Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 11

Morgunblaðið - 28.04.1960, Side 11
Fimmtudagur 28. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Jónína Einarsdóttir Vestm.eyjum 75 ára ÞANN 25. marz sl. varð 75 ára Jónína Einarsdóttir að Seljalandi í Eyjum. Þegar ég heyrði um þessi merku tímamót í sefi hinn- ar mætu konu fannst mér ég verða að minnast hennar nokkr um orðum, minnast þessarar kunnu bóndadóttur frá Norður- garði og fólks' hennar. Þótt hún sé ekki fædd í Eyjum, er hún þó uppalin hér að mestu leyti og kunnur eyjaskeggi. Jónína er fædd í Hlíð undir Eyjafjöllum, 25. mai-z 1885. For- eldrar hennar voru frú Ólöf Þórð ardóttir frá Hvammi, f. 20. jan. 1862, síðar húsfreyja að Stóru- borg og síðast í Eyjum, dáin hér 15. apríl 1936. Faðir Jónínu var Einar Jónsson síðar bóndi í Norð urgarði. Ólöf giftist síðar Finni Friðfinnssyni að Stóruborg og voru börn þeirra: Frú Þóra, er dvelur nú að Elli- heimilinu Skálholti í Eyjum; frú Helga gift í Reykjavik; frú Sigrún Finnsdóttir dvelur í Reykjavík; Jóhann dáinn: Finn- bogi dáinn; Ingibjörg dáin; Frið- finnur Finnsson kaupmaður í Eyj um. Finnur á Stóruborg drukknaði í Eyjafirði af skipinu Björgólfi 16. maí 1901 fiálf fimmtugur að aldri. Einar Jónsson flutti til Eyja 1898 og settist hér að. Fékk hann til ábúðar jörðina Norður- garð 1890—91 og bjó þar síðan til æviloka. Hann var fæddur 8. maí 1858 sonur Jóns bónda að Ketils stöðum Þorkelssonar frá Litlu- Hólum í Mýrdal, og konu hans Ingigerðar Einarsdóttur er lézt í Norðurgarði 1. jan. 1913, fædd 1825. Árið 1892 þann 20. júní giftist Einar Árnýju, (f. 27. apríl 1863 í Hlíð, Eyjafjöllum) Einars- dóttur. Flutti hún til Eyja það ár um vorið. Það ár flutti einnig til Eyja Jónína dóttir Einars, þá 7 ára gömul og fór til föður síns og Árnýjar konu hans að Norður- garði. Börn Einars og Árnýjar voru þessi: Einar, býr í Reykjavík. Sigurður, hrapaði í Geirfugla- skeri við eggjatekju. Ingiríður dvelur i Reykjavík. Björg, hús- freyja í Norðurgarði. Þórarinn, dó ungur. Jónína, ólst upp hjá föður sínum og fósturmóður í Norðurgarði í sérlega fögru um- hverfi. Eflaust hafa fyrstu bú- skaparár þeirra Norðurgarðs- hjónanna verið erfið eins og svo margra í Eyjum á þeim tímum. Að vísu má segja að Einar hafi verið heppinn að fá jörðina, því jarðnæði lá þá ekki á lausu. En hann var felitill og jörðin og hús öll þurftu endurbóta við, svo við- unandi væri. Með dugnaði sínum, hyggni og nýtni samfara frá- bærri elju og búhyggni konu sinnar sigraðist hann á erfiðleik- unum. Afkoman varð betri með ári hverju, börnin komust til vinnualdurs og nýttust ungir starfskraftar þeirra vel, undir góðri stjórn foreldranna, þar sem iðja og reglusemi voru ávallt í fyrirrúmi. Allmargar skepnur átti Einar, miðað við þann tíma, 2—3 kýr, 1 til 2 hross og um og yfir 20 fjár. Jörðin átti til fuglatekju að sækja í Elliðaey, Stórhöfða og suðurskerin. Hún hafði auk þess hagagöngu þar og ýms hlunnindi á Heimaey, t.d. rekafjöru og sölvatekju. Útræði hafði Einar, sem fleiri ofanbyggjabændur, suður í „Klauf“ og var það mikið stund- að vor og haust. Til fuglatekju fór Einar hvert sumar meðan veiðitíminn stóð yfir, eftir því sem heyannir leyfðu. Allt þetta gaf drjúgar tekjur í bú Einars. Hann var mikill áhugamaður, góður starfsmaður og hafði gott auga fyrir sem beztri nýtingu jarðarnytja sinna. Um 1910—12 var Einar orðinn með betri bændum Eyjanna og þeim heiðri hélt hann með sóma til dauðadags. Hann lézt 8. ágúst 1937, en Árný kona hans 9. ágúst 1938. Það var mikið að starfa í Norð urgarði og komu þau störf ekki svo lítið í hlut barnanna að ó- gleymdri húsmóðurinni. Mikill fugl barst í heimilið, sem vinna þurfti til matar og sölu. Þau störf hvíldu að sjálfsögðu í hönd um kvenfólksins. Kom sér þá vel að þær mæðgurnar voru mestu hamhleypur til slíkra verka, þar eð auk þeirra, urðu þær að vinna önnur húsverk og heyvinnuna. Aðdrættir til heimilisins voru erf iðir og seinlegir. Vegir voru slæm ir „upp fyrir hraun“, varla nema troðningar og varð margt að bera heim neðan úr bænum. Það var líka tafsamt að fara eina eða fleiri ferðir í bæinn hvernig sem á stóð heimafyrir. Eg minnist oft Jóníu í slíkum ferðum, berandi í báðum höndum og burðarskrínu á bakinu. Hún var létt á fæti þá og sporadrjúg og lét sér ekki bregða þótt byrðin væri í þyngra lagi. Eins og þá var títt um stúlkur í Eyjum, fór Jónína til Aust- fjarða í atvinnuleit yfir sumar- mánuðina nokkur sumur. Gaf það nokkuð í aðra hönd og skemmtun var að kanna ókunnar slóðir. Hún vann þar hverskonar heimilis og fiskvinnustörf og hlaut afbragðs vitnisburð hús- bænda sinna. Eins og fyrr getur var Norður- garðsheimilið komið í allgóð efni 1910—12. Elztu börnin voru þá uppkomin og unnu mikið í heimilið. Tún voru í allgóðri rækt og húsakostur allgóður, byggt í isl. baðstofustíl og innri húsaskipan að sama hætti. Þá henti heimilið sú ráðstöfun örlag anna árið 1911 að Jónína giftist. Var það ekki svo lítið áfall fyrir heimilið að missa hana, þareð hún hafði verið heimilinu ómetan legur styrkur og elskuð mjög af fólki sínu. En þetta varð að hafa sinn gang og heimilisfólkið að sætta sig við breytinguna. Hún gifti sig 19. febr. 1911. Maður hennar var Jón f. 19. sept. 1878, sonur Guðmundar bónda í Stein- um, Eyjafjöllum Helgasonar og konu hans Margrétar Eyjólfsdótt ur. Jón var fríður maður, hærri en í meðalagi, þéttlega vaxinn og hinn gjörfulegasti að vallarsýn. Hann var og mjög skýr maður, vel að gáfum gefinn og ágætlega sjálfmentaður, las t.d. ensku og dönsku sem var fátítt um alþýðu fólk. Söngmaður var Jón ágætur og hafði mesta yndi af söng. Verkmaður var hann laginn og dugnaðarmaður til sjós og lands. Ungu hjónin leigðu ágætt hús næði í Dal hjá Magnúsi Þórðar- syni formanni og útvegsbónda. Jón stundaði sjóinn. Hann var for maður með bát, sem hann átti góðan hlut í. Hann aflaði vel og vann þess á milli hverskonar landvinnu. Þau undu þessvegna hag sínum. Fyrsta barn þeirra fæddist í Dal 17. apríl 1911. Það var drengur og hlaut nafn afa síns, Einar. Þetta voru gleði- og ánægjutímar og litu hjónin björt um augum til framtíðarinnar. Jón var hagsýnn og framsækinn. Hami gat þess vegna ekki hugs- að sér annað en að eignast sitt eigið hús. Hann ræddi mál þetta við góðkunningja sinn, Guðjón Eggertsson og þareð Guðjón var sama sinnis um húsnæði, ákváðu þeir að byggja saman. Það var ekki látið sitja við orðin tóm, en brátt hafizt handa. Húsið komst upp, myndarlegt hús, miðað við þá tíma og hlaut nafnið Selja- land. Fluttu þeir þangað með fjölskyldur sínar rétt um ára- mótin 1913—14. Stórum áfanga var náð, stór hugmynd orðin að veruleika. Jónínu fannst þetta allt sem fagur draumur. Allt hafði gengið svo vel og farsæl- lega þrátt fyrir marga erfiðleika. Jón hafði lagt mjög hart að sér og unnið baki brotnu, oft lagt mikinn hluta nætur við dag til þess að geta aflokið áætluðum og aðkallandi störfum. Þann 16. marz, skömmu eftir að þau fluttu í nýja húsið, fædd- ist þeim annað barnið. Það var stúlka og hlaut nöfn foreldra Jóns og skírð Guðmunda Mar- grét. Óskabörnin voru fædd, hraust og mannvænleg og lífið lék í lyndi. „En forlög koma ofan að örlög kringum sveima ...“ Réttu ári eftir fæðingu dóttur- innar dró skyndilega ský fyrir sólu. Dauðinn birtist í almætti sinu á heimilinu. Þann 20. marz 1915 fékk Jón hjartaslag og lézt aðeins 36 ára gamall. Hvílíkt reiðarslag það var fyrir konuna, börnin og heimilið. geta allir hugsað sér. Það var sem dökkt klæði hefði verið dregið fyrir framtíðina, sviðið, þar sem líf hennar og barnanna átti fram að fara, var allt í einu lokið. Framundan sýnd ist aðeins tómleikinn, sorgin og örvinglunin. Það voru sorgþrungn ir reynslutímar. En tíminn læknar öll sár og trúin á æðri stjórn og umsjá, gef- ur kjark og vilja til þess að lifa áfram og sigra sorgir og þreng- ingar. í hönd fóru erfiðir tímar fyrir Jónínu. Hún stundaði hvers konar vinnu eftir því sem kraft- Framh. á bls. 17. H afnarfjörður Þrjú stór fiskverkunar og geymsluhús að Strand- götu 50 til sölu og brottflutnings. Húsin eru járn- varin timburhús. Tilboð sendist á skrifstofu mina fyrir 10. maí n.k. Bæjarverkfræðingnrinn í Hafnarfirði. Til leigu einbýlishús 4 herbergi, eldhús og bað. í kjallara 3 her bergi. Umsóknir sendist afgr. blaðsins fyrir laugar- dag, merkt: „777 — 3214“.. Punktsuðutæki með straumrofa. 6.þ0BSÍHM880H 8 JOHHSBW j Grjótagötu 7 — Sími 24250. Ráðskona óskast að sveitaheimili í nágrenni Reykjavíkur til stutts tíma. Gott kaup. Upplýsingar í síma 32172. Trésmiðafélag Reykjavíkur 1. maí skemmtun félagsins verður í Framsóknarhús- inu föstudaginn 29. apríl kl. 8,30. Skemmtiatriði: Gamanleikurinn Ástir í sóttkví. — Dans Aðgöngumiðar í skrifstofu félagsins Laufásveg 8. Skemmtinefndin. NáttúruSækningafélag íslands tilkynnir Happdrætti félagsins er í fullum gangi. Sala happdrættismiða hafin um allt land, umboðs- menn í bæjum, þorpum og sveitum. Miðinn kostar kr. 25,00. Happdrættisvinningar: Volkswagen bíll model 1960, Flugfar til Ameríku og Þýzkalands, Ferð til Kaupmannahafnar, Ferð með Ríkisskip kringum land, Dvöl á Heilsuhælinu í Hvera gerði.. Vinningar alls 10, að verðmæti 185.000,00 kr. Dregið verður 1. júlí n.k. — Góðir landsmenn, kaupið miðana. — Styrkið Náttúrulækningafélagið. Allar nánari upplýsingar hjá aðalumboðinu Austur- stræti 12, Reykjavík, sími 16371. STJÓRNIN. Sbúð til leigu 2 herbergja íbúð er til leigu í Gufunesi. Sala kemur einnig til greina á 4ra herbergja íbúð. Upplýsingar gefur Guðbjartur Jónsson Gufunesi sími 32000 eða Fyrirgreiðsluskrifstofan — fasteignasala Austurstræti 14 — Sími 12469 eftir kl. 5. Orðsending frá Brunabótafélagi íslands um lækkun iðgjalda. Samkv. lögum nr. 10, 1960, um söluskatt ber m. a. að greiða söluskatt af iðgjöldum af brunatrygging- um fasteigna. Stjórn Brunabótafélags fslands hefir ákveðið, að Brunabótafélagið greiði þennan skatt fyrir þá húseigendur, er tryggja húseignir sínar hjá félaginu á þann hátt að lækka viðkomandi iðgjalds- taxta sem söluskattinum nemur. Iðgjaldalækkunin tekur gildi frá og með 26. þ. m.. Framkvæmdastjórn Brunabótafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.