Morgunblaðið - 27.04.1960, Blaðsíða 6
6
MORGVTSJtL AÐIÐ
Miðvikudagur 27. apríl 1960
Gera fylgjendur ,bræð-
ingsins’ sérsamning?
Syngman Rhee
virðist sigraður
Lofaði að afsala sér völdum, er hálf milljón
manna sýndi lögreglu og herliði
Dean gaf það í skyn í blaðaviðtali
Genf, 26. apríl.
Einkaskeyti til Mbl. frá Þ. Th.
EFTIR að ráðstefnunni hafði
verið slitið hélt Arthur Dean
fund með okkur, nokkrum
blaðamönnum, og ræddi mik-
ið við okkur um ráðstefnuna.
★
Hann sagði m. a., að enda þótt
ekki hefði náðst % atkv. meiri-
hluti við tillögu þeirra Banda-
rikja- og Kanadamanna, hefði
mikill árangur orðið — að skipa
saman 54 þjóðum í eina fylk-
ingu, þannig að einungis vantaði
eitt atkvæði til löglegrar sam-
þykktar. — Kvað hann þetta svo
mikilvægt, að vel gæti svo farið
að þessar 54 þjóðir gerðu með sér
gagnkvæman samning á grund-
velli tillögunnar, en slíkur samn-
ingur svo margra þjóða mundi
hafa sömu áhrif og alþjóðalög.
Þurfum ekki nýja ráðstefnu
Ég spurði hann þá hvort hann
kysi fremur, að þessar 54 þjóðir
kæmu saman til fundar, eða að
haldin yrði þriðja sjóréttarráð-
stefnan. Hann svaraði:
— Við þurfum ekki einu sinni
nýja ráðstefnu, það nægir að
þessi ríki komi saman.
— En myndu þau þá koma
saman á sérstaka ráðstefnu?
— Nei, það væri óþarft. Þetta
væri hægt að framkvæma eftir
„diplómatískum" leiðum. Hins
vegar tek ég fram, að ég segi að-
eins að þetta væri hugsanlegt —
og það hefur komið til tals.
— En teljið þér ekki að þetta
væri að fara í kringum Samein-
uðu þjóðirnar, að minnsta kosti
frá siðferðilegu sjónarmiði, þar
sem þessar ráðstefnur hafa verið
haldnar á vegum þeirra, en nú
tækju nokkur ríki sig út úr?
— Nei, Sameinuðu þjóðirnar
myndu einmitt vilja stuðla að
slíku alþjóðlegu samkomulagi.
Voru ráðstefnurnar
nauðsynlegar?
—En var þá nauðsynlegt að
vera að halda allar þessar ráð-
stefnur með þátttöku kommún-
istablokkarinnar og Arabaríkj-
anna — hefði ekki verið miklu
nær, að þessi 54 ríki hefðu bara
strax í byrjun haldið sína einka-
ráðstefnu?
— Nei, sagði Dean, það er
þægilegt að hafa slíka ráðstefnu
til þess að geta talað við fulltrúa
frá öllum þessum löndum og at-
hugað vandamál þeirra.
— En ef þið gerið þetta gætu
þá ekki andstöðuríki ykkar, sem
vilja tólf mílur, líka komið sam
an á ráðstefnu og gert alþjóðlega
samþykkt, sem þá yrði einnig að
alþjóðalögum með sama hætti?
—Nei, sagði Dean. Þau ríki eru
miklu færri, aðeins um 30, og því
gæti samningur þeirra í milli
aldrei orðið alþjóðalög.
Kaldhæðnislegt
Dean viðurkenndi að hann hefði
orðið fyrir vonbrigðum með
úrslitin og kvað vandamálið allt
mjög flókið og erfitt viðureignar.
— Hann sakaði aðallega Ekvador
og Chile um að hafa brugðizt,
en einng Japan, sem hefði ekki
með nokkru móti getað sætt sig
við viðbótartillögu Brazilíu,
Kúbu og Uruguay. — Þið getið
varla trúað því, hve flókið og
vandasamt það er að reyna að
sætta svona margar þjóðir, sagði
Dean. Það var kaldhæðnislegt,
hélt hann áfram, að Japan skyldi
bregðast vegna þess að v.ð vor-
urn að reyna að ná Suður-Amer-
íku-ríkjunum á okkar band —
en svo sviku þau okkur líka. Við
töldum um tíma, að við værum
búnir að koma tölu andstöðu-
ríkjanna niður í 23 og þóttumst
þá öruggir.
★
Ég spurði hvort ekki væri
líklegt að mörg ríki tækju sér
nú tólf mílna lanlhelgi. Dean
kvaðst ekki geta svarað því,
hvað önnur ríki gerðu, — en
sagði hann, við teljum það
algerlega ólöglegt að ríki færi
út landhelgi sína einhliða.
Dean (t.v.) og Hare ræðast við.
— Þeir biðu ósigur.
í tvo heimana
Seoul, Suöur-Kóreu, 26. apríl.
— (NTB-Reuter) —■
UM hálf milljón manna safn-
aðist saman á götum borgar-
innar og fyrir framan bústað
Syngmans Rhees forseta í
dag, mótmælti stjórn hans og
krafðist þess, að hann segði
af sér. Lögregla og herlið
stjórnarinnar fékk lítt að
gert, gat aðeins með naum -
indum varið forsetabústaö-
inn — og virðist þá Rhee hafa
séð sitt óvænna, því að hann
tilkynnti: „Ég mun líta á
kosningu mína til forseta sem
ógilda, ef það er vilji þjóðar-
innar. Ég mun fallast á, að
nýjar kosningar fari fram og
á breytingu stjórnarforms,
þannig að nýtt ráðuneyti taki
við undir forystu forsætisráð-
herra“. — Yfirlýsingin var
lesin í hátala, en drukknaði
Crét hástöfum
á œskuslóðum
I HÁDEGISÚTVARPI í
gær var lesin tilkynning
þess efnis að ljósmæður og
hjúkrunarkonur fæðingar-
deildar LandsspUalans,
hefðu skotið skjólshúsi yfir
lítinn ferðalang, sem var
ekki nógu gamall til þess
að geta sagt hver hann
væri og hvaðan hann kæmi.
Ferðalangurinn litli, á öðru
ári, hafði verið kominn inn
á Landsspítalalóðina, i
námd við fæðingardeildina,
staðið þar skælandi einn og
yfirgefinn. Ein ljósmæðr-
anna kom nú til hjálpar og
á „miðgangi“ fæðingardeild
arinnar, eins og það er kali
að, var tekið vel á móti hon
um og dekrað við hann í
rúma klukkustund, eða þar
til foreldrar ferðalangsins
komu til skjalanna.
Þegar tilkynningin um
barnið var lesin, var sagt
að um væri að ræða telpu.
En Iiðað hár og gífurlegur
hárvöxtur olli hér misskiln
ingi, því þegar til kom var
þetta ekki meybarn heldur
ungur sveinn. En hann var
ekkert móðgaður. Hann var
svo fluttur heim til sín á
Nönnugötuna. Hann hafðiO
farið einn og óstuddur i
þetta langa ævintýrarika
ferðalag. Kannski til að
skoða „æskustöðvarnar"?
skrifar úr
daglega lifínu
3
Margt af því, sem við hér
í þéttbýlinu veltum hvað sízt
vöngum yfir, getur verið tals
vert umhugsunarefni hinna,
sem afskekktir eru og búa við
strjálar samgöngur. Ýmislegt,
sem við teljum sjálfsagt og
eðlilegt að hægt sé að gera
í einu handtaki, kann að vera
óframkvæmanlegt hjá þeim.
Þannig á útkjálkafólk og
eybýlingar við að etja ýmis
smá og stór vandamál, sem
ekki þekkjast lengur þar sero
byggð er þéttari.
• Erfitt að spara
gjaldeyrinn
Á þetta er drepið í bréfi,
aem „Húsmóðir" í Grímsey
skrifað í „Velvakanda" á
fyrsta sumardag, en þar segir
m. a.:
„Við erum í vandræðum
með að losna við ýmis tóm
ílát, sem vel mætti brúka aft-
ur, svo sem flöskur, tóbaks-
krúsir, dropaglös og alls kon-
ar önnur ílát með skrúfuðum
lokurn. Tóbakseinkasalan og
Áfengisverzlunin auglýsa, að
þau kaupi þessi ílát, en við
búum svo langt í burtu, eig-
um ekki greiðan aðgang að
því að koma þeim á framfæri
við þessa aðila. Er ekki hægt
að hafa sama fyrirkomulag
með þessar umbúðir og t. d.
flöskur ölgerðanna, þ. e. að
maður skili þeim um leið og
maður kaupir innihaldið.
Alltaf er verið að brýna
fyrir manni að spara og fara
vel með hlutina. Og er það
akki einn liðurinn í gjald-
eyrissparnaðinum að nota
þessi ílát sem oftast. Eitt-
hvað hlýtur það að kosta, að
flytja endalaust inn gler og
annað þess háttar, sem vel
mætti komast hjá“.
Póstur og páskaegg .
seint á ferðinni
Ennfremur segir „Húsmóð-
ir“ í bréfi sínu:
„Svo er það annað óskylt
efni. Hvers eigum við að
gjalda hér í fámenninu, að fá
engan póst nýrri en 3—4 vikna
gamlan? Ekki er nú fjöl-
breytnin mikil á þessum af-
skekktu stöðum um t. d. páska
og aðrar stórhátíðir, þó að
maður fengi blöð eða bréf að
lesa. Og engin páskaegg koma
hingað, fyrr en eftir páska.
Þau eru nú kannski engin
nauðsyn, en það eru börn hér
ekki síður en annars staðar;
sem hafa gaman af að fá þau,
fyrst þetta er nú einu sinni
orðinn siður.
• Hvaðmátilvarnar
verða . .. . ?
Hafa ekki póstbátar svo
mikinn styrk frá því opinbera,
að þeir standist vel við að
skjóttast aukaferð, svona und-
ir vissum kringumstæðum?
Mér finnst ekki ganga of vel
að halda fólkinu í sveitum og
afskekktum sjávarþorpum, þó
að gert væri hið bezta sem
hægt er, til þess að það hafi
viðunanlegar samgöngur við
umheiminn".
• Hverfla í stað
skrúfuþotu
„A“ skrifar:
> „Þær vélflugur, sem á ís-
lenzku eru nefndar þotur, eru
knúðar Kverfilhreyflum, þar
sem allt loftið þrýstist aftur
úr hreyflinum. Þær vélflug-
ur, sem reynt hefur verið að
kalla „skrúfuþotur", eru líka
knúnar hverfilhreyflum, en
við hverfilinn í þeim er fastur
öxull, sem snýr skrúfunni og
fer í það meginhluti orkunn-
ar — en ekki nema örlítið brot
hennar kemur fram sem
þrýstingur. Sú orka, sem knýr
þessar tvær gerðir flugvéla
áfram, verður þannig til með
mjög ólíkum hætti og því
rangt að nefna báðar þotur.
Hevrnig væri að nota orðið
h v e r f 1 a um vélflugu knúna
hverfilhreyfli með skrúfu? —
Það má deila um nýyrði, en
þau mega helzt aldrei vera
tvíræð og allra sízt gefa ranga
hugmynd um það, sem þau
eiga að merkja“.
Þessi nafngift „A“ minnir
nokkuð á þyrlurnar, sem nú
eru almennt nefndar því
nafni. Hverfla lætur að vísu
ekki alveg eins vel í munni.
En gaman væri að heyra álit
manna á þessu nýyrði, því að
sú skoðun „A“, að nýyrðis sé
þörf, virðist vissulega eiga við
nokkur rök að styðjast.
í ópum fjöldans, sem krafðist,
að forsetinn segði af sér þeg-
ar í stað. — Múgurinn braut
niður stóra brons-styttu af
Rhee, síðan var hún dregin
um göturnar á vagni — og
menn spýttu á hana. — Vitað
er, að a. m. k. 30 biðu bana
og um 100 særðust í átökum
við lögreglu og herlið í dag.
— ★ —
Á meðan þessu fór fram.
samþykkti þingið einróma
(jafnt stjórnarliðar og and-
staðan) kröfu um, að Syng-
man Rhee segði af sér og
hætti öllum afskiptum aí
stjórnmálum. Þingið sam-
þykkti að lýsa forsetakosning-
arnar 15. marz ógildar. Það
ákvað og að vinna að stofnun
nýs stjórnarkerfis og að því
búnu efna til þingrofs og
nýrra kosninga.
9 Höfum sigrað í fyrstu iotu
Eins og fyrr segir, varð ekki
við neitt ráðið í dag, er mann-
grúinn æddi um göturnar, réðist
á lögreglustöðvar og aðrar opin-
berár byggingar — og lagði eld
í sumar þeirra. Svo sem fyrr,
voru það stúdentar og aðrir fram
haldsskólanemar, sem forystu
höfðu í mótmælagöngunum, en
margir þeirra reyndu þó að að-
stoða lögreglu og slökkvilið við
að forða skemmdum og eigna-
tjóni og freista þess að koma á
nokkurri ró. — Síðdegis óku for-
ystumenn stúdenta í herbifreið-
um um götur borgarinnar og
kölluðu í hátalara: — Við hófum
sigrað í fyrstu lotu — spillið
ekki því, sem nú hefur unnizt.
— Komst nokkur ró á með kvöld
inu, en um 100.000 manns héldu
kyrru fyrir við bústað Sypg-
mans Rhee og kröfðust þess, að
hann kæmi fram og tilkynnti
sjálfur, að hann segði af sér skil-
yrðislaust. Einkaritari hans kom
þá fram og kvað forsetann of
aldurhniginn til þess að ávarpa
þá við slíkar aðstæður. — Enda
þótt öldumar virtist nokkuð
hafa lægt með kvöldinu, var
ástandið mjög óljóst — og engm
eiginleg stjórn var í borginni.
• Fólkiö kvartar með réttu
Magruder, yfirforingi liðs
Sameinuðu þjóðanna í Kóreu,
gekk á fund Rhees, ásamt nefnd
28 stúdenta, sem lögðu _ fram
kröfyr um, að þeim, sem bæru
ábyrgð á kosningafölsununum
og lögregluofbeldinu undanfarið
verði refsað, komið verði á lög-
um og reglu hið fyrsta og skólar
Framhald á bls. 23.
Titillinn blnsir
við Tnl
SAUTJÁNDA skákin í einviginu
um heimsmeistaratitilinn var
telfd i gærkvöldi. Enn einu sinni
valdi Botvinnik Caro-Cann vörn.
Tal reyndi að ná kóngssókn, en
varð ekkert ágengt. Botvinnik
náði yfirhöndinni og vann tvö
peð.
Síðustu leikir skákarinnar
voru leiknir í mikilli tímaþröng
og lék Botvinnik illilega af sér.
Gaf hann Tal kost á leikfléttu,
sem leiddi til vonlausrar stöðu
fyrir heimsmeistarann. Botvinn-
ik gaf skákina í 41. leik.
Staðan í einviginu er nú, að
Tal hefur 10 vinninga gegn 7 vinn
ingum Botvinniks. Þarf nú Tal
einungis 2V4 vinning úr 8 skák-
um til að hljóta heimsmeistara-
titilinn.