24 sátu hjá. Island greiddi atkvæði með til- lögunni. Keyrir um þverbak Þegar Wan prllns tilkynnti úr- slitin, virtust fylgismenn bræð- ingstillögunnar bókstaflega dol- fallnir. — Arthur Dean spratt úr sæti sínu og þaut til þeirra Drew frá Kanada og John Hare, brezka fiskimálaráðherrans. Þeir skunduðu síðan út úr salnum, en komu aftur <?ftir skamma stund, og bað þá Dean um orðið. Hann sagði m.a.: — Eins og öllum sendinefnd um er kunnugt, höfum við glímt við þetta vandamál í mörg ár, og ef okkur tækist að leysa það myndi allur heim- urinn fagna. — Ég vil því enn ítreka, að allir fulltrúar verða að leggjast á eitt um, að ráð- stefnan verði ekki árangurs- laus. Þess vegna legg ég til, að tillaga okkar verði borin upp á ný og skora á alla, sem greiddu atkvæði gegn henni, og þá, sem sátu hjá, að greiða nú atkvæði með henni. Við þessi orð mátti heyra marg ar reiði- og fyrirlitningarraddir um allan salinn, og var greini- legt, að nú töldu menn ágengni Bandaríkjanna keyra um þver- bak. Er áreiðanlegt að jafnvel mörgum úr fylgjendahópnum mislíkaði þetta stónum og þótti ósæmilegt að reyna að breyta ákvörðunum ráðstefnunnar með slíkum hætti. Stórfellt virðingarleysi Shukairy frá Saudi-Arabíu bað um orðið bitur og reiður. Sagði hann m.a.: — Við tólf mílna- menn höfum síðustu sex vikurn- ar beðið um málamiðlun, en eina málamiðlunin, sem við fengum, var milli Bandaríkjanna og Kan- ada, sem stóðu raunverulega á sama bakka árinnar — og það var ekki eins og að byggja brú yfir ána, heldur brú, sem beygði og endaði á sama bakka og hún byrjaði. — Þá benti Shukairy á, að Dean hefði lagt áherzlu á það í ræðum, að menn yrðu að beygja sig fyrir því, ef tilskilinn meiri- hluti næðist á ráðstefnunni •— en nú vildi hann sjálfur ekki beygja sig, heldur heimtaði endurtekna atkvæðagreiðslu. — Sagði hann, að þetta væri raunar beint fram- hald af framkomu Bandaríkjanna á ráðstefnunni og sýndi stór- fellt virðingarleysi fyrir henni. — Ég skora á ráðstefnuna að varðveita eigin virðingu. Sann- leikurinn ér sá, að við höfum ekki fundið sameiginlegán grund- völl — og án hans getum við ekki sett nein alþjóðalög, aðeins leikið skrípaleik. Þá talaði Tunkin frá Rússlandi. Hann sagði, að þetta væn góð niðurstaða miðað við allar að- stæður Öruggt væri að alþjóða- samkomulag næðist í framtíðinni um aimenna reglu. Þess vegna kvað hann furðu gegna, að Bandaríkin vildu bera aftur upp þessa sömu 1) llögu Tunkin var- aði við slíkum óheiðarlegum að- gerðum, eins og hann komst að orði, því að við það myndi and- rúmsloft ráðstefnunnar breytast og snúast í fullkomið hatur og illindi. Síðan felldi ráðstefnan að greiða atkvæði um tillöguna að nýju. — Sögðu þá 50 já, eins og fyrr greinir. Greiddu nú til dæmis Ghana og Eþíóp- ia atkvæði á móti, og Kúba, Finnland, Paraguay og Túnis sátu hjá, en höfðu áður fylgt bandarísk—kanadísku tillög- unni. Óánægjan í röðum fylgj- enda tillögunnar hefur þó áreiðanlega verið miklu víð- tækari en þessi úrslit bera vott um. Dean: — HÖrmulegt Eftir atkvæðagreiðsluna talaði ég við Arthur Dean, sem fyrr seg'.r. — Auk þess sem hann skýrði frá, hverjir hefðu svikizt undan merkjum, þegar tillaga Bandaríkjanna og Kanada kom til atkvæða, sagði hann, að Bandaríkin myndu nú hverfa aft- ur til þriggja mílna reglunnar. — Taldi hann þetta hormulega nið- urstöðu — og að nú mundi öng- þveiti ríkja á höfunum. Dean sagði þó jafnframt, að enda þótt % meirihluti hefði ekki fengizt, hefði þó legið svo nærri, að hann vonaði, að farið yrði að líta á bandarísk-kanadísku til- löguna sem alþjóðalög. Jafnvel væri sá möguleiki fyrir hendi, að þær 54 þjóðir, sem greiddu henni hér atkvæði gerðu samn- ing sín á milli á grundvelli henn- ar. (Sjá nánar um samtalið á öðrum stað í blaðinu.) Dean kvað það athyglisvert, að sex mílna ríkjunum hefði aukizt fylgi á kostnað 12 mílna ríkja, miðað við ráðstefnuna fyrir tveim árum. Hins vegar kvartaði hann um það, að Rússar hefðu beitt miklum þvingunum á ráð- stefnunni (terrific pressure)). Harðar deilur í lokin Wan prins sleit ráðstefnunni kl. 18.08 í kvöld. — Höfðu þá staðið miklar umræður nærfellt þrjá klukkutíma. Gerðu fulltrú- ar þá grein fyrir atkvæði sínu, og auk þess upphófust stórfelld- ar deilur um þá hugmynd Tyrk- lands, sem Kanadafulltrúinn bar síðan fram sem tillögu, að alls- herjarnefndin yrði látin túlka, hver væri hin raunverulega nið- urstaða ráðstefnunnar. Urðu þær deilur ákaflega harðar, en til- lagan var loks tekin aftur. Mjög margir fulltrúar gerðu sérstaklega grein fyrir því hvers vegna þeir hefðu greitt atkvæði gegn íslenzku tillögunum eða setið hjá. Spruttu af því orða- skipti milli Rússans Tunkins og Garcia Amador frá Kúbu. Tun- kin sagði, að Rússar hefðu mestu samúð með íslandi og skilning á þörfum þess, og þeir hefðu stutt það á virkan hátt, þegar það lýsti yfir tólf mílna fiskveiðilög- sögu. — Hins vegar, sagði Tun- kin, gátum við ekki stutt tillögu íslendinga um forréttindí á opnu hafi, vegna þess að hingað erum við komnir til að setja almennar reglur, og ef við sam- þykktum sérreglu, gæti það valdið misskilningi og deilum. Á hinn bóginn gátum við ekki heldur stutt tillögu íslands um niðurfellingu söguréttarins, vegna þess að hún byggðist á til- lögu Bandaríkjanna og Kanada, sem við vildum ekki viðurkenna. Amador frá Kúbu stóð upp og kvaðst hafa undrazt tvöfeldni Rússans. Hann hefði lýst yfir samúð með íslandi og skilningi, en síðan greitt atkvæði á móti því af hreinum tæknilegum ástæðum, eins og hann komst að orði. — En skýring Rússa á þess- um tæknilegu ástæðum nægir ekki, sagði hann, því að þeir greiddu einnig atkvæði gegn til- lögu Kúbu, sem var alveg eins og tillaga íslands um forréttindi, nema hvað þar var sett almenn regla. Ég vil því segja fulltrúa Rússa, að við smáþjóðirnar er- um raunar þakklátar fyrir samúð þeirra og skilning, en það er ekki nóg, þeir verða líka að sýna slíkt í verki. Lítt hæfur leiðtogi Sem áhorfandi á ráðstefnunni virðist mér ein höfuðástæðan til þess, að Bandaríkjuuum og Kan- ada mistókst að fá tillögu sína samþykkta, vera sú, að banda- ríski fulltrúinn, Dean hafi reynzt seinheppinn og lítt hæfur leið- togi þess hóps, sem tillögunni fylgdi. Mér virðist greinilegt, að hann sé stirður í hugsun og ekki „diplomatiskur'* í framkomu. — Hin lélega ræða hans í gærkvöldi hefir tæpast orðið til annars en fæla fylgismennina frá. Auk þess verður að hafa það í huga, að Bandaríkin hafa beitt mikilli „pressu" eða ýtni, að ekki sé sagt þvingunum, við 20—30 ríki, og þótt það hafi borið til— ætlaðan árangur við sum þeirra, má gera ráð fyrir, að mörg ríki, sem fyrir slíku verða, sýni óá- nægju sína með því að snúast öndverð, þegar til úrslita kemur. — Af samtali við fulltrúa Chile komst ég t. d. að raun um, að hann og hans menn létu sem þeir fylgdu tillögu Bandaríkj anná og Kanada, en greiddu síðan at- kvæði gegn henni til þess að sýna, að Chile væri pólitískt sjálf stætt og léti Bandaríkin ekki beygja sig. — Á slíku virðast Bandaríkj amennirnir ekki hafa varað sig og því verið of bjart- sýnir á úrslitin. NA /5 hnúfar SV 50 hnuiar X Snjókoma > Oói X7 Skúrir K Þrumur 'Wz, KuUaskil S" Hifaski/ H Hmð L Latqð « / a ■ '# ■ a # ... Í L3S 7*1 3 ( VIÐ Nýfundnaland er lægð- S arsvæði, sem bre*ðist mjög | hægt norðaustur og veldur ^ SA-átt hjá veðurskipinu Alfa. S Hins vegar er háþrýstisvseði, S er nær frá Bretlandseyjum \ norðvestur um Island til ( N-Grænlands. Veður er yfir- s leitt stillt og gott hér á landi \ ,og í grenndinni. Er ekki buizt S við neinu verulegum breyting S um næsta sólarhring, i S • Veðrið kl. 22 í gærkvöldi: • SV-land og SV-mið: Hæg; viðri fyrst, síðan suðaustan s kaldi, skýjað og lítilsháttar | rigning. Faxafl. til NA-lands, \ Faxafl.mið til NA-miða: Hæg s breytileg átt, skýjað með í köflum. Austf . og Austfj.mið:; Vestan göla, léttskýjað. SA- ,s land pg SA-mið: Vestan gola) og léttskýjað fyrst, síðan suð- j vestan 'gola og skýjað. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.