Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur G. maí 1960
Utg.: H.f, Arvakur Reykjavflc
Fraxnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
ftitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: AðalstrSeti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÁTÖKIN UM
LANDHELGINA
¥7'NN beinist athyglin í vax-
andi mæli að störfum
landhelgisgæzlunnar. Brezku
togararnir eru á ný teknir að
gerast nærgöngulir, en virð-
ast þó óráðnir í því, hve langt
skuli farið.
Sá atburður gerðist við
Hvalbak í fyrrakvöld, að
nokkrir togarar sigldu fast að
12 mílna fiskveiðilandhelg-
inni en höfðu áður haft sam-
band við brezkt herskip, sem
var á þessum slóðum og
spurzt fyrir um, hvort það
mundi veita þeim vernd inn-
an 12 mílnanna. Þeir fengu
þau svör frá herskipinu, að
það hefði fyrirmæli um, að
veita togurunum enga vernd
innan 12 mílna markanna.
Togararnir munu vafalaust
hafa farið þessa för til að
reyna á, hvað herskipið
mundi gera, ef þeir færu inn
fyrir mörkin og íslenzka
varðskipið Þór gerði tilraun
til að taka þá. Er ekki ólík-
legt, að þeir hafi haft um
þetta fyrirmæli frá eigendum
skipanna eða félagi yfir-
manna á brezkum togurum,
sem krefst verndar í íslenzkri
fiskveiðilandhelgi.
Sjálfsagt hefur hugmyndin
þá verið sú, að fara rétt inn
fyrir mörkin í kallfæri við
herskipið í von um, að Þór
mundi þegar leggja til atlögu,
án þess að hafa nægileg sönn-
unargögn fyrir sekt skipanna.
1 slíku tilfelli hefði her-
skipið ekki getað skotið sér
undan að koma á vettvang.
Ef deila hefði þá verið um,
hvort skipin væru innan 12
mílna, hefði þeim, sem vilja
efna til árekstra, orðið að ósk
sinni og málstaður okkar
hugsanlega beðið hnekki, sem
nægt hefði brezkum útgerð-
armönnum til að fá fram-
gengt kröfurn um nýja her-
skipavernd.
Enginn efi er á því, að at-
hafnir landhelægisgæzlunnar
voru skynsamlegar. Skip-
herrann á Þór, Þórarinn
Björnsson, sýndi fyllstu
festu og skipaði togurunum
utar, þar sem þeir væru við
fiskveiðitakmörkin og jafn-
vel innan við þau. Var mjög
heppilegt, að togararnir
skyldu sinna aðvörunum
varðskipsins, svo að ekki
þyrfti að grípa til töku þeirra
á vafasömum grundvelli.
En það er einnig mikil-
vægt, að þessi tilraun skyldi
gerð af hálfu togaranna, því
að þeir vita nú, að íslending-
ar munu sýna festu, án þess
að láta æsa sig til vafasamra
athafna, sem gætu orðið vatn
á myllu togaramanna í kröf-
um þeirra um herskipavernd,
löndunarbann o. s. frv. —
Og auk þess er þeim ljóst,
að brezku herskipin hafa
raunverulega fyrirmæli um,
að vernda þá ekki innan 12
mílnanna, því að brezka her-
skipið, sem var í nánd, lét
árekstra þeirra við Þór alveg
afskiptalausa.
En á sama hátt og ákveðn-
ir Bretar vilja efna til
árekstra, finnast þeir líka hér
lendis, sem eru sama sinnis,
svo að e. t. v. ráðast þeir á
landhelgisgæzluna fyrir það
að nota ekki þetta tækifæri
til að stofna til átaka.
Með sakaruppgjöfinni hafa
íslendingar unnið sér mikið
álit og velvilja bæði í Bret-
landi og annars staðar er-
lendis. Því áliti munu þeir
halda, meðan þeir ekki efna
til átaka á hæpnum grund-
velli. Þess vegna ber að
þakka landhelgisgæzlunni fyr
ir skynsamlega lausn þessa
fyrsta vanda, sem að steðjaði
eftir Genfarráðstefnuna.
Meðan við íslendingar sýn-
um fulla festu, án þess að
láta egna okkur til vafa-
samra verka, mun sá velvilji,
sem við sköpuðum okkur með
sakaruppgjöfinni, reynast
okkar bezta vopn í barátt-
unni, því að almenningsálitið
mun hvarvetna snúast gegn
Bretum, ef þeir hefja ofbeld-
isaðgerðir nú.
Athyglin beinist þó ekki
eingöngU að því, sem gerist
hér á miðunum, þó að atburð-
ir hér geti haft úrslitaáhrif á
framvindu landhelgismálsins
í heild.
í Bretlandi er málið rætt
bæði í þinginu, ríkisstjórn og
hagsmunasamtökum togara-
manna. Mbl. hefur reynt að
fylgjast eins vel með málinu
og hægt er, m. a. með því að
hafa sérstakan fréttamann
erlendis. Þegar þetta er ritað
benda þær fregnir, sem blað-
ið hefur af átökunum bak við
tjöldin í Bretlandi til þess, að
þeir, sem skynsamari eru og
meiri sanngirni vilja sýna,
muni sigra, svo að Bretar
hefji ekki veiðar að nýju
innan 12 mílna.
Afgreiðslusalurinn er 160 metra langur,
Þtísund miiljón kr.
flug-
SIÐASTLIÐIÐINN laugardag
opnaði Friðrik Danakonungur
nýja flughöfn í Kastrup við
Kaupmannahöfn, sem verður
fjórða stærsta flughöfn Vestur-
Evrópu. Hin nýja flughöfn er þó
ekki fullbúin til að taka á móti
flugvélum, og farþegum en
verður það um miðjan þennan
mánuð. Þetta er flughöfn þotu-
aldarinnar og nær yfir 6.800.000
fermetra. Unnt verður að af-
greiða þarna 24 flugvélar í einu.
Kostnaður við nýbyggingar í
Kastrup er kominn upp í 183
milljónir danskra króna, eða ísl.
kr. 1.010.709.000, —
Aðalafgreiðslusalurinn er 160
metra langur, 67 metrar á breidd
og 13 metrar á hæð, en saman-
lagður gólfflötur aðalbyggingar
40.000 fermetrar. Flugvélaskýli
hafa verið stækkuð og er gólf-
flötur þeirra nú 30.000 fermetrar,
og þarna eru öll nýjustu öryggis-
tækin, svo sem langdrægur rad-
ar, radíóvitar o. fl.
Langur gangur
Skipulag farþegagreiðslunnar
hefur sætt nokkurri gagnrýni.
Farþegi, sem ætlar að taka sér
far með þotu, getur t. d. átt von
á því að þurfa að ganga allt að^,
Tröppugangur sætir gagnrýni.
einn kílómeter, áður en hann^
kemst um borð í þotuna. Þegar
komið er að flugvélastæðunum,
þurfa farþegar að fara niður
tröppur niður á jörð, ganga að
vélunum og um borð í þær. Bent
er á að þetta sé nú úrelt, þegar
sé farið að framlengja gangana
alveg að dyrum vélanna, þannig
að unnt sé að ganga beint um
borð.
Þessi nýja flughöfn er sú
þriðja sem reist er í Kastrup. Sú
fyrsta var tekin í notkun árið
1925, sú næsta árið 1939. Frá
byrjun hefur Leo Sörensen verið
flughafnarstjóri, og hefur því
gegnt því embætti í 35 ár.
f flughöfninni hafa -8 flug-
félög margra þjóða afgreiðslur
og þaðan er flogið til 47 landa í
fimm heimsálfum
,H/IarshalI-hjólp‘
í Afríhu
WASHINGTON, 2. maí (Reuter).
— Dr. Hastings Banda, leiðtogi
þelþökkra í Njassalandi, sagði
hér í dag, að eignir erlendra
manna mundu ekki gerðar upp-
tækar, þegar Njassaland hlýtur
sjálfstæði.
Dr. Banda viðhafði þessi um-
mæli í viðtali við vikuritið
„U.S. News and World Report“.
— Hann sagði einnig, að sér virt
ist æskilegt, að komið yrði á
eins konar Marshall-hjálp fyrir
Afríkuríki.
Tvelr armar ganga út úr aðal-afgreiðslubygglngunnl að flugvélastæðunum op er hvor beirra
v •, 300 metrar á lengd.