Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 27. apríl 1960 MORGVPniT. AÐIÐ 13 Abstrakt málari látinn FYRIR skömmu lézt í Frakk- landi einn af framámönnum í svokallaðri abstrakt málaralist, Jean Atlan. Hann er e. t. v. ekki enn svo mjög kunnur almenn- ingi í veröldinni, en þéir sem fylgjast með þróun myndlistar í heiminum kannast vel við verk hans, a. m. k. af afspum. Jean Atlan lézt úr krabbameini, að- eins 47 ára gamall. í grein um hann í franska blað inu Paris Match segir, að hið stutta æviskeið Atlans sé sönn- un um það, að ekki sé dekrað við unga málara nú á dögum og að þeir verði enn að ganga í gegnum miklar þrengingar, eins og þær sem á sínum tíma gengu af Van Gough, Gauguin og Pascin dauð- um, ef þeir ætli að nota snilli- gáfu sína til hins ýtrasta. Einnig sé æviskeið hans ágætt dæmi um þá hægu breytingu, sem verði hjá málara áður en hann hefur fundið það tjáningarform, sem öld okkar hefur fætt af sér. ab- strakt listina, breytingu sem or- sakist af margvíslegum atburð- um, sumum ömurlegum og sum- um hlægilegum. Litir úr náttúru Alsír Jean Atlan er fæddur í Con- stantin í Alsír árið 1913 og menn þykjast þekkja landslagið og lit- ina þar í öllum málverkum hans. Yfir Afríkusandinum hvelfist þessi dökkfjólublái himinn, sem stingur í augun og þar sem stór- ir ránfuglar svífa um, húsin inni í borginni eru þakin brúnum og mógulum safrangróðri og svart- klæddar arabakonur ganga um göturnar, einustu arabakonurnar í Alsír, sem alltaf ganga svart- klæddar. Faðir Jeans var Gyðingur, sem sökkti sér niður í bækur um trú- arleg efni, og drengurinn hlust- aði hugfanginn á skýringar hans um tilveruna. Hann kaus líka, þegar þar að kom að hefja nám í heimspeki í París. Á þeim árum var Jean Atlan vel þekktur í öll- um kaffihúsum í Latínuhverfinu í París. Hann gat setið heilu nseturnar og rætt um leyndar- dóma tilverunnar jafnframt var hann allra nemenda fúsastur til að gera einhver prakkarastrik. íslenzk ljóð í grísku tímariti í PÁSKAHEFTI bókmenntatíma ritsins „Nea Estia“, sem er mál- gagn grísku rithöfundasamtak- anna, birtust í grískri þýðingu 6 ljóð eftir Sigurð A. Magnússon. Þýðinguna gerði ljóðaskáldið G. S. Patríarkeas í samvinnu við höfundinn. Ljóðin, sem þýdd voru, eru „Svefnrof", „Dagar“, „Augu þín“; „Blóm“ og „Orð“. Þýðingunum fylgdi stutt greinargerð um höfundinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ljóð eru þýdd af íslenzku á grísku. Áður hafa þrjár bækur Laxness verið þýddar á grísku úr þýzku og frönsku, „Salka Valka“, „Heimsljós" og „fslands- klukkan". Ennfremur hafa smá- sögur eftir Gimnar Gunnarsson verið þýddar úr þýzku. — Þess má geta að dagblaðið „Kaþímer- iní“ birti nýlega langa grein eftir Sigurð A. Magnússon, þar sem gérður var samanburður á harm leik Aiskylosar, „Prómeþeifur í fjötrum", og „Jobsbók". Greinin var upphaflega skrifuð á ensku. Undir morgun hélt hann heim í fátæklega herbergið sitt. Hann kærði sig kollóttan þó hann hefði næstum ekki annað en mottu til að sofa á, ef aðeins voru hlaðar af bókum í kringum hana. *En það sem hann las, var oft æði fjarlægt námsefninu, mest vis- indarit um trúmál. Brátt gerði hann sér ljóst að heimspekin gæti aldrei opnað honum heim, þar sem skynsemin leiddi mann ekki inn á einhverja krákustigu. Þess vegna sneri hann baki við námsefninu úr Sorbonneháskóla um leið og prófi var lokið. Um hríð hélt hann að skáldskapurinn væri rétta leiðin og skrifaði ljóð. Hann tók til við að skreyta Ijóðabók sína með teikningum, og 27 ára gamall fann hann köll- un sína. Hann ákvað að verða listmálari. Innan um geðbilaða Á stríðsárunum tóku Þjóðverj- ar hann fastan, ásamt Denise konu hans. Þau höfðu verið með- limi«- í andstöðuhreyfingunni, án þess þó að starfa mikið, en þar sem hann var Gyðingur átti að flytja hann í fangabúðir. En með því að látast vera geðbilaður, gabbaði hann fangelsislækninn og var fluttur á geðveikrahæli. Yfirlæknir hælisins ákvað að hjálpa honum og kom honum fyrir á sjúkrahúsinu í herbergi með tveimur rólegum sjúkling- um. Þar byrjaði Atlan fyrir al- vöru að mála, þó lítið væri um strigann. Eftir styrjöldina komst sá sið- ur á í listamannahverfinu á Montparnasse að fjölmenna til Atlans á laugardögum. Ekki voru það húsakynnin, sem drógu að. Denise tókst ekki að fela fátækt þeirra fyrir gestum í vinnustof- unni í Grande-Chaumiere göt- unni. Fyrsti gesturinn náði í stól- inn og hinir settust á gólfið. Eng- ar veitingar voru heldur á boð- stólum. Menn töluðu saman, og voru ekki þyrstir. Þarna var líka valið lið, ekki aðeins málarar og listagagnrýnendur, heldur líka rithöfundar og það ekki minna þekktir rithöfundar, og Marcel Arland og Jean Paulhan. Kvöldið byrjaði venjulega með því að gestirnir heimtuðu að Atlan skemmti þeim með leik- sýningu. Vinsælastur var þáttur, þar 'sem hann lét Gabríel erki- engil koma í heimsókn til heil- agrar Jóhönnu og ræða við hana á ensku. Síðan sneru menn sér að alvarlegri málefnum. Og um hvað var rætt? Það umræðuefni sem fór eins og eldur í sinu um allar vinnustofur og öll kaffihús á Montpamasse: abstrakt listina. Abstrakt list — ekki kúbismi Sú listastefna hafði orðið til utan Frakklands eftir 1910, rúss- neski málarinn Kandinsky hóf hana í Múnchen og Mondrian í Hollandi. Lengi þar á eftir var hún óþekkt í París, sem þá var upptekin af kúbismanum. Fólki hættir til að blanda saman kúb- isma og abstrakt list. Það er mik- ill misskilningur. Abstrakt list, sem er langt frá því að vera af- kvæmi kúbismans, er alger and- stæða hans. Kúbisminn kryfur viðfangsefnið og gengur stundum svo langt að sundurlima það, þar p— ■ ' strakt málarinn reynir að — a sinn eigin innri heim og vekja með þeim sem horfa á myndir hans fagurfræðilegar til- finningar, en notá til þess hluti eða form. Guillaume Ai>ollinaire hefur skrifað: „Einhvern tíma verður abstrakt listin fyrir mál- Á MYNÐINNI hér að ofan sést farartæki, sem margir telja hina merkustu nýjung, og líklega til að leysa eða hjálpa til að leysa hin erfiðu samgöngumál stórborga víðs vegar um heim. — Talið er, að þessi svifvagn, eða „strætisvagninn fljúgandi", eins og sumir kalla bann, muni á næstu árum leysa af hólmi strætisvagna og sporvagna í mörgum stórborgum — og þó e. t. v. fyrst og fremst neðanjarðarbrautirnar, það er að segja, að í stað þess að gera nýja neðanjarðarbrautir, muni horfið að því að reisa svifbrautir. — ★ — Myndin er af nýjum svifvagni, sem reynd- ur var skammt frá Orléans í Frakklandi fyrir nokkru í aðeins um eins kílómetra langri svifbraut, er gerður var fyrst og fremst í tilraunaskyni og sem eins konar sýnishorn til þess að reyna og sýna hæfni slíkra farar- tækja. — Svifvagninn hangir í brautinni á tveim hjólapörum — en hjólin eru með gúmmíbörðum. — I „hjólastilkunum" er komið fyrir rafmótorum, tveim fyrir hvert hjólapar — og getur vagninn náð allt að 100 km hraða á klukkustund. Kostnaðurinn við að reisa hina eins km löngu svifbraut nam sem svarar rúmlega 100 milljónum íslenzkra króna, en byggingar- kostnaður jafnlangrar neðanjarðarbrautar er áætlaður a. m. k. fimm sinnum meiri. — í undirbúningi er að kynna þessa frönsku ★ Mýtt farartæki, sem leyssr um- ferðarvandamalin nýjung í umferðarmálum víða í Evrópu og Ameríku á næstunni. Var borgarstjóri San Francisco í Kalifomíu viðstaddur á dögun- um, þegar svifvagninn var reyndur í Frakk- landi. Á minni myndinni, sem fylgir hér með, sést inn í vagninn. Þar er rúm fyrir 32 far- þegar í sætum og stöðurúm fyrir um 90. — Vagnhúsið er að mestu gert úr alúmíni og er því mjög létt.. — Þess má loks geta, að þótt hér sé talað um svifvagninn sem nýjung, er hann þó í rauninni ekki nýr af nálinni. „Fljúgandi járnbraut" hefur verið í notkun í Wuppertal í Ruhr-héraði um nær sextíu ára skeið — en sú er æði gamaldags í sam- anburði við hinn nýja svifvagn Frakkanna. — Slík farartæki hafa ekki til þessa hlotið verulega útbreiðslu — en nú þykjast menn sem sagt sjá fram á, að svifþrautir geti leyst vandamál ýmissa stórborga, sem eiga við sér- staka erfiðleika að etja í umferðarmálum. aralistina það sem tónlistin er bókmenntunum“. En nazisminn og seinna for- dæming Stalins á allri avant- garde list, flutti abstrakt listina til Parísar, að vísu umbreytta eftir því sem tímar liðu. Ab- strakt list, sem ekki var lengur ein grein heldur fjölmargar, reiðubúnar til að bannlýsa hverja aðra. Atlan fór ekki varhluta af gagnrýninni. Áköfustu abstrakt- mennirnir sökuðu hann um að fá að láni uppistöðu úr hvers- dagslífinu. Atlan neitaði því ekki. Hrífandi myndir hans, sem fullar voru af táknum og föld- um merkingum, ofsafengnar eins og martröð hjá Kafka og fullur af íöfrakrafti eins og styttur frá Kyrrahafseyjunum eða negra- grímurnar, höfðu inni að halda náttúrufyrirbrigðin úr æsku- minningum hans. Árásunum svaraði Atlan með axlaypptingum eða hlátri, ákveð- inn í að gefa ekki eftir um þuml- ung. Þó vissi hann hvað þessi stífni kostaði hann, hungur heilu dagana og vinnu næturnar út. Vinir hans ráðlögðu honum að nota prófið sitt frá Sorbonne og sækja um kennarastöðu við ein- hvern skóla. En því neitaði hann alveg. Að vísu gæti hann borðað nægju sína, ef hann kenndi heim- speki, en þá yrði hann að vera án þeirrar einbeitingar sem hverjum listamanni er nauðsyn- leg er hann skapar. Tvennir tímar En þessi tími var liðinn. Atlan var nýbúinn að skrifa vini sín- um að hann hefði keypt bóndabæ í Yonne og nú brosti gæfan við honum. Þetta væri vínyrkjubú og útihúsin yrðu bilskúr fyrir Denice og vinnustofa fyrir hann sjálfan. Þarna í útjaðri lítils ynd- islegs þorps með 15. aldar kirkju hefði hann svo sannarlega ró og næði og nægan tíma. Loks hafði Atlan tekizt að vekja athygli og kaupendur rif- ust um málverkin hans og greiddu milljón fyrir hvert. í fyrrnefndu bréfi segir hann m. a.: „Ég þroskast í verkum mínum, þróast og tek framförum og geri mér betur og betur grein fyrir hinu raunverulega takmarki .. “ Dag nokkurn bar Atlan hend- ina upp að taugahnút, sem var nýkominn á hálsinn á honum um leið og hann kallaði á hundinn sinn. Það voru lagðir bakstrar við þetta, en það vildi ekkl hverfa. Atlan fór til læknis inni í Paris, sem sagði konu hans allan sannleikann, Atlan væri dauð- ans matur. Nú yrði hún að vera kát i framkomu, til að fela þessa hræðilegu staðreynd fyrir Atlan, unz yfir lyki. Hann lézt þremur vikum eftir að hann skrapp til læknisins inn til Parísar, án þess að læknarnir gætu nokkuð að gert. Óhagstæður vöru- shiptajöfuiiður SAMKVÆMT skýrslu Hagstof- unnar hefir vöruskiptajöfnuður- inn tvo fyrstu mánuði ársins ver- ið óhagstæður um 55,4 millj. kr. Inn hefir verið flutt fyrir 256,5 millj., en út fyrir 201,1 millj. Á sama tíma í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 15,5 millj. kr. Athygli skal vakin á því að innflutt skip tvo fyrstu mánuðina 1960 eru meðtalin í innflutningi þeirra, en 1959 var innflutningur skipa fyrri helming ársins talinn í einu lagi með innflutningi júní- mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.