Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 27. apríl 1960
ið aftur til hans og biffjið hann
fyrirgefningar á hnjánum. Ég er
lítilmótlegur þjónn hans. Ég mun
opna fyrir yður dyr hans, þegar
þér komið og knýið á þær“.
Hún sat lengi með bréfið í
kjöltunni. Ef til vill hafði prest-
urinn á réttu að standa. Trúar-
legar efasemdir ásóttu hrjáðan
huga bennar, og dag einn stóðst
hún ekki mátið lengur, hélt til
prestsetursins, fleygði sér fyrir
fætur klerksins og bað um synda-
aflausn.
Hann fór að hlæja, kyssti hana
og sagði: „Ekkert, alls ekkert,
mamma. Ég ætla aðeins að
skemmta mér með vinum mín-
um. Ég er kominn á þann ald-
ur“.
Hún gat engu svarað, en þeg-
ar hún var komin á leið heim,
sóttu ýmsar hugsanir að henni.
Hún þekkti hann varla fyrir sama
mann. Var þetta hann Poulet
hennar, sá litli Poulet, sem hún
hafði þekkt. Hún skynjaði í
fyrsta skipti, að hann var full-
vaxta og kominn undan áhrifa-
valdi hennar, og henni varð jafn
framt ljóst, að hann myndi fram
vegis lifa lífinu eftir eigin geð-
þótta, án þess að taka tillit til
fjölskyldu sinnar. Henni fannst
hálft í hvoru, að þessi breyting
hefði orðið á einum degi. Gat
það verið, að þessi stóri, skeggj-
aði, þrjózki unglingur væri hann
Poulet hennar, litli drengurinn,
sem hafði hjálpað henni við að
gróðursetja kálplöntur!
Um þriggja mánaða skeið kom
Paul sárasjaldan heim, og virt-
ist jafnan mjög óþreyjufullur að
komast burt aftur. Hann flýtti
brottför sinni um klukkustund
með hverri heimsókn. Jeanne var
mjög áhyggjufull, en baróninn
reyndi að hughreysta hana: —
„Láttu hann eiga sig“, var hann
vanur að segja. „Þetta er tvítug-
ur piltur".
Morgunn einn kom gamall
maður, tötralega klæddur, og
spurði á þýzku-skotinni frönsku
um: „Matame la Vicomtesse". —
Hann hneigði sig djúpt nokkrum
sinnum og tók slitið peninga-
veski upp úr vasa sínum: „Che
un betit bapier bour fous“, sagði
hann um leið og hann rétti henni
þvælda pappírsörk. Hún las
hana tvívegis yfir, leit siðan
spyrjandi á Gyðinginn og las
hana einu sinni enn: „Hvað þýð-
ir þetta?“ spurði hún.
Hann skýrði það fyrir henni,
auðmjúkur í bragði: „Ég get sagt
— Stanzið þið — bíðið
yður það. Son yðar vantaði dá-
litla peninga, og þar sem ég vissi,
að hann átti góða móður, hjálp-
aði ég honum um þá í svip“.
Jeanne skalf á beinunum. ■—
„Hvers vegna bað hann mig ekki
um þá?“ Okrarinn útskýrði fyrir
henni, að þarna hefði verið um
skuld að ræða, sem hefði átt að
borgast fyrir hádegi tiltekinn
dag, og þar sem Paul væri enn
ekki fjárráða, hefði enginn ann-
ar viljað lána honum þessa upp-
hspð. Þar sem „heiður hins unga
manns hefði verið í veði“ hafði
hann talið sér skylt að gera hon-
um þennan smágreiða.
Jeanne ætlaði að sækja bar-
óninn, en hún var svo magnþrota
af geðshræringu, að hún gat ekki
staðið upp. Að síðustu sagði hún
við okurkarlinn: „Vilduð þér
gjöra svo vel að hringja bjöll-
unni fyrir mig?“
Hann hikaði, þar sem hann ótt
aðist, að hún ætlaði að beita
brögðum, en stamaði að lokum:
„Sé ég að gera yður ónæði, get
ég komið seinna“. Hún hristi
höfuðið. Hann hringdi þá bjöll-
unni og þau biðu þögul, hvort á
móti öðru.
Baróninum varð samstundis
ljóst, hvað um var að vera. Reikn
ingurinn hljóðaði upp á fimmtán
hundruð franka. Harm borgaði
umsvifalaust þúsund franka og
skipaði okraranum um leið að
láta ekki sjá sig þar oftar.
Þau baróninn og Jeanne lögðu
samstundis af stað til Havre. —
Þegar þau komu til skólans, var
þeirh sagt, að Paul hefði ekki
komið þangað í heilan mánuð.
Skólastjórinn hafði fengið fjögur
bréf með undirskrift Jeanne, sem
fjölluðu um veikindi nemandans
og batahorfur. Hverju bréfi
fylgdi læknisvottorð. Þetta var
vitanlega allt falsað. Þau stóðu
þarna öll sem þrumu lostin og
stÖrðu hvert á annað.
Skólastjórinn, sem var einnig
mjög áhyggjufullur, fylgdi þeim
þið — ég syng aukalag
til lögreglustjórans. Jeanne og
faðir hennar gistu í borginni um
nóttina. Daginn eftir fannst pilt-
urinn í íbúð einnar af gleðikon-
um bæjarins. Afi hans og móðir
tóku hann með sér heim að Espi-
lundi, en engin orð fóru þeim á
milli alla leiðina heim.
Viku síðar komust þau að því,
að hann hafði síðastliðna þrjá
mánuði safnað skuldum, sem
námu fimmtán þúsundum franka
Lánardrottnar hans höfðu ekki
framvísað skuldakröfunum þeg-
ar í stað, þar sem hann var í
þann veginn að verða fjárráða.
Þau ásökuðu hann einskis,
þrátt fyrir þetta, þar sem þau
vonuðust til að geta sigrað hann
með góðu. Þau gáfu honum Ijúf-
fengan mat, stjönuðu við hann
og létu allt eftir honum. Þetta
var að vorlagi, og þau leigðu
handa honum bát í Yport, cil
skemmtisiglinga, þrátt fyrir ótta
Jeanne við allt slíkt. Þau þorðu
ekki að fá honum hest til um-
ráða af ótta við, að hann færi ríð-
andi til Havre.
Hann var þarna í algeru iðju-
ieysi og varð brátt uppstökkur,
jafnvel ofsafenginn. Baróninn
var áhyggjufullur vegna enda-
loka námsferils hans, en Jeanne,
sem gat ekki hugsað til þess að
skilja við son sinn aftur, braut
oft heilann um, hvað þau ættu
til bragðs að taka.
Kvöld eitt kom hann ekki
heim. Þau fréttu, að hann hefði
farið út á bát, ásamt tveim sjó-
mönnum. Móðir hans hélt sam-
stundis til Yport, örvita af skelf-
ingu. Nokkrir menn stóðu í
myrkrinu niður í fjöru og biðu
þess að báturinn kæmi. Brátt
sást bátur með ljósum sigla að
ströndinni, en Paul var ekki um
borð. Hann hafði fengið þá til að
sigla með sig til Havre.
Lögreglan leitaði hans árang-
urslaust, hann fannst ekki. Kon-
an, sem hann hafði fundizt hjá,
er hann hvarf í fyrra skiptið,
fannst heldur ekki. Hún hafði
selt húsgögn sín og greitt upp
húsaleiguna. í herbergi Pauls að
Espilundi fundust tvö bréf frá
konu þessari, sem gáfu til kynna,
að hún væri mjög ástfangin af
honum. Hún minntist í þeim á
för til Englands og kvaðst hafa
aflað nægilegs farareyris.
Dagarnir liðu, og líf þeirra
þriggja einkenndist s.f kvíða og
hinum hræðilegustu grunsemd-
um. Hár Jeanne, sem var löngu
farið að grána, varð nú snjóhvítt.
Hún spurði oft sjálfa sig, hvers
vegna forlögin hefðu leikið hana
svo grátt.
Nokkru síðar fékk hún bréf frá
föður Tolbiac: „Frú mín, hönd
guðs hefur lagt á yður þunga
byrði. Þér neituðuð honum um
son yðar, þess vegna hefur hann
nú tekið hann frá yður og varp-
að honum í fang vændiskonu. —
Opnast ekki augu yðar við þessa
ráðningu frá himnum? Miskunn
guðs er ótakmörkuð. Ef til vill
fyrirgefur hann yður, ef þér snú-
Hann gaf henni fyrirheit um,
að hún myndi að nokkru leyti
öðlast fyrirgefningu, en hann
taldi tormerki á, að guð myndi
veita blessun sína í einu og öllu
húsi, sem hýsti annan eins synd-
ara og baróninn. „Þér munuð
brátt kynnast miskunn guðs“,
sagði hann.
Tveim dögum síðar fékk hún
bréf frá syni sínum, og í sorg
sinni og örvæntingu ályktaði
hún, að þetta væri upphaf þeirr-
ar huggunar sem presturinn
hafði lofað henni. Bréfið var
svohljóðandi:
„Elsku mamma: Vertu ekki
óróleg mín vegna. Ég er í London
við góða heilsu, en ég þarfnast
mjög peninga. Við eigum ekki
grænan túskilding, og höfum
ekki neitt að borða. Konan, sem
ég elska af öllu hjarta — sú, sem
með mér er — hefur eytt aleigu
sinni til þess að þurfa ekki að
slíta samvistum við mig — fimm
þúsund frönkum — og eins og þú
skilur, finn ég mig knúðan til að
endurgreiða henni þá upphæð.
Mér þætti mjög vænt um, ef ’iú
vildir láta mig hafa fyrirfram
fimmtán þúsundir franka af föð-
urarfi mínum, þar sem ég öðlast
brátt full fjárráð. Það myndi
bjarga mér frá alvarlegum vand-
ræðum. — Vertu sæl, elsku
mamma mín. Ég bið að heilsa
afa og Lison frænku. Ég vonast
til að sjá ykkur bráðum.
Þinn einlægur sonur,
Paul de Lamare.
Hann hafði skrifað henni! —
Hann hafði ekki gleymt henni.
Það skipti engu máli, þótt hann
hefði beðið um peninga! Hún
myndi senda honum peninga,
þar sem hann vanhagaði um þá.
Hvaða máli skiptu peningar?
Hann hafði skrifað henni! Gleði-
tárin streymdu niður vanga henn
ar, er hún hraðaði sér með bréf-
ið til barónsins. Þau kölluðu einn
ig á Lison frænku, og síðan lásu
þau bréfið aftur og aftur og
ræddu um hverja setningu.
Djúp örvænting Jeanne hafði
nú snúizt í vonarvímu, og hún
tók málstað Pauls. „Hann kem-
ur áreiðanlega aftur, fyrst hann
skrifaði".
Baróninn, sem tók þessu af
meiri stillingu, sagði: „Hvað sem
því líður yfirgaf hann okkur og
heimili sitt fyrir þennan kven-
mann. Honum hlýtur því að
þykja vænna um hana en okk-
ur“.
Jeanne fékk ákafan sting í
hjartastað, og hún varð allt í
einu gagntekin áköfu hatri á
þessari konu, sem hafði rænt
syni hennar frá henni, beizku,
grimmu hatri afbrýðissamrar
móður. Fram að þessu höfðu all-
ar hugsanir hennar snúizt um
Paul, og hún hafði ekki hugleitt
það, að það var kvenmaður, sem
hafði leitt son hennar á glap-
stigu. Orð barónsins urðu til
þess að bregða upp fyrir henni
mynd keppiriautar hennar, og
Spurðu mig einskis Markús ...
Lánaðu mér aðeins segulbands-
tækið þitt og rafblöðurnar. Farð
þú nú og bjóddu Finni Brodkin
að taka þátt í elgdýraveiðunum!
S e i n na .
Það var fallega gert að bjóða
mér að taka þátt í veiðunum frú
Blitz!
Ánægjulegt að haifa þig með
Finnur . . . Ég ætla að láta ykkur
Watson þingmann vera saman við
veiðarnar.
um leið varð henni ljóst, hvílíkt
vald þessi kona hefði yfir syni
hennar. Gleðivíman rann því af
henni.
Þau sendu honum fimmtán
þúsund franka og heyrðu síðan
ekkert frá honum í fimm mán-
uði. —
Um það leyti fékk Julien föð-
urarf sinn. Þau Jeanne og bar-
óninn létu hann allan af hendi,
gáfu jafnvel eftir þær rentur,
sem móður hans bar. Þegar Paul
kom til Parísar átti hann hundr-
að og tuttugu þúsund franka.
Næstu sex hánuðina skrifaði
hann fjórum sinnum stutt bréf,
sagði þeim helztu fréttir í fám
orðum. „Ég er farinn að vinna“,
skrifaði hann. „Ég verzla með
verðbréf. Ég vonast til að hitta
ykkur í Espilundi einhvern tím-
ann bráðlega“.
Hann minntist aldrei á vin-
konu sína, en þögn hans sagði
meira en margar skrifaðar arkir.
Jeanne þóttist skynja á kurteis-
legu fálætinu í bréfum hans, ná-
vist hinnar hættulegu konu,
*rki-óvinar allra mæðra, gleði-
konunnar.
Hinar þrjár einmana mannver-
ur ráðguðust um, á hvern hátt
þau gætu bjargað Paul úr klóm
hennar, en þau komust ekki að
neinni niðurstöðu. Áttu pau að
fara til Parísar? Hvaða gagn var
í því?
SHtltvarpiö
Miðvikudagur 27. apríi
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. —
12.50—14.15 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum. (13.30 „Um fiskinn").
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Sjórinn
hennar ömmu“ eftir Súsönnu
Georgievskaju; VI. — sögulok.
Pétur Sumarliðason kennar þýðir
og flytur).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Hæstaréttarmál (Hákon Guð-
mundsson hæstaréttarritari)..
20.55 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 3 1 c-
moll op. 45 eftir Grieg (Josef
Suk leikur á fiðluna, Josef Hála
á píanó).
21.20 „Ekið fyrir stapann'% leiksaga
eftir Agnar Pórðarson, flutt undir
stjórn höfundar; X kafli. — Sögu-
maður; Helgi Skúlason. Leikend-
ur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þor-
valdsdóttir, Bryndís Pétursdóttir,
Anna Guðmundsdóttir og Hall-
dór Karlsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn
Th. Björnsson listfræðingur).
22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs
Reykjavíkur.
23.10 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 28. apríl
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar.
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.00 „A frívaktinni'*. sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Þýtt og endursagt: Syngið við
stofublómin ykkar (Margrét Jóns
dóttir).
20.50 Einsöngur: Britta Gíslason syng-
ur; Fritz Weisshappel leikur á
píanó.
a) „Visa i folkton" eftir Petter-
son-Berger.
b) Tvö lög eftir Agathe Backer-
Gröndahl: „Bláveis" og „Mot
kveld'*.
quist.
c) „Lille barn“ eftir Gustav Nord
d) „Sáv, sáv, susa'* eftir Jan
Sibelius.
21.10 Dagskrá kvennadeildar Slysa-
varnafélags Islands á 30 ára af-
mæli hennar: — Formaður deild-
arinnar, Gróa Pétursdóttir, flyt-
ur ávarp, Guðbjörg Vigfúsdóttir
les frásöguþætti um björgun úr
sjávarháska, Eygló og Hulda
Victorsdætur og kór kvennadeild
arinnar syngja.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Dýrin" eftir
Pierre Gascar, í þýðingu Sigfúsar
Daðasonar skálds (Lárus Pálsson
leikari).
22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv.
Islands í Þjóðleikhúsinu 12. þ.m,
Stjórnandi: Olav Kielland. —
Sinfónía nr. 5 í c-moll (Orlaga-
sinfónían) eftir Beethoven.
23.10 Dagskrárlok.