Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 24
Brúðkaupið íLondon
Sjá bls. 10.
Þinpfréttir
sjá bls. 8.
102. tbl. — Föstudagur 6. maí 1960
Frumvarp um Verzlun-
arbanka íslands h.f. lagt
tram á Alþingi
Á ALÞINGI var í gær lagt fram frumvarp til laga um
Verzlunarbanka íslands h.f. — Það er ríkisstjórnin, sem
frumvarpið flytur að beiðni stjórnar Verzlunarsparisjóðs-
ins í Reykjavík. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að hinn
fyrirhugaði banki annist öll venjuleg bankastörf. Meðlimir
Verzlunarráðs íslands og Félags íslenzkra stórkaupmanna
og Kaupmannasamtaka íslands munu verða stofnaðilar
bankans. —
ÖII venjuleg bankastörf
í upphafi frumvarpsins felst
heimild til að stofna hlutafélag,
sem heiti Verzlunarbanki íslands
h.f. Hlutverk félagsins skal vera
að starfrækja banka, er hafi það
.sérstaklega að markmiði að
styðja verzlun landsmanna. Er
bankanum ætlað að annast öll
venjuleg bankastörf, svo sem þau
nú tíðkast eða verða munu í fram
tíðinni.
Hlutafé 10 milljónir
Hlutafé félagsins skal nema
eigi minna en 10 millj. kr. Verzl-
unarráð íslands og Félag ísl. stór-
kaupmanna skulu safna innan
sinna vébanda og leggja fram
sem hlutafé 5 millj. kr. og Kaup-
mannasamtök íslands skulu safpa
innan sinna vébanda og leggja
fram með sama'hætti 5 millj. kr.
sem hlutafé, en ábyrgðarmenn
Verzlunarsparisjóðsins skulu
hafa forgangsrétt til þess að
ekrifa sig fyrir hlutum í félaginu
að tiltölu við núverandi hlut
þeirra í heildarábyrgðarfé Verzl-
unarsparisjóðsins. — Innan níu
mánaða frá því að lög þessi taka
gildi, skal boðað til stofnfundar
hlutafélagsins, en hafi ofangreind
samtök þá eigi safnað tilskildu
hlutafé, skal stjórn sjóðsins bjóða
út innanlands það, sem á vantar.
Heimili og varnarþing Verzl-
unarbanka íslands hf. er í Reykja
vík. Stjórn félagsins er heimilt
að ákveða, að bankinn hafi úti-
bú bæði hér í höfuðstaðnum og
úti um land.
Verzlunarbanki fslands hf. skal
taka við öllum eignum, skuldum
og ábyrgðum Verzlunarsparisjóðs
ins og starfsemi hans og koma að
öllu leyti í hans stað, enda sam-
þykki meiri hluti ábyrgðarmanna
Verzlunarsparisjóðsins eignayfir-
færsluna.
Stjórn félagsins skal skipuð að
minnsta kosti 3 aðalmönnum og
jafnmörgum til vara. Stjórnin
ræður bankastjóra.
Lög þessi öðlast gildi þegar í
etað. Bankinn tekur þó ekki til
starfa fyrr en samþykktir hans
og reglugerð hafa verið staðfestar
af ráðherra og helmingur lofaðs
hlutafjár hefur verið greiddur.
Umfangsmikil starfsemi
í athugasemdum við lagafrum-
varpið segir m.a. svo:
Hinn 26. febr. sl. ritaði stjórn
Verzlunarsparisjóðsins í Reykja-
vík viðskiptamálaráðherra bréf,
þar sem þess var óskað, að rík-
isstjórnin flytti frumvarp til laga
þess efnis, að sparisjóðnum verði
breytt í banka. Með því að starf-
semi sparisjóðsins er orðin mjög
umfangsmikil og svipaðs eðlis og
bankanna, taldi ríkisstjórnin rétt
að verða við þessum tilmælum.
Hafa síðan farið fram viðræður
milli forráðamanna sparisjóðsins
og viðskiptamálaráðuneytinsins
um efni frumvarpsins. Hafa for-
ráðamenn sparisjóðsins tjáð sig
samþykka frumvarpinu í einstök-
um atriðum, eins og það er hér
flutt, en ákvæði þess eru að ýmsu
leyti hliðstæð þeim, sem gilda
um Iðnaðarbanka íslands h.f.
Gert er ráð fyrir, að bankan-
um sé valið hlutafélagsform, enda
hentar það bezt starfsemi slíkrar
stofnunar, og er það félagsform
einnig tíðkanlegt í nágrannalönd
um um verzlunarbanka. Að sjálf
sögðu mun núverandi stjóm
Verzlunarsparisjóðsins hafa for-
göngu um stofnun hlutafélagsins,
enda er áskilið samþykki meiri
hluta ábyrgðarmanna.
Samþykktir félagins og reglu-
Krókódíll
KAJ A. SVANHOLM forstjóri
í Rio de Janeiro hefur nýlega
sent Náttúrugripasafninu að
gjöf uppsettan krókódíl frá
Brazilíu. Kaj Svanholm hefur
áður sent Náttúrugripasafninu
rausnarlegar gjafir, sem bera
vott um hlýhug hans til ís-
Iands. — (Frétt frá Náttúru-
gripasafninu).
gerð um bankann eru háð stað-
festingu viðskiptamálaráðherra,
sem ætlast er til að bankinn heyri
yfirleitt undir stjórnarfarslega.
Þar sem frv. sjálft er stuttort,
verður að skipa ýmsum efnum
með samþykktum og í reglugerð
með svipuðum hætti og gert hef-
ur verið varðandi Iðnaðarbanka
íslands h.f.
-<5>
Unnið að hellulagningu Skólavegar
Myndin sýnir er verið er að vinna að stækkun Ahaldahúss
bæjarins. Þar standa yfirsmiðurinn, yfirverkstjórinn og verk-
fræðingur bæjarins. —
S/ys eða áfall
klukkutíma
fresti
SJUKRABIFREIÐIR voru 5 sinn-
um kvaddar út frá því kl. 9Vz í
gærmorgun þar til kl. 4 síðd. —
vegna slysa og áfalla á götum
úti. Svarar það til að slys eða
áfall hafi borið að á rúmum
klukkutíma fresti þennan 6Vz
tíma. Um alvarleg tilfelli var þó
ekki að ræða í nokkurt þessara
skipta.
Fyrsta kvaðningin var eins og
áður segir kl. 914. Þá var sjúkra-
bifreið kölluð in að Kirkjusandi,
Senn lýkur vertíðinni
NOKKRIR minni bátar héðan frá
Reykjavík eru nú hættir á ver-
tíðinni. Mun henni almennt ekki
Ijúka hér fyrr en í næstu viku.
Bátarnir sækja nú mjög langt,
allt vestur undir Jökul og taka
stærstu bátarnir með sér ís til
að isa afla sinn. Fer sólarhringur
Flokksráðs- og tor-
mannaráðstefna Sjálf-
stœðisflokksins
ÁKVEHIH hefir verið að efna til ráðstefnu flokksráðs Sjálf-
stæðisflokksins og formanna allra Sjálfstæðisfélaga dagana
lð. og 11. júní n. k. í Reykjavík.
Á ráðstefnu þessari verður rætt stjórnmálaviðhorfið al-
mennt og ennfremur skipulagsmál flokksins.
Til ráðstefnunnar eru boðaðir allir flokksráðsmenn og
formenn allra Sjálfstæðisfélaga, fulltrúaráða, héraðssam-
banda, fjórðungssambanda og landssamtaka innan flokksins.
í róðurinn hjá landróðrabátun-
um. —
Á þriðjudagskvöldið komu
stóru bátarnir úr róðri og hafði
Hafþór verið með 37 tonna afla.
Guðmundur Þórðarson er hætt-
ur á vertíðinni. Er hann búinn
að fara út með síldarnót og þó
nótin væri sögð heldur léleg hafði
hann náð 70 tunnum síldar. Hann
er nú að fá nýja síldarnót og hef-
ur skipstjórinn mikinn hug á að
hefja síldveiðar með nót af krafti.
Minni bátarnir voru á þriðju-
dagskvöldið með 15 tonna afla al-
mennt.
Síðustu sölur
TVEIR íslenzkir togarar seldu
afla sinn í Grimsby í gærmorgun.
Karlsefni seldi 156 lestir fyrir
11.117 pund og Narfi, hinn nýi
togari Guðmundar Jörundssonar,
seldi 180 lestir fyrir 12691 pund.
Báðir þessir togarar voru með
mjög góðan fisk.
Þetta eru síðustu sölur ís-
lenzkra togara í Bretlandi í þess-
ari viku, en alls hafa 8 togarar
landað þar afla sínum í vikunni,
eins og kunnugt er.
en þar hafði kona fengið aðsvif.
Næst var sjúkrabifreið kvödd út
kl. 11,30 að Leifsgötu 4, en þar
hafði maður, Guðmundur Thorar-
ensen, fallið á götuna og lá ósjálf-
bjarga. Þrem mínútum síðar var
sjúkrabifreið enn kvödd út, að
þessu sinni að mótorbátnum
Milly RE 39, sem lá við bryggju.
Hafði maður að nafni Leifur
Sakaríasson dottið á þilfari báts-
ins og síðubrotnað. Klukkan 15,58
varð umferðaslys á gatnamótum
Vatnsstígs og Lindargötu. Dreng-
ur á skellinöðru, Þórður Stefáns-
son, Sólvallagötu 11, varð fyrir
bíl og slasaðist lítilsháttar á höfði
og kvartaði um eymsli í öxl. —
Fimmta skiptið varð annað um-
ferðaslys á mótum Vesturgötu og
Garðastrætis. Er sagt frá því ann
ars staðar í blaðinu.
Þá var slökkviliðið tvisvar kall
að út fyrir hádegi í gær, en í
hvorugt skiptið var um alvarleg-
an bruna að ræða.
Fram-
kvœmdir
í Vest-
manna-
eyjum
FYRIR rúmum áratug voru
stórvirkar vinnuvélar nær
óþekktar í Eyjum. A þessu
hefur orðið mikil breyting hin
síðari ár, fyrst og fremst fyrir
Eorgöngu bæjarfélagsins þar,
sem hefur viðað að sér stór-
virkum vinnuvélum, krönum,
skurðgröfum, ámokstursvél-
jm, jarðýtum, loftborum og
fleiru slíku. Þessar vélar út-
aeimta stórt húsnæði til
geymslu og viðhalds.
Fyrir nokkrum árum lét
bærinn reisa áhaldahús í þessu
jugnamiði ,sem áætlað var að
myndi vera nægilegt til fram-
oúðar, en það er nú þegar orð-
ið of lítið og fyrir noxkru var
oafizt handa um að stækka
pað um helming.
Malbikun og hellulagning
Fyrir 2—3 árum fcsti Vest-
mannaeyjabær kaup á mal-
bikunarfél og var fljótlega
hafizt handa um að nota hana.
Sumarið 1958 var stórátak gert
í gatnamálum bæjarins, en
þá voru malbiikaðar nokkrar
götur, m. a. Skólavegurinn. I
iyrrasumar var svo unnið að
undirbúningi frekari malbik-
unar. Og nú í sumar et ætlun-
in að malbika þær götur, sem
oá voru undiíbúnar. Jafnframt
malbikuninni hefur verið unn
ið að því í Pípugerð bæjarins
að steypa gagnstéttarhellur. I
vetur hefur nokkuð verið unn-
ið að því að leggja þessar gang
stéttahellur og er nærri lokið
við að helluleggja gangstétt
Skólavegarins, sem er orðin
aðalgata bæjarins og glæsileg
k að líta. Ef haldið verður
áfram á sömu braut, er ekki
efa að heildarsvipur bæjarins
mun breytast mjög.
íslenzk gjnlnhús vígð í Hull
B R E Z K A blaðið Manchester
Guardian segir frá því að Geir
Hallgrímssyni borgarstjóra hafi
verið boðið að vígja 27 hús í
Hull í þessum mánuði, en þau
voru byggð m.a. fyrir 20 þús.
punda gjöf, sem íslendingar gáfu
til uppbyggingar í Hull eftir stríð
ið, og eru húsin ætluð til íbúðar
fyrir gamla sjómen og ekkjur
sjómanna.
Blaðið spurði Geir Hallgríms-
son, borgarstjóra, um þetta. Kvað
hann það rétt vera, að sér hefði
borizt slíkt boð, en hann hefði
ekki tekið ákvörðun um það enn
hvort hann þægi það.
Húsin standa við sérstaka götu,
sem hlotið hefur nafnið „Iceland
Close". Þau eru þó ekki ein-
göngu byggð fyrir íslenzkt gjafa-
fé, því upphæðin var tvöfölduð
með áföllnum vöxtum og fram-
lagi frá bænum Hull.
r
Ur bæmim
FERÐAFÉLAG fslands efnir til
tveggja ferða um næstu helgi.
Farið verður göngu. og skíða-
ferð á Skarðsheiði. Hin ferðin er
suður með sjó með viðkomu á
Garðskaga, Sandgerði, Stafnesi,
Höfnum, Reykjanesvita og
Grindavík.
Lagt verður af stað í ferð-
irnar kl. 9 á sunnudagsmorgun
frá Austurvelli.