Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. apríl 1960
MORCVNBLAÐIÐ
11
& -0.f «
skrifar um:
KVIKMYNDIR
Stjörnubió:
SIGRÚN Á SUNNUHVOLI
Margir hér munu kannast við
hina heillandi skáldsögu „Sig-
rúnu á Sunnuhvoli" eftir norska
stórskáldið Björnstjerne Björns-
son, en þegar ég var að alast upp
var hún eftirlætissaga unglinga.
— Sagan segir frá þeim Sigrúnu
á Sunnuhvoli og Þorbirni í Greni
hlíð, og æskuástum þeirra. Þau
eru nágrannar. Sunnuhvoll stend
úr uppi á hæð í miðjum dalnum
— og þar er alltaf sólskin, segir
sagan. En úti við hlíðina, í skugg-
anum er Grenihlíð „og heima-
fólkið þar er skapmikið og heift-
ugt“. Sigrúnu og Þorbirni hefur
litizt vel hvort á annað frá barn-
áesku og þegar þau eru uppkomin,
hún orðin falleg stúlka og hann
gjörvulegur ungur maður, hafa
þessar tilfinningar þeirra orðið
að innilegri ást. Samdráttur
þeirra er illa séður af hinum guð
hræddu foreldrum Sigrúnar, því
að Þprbjörn, sem orðið hefur fyr-
ir illum áhrifum í bernsku af
flækingi, Ásláki að nafni, sem
dvaldi um skeið í Grenihlíð, er
óstýrlátur óg á oft í áflogum,
enda skapmikill svo sem hann á
kyn til. Hann lofar Sigrúnu að
halda sér frá öllum illindum, en
Knútur á Norðurhaugi, sem hef-
ur ætlað sér Sigrúnu ögrar hon-
um eitt sinn í brúðkaupsveizlu
og lýkur þeirri viðureign með því
að Knútur særir Þorbjörn lífs-
hættulega með rýtingi. Þorbjörn
liggur lengi nær dauða en lífi
og þá kemur óhappamaðurinn
Áslákur enn til sögunnar. Hann
læðist inn í híbýlin í Grenihlíð
og hittir þar Xngiríði systur Þor-
björns, er hann vaknar og verð-
ur æfur er hann sér Áslák og
sprettur á fætur. En Áslákur leit
ar undan upp á fjallið og þar
nær Þorbjörn honum. Mæðgurn-
ar frá Sunnuhvoli hafa séð við-
ureign þeirra Þorbjarnar og
hraða sér á vettvang. Verða þar
fagnaðarfundir með Sigrúnu og
Þorbimi . . . En Áslákur held-
ur einsamall leiðar sinnar.
Saga þessi, sem er frábærlega
vel gerð, var kvikmynduð á tím-
um þöglu myndanna. Var hún
þá sýnd hér við mikla aðdáun og
aðsókn. Er mér sú mynd mjög
minnisstæð ekki síst fyrir af-
burðasnjallan léik LarS Hanssons
í hlutverki Þorbjarnar.
Mynd sú, sem nú er sýnd er
sænsk-norsk og tekin í litum. Er
hún vel gerð og prýðilega leik-
in, enda fara hér margir ágætir
leikarar með hlutverk, svo sem
Edvin Adolphson, sem leikur Sæ-
mund bónda í Grenihlíð, Ove
Tjernberg, sem leikur Knút á
Norðurhaugi og síðast en ekki
síst Gunnar Hellström, sem fer
með hlutverk Ásláks af mikilli
snilld. (
Austurbæjarbíó:
CASINO de PARIS
Þetta er þýzk dans- ög söngva-
mynd í litum. Segir þsir frá fræg-
um leikritahöfundi, Alexander
Gordy, sem er heimsmaður mik-
ill og kvennagull. Hann sér í
Casino de Paris söngleik þar sem
ung og vinsæl söngkona, Cathe-
rine Miller kemur fram. Honum
lízt vel á stúlkuna og býður henni
aðalhlutverkið í leikriti, sem
hann kveðst hafa í smíðum. Hann
býður henni heim til sín til Cann-
es svo að hún geti æft hlutverkið
undir umsjá hans. Catherine kem
ur þangað, reyndar með alla fjöl-
skyldu sína, föður, móður og tvo
litla bræður sína og tvo rakka að
auki. Leikritahöfundurinn er
ekki hrifin af þessari heimsókn,
en lætur það þó gott heita. Hann
sér það þegar að Catherine hef-
Ur ekki mikla leikgáfu, en því
meiri þökka og hann verður hrif-
inn af henni — en það verður
einkaritari hans Jacques lika. Og
þá er spurningin hver verði hinn
hamingjUsami sigurvegari. Hér
verður þeirri spurningu ekki svar
að, enda bezt að menn sæki það í
sjálft kvikmyndahúsið.
Mynd þessi er nokkuð laus í
reipunum, mest sundurlaus
„show“ og að því er mér finnst,
ekki eins skemmtileg og við
hefði mátt búast, þar sem svo
snjallir leikarar eru að verki eins
og Vittorio de Sica, sem leikur
Gordy, Caterina Valente sem fer
með hlutverk Catherine Millers
og Gilber Becaud sem leikur
Jacques.
Afgreiðslustúlka
vön afgreiðslustörfum getur fengið atvinnu frá 1. maí
í búð í miðbænum. Tilboð merkt: „Vön — 3098“
ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf.
H úsgagnasmiður
Óskum eftir að ráða húsgagnasmið nú þegar.
Kristján Siggeirsson hf.
Laugavegi 13.
Vélbátar til sölu
18 lesta vélbátur, byggður í Danmörku 1943, Elac-
mælir, góð spil, dragnótaveiðarfæri og ný humar-
veiðarfæri fylgja, hagkvæmt verð.
18 lesta vélbátur, smíðaár 1955, dieselvél, Elaemælir.
Bátur og vélbúnaður í ágætu standi.
25 lesta vélbátur, smíðaár 1958 sérstaklega vand-
aður og fullkominn að öllum útbúnaði. Línu og
netaútbúnaður fylgir svo og ufsanót. Allt í mjög
góðu ástandi.
38 lesta vélbátur með nýrri GM dieselvél og nýjum
dýptarmæli, hagkvæmt verð.
40 lesta vélbátur smíðaár 1956 með GM diesel Simrad
mæli með asdic útfærslu. Bátur og vélbúnaður í góðu
ástandi.
50 lesta vélbátur með nýlegri dieselvél í ágætu standi.
Vélbátar af ýmsum stærðum frá 12 til 95 lesta.
TRY6GIH6AS
FASTEI6HIR
Austurstræti 10. 5. hæð,
sími 24850
og eftir kl. 7 simi 33983.
Samninganefnd V-R.
boðar til fundar með skrifstofu- og afgreiðslufólki
nk. fimmtudag í Vonarstræti 4.
Skrifstofufólk mæti kl. 6 e. h.
Afgreiðslufólk mæti kl 8,30 e .h.
Fundarefni: KJARAMÁLIN
Samninganefnd V. R.
Vanir skiúðgorðamenn
óskast.
Gróðrastöðin við Miklatorg sími 19775 og 23598.
Verzlunarstörf
Stúlka og karlmaður óskast í kjörbúð strax. Upp-
lýsingar um aldur og fyrri störf sendist á afgr. blaðs
ins fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Kjörbúð — 3100“,
Innheimfnmnður
Stórt fyrirtæki vantar strax ábyggilegan innheimtu-
mann sem er vel kunnugur í bænum. Tilboð sendist
afgreiðslu Morgunbl. fyrir föstudagskvöld merkt:
„Hálfan daginn 3097“.
Lögregluþjónsstarf
í Keflavík er laust til umsóknar. Laun samkvæmt
launasamþykkt Keflavíkurkaupstaðar. Umsóknum sé
skilað á skrifstofu mína fyrir 8. maí 1960.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Afgreiðslustúlka
óskast í sérverzlun (Ekki yngri en 20 ára). Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag merkt: ,,Sölu-
maður — 4307“.
Verzlun til sölu
Af sérstökum ástæðum er til sölu ein þekktasta kjöt
og nýlenduvöruverzlun í bænum. Sérstakt tækifæri
fyrir unga menn sem hafa áhuga að reka stóra og
umfangsmikla verzlun. Verðið mjög hagkvæmt. Útb.
samkomulag. Allar nánari uppl. veitir
Fasteignasala Áka Jakobssonar
Laugaveg 27.
Uppl. ekki veittar í síma.
íbúðir til sölu
Tvær 3ja herb. íbúðir tilbúnar undir málningu, enn-
fremur iðnaðar eða Iagerpláss í kjallara um 100 ferm.
Til mála getur komið skipti á gömlu húsi og lóð í
gamla bænum.
Fljótlega vcrða til sölu 3ja og 4ra herb. íbúðir sem
seljast í fokheldu ástandi. Allaf upplýsingar gefur
Byggingafélagið M. Oddsson h.f., Hverfisgötu 32
sími 15605.