Morgunblaðið - 30.04.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.04.1960, Qupperneq 24
—..... ' ' " -......1 Iþróttasíðan er á bls. 22. 97. tbl. — Laugardagur 30. apríl 1960 Stundvísi Sjá grein á bls. 6. Hollenzkt skip strand- ar á Grundarfirði GRUNDARFIRBI, 29. apríl. — Um tvöleytið í dag kom hingað til Grundarf jarðar hollenzka fisk tökuskipið Lúkas Bols II til þess að lesta hér saltfisk til Portúgals. Skipið, sem er milli GOO og 800 Jón ísberg sýslu- maður Húnvetn- inga f GÆR var Jón ísberg skipaður sýslumaður í Húnavatnssýslu. Hann hefur starfað sem fulltrúi sýslumanns á Blönduósi frá ár- inu 1951, og hafði nokkru áður unnið á skrifstofu sýslumanns í fjögur sumur. Jón er sonur Guðbrands ís- bergs, sem nú er að láta af störf- um sem sýslumaður á Blönduósi eftir 28 ára þjónustu. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri árið 1946 og lögfræði prófi við Háskóla íslands árið 1950. Eftir það stundaði hann framhaldsnám í þjóðarrétti við Lundúnaháskóla um eins árs smálestir, var alveg tómt og skrúfan hátt upp úr sjó. Norðan- kaldi var á og vegna þess hve skipið var hátt í sjónum lét það ekki að stjórn, er það ’kom að bryggjunni, og hrakti undan vindinum upp í fjöru Par var það ósjálfbjarga og gat sig hvergi hreyft, en í því bar að vélbátinn Grundfirðing II., sem var að koma úr fiskiróðri. Xók hann dráttartaug úr skip- inu og dró það á flot. Háfjara var og ekki rannsakað til fullnustu, hversu miklar skemmdir hafa orðið á botni skipsins. Væntanlegir eru til Grundar- fjarðar í kvöld sýslumaður Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu, svo og dómtúlkur, til þess að halda sjópróf í málinu. Emil. IEngir brezkir togornr oð | veiðum | MBL. hafði í gærkvöldi v samband við Pétur Sigurðs 0 son, forstjóra Landhelgis- u gæzlunnar, og spurðist fyr- n ir um, hvort vart hefði orð- a ið brezkra togara, eða her- \ skipa á íslandsmiðum. For- (r stjóri Landhelgisgæzlunnar Q kvað áhöfn flugvélar Land Q helgisgæzlunnar, sem var á /) hnotskógi í gær, hafa A heyrt til tveggja brezkra \ herskipa, Pallisser og De- Q light, sem voru eitthvað að Q kallast á, en ekki var Ijóst Q hvar þau voru stödd. Þá sá A áhöfn Ránar brezkan togara X djúpt suður af Ingólfs- V höfða, Q Togari Akurnesinga flotsettur 5 maí n.k. SVO sem kunnugt er, eiga Akur- nesingar einn af hinum þrem stóru togurum, sem nú eru í bygg ingu hjá skipasmíðastöðinni See- beck í Bremerhaven í Vestur- Þýzkalandi. Það er Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness hf., sem er eigandi togarans, en aðalhluthafar félagsins eru fisk- iðjuverin á Akranesi, Akranes- bær og fleiri aðilar. S.F.A. hélt aðalfund sinn sl. sunnudag, — stjórn félagsins var öll endurkosin en hana skipa: Jón Árnason, alþm., Sturlaugur H. Böðvarsson, framkvstj. og Guð mundur Sveinbjörnsson, framkv. stj. Sturlaugur er framkv.stj. verksmiðjunnar og er hann ný- farinn ásamt frú sinni til Þýzka- lands og verða þau viðstödd þeg- ar togarinn* verður flotsettur. — Hann er væntanlegur til íslands um mánaðamótin sept,—okt. n.k. Skotar kaupa MORGUNBLAÐIÐ hleraði ný lega, að Jón Kjartansson, for- stjóri Áfengisverzlunar ríkis- ins, hefði á ferðalagi sínu er- lendis sl. haust, haft samband við áfengiseinkasölur á Norð- urlöndum og vínkaupmenn í Skotlandi í því augnamiði að kanna möguleika á sölu tg útflutningi brennivíns frá ís- landi til þessara landa. Blaðið hafði samband við Jón í gær og spnrðist nánar fyrir um það, hvort samningar um sölu brennivíns héðan hefðu náðst við þessa aðila. Sagði hann, að nú þegar hefði pöntun á nokkru magni brennivíns til Skotlands verið Fyrsti útflutn- ingur á áfengi staðfest — og myndi því skip- að út næstu daga. 100 náttúrufræð- ingar hingað í sumar ÚR því hinn almenni ferðamaður hefur áhuga fyrir að koma og njóta þeirrar sérstæðu náttúru sem hér er að finna hvílíkt að- dráttarafl hlýtur þá ekki ísland að hafa fyrir náttúrufræðinga. Því hefur Jóhann Sigurðsson, forstöðumaður skrifstofu F. í. í London gengist fyrir þremur hóp ferðum brezkra náttúrufræðinga og náttúrufræðikennara frá London og einni frá París í sum- ar. Dveljast ferðamennimir hér í hálfan mánuð, og ferðast mikið um, koma m. a. til Þingvalla, Vestmannaeyja, að Mývatni, í Krýsuvík, að Hagavatni, og víð- ar Flogið verður til og frá land- inu með vélum Flugfélags ís- lands og taka ferðirnar við hver af annarri á tímabilinu 18. júní til 13. ágúst. f hverri ferð verða 25 þátttakendur. Paradís náttúruunnenda Ferðir þessar eru mjög vel undirbúnar. Dr. Finnur Guð- mundsson hefur samið skrá yfir um 70 fugla, sem lifa á íslandi og 30 helztu farfuglanna. Er þar að finna hin latnesku nöfn fugl- anna, auk nafna þeirra á ís- lenzku og ensku. Einnig hefur dr. Sigurður Þórarinsson skrifað stutta grein á ensku um landa- fræði íslands og jurta og dýralíf, til afnota fyrir ferðamennina. Flöskur í bókarformi Er það skozkur whisky- kaupmaður í Glasgow, Patter- son að nafni, sem kaupir þetta magn. Verður brennivínið sett á flöskur í bókarformi, en héð an er það flutt út á ámum. Ef þessi fyrsta tilraun á sölu áfengis héðan til útlanda heppnast vel, má gera ráð fyr- ir áframhaldandi sölu. Einnig hefur Jón Kjartansson góðar vonir um að geta selt nokk- urt magn til Norðuirlandanna á næstunni. Nefnist hún Paradís náttúruynn- enda. Mikill áhugi virðist fyrir ferð- um þessum og er nær fullskipað í þær allar. Ef vel tekst nú, standa vonir til að hægt verði að koma á þéttri röð slíkra ferða- manna, sem láta sig mestu varða þá fjölbreytni í fuglalífi og lands lagi, sem hér er að finna, en setja það ekki fyrir sig þó að- staða til að taka á móti ferða- mönnum hér sé ekki eins full- kominn og víðast annars staðar. En félög náttúrufræðinga í þess- um tveimur löndum hafa innan sinna vébanda þúsundir áhuga- manna um þessi fræði. TRILLUBÁTAR fiska litið enn sem komið er, en trillu- bátasjómenn vona að afli fari að glæðast úr þessu og fiskurinn að ganga inn á sundin. Þessi kom að landi um kl. 3 í gær eftir um 10 tíma útivist. Aflinn var 1 tonn af fallegum þorski, en kg. af honum kostar nú kr. 2,40. Mennirnir voru 4, og það þykir ekki mikið, sem hver þeirra fær í hlut. — Svo getur komið landlega í fjóra daga. Cannina Burana endurtekið ÁKVEÐIÐ hefur verið að end- urtaka flutning Carmina Burana í Þjóðleikhúsinu n.k. þriðjudags- kvöld kl. 8,30 vegna fjölda áskor- ana. Verkið er sem kunnugt er flutt af söngsveitinni Fílharmonia, Þjóðleikhúskórnum og Sinfóníu- hljómsveitinni undir stjórn Roberts A. Ottóssonar. Kommúnistar hindra einingu verkalýðs- samtakanna 1. maí UNDANFARNA daga hefur verið unnið að því af hálfu verkalýðs- samtakanna að undirbúa hátíðahöldin 1. maí. Var meðal annars rætt um ávarp dagsins, ræðumenn á útifundi og fleira. 1 þeim viðræðum, sem fram fóru um þetta mál, kom fljótt í ljós, að kommúnistar sýndu engan samkomulagsvilja og lögðu þeg- ar í stað fram pólitískar kröfur, sem vitað var að lýðræðissinnar gætu ekki sætt sig við. Fram voru lagðar tvær tillögur um ávarp dagsins. Annað frá lýðræðissinnum, em byggt var upp á stéttarlegum grundvelli, og hitt frá kommúnistum, sem fyrst og fremst var stjórnmálalegs eðlis og inn í það sett ýmis atriði, sem vitað var að mikill pólitískur ágreiningur er um. Jafnframt þessu gerðu kommúnistar mjög óbilgjarnar kröfur í sambandi við ræðumenn og röðun þeirra og fundarstjóra á úti- fundinum. Var öll framkoma kommúnista slík, að sýnilegt var, að þeir ætluðu sér aldrei að eining yrði um 1. maí hátíðahöldin. Settu þeir sem fyrr flokkshagsmuni ofar stéttasjónarmiðunum og tókst með meirihluta sínum í 1. maí nefnd að hindra einingu um hátíða- höld dagsins og munu því flest stærstu launþegasamtök bæjarins ekki taka þátt í „hátíðahöldunum“ 1. maí. Kommúnistar hafa því fengið vilja sínum framgengt, að kljúfa verkalýðshreyfinguna á þessum hátíðisdegi samtakanna, enda gleðst Þjóðviljinn í gær yfir þeim glæsilega árangri. Allir verkalýðssinnar munu harma, að svona tókst til og for- dæma þetta framferði kommúnista, sem sannar enn einu sinni, að forystumenn þeirra i stéttafélögunum eru aðeins lítilþæg verk- færi hins alþjóðlega kommúnisma. Þess skal getið að lýðræðissinnar munu gefa út annað ávarp í tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.