Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 24
Íþróttasíðan er á bls. 22. oíi’ipwíMatufo 94. tbl. — Miðvikudagur 27. apríl 1960 Svifvagn Sjá bls. 13. Að Genfarráðstefnunni Eokinni: Aðstaða íslands er sterkari en áður Samtal við Bjarna Benedikts- son, dómsmálaráðherra Genf, 26. apríl. Einkaskeyti til Mbl. frá Þorsteini Thorarensen. EFTIR atkvæSagreiðsluna í morgun kom ég að máli við Bjarna Benediktsson, dóms- málaráðherra, og bað hann segja mér álit sitt á úrslitun- urn. Bjarni svaraði: Fögur orð í stað athafna — Við höfum hagað öllum störfum okkar á ráðstefnunni með það fyrir augum að greiða fyrir, að hún næði til- ætluðum árangri, svo að Ijúka mætti þeirri réttar- óvissu, sem rikt hefur í þess- um efnum, og þar með yrðu lífshagsmunir íslands betur tryggðir. Stefna okkar hefur verið skýr og ákveðin frá fyrsta degi ráðstefnunnar til hins síðasta. Við höfum í til- lögum okkar og öllum mál- flutningi, bæði manna á milli og á fundum, hiklaust og ótvírætt látið uppi, með hvaða skilyrðum við gætum greitt atkvæði með þeirri lausn, sem bersýnilega hafði mest fylgi á ráðstefnunni. — Þeir, sem mestu réðu hér vildu ekki fallast á skilyrði okkar, heldur virtust halda, að fögur orð gætu komið í stað athafna. Afleiðingin er nú komin fram og taki þeir á sig ábyrgðina á því, sem hana raunverulega bera. •jlr Sterkari aöstaða Auðvitað hefðu hagsmunir fslands verið bezt tryggðir með þvi að fá viðurkennda Bjarni Benediktsson. — Myndin er frá Genf. 0 00^0^0 0.00 0000 0~\ alþjóðasamþykkt. Úr því að það tókst ekki, er að taka þvi. Er og enginn efi á því, að að- staða íslands er mun sterkari eftir ráðstefnuna en aður. Hin mikla samúð, sem lýsti sér í atkvæðagreiðslu nefndarinn- ar a dögunum um tillögu okk- ar hefði átt að nægja stórveld unum til skilnings á því, að öllum var hollast að viður- kenna sérstöðu íslands. ■Jc Skefjalaus áróður Atkvæðagreiðslur um til- lögur íslands nú fóru að vísu á annan veg, en þegar tekið er tillit til hins skefjalausa áróð- urs, sem öll stórveldin, bæði í austri og vestri, héldu uppi gegn tillögum okkar, gegnir raunverulega furðu hve mörg atkvæði þær fengu. — Jafnvel þeir, sem greiddu atkvæði gegn þeim, gerðu það með skýringum þess efnis, að mál okkar væri svo sérstaks eðlis, að það þyrfti að leysa með sér- stökum hætti. Að humma vandann fram af sér Viðleitni ráðandi aðila beindist öll að því, að humma vandann hér fram af sér, en enginn treysti sér til að neita sérstöðu fslands. Barátta okk- ar á ráðstefnunni hefur því síður en svo orðið árangurs- laus. Eftir atvikum megum við vel við una, því að enn hefur sannazt að hófsemi, sanngirni og þolgæði mun að lokum tryggja fullnaðarsigur okkar í þessu máli. Keillaóskir tU Togolendinga TOGOLAND í Afríku verður sjáffstætt lýðveldi um þessar mundir. Forsætisráðherra, Ölaf- ur Thors, hefur verið boðið að. vera viðstaddur hátíðahöld í sambandi við lýðveldisstofnun- ina 25. til 28. þ m., sem hann hef- ur eigi getað komið við að þiggja. Hann hefur sent svofelldar árn- aðaróskir í símskeyti til forsæt- isráðherra hins nýja lýðveldis: „Mér er það heiður og ánægja að senda yður, herra forsætisráð- fcerra, og þjóð yðar alúðarkveðj- ur og árnaðaróskir íslenzku rík- isstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar í tilefni lýðveldisstofnunar í Togolandi. Aðeins hin mikla fjarlægð milli landa okkar og óvenju miklar embættisannir fcindra mig í því að sækja heim land yðar og flytja persónulegá heillaóskir hins unga íslenzka lýðveldis". Frost og í Stykkishólmi STYKKISHÖLMI, 26. apríl: — Undanfarna sólarhringa hefur verið frost á hverri nóttu. I gær snjóaði niður á jafnsléttu og varð jörð hér al'hvít. Afli hefur verið með tregara móti og í gær var hann frá 2 til 9 léstir. — Fréttaritari. Akranesbátar AKRANESI, 26. apríl. — Flestir bátar héðan eru á sjó í dag. Nú, kl. 10.30, er aðeins einn, Reynir, kominn að með 5,5 lestir. í gær var aflinn 260 lestir á 18 báta. Hæstir voru Sigrún 25 1. Böðv- ar 24 1. og Höfrungur 20 1. Vél- báturinn Ásbjörn er hættur á þoskanetjum og á að fara á rek- net. í dag reru 18 trillubátar. Sá hæsti fiskaði 500 kg. — Oddur. Rannsóknarlögreglumennirnir Ragnar Vignir (t. v.) og Jón E. Halldórsson athuga skápinn sem logskorinn var. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kafari fann báda peninga- skápana út af Ægisgarði KAFARI, í froskmannabún- ingi, var í óvenjulegum leið- angri í gærdag í vesturhöfn- inni. Skyldi hann vita hvort hann fyndi ekki tvo peninga- skápa vestur við Ægisgarð. Hér var um að ræða lið í rannsókn þjófnaðarmála Annar skápanna dreginn höfninni. þeirra, sem nú hefur tekizt að upplýsa. Höfðu innbrotsþjóf- arnir, sem nú sitja í varðhaldi, sagt rannsóknarlögreglunni, að þeir hefðu varpað út af Ægisgarði báðum þessum pen ingaskápum. Tóku þeir annan þeirra, þungan og traustan skáp í smiðju Sindra við Borg- artún, en hinn námu þeir á brott með sér er þeir brutust inn í trésmiðju Birgis Ágústs- sonar í Brautarholti 6. Kafar- anum tókst að finna skápana báða. Tók þessi leiðangur og „björgun“ skápanna alls um hálfa klukkustund. • Kafarinn stingur sér Það var Andri Heiðberg, sem kafaði fyrir rannsóknarlögregl- una. Kom hann á bát Hamars hf ásamt aðstoðarmönnum um kl. 1,30 að enda Ægisgarðs. Þar skýrðu rannsóknarlögreglumenn- irnir Jón Halldórsson og Ragnar Vignir forstöðumaður tæknideild ar, Andra frá því hvar líklegast væri að finna skápana. Stakk Andri sér léttilega niður í djúp- ið. • Brotnir og sundurskornir Fljótlega fann kafarinn annan skápanna. Hafði sá borizt nokkuð frá garðinum. Kom Andri á hann böndum og var skápurinn dreg- inn upp. Var það skápurinn sem stolið var í smiðju Sindra aðfara nótt 18. febrúar. Voru þá í honum 5000 kr. í peningum ásamt miklu af verðmætum skjölum fyrir- tækisins. Skápurinn bar þess merki að reynt hafði verið að sprengja upp hurð hans, en horfið frá. Allstórt gat var á annari hlið skápsins og hafði það verið gert með logskurð- artækjum. Nokkuð var af skjölum I skápnum og sjávar- gróður tekinn að myndast ut- an á honum. Eftir skamma leit fann Andri kafari hinn skápinn nokkru nær. Hurð hans var brotin af hjörum og lá hurðin inni í skápnum. Þessum skáp hafði verið stolið í Trésmiðju Birgis Ágústssonar hipn 11. janúar sl. Þá voru í skápnum 17000— 18000 krónur í peningum, en auk þess margar peningaávísanir og bankabækur alls að upphæð 35.000. Var þetta fé ásamt ávís- unum fryst þá þegar. Innbrots- þjófarnir munu hafa gert sér grein fyrir þvi að þeir gætu ekki náð þessum peningum, og höfðu þeir eyðilagt bankabækurnar og önnur skjöl úr þessum peninga- skáp. • 25 eyringar Lögreglubílum var nú ekið að skápunum og er skáp Sindra var lyft kom í ljós 25 eyringur. Vakti það hlátur við staddra. „Þeir hafa þá ekki stolið öllu“, sagði einhver og annar svaraði: „Þeir hafa ekki verið að hugsa um skiptimynt- ina, kavaleramir“. Og er skáp urinn var tekinn upp kom í ljós handfylli af 25 eyring- um. Skápunum var ekið í bæki- stöðvar rannsóknarlögreglunn SpiÍakvöld HAFNARFIRÐI. — í kvöld kl. 8,30 verðtur síðasta spilakvöld- ið hjá Sjálfstæðisfélögunum að þessu sinni. Verður þá eins og alltaf áður úthlutað sérstök um verðlaunum og svo heildar verðlaununum fyrir spila- kvöldin í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.