Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. maí 1960
MORCVTSLLÁÐÍÐ
Mynd þessi var tekin af
hjónunum Marie Luce og
Peter Townsend, þau
voru á ferð í London fyrir
skömmu. —
Þau dvöldíust í vikutíma í
London og birtust engar
myndir af þeim í dagblöð-
um þar, fyrr en daginn sem
þau fóru þaðan. Var það
skýrt á þá leið að blöðin
hafi viljað taka til greina
óskir Townsends um að get-
að ferðast óhindrað um borg
ina, en nú er einnig rætt
um, að blöðin hafi ógjarnan
viljað minna menn á söguna
Marg*rét — Townsend, nú
meðan undirbúningur að
brúðkaupinu hefur staðið
sem hæst.
Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson
er væntanlegur kl. 6:45 frá New York.
Fer til Glasgow og London kl. 8:15. —
Leiguflugvélin er væntanleg kl. 19:00
frá Hamborg, Kaupmh. og Osló. Fer
til New York kl. 20:30. — Leifur Ei-
ríksson er væntanlegur kl. 23:00 frá
London og Glasgow. Fer til New York
kl. 00:30.
Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda-
flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og
Kaupmh. kl. 08:00 í dag. Væntanlegur
aftur til Hvíkur kl. 22:30 í kvöld. —
Gullfaxi fer til Osló, Kaupmh. og Ham
borgar kl. 10:00 í fyrramálið. — Inn-
anlandsflug í dag: Til Akureyrar (2
ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar,
Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar,
Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vest
mannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. —
A morgun til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Húsavíkur, Isafjarðar, Sauð
árkróks, Skógasands og Vestmanna-
eyja (2 ferðir).
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti-
foss fór frá Gautaborg 4. til Gdynia. —
Fjallfoss er á leið til Rotterdam. —
Goðafoss er á leið til Cuxhaven. —
Gullfoss er í Reykjavík. — Lagarfoss
fór frá Rvík 4. til Grundarfjarðar,
Stykkishólms, Vestfjarða og þaðan
norður og austur um land til Rvíkur. —
Reykjafoss er í Rvík. — Selfoss fór 2.
frá Rotterdam til Riga. «— Tröllafoss
er á leið til NeW York. — Tungufoss
fór 4. frá Gautaborg til Abo.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er
væntanleg í dag til Rvíkur að vestan.
— Esja er á Austfjörðum á suðurleið.
— Herðubreið fer frá Rvík í dag aust-
ur um land til Fáskrúðsfjarðar. —
Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til
Breiðafjarðarhafna. — Þyrill er á Aust I
fjörðum á norðurleið. — Herjólfur fer |
frá Reykjavík kl. 21 í kvöld til Vest-
mannaeyja.
Hafskip: — Laxá er í Lysekil.
H.F. Jöklar: — Drangjökull kom til I
Stralsund 3. fer þaðan til Rotterdam. |
— Langjökull fór væntanlega frá Vest-
mannaeyjum 1 gærkvöldi á leið til |
Rússlands. — Vatnajökull er í Vent-
spils.
LEIKFELAG Reykjavíkur frumsýn
ir á næstunni Grænu Lyftuna og
verður leikstjóri Gunnar R. Han-
sen, sem nú heitir Gunnar Róberts-
son, því að hann er orðinn viður-
kenndur Islendingur að lögum.
Eg held því óhikað fram, að hér
hafi ég lifað tíu beztu ár ævi minn-
ar, sagði Gunnar Róbertsson í sam-
tali við blaðamann Mbl. — Frederik
Schyberg skrifaði eitt sinn um Axel
Sandemose, sem var Dani en gerð-
ist norskur rithöfundur, og sagði
að raunverulega væri það oft skap-
gerð manna, sem ákvæði þjóðernið.
Mér hefur frá því fyrsta fundizt ég
meiri íslendingur en Dani — það
er eitthvað í eðlinu sem fellur bet-
ur að hinu íslenzka en því danska.
— Eruð þér kominn út í kvik-
myndagerð hér?
— Ja, að nokkru leyti. Við Ás-
geir Long erum að ljúka stórri
kvikmynd um Hafnarfjörð og ég
vann að töku S.Í.B.S. myndarinnar
og hafði mikla ánægju af því. Þar
var fjallað um sérlega pósitíft efni.
Sú mynd er nú til í þrem útgáfum,
á ísl., dönsku og ensku.
Eg hef mikinn áhuga á kvik-
myndagerð, en því miður er lítið
hægt að gera hér, því að allt þar að
lútandi er svo óhemju dýrt. En það
úir og grúir af skemmtilegum efn-
um, sem taka mætti til meðferðar.
— Mig langar til að spjalla við
yður um Guðmund Kamban, mér
var sagt að þér hefðuð þekkt hann
vei.
— Já, — við kynntumst árið 1923,
er við unnum saman að kvikmynd-
inni Höddu Pöddu. Hún var nú
ekki vei heppnuð, því að við feng-
um ekki nógu gott veður við mynda
tökuna á íslandi. Þá var ekki hægt
að taka upp aftur' tímans vegna,
þvl leikararnir áttu að vera komnir
til Konunglega 1. sept. um haustið.
En myndin gekk þó nokkuð.
— Hverjir léku?
— Clara Pontoppidan og Sven
Methling léku aðalhlutverkin. Upp-
tök þess, að ég var þarna með
voru, að við Sven Methling vorum
systkinabörn. Eg var þá nýkom-
inn heim frá tveggja ára tónlist-
arnámi í París.
— Já, það er rétt — hafið þér
ekki samið músik?
— Jú, tónlistarnámið hefur oft
komið sér vel við samningu tón-
listar við leikrit eins og t.d. Veð-
máli mæru lindar og S.Í.B.S. kvik-
myndinni, þar sem ég samdi tón-
listina.
— Hvað unnuð þið Kamban lengi
saman?
— í sex ár. Næsta verkefni var
Meðan húsið svaf, sem upphaflega
var skrifað sem kvikmyndahandrit.
Myndin var tekin hjá Nordisk film
kompani og lék aðalhlutverk Gunn-
ar Tollnæs, sem var mjög vinsæll
leikari um þær mundir. Seinna
sömdum við saman handrit að kvik
mynd sem aldrei var tekin, því um
það leyti fór Nordisk film á haus-
inn. Hluti myndarinnar átti að ger-
ast í París og vorum við þar sam-
an um tíma.
1927 fór Kamban til íslands og
setti þar upp tvö leikrit. Annað,
Vér morðingjar, hafði verið sýnt
í Dagmar leikhúsinu í Höfn, en hitt,
Sendiherrann frá Júpíter var frum-
sýnt hér. Þá um vorið kom ég hing-
að til að aðstoða hann við búninga
og leiktjöld. Þá teiknaði Kjarval
ítisvið í seinasta þætti Sendiherr-
ins og þar kom ég fram sem leikari
i fyrsta sinn og lék á íslenzku.
— Hvernig gekk?
— Þetta var nú einungis eitt at-
riði og ég hafði kennara mér til
iðstoðar við æfingar.
1928 unnum við Kamban saman í
úðasta sinn, er hann setti á svið
Vesalingana eftir Hugo. Teiknaði
§g þá tjöldin í leiknum. Vesaling-
arnir voru sýndir hér seinna en
þá gerði ég aðra „dramatiseringu"
af sögunni, því að ég var mjög
óánægður með þá, sem Kamban not
iði. Leikritið var sýnt á Sönderbró
leikhúsinu og það leikhús tók ég
síðan á leigu árið eftir. Um það
bil varð okkur Kamban eitthvað
sundurorða og slitnaði þá upp úr
samstarfi okkar. Eg setti þarna á
svið átta leikrit, en tíminn reynd-
ist mjög óheppilegur, því að í októ-
t>er 1929 skall krcppan á.
Mér fannst Kamban ákaflega góð
ur leikstjóri, — þó ef til vill síðri,
er hann setti sín eigin verk á svið,
en ég lærði mjög margt af honum.
Hann var mikið undir áhrifum
Stanislavskys og vann í sama anda.
Hann lagði sérstaklega áherzlu á
innlifun í efnið og. það að bera virð
ingu fyrir liöfundinum, en það
finnst mér mikilsvert atriði.
— Eruð þér þá á móti því, að
leikstjórinn taki fram fyrir hendur
höfundar um túlkun?
— Ja maður verður fyrst og
fremst að hugsa sér hvað höfund-
urinn hefur ætlazt fyrir. Auðvitað
má oft klæða leik í nýjan búning,
svo framarlega sem hann hæfir
efni leiksins og áformi höfundar-
ins. Aftur á móti getur alltaf verið,
að menn séu ósammála um á hvað
beri að leggja mesta áherzlu.
Sama er að segja um skoðun
Kambans á leiktjöldum. Hann vildi
að þau væru eins og undirspil,
styddu leikritið, en yfirgnæfðu
hvergi. Eg er á því, að nota eigi
hinar ýmsu stíltegundir við leik-
tjaldagerð. einnig symbólisma, svo
framarlega sem það fellur að leikn-
um. —
— Hvenær komúð þér hingað
aftur?
— 1934 og var í eitt ár hjá Leik-
félagi Reykjavíkur, fór síðan til
Árósa og setti þar á svið mitt
stærsta verkefni til þessa, allan
Pétur Gaut, sem tókst mjög vel.
Þar næst fór ég út í kvikmynda-
gerð, hafði alltaf mikinn áhuga á
henni. Samdi nokkur kvikmynda-
handrit, en vann að mestu að
fræðslukvikmyndum.
Um vorið 1950 kom ég hingað til
að aðstoða við töku kvikmyndar
eftir Leynimel 13, en sú mynd varð
aldrei gerð.
—- Hvers vegna ekki?
— Það reyndust of miklir erfið-
leikar í sambandi við myndatök-
una, svo að félagið, Saga film, hætti
við hana. En meðan við biðum eft-
ir úrslitum varðandi þetta, bað
Lárus Sigurbjörnsson mig að setja
á svið Elsku Rut, og það tókst svo
ágætlega, að fyrir mér fór eins og
Gesti til miðdegisverðar, að dvöl
mín, sem vera átti í þrjá mánuði
framlengdist, og hér er ég enn,
tíu árum síðar og orðinn Islending-
Bamakerra
með skermi og jámbarna-
rúm með svampdýnu og
Baby-strauvél, til sölu á
Bræðraborgarstíg 1. Sími
13938.
| Ábyggileg stúlka, vön
verzlunarstörfum óskar eft
ir góðri vinnu. Tilb. send-
ist Mbl., merkt: „Ábyggi-
leg — 3367“.
Iðnaðarpláss
Á Nönnugötu 16 er þurrt
og gott kjallarapláss til
leigu, tilvalið fyrir léttan
iðnað. — Sími 162Ö3.
12 ára telpa óskar eftir
vinnu í sumar, í sveit eða
barnagæzlu. Uppl. í síma
14919, kl. 2—6 í dag.
2 stúlkur óska
eftir að komast sem kokk
ar á síldarbát, í sumar. —
Uppl. í síma 11513.
Retina 3-C
ónotuð, til sölu. — Upp-
lýsingar í síma 23173.
Innheimta
Vil taka að mér innheimtu
Tilboð sendist í pósthólf
1218. —
i Get tekið nokkra menn
í fast fæði í prívat húsi við
Laugaveg. — Upplýsingar
í síma 23992.
Til sölu
er olíukyndingartæki. —
Uppl. í síma 15651.
Akurnesingar. — íbúð
óskast til leigu nú þegar
eða um mánaðamótin maí
—júní. Uppl. á rakarastof-
unni, Kirkjubraut 4, Akra-
nesi. —
Óska eftir að kaupa
3ja herb. íbúð á hæð í Norð
urmýri eða Austurbænum.
Tilb. sendist Mbl., fyrir 10.
maí, merkt: K. P. — 3272“.
Óska eftir 2-3 herb. íbúð
til leigu frá 14. maí, helzt
í Voga-, Langholts- eða
Laugarnessbyggð. Nánari
Uppl. í síma 34583.
íbúð
2ja til 4ra herbergja íbúð
óskast sem fyrst. — Sími
34793. —
2ja—3ja herb. íbúð
óskast til leigu. Fyrirfram-
greiðsla. Upplýsingar
síma 36431, eftir kl. 4.
Vilja ekki góð hjón — ■
taka 11 ára dreng í sveit í
sumar. — Upplýsingar í
síma 32380.
Tvær stúlkur óskast
til afgreiðslu í veitingasall
Uppl. í Hótel Tryggvaskála
Selfossi. —
Múrari
óskar eftir 3ja—4ra her-
bergja íbúð til leigu.
Sími 35529.
Rest-Best koddinn
selst á gamla verðinu. Fæ-st
í Haraldarbúð.
M.s. „Helgafell"
fer frá Reykjavík þriðjudag. 10. maí til vestur- og
norðurlandshafna. Viðkomustaðir: Súgandafjörður,
fsafjörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglufjörð-
ur, Ólafsfjörður. Dalvík, Svalbarðseyri, Akureyri,
Húsavík og Raufarhöfn.
Skipadeild SlS
Bíla & búvelasalan
er flutt frá Baldursgötu 8 að Ingólfsstræti 11.
Mjög gott sýningarsvæði. — Önnumst sem fyrr
alla fyrirgreiðslu í sambandi við Bíla og búvéla- kaup
og sölu.
& búvélasalan
Ingólfsstræti 11 — Símar 2-31-36 og 15-0-14.
Aðal BILASALAIM
Ingólfsstræti 11
opnaði í morgun. Mjög stórt sýningar svæði
og mikill bílaf jöldi til sýnis.
Aðal BÍLASALAIM
Ingólfsstræti 11 — Sími 2-31-36