Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 6. maf 1960 Viðskipti bæði við Austur- Evrdpu og vestrænar þjoðir eru æskilegust fyrir efnahagslíf okkar Viðskiptamálin enn mikið rædd á Alþingi ÞRIÐJA umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um inn- flutnings- og gjaldeyrismál hófst á fundi Neðri deildar í gær og tóku til máls þeir Eysteinn Jónsson, Jóhann Hafstein, Daníel Ágústínusson og Einar Olgeirsson. Síðan var um- ræðunni frestað, en framhald hennar er á dagskrá deild- arinnar klukkan 13,30 í dag. Fyrsti raeðumaður var Eysteinn Jónsson, sem kvaðst vilja láta nokkur orð falla um frumvarpið og þá efnahags- Stefnu, sem það væri einn liður í. Að einu leyti væri hér um af- nám leyfa eða hafta að ræða, þ. e. að því er fjárfestinguna snerti. Þetta mundi að vísu spara bæði einstaklingum og fé- lögum fyrirhöfn. En hvað yrði þjóðin að gjalda fyrir þetta? Allar framkvæmdir væru gerð- ar sem dýrastar og mönnum torveldað að fá lánsfé til fram- kvæmda. Þannig væru lögð hin þyngstu björg í götu framfar- anna í landinu. Með þessu væri framkvæmd sú stefna, sem lýst hefði verið yfir í sambandi við kjördæmamálið, að draga úr hinni svokölluðu „pólitísku fjárfestingu“, sem falizt hefði í því t. d. að einstakir þingmenn hefðu útvegað fé til farsællar uppbyggingar. 1 staðinn yrði nú allt vald í þessum efnum lagt í hendur bönkunum til þess að þeir gætu örfað hina efnahags- legu fjárfestingu. Þetta væri í rauninni ekkert annað en að gefa lausan tauminn þeim, sem fjármagn hefðu eða væru í náð- inni hjá bönkunum. Framsókn- arflokkurinn teldi, að þurft hefði að halda fjárfestingarhöft- unum — en draga hins vegar eftir þörfum úr þeim fram- kvæmdum, sem gætu beðið. Aðalefni frumvarpsins að því er verzluniná snerti, sagði E. J. að væri það, að útiloka áhrif stjórnarandstæðinga. I þeirra stað ætti að setja trúnaðarmenn stjórnarinnar, sem annast ættu þau margvíslegu og flóknu af- skipti, sem ríkisvaldinu væri skv. frumvarpinu ætlað að hafa. Varla hefðu nokkru sinni verið mælt meiri öfugmæli en þau, að þessi afskipti ættu að minnka. Þau væri þvert á móti þegar byrjað að nota, til þess að koma á þeim samdrætti, sem stefnt væri að og leysa ætti af hólmi þá uppbyggingarstefnu, sem fylgt hefði verið síðan íhaldið hefði misst meirihluta sinn 1927. Nú hlyti framleiðslan að stöðvast og um leið að skapast það ástand í gjaldeyrismálun- um, að frelsi f viðskiptum og öðrum athöfnum yrði ekki fram- kvæmanlegt. Það væri rangt, að gjaldeyrisástandið hefði ekki alltaf að undar.förnu verið í bezta lagi. Það að ástandið í þessu efni hefði hins vegar batn- að mjög undanfarna tvo mán- uði gæti stafað af því, að ríkis- stj'Jrnin hefði tekið o. djúpt í árinni. Takmark ráðstafananna væri heldur ekki það, að rétta neinn halla í gjaldeyrisviðskipt- unum, heldur hitt, að gjörbreyta efnahagskerfinu og skapa sam- drátt. Jóhann Hafstein rakti gang verzlunarmálanna og stefnu Sjáif stæðisflokksins í þeim, allt frá því að höftin voru tekin upp árið 1931. Þá hefðu höftin verið ill nauðsyn, vegna lélegrar gjald eyrisaðstöðu og slæms ástands í efnahagsmálum, sem orsakað hefðu að landið hefði ekki verið nægilega við því búið að taka hinum mörgu og þungu afleið- ingum heimskreppunnar. Mörg fieirí lönd en Island hefðu þá gripið til margvíslegra mnflutn- ingshafta sem bráðabirgðaráðstaf ana og neyðarúrræða. Þetta ástand ríkti síðan um skeið og eftir að Eysteinn Jónsson tók við fjármálastjórninni í byrjun árs 1935 var enn hert verulega á höftunum og varð sú stefna ráð- andi. Á árum siðari heimstyrj- aldarinnar batnaði mjög ástand- ið í gjaldeyrismálum þjóðarinn- ar. En þegar að því kom, að þær aðstæður, sem upphaflega höfðu knúið íslendinga til þess að taka höftin upp, voru ekki lengur fyrir hendi, og aðrar þjóðir vest- an járntjalds tóku að losa sig úr hinum þröngu viðjum þeirra hafta, sem sumar höfðu lögfest hjá sér í byrjun heimskreppunn- ar, þá kom það í Ijós, að hér á landi voru ýmis öfl, sem halda vildu höftunum haftanna vegna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki bolmagn til þess að koma á því Erelsi, sem hann hafði taiið sjálf- sagt að ríkja ætti við eðlileg- ar aðstæður, en taldi þrátt fyrir það rétt að taka þátt í þeirri til- raun til áætlun arbúskapar, sem gerð var á tíma nýsköpunarstjórnarinnar og stjórnar Stefáns Jóh. Stefánsson- ar 1947, en í kjölfar þeirra ráðstaf ana sem þá voru gerðar sigldi svo sá argasti svarti markaður og vöruskömmtun, sem hér hefur ríkt. Áætlunarbúskapurinn gafst því ekki vel og stóð mjög skamma hríð tilhneigingin til þess að framkvæma hann hér á landi. Og fyrir kosningarnar 1949 tók Sjálf stæðisflokkurinn alveg fasta og ákveðna stefnu í þessum málum sem svo var lýst í kosningastefnu skrá: „Sjálfstfl. lítur svo á, að frum skilyrði þess að íslendingum geti farnast vel í landi sínu sé að af- hafnaþrá manna fái sem víðtæk- ast verksvið en sé ekki reyrð í viðjar, svo sem gert hefur verið langt úr hófi fram og i vaxandi mæli á undanförnum árum Flokkurinn telur að skerðing á athafnafrelsi landsmanna með víðtækri lögskipaðri ríkisúthlut- un á öllum sviðum atvinnu- rekstrar og tilheyrandi nefndum og ráðum sé orðin óþoiandi og valdi stórkostlegri rýrnum á af- köstum þjóðarinnar. Fyrir því telur flokkurinn óumflýjanlega nauðsyn að tafarlaust verði snú- ið af braut ríkjandi ofstjórnar, losað um höft á verzlun og at- hafnalífi og fækkað opinberum nefndum og ráðum, út frá því sjónarmiði að landsmönnum verði sem fyrst fengið aftur það athafnafrelsi, sem þeir þrá og þjóðarhagsmuni. krefjast". Á þessum tíma má því segja að mörkuð hafi verið sú stefna, som Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan beitt sér fyrir með nokkr- um árangri t. d. afnámi skömmt unar, frílista o. fl., þótt andstaða samsiarfsflokka hans hafi á þeim árum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, komið í veg fyrir að hann gæti hrundið henni í framkvæmd. Þessi stefna flokksins var svo enn áréttuð, þegar vinstri stjórnin hrökk upp af klakknum í ársl. 1958 og síðan. Þarinig hefði ætíð vakað fyrir Sjálfstæðisflokknum það eitt og sama og hann nú væri að fram- kvæma í samstarfi við Alþýðu- flokkinn, sem nú hefði með breyttum viðhorfum snúizt til fylgis við þessa stefnu. f síðari hluta ræðu sinnar vék Jóhann Hafstein einkum að gagn rýni stjórnarandstæðinga á frum- varpinu. Það væri nú eins og oft endranær, að það væri ekki alveg sama um afstöðu Framsóknar- manna, hvort þeir væru með í framkvæmdinni eða ekki, og væri þetta nú mjög áberandi. Þeir gerðu lítið úr frumvarpinu og segðu að hér væri í raun og veru engu verið að breyta frá því sem verið hefði. Það hefði verið bet- ur skiljanlegt, ef þeir bentu á, hvar það væri, sem þeim fyndist of bundið og mætti frjálsara gera. En slíku væri ekki til að dreifa. Þó að munurinn væri máske ekki verulegur að því er orðalag snerti, væri hér auðvitað um veigamikla stefnubreytingu að ræða. Um afstöðu Einar Olgeirssonar og kommúnista til frumvarpsins sagði J.H. m.a.: „Meginuppistaðan í hans við- brögðum við þessu hefur nú verið sú, að við stefnum okkar utan- ríkisverzl. og viðskiptum í voða mundum draga úr viðskiptunum við Austur-blokkina, ef svo má kalla. Bæði forsætis- og viðskipta málaráðherra svo og aðrir tals- menn stjórnarinnar hér hafa mót mælt þessu og ekki getað fallizt á þá skoðun, að við værum að hverfa frá meira öryggi, sem við hefðum í viðskiptunum við Aust- ur-blokkina og til öryggisleysis með þeim tillögum, sem hér eru gerðar. í fyrsta lagi er á þetta að líta: Hvað er nú öryggið? Hversu mikið er öryggi okkar íslendinga í viðskiptum við jafnkeypislönd- in? Ef aðstaða okkar er sú, að við erum í æ ríkari mæli að færast með viðskiptin yfir til þeirra á sama tíma sem efnahags- kerfi okkar er þannig, að okkur er ómögulegt að drífa upp mark- aði fyrir vöruna fyrir vestan járntjald, ef svo skyldi fara, að einhverjum góðum herrum fyrir austan þóknaðist að segja sem svo: Nei, nú skulum við láta þessum viðskiptum lokið í bili. Þetta hafa kommúnistar séð, og á þessa hörpu hafa þeir slegið. Þeir hafa sagt við fólkið í þessu landi: Kommúnistar verða að vera með í ríkisstjórn, vegna þess að annars verður bara lokað þess um mörkuðum fyrir austan, og við erum á flæðiskeri staddir. Þetta er ekki öryggi í viðskipta- málum, ef nokkuð er að marka, það sem kommúnistar sjálfir hafa sagt og boðað landslýðnum í þessu sambandi. Þetta er það hættulegasta öryggisleysi, sem þjóðin getur lent í. Þjóðin verð- ur efnahagslega og viðskiptalega að vera þannig stæð, að hún sé samkeppnisfær í hinum frjálsa viðskiptaheimi, en geti hins veg- ar engu að síður haldið uppi við- skiptum við Austur-blokkina og hafi vilja til þess að halda uppi þessum viðskiptum, þ. e. a. s. vilja til þess að selja útflutnings- vörur okkar hverjum sem vill kaupa þær með hagstæðustum kjörum og beztu verði. Það er mikil trygging fyrir okkur, ef við getum haldið áfram viðskiptum við Austur-blokkina og aukið þau jafnvel, ef því er að skipta, en á sama tíma haldið uppi blómlegu viðskiptalífi og verið samkeppnisfærir við — á hinum frjálsu mörkuðum í hin- um vestræna heimi“. í lok ræðu sinnar lagði J.H. áherzlu á nauðsyn þess fyrir al- menning í landinu að þessar ráð- stafanir fengju að reyna sig og reynslan að kveða upp sinn dóm. Daníel Agústínusson flutti því næst jómfrúræðu sína á þingi og minntist þess, að liðin væru um 30 ár, síðan kreppan knúði Islend- inga til þess að grípa til haft- anna. Þeir hefðu þá fengið að kenna harkalega á afleiðing- um hennar, sem leitt hefðu til þess að sölumöguleikar á salt- fiskframleiðslunni hefðu stór- um versnað. Á því tímabili haft- anna, sem síðan væri liðið, hefðu allir flokkar átt sæti í ríkis- stjórn. Erfitt væri að sleppa tökum á útflutningsverzluninni, vegna þess hve útflutningsvör- urnar væru einhliða, yfir 95% sjávarafurðir. Innflutningsvör- urnar væru hins vegar mjög fjöl- breyttar, þótt við stæðum nú betur að vígi t. d. að því er sem- ent, áburð og fleiri iðnaðarvör- ur snerti. Til vörukaupanna hefði nú verið tekið eyðslulán og boðað að meira yrði tekið ef þörf krefði, meðan verið væri að berja niður kaupgetu fólks- ins. Óskiljanlegt væri, að Al- þýðuflokkurinn skyldi fást til að standa með Sjálfstæðisflokkn- um að þessu aðgerðum. Þá ræddi D. Á. allmikið um byggingamálin. Vonir flestra, sem í byggingum stæðu, hefðu brostið, því að nú gætu aðeins hinir fjársterku byggt. Vaxta- hækkanirnar hefðu verið rýt- ingur í bak þeirra, sem fluttir væru í íbúðir sínar. Alveg væri útilokað að binda lánveitingar til hinna ýmsu framkvæmda við sparifjárinneignirnar í landinu. Að lokum lagði D. A. til, að þingmenn bægðu voðanum frá, með því að samþykkja rök- studda dagskrá Skúla Guð- mundssonar í málinu, en hún var eins og þegar hefur veri ðskýrt frá hér í blaðinu felld í lok 2. umræðu um frumvarpið. Þegar Daníel Agústínusson hafði þannig lokið fyrstu ræðu sinni á Alþingi var gert klukku- stundarhlé á fundi, áður en Einar Olgeirsson hóf fimmtu ræðu sína um þetta eina frurn- M varp. Taldi E. O. ekki hafa verið hnekkt rökum sínum fyrir því, að afleiðing * frv. yrði minnk- andi viðskipti við Austur-Ev- rópu. Þau mundu í fyrsta lagi minnka um 13% (þann hluta, sem ætlað er að keppa við vör- ur frá öðrum löndum) en síðan enn meir. Svo framarlega sem hugur fylgdi máli í yfirlýsing- um ríkisstjórnarinnar um að hún vildi halda þessum viðskipt- um áfram, yrði hún að stinga við fæti nú og draga frumvarpið til baka. Ekkert sagði E. Olg. benda til þess, að við hefðum möguleika á auknum viðskiptum í frjáls- um gjaldeyri, m. a. vegna frí- verzlunarbandalaganna. En þetta frumvarp væri kannski fyrsta beina skrefið til þátttöku í öðru hvoru bandalaginu. „Vandinn við austurviðskipt- in liggur í fyrsta lagi í því, sagði E. Olg., að þessi lönd gera áætl- anir um öll sín viðskipti fram í tímann. Og til þess að geta átt viðskipti við þau, verðum við að gera þetta líka.“ — í öðru lagi þyrftu svo íslenzkir inn- flytjendur að kynna sér betur markaðina eystra en gert hefði verið. E. Olg. kvað Innflutnings- skrifstofuna hafa alveg sérstakl. byggt upp þessi viðskipti á und- anförnum árum, en henni ætti nú að sundra og fá ráðin í hend- ur mönnum, sem gjama vildu binda enda á þau. E. Olg. hélt því fram, að ó- hugsandi væri að láta íslenzkan þjóðarbúskap bera sig, nema með meiri ríkisafskiptum en nokkurs staðar annars staðar í hinum kapítaliska heimi. Við ættum ekki að kaupa af neinu ríki, sem ekki keypti af okkur. Áætlunarbúskapur sagði E. Olg. að aldrei hefði verið reyndur hér á landi, aðeins mismunandi ströng höft. Það væri ekki rétt, að kommúnistar teldu sig þurfa að vera í stjórn, til þess að ríkin í Austur-Evrópu vildu verzla við okkur. Með skipulagsleysi eða óvild væri hins vegar hægt að glopra þessum viðkiptum út úr höndunum á sér og á því væri hætta, þegar áhrif komm- únista væru ekki nógu rík. —- Skoðun sín væri sú, að ekki bæri að stjórna íslenzkum við- skiptum með það fyrir augum að við yrðum sem liðtækastir í samkeppni frjálsra markaða, heldur út frá því, hvað hag- stæðast væri þjóðarbúskapnum. Það kerfi, sem nú ætti að inn- leiða, væri herferð auðvaldsins í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu gegn efnahagslífi ís- lendinga, til þess að brjóta nið- ur það efnahagslega öryggi og sjálfstæði, sem hér hefði ríkt. Af þessari ástæðu yrði að vinna gegn því. Umræðunni var síðan frestað og fundi slitið um hálfsjöleytið í gærkvöldi. Framhald umræð- unnar er svo á dagskrá Neðri deildar í dag og hefst fundur kl. 13.30, eins og fyrr segir. Friðarverðlaun LONDON, 3. maí. —- (Reuter). — Tass fréttastofan rússnesku hef- ur tilkynnt að friðarverðlaun Lenins hafi að þessu sinni verið veitt bandaríska iðjuhöldinum Cyrus Eaton og Sukarno, forseta Indónesiu. Verðlaunin eru veitt sem við- urkenning fyrir baráttu til að 'j viðhalda og efla friðinn í heim-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.