Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 15
Föstudagnr (5. m»í 1Q60
MOPfrnvRr tnrn
15
Skipastóll Fœreyinga
eykst hröðum skrefum
Þeir hyggjast nú kaupa 30 iínu-
veiðara I Belgíu
Þórshöfn, Færeyjum. ■— Einka-
skeyti frá fréttaritara Mbl.) —
MIÐVIKUDAGINN 27. apríl
samþykkti Lögþingið með 16
atkvæðum Jafnaðarflokksins
og Þjóðveldisflokksins að
heimila landstjórninni að
gera samning við belgiska
skipasmíðastöð urn smíði allt
að 30 línuskipa fyrir Færey-
inga. Verða þau af stærðinni
118, 122 og 126 fet. Bæði ein-
staklingum og útgerðarfélög-
um mun gefast kostur á að
kaupa þessi skip.
— ★ —
Belgiska skipasmíðastöðin hef-
ir jafnframt boðið Lögþinginu
að lána 20 milljónir d. kr. í sam-
bandi við þessi kaup — með
1% vöxtum. Lánið skal endur-
greiðast á tíu árum. — Þó lánar
Aðalfundur Mál-
arameistarafélags
Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Málarameistara
félags Reykjavíkur var haldinn
29 marz sl. Formaður félagsins,
Jón E. Ágústsson, flutti skýrslu
stjórnarinnar frá iiðnu starfs-
ári.
Starfsemi félagsins var mjög
fjölþætt á árinu. — Eins og und-
anfarin ár gaf félagið út tíma-
ritið Málarann, sem flytur fjöl-
breytt og læsilegt efni varðandi
málarastéttina. Ritstjóri Málar-
ans er Jökull Pétursson.
Stjórn félagsins skipa: Jón E.
Ágústsson, formaður, Sæmund-
ur Sigurðsson, varaformaður,
Kjartan GíSlason, ritari, Ólafur
Jónsson, gjaldkeri og Valdimar
Hannesson, aðstoðargjaldk.
Félagsmenn eru nú 100 að tölu.
4164 lestir
HÖFN, Hornafirði, 3. maí: Síð-
ari hluta aprílmánaðar hefur afli
Hornafjarðarbáta oftast verið
mjög tregur. Alls hafa verið
farnar 70 sjóferðir á þessum tíma
og er samanlagður afli 518,4 lest-
ir.
Hæsti báturinn er Akurey með
100 lestir.
petta félag ekki meira en 75%
af samanlögðum smiðakostnaði
skipanna.
•k Var.ilögmaður hótar
Kristjan Djurhuus, varalög-
maður (frá Sambandsflokknum),
sagði þegar samþykktin um
þetta mál hafði verið gerð, að
fjárhagsgrundvöllur sá, er Lög-
þingið byggði hér á, vaeri slík-
ur, að reikna mætti með 3—4
millj. kr. halla samanlagt á fjár-
lögum næstu tveggja ára vegna
skipakaupanna. Sagði varalög-
maðurinn, að ef ekki yrðu
tryggðar tekjur til að mæta þess-
um halla, myndi hann segja af
sér sem landstjórnarmaður.
Er þetta í fyrsta sinn sem land-
stjórnarmaður hefir hótað að
segja af sér síðan heimastjórn-
arlögin voru sett órið 1948. —
Nú virðist ágreinmgur þessi hafa
jafnazt og einhver leið fundizt
til þess að tryggja, að Lögþingið
geti staðið við fjárhagslegar
skuldbindingar sínar.
★ Margir togarar
Síðan 1957 hafa verið smíðuð
8 120 feta linuskip fyrir Færey-
inga, og nú er verið að smíða
20 slík í Noregi. Fimm skip af
sömu stærð verða einnig smíð-
uð í Frakklandi,- en auk þess er
fyrirhugað að kaupa enn fimm
línuskip í Austur-Þýzkalandi.
— Á sl. ári létu Færeyingar
smíða í Portúgal þrjá díseltog-
ara, 800 tonn að stærð, og einn
1000 tonna gufutogari var smíð-
aður í Danmörku. Auk þess er
annar af sömu stærð í smíðum
í Portúgal.
— ★ —•
Verðið á skipum þeim, sem nú
skal kaupa í Belgíu, er um það
bil 400 þús. kr. hærra en sams
konar skip hefðu kostað frá
Frakklandi eða Noregi, en sé
reiknað með hinum lágu vöxt-
um á láni því, sem belgiska fyr-
irtækið hefir boðið, telst verð-
munurinn aðeins um 100 þús. kr
Hillii nndii
snmkomulng?
GENF, 4. maí (Reuter). — I gær
féllst Tsarapkin, fulltrúi Rússa á
þríveldaráðstefnunni um bana
við kjarnavopnatilrunum, á til-
lögu Vesturveldanna, um að sér-
fræðingar frá þríveldunum (Bret
landi, Bandaríkjunum og Sovét-
ríkjunum) komi saman hér 11.
þ. m. til viðræðna leiðir til að
hafa eftirlit með litlum kjarna-
spreng]utilraunum neðanjarðar.
Tsarapkin féllst einmg á, að
þríveldm gætu e. t. v. sameinazt
um takmarkaðan fjölda tilrauna
iil rannsóknar á möguleikum til
slíks eftirlits með neðanjarðartil-
raunum.
Eru nú margir vongóðir um, að
takasl muni að gera samning um
algert bann við kjarnavopnatil-
raunum, áður en langt líður.
Helgí Hermann Eiríksson
sjötugur
HELGI Hermann Eiríksson fyrr-
verandi skólastjóri Iðnskólans í
eykjavík átti 70 ára afmæli þann
3. þ.m. Með þeim degi eru mörk-
uð þáttaskil í æfi athafnamanns,
sem víða hefur komið við og
markað hefur djúp spor í sögu
hinna ýmsu þjóðmála. Hann
hlaut í vöggugjöf mikla hreysti
bæði andiega og líkamlega, enda
19. einvigisskákin
Botvinnik
ÞAÐ má nú teljast næst öruggt svart í 19. skákinni, valdi hol-
að Mikail Tal verði næsti heims-
meistari í skák. Hann náði yfir-
höndinni í 19. skákinni, sem
tefld var á þriðjudag. Skákin
fór í bið, og átti framhaldið að
teflast í dag, en almennt var
búizt við, að Tal mundi vinna
biðskákina, eða Botvinnik jafn-
vel gefast upp án framhalds.
Fari svo, hefur Tal tryggt sér
1114 vinning gegn 714 vinningi
Botvinniks og þarf því aðeins
einn vinning úr fimm skákum
til þess að verða heimsmeistari
í skák.
Heimsmeistarinn, sem hafði
mikil not fyrir hvorutveggja á
íyrstu tugum aldarinnar, og það
væri synd að segja, að Helgi hefði
sparað sína krafta. Ungur réðist
hann til náms og lauk háskóla-
prófi 1920, sem verkfræðingur,
en jafnhliða stundaði hann sjó-
mennsku, en það var sú atvinna,
sem námsmenn á þeim árum áttu
helzt aðgang að og eitthvað gaf
í aðra hönd, en nám pilta byggð-
ist á þeim árum á því, að þeir
gætu unnið fyrir sér og þá var
vissulega betra að geta tekið til
hendinni, og ekki lét Helgi sér
minna nægja en verða skipstjóri
á sínu skipi, og þar með er starfs
braut Helga mörkuð. Arið 1920,
þegar Helgi kemur frá námi, er
vor í íslenzku þjóðlífi eftir ný-
viðurkennt fullveldi Islendinga
og störfin eru óteljandi og það
er engin tilviljun að Helgi lætur
sig fræðslumál iðnaðarmanna
miklu skipta, enda er hann ráð-
inn skólastjóri Iðnskólans i
Reykjavík 1923 og með því hefst
hin merka saga Helga sem for-
vígismanns iðnaðarsamtakanna á
lenzka vörn og brá snemma út íslandi. Helgi vinnur ásamt fleiri
af venjulegum leiðum. Síðan
leyndi hann að ná frumkvæðinu,
en með tímabundinni peðsókn
tókst áskorandanum að snúa at-
burðum sér í hag og var sjálfur
kominn með peð yfir og góða
stöðu eftir 30 leiki. Þegar skák-
in fór í bið 11 leikjum síðar,
hafði Botvinnik ekkert mótvægi
fyrir hið glataða peð, og þar
sem þungu mennirnir voru þá
enn á borði, enn kóngsstaða Bot-
vinniks ótraust, var þess ekki
að vænta, að hann gæti haldið
skákinni til lengdar.
góðum mönnum að undirbúningi
laga um iðju og iðnað, sem sam-
þykkt voru árið 1927. Það kemur
í hans hlut að verða fyrsti for-
maður Iðnráðs Reykjavíkur 1928,
og gegnir hann því starfi í 10
ár. Árið 1932 er Landssamband
iðnaðarmanna stofnað og þá er
Helgi sjálfkjörinn forseti þess og
gegnir því starfi samfleytt í 20
ár. Samhliða þessum störfum er
hann skólastjóri Iðnskólans í 31
ár Helgi Hermann, var ráðinn
íyrsti bankastjóri Iðnaðarbanka
ísiands, en hann var eins og
kunnugt er opnaður 25. júní 1953.
Auk þess, sem nú hefur verið
talið, átti Helgi sæti í bæjar-
stjórn Reykjavíkur árin 1932—
1946 og sat í bæjarráði árin 1942
—1946.
Enda þótt hér sé drepið á
merka sögu og nokkuð upptalið,
er hitt fleira, sem ekki hefur
verið minnzt, en gæti eigi að
síður verið stór kapituli og gott
lestraefni þeim mönnum, sem nú
eru að hefja sitt æfistarf. Ég
pakka Helga góða vináttu á um-
liðnum árum og óska honum
a.'lra heilla og ég veit, að svo
lengi sem líf endist, verður hann
skipstjóri á sínu skipi.
Lifðu heill Helgi Hermann.
Guðm. Halldórsson.
Jarðasala rædd
á Alþingi
SALA tveggja jarða í Austur-
Húnavatnssýslu, Meðalheims í
Torfalækj arhreppi og Hamars í
Svínavatnshreppi, var rædd í
Neðri deild Alþingis á dögunum.
Var þetta önnur umræða um
málið.
Jón- Pálmason hafði orð fyrir
landbúnaðarnefnd deildarinnar,
sem athugað hafði málið og mælt
með sölu jarðanna. Nokkrar um-
ræður urðu um málið og af hálfu
sumra ræðumanna um jarðasölu
cíkisins almennt.
Einar Olgeirsson kvað það
skammsýni að ráðstafa þeim
jörðum, sem væru í opinberri
eigu. Þá taldi hann ekki heim-
ilt að selja hinar umræddu jarð-
ir, vegna skilyrða, er gefendur
::_bridce ::
I ÞRIÐJU umferð úrslitakeppni
Ólympíumótsins fóru leikar
þannig:
England — Jacoby 76:36
Frakkland — Crawford 100:71
Italía — Goren 90:54
I. 4. umferð urðu úrslit þessi:
Frakkland vann England
Crawford vann Ítalíu
Goren vann Jacoby
Eftir 4 _ umferðir er staðan
þessi:
Frakkland 12 st.
England 12 —
Goren 11 —
Crawford 5 —
ítalía 4 —
Jacoby 4 —
— ★ —
1 næstsíðustu umferð í
kvennaflokki á Ólympíumótinu
í Torino fóru leikar þannig:
Austurríki — England 62:59 3-1
USA — Danmörk 60:34 4-0
írland — Ástralía 53:35 4-0
Suður-Afríka — Belgía 53:35 4-0
Frakkland — Egyptal. 58:49 4-0
Italía — Þýzkaland 93:34 4-0
Sviss — Holland 63:33 4-0
Fyrir síðustu umferð er staðan
þessi:
England 37 stig, Danmörk 37,
Egyptaland 36, Frakkland 35,
USA 33, Austurríki 31, Ítalía 28,
S-Afríka 24, írland 23, Þýzka-
land 14, Holland 14, Sviss 12,
Belgía 6 og Astralía 6.
I síðustu umferð spilar Dan-
mörk við Egyptaland og Eng-
land við Bandaríkin.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Þær fréttir hafa borizt, að'
Frakkland hafi sigrað í opna
flokknum, en Egyptaland í
kvennaflokki. England lenti í
öðru sæti í opna flokknum, en
Frakkland varð nr. 2 í kvenna-
flokki. — Endanleg röð þátttöku-
sveitanna mun birtast á morgun.
Hér kemur skákin:
Hvítt: Tal. Svart: Botvinnik.
1. c4 f5, 2. Rf3 Rf6 3. g3 g6.
(Þetta afbrigði af hollenzkri
vörn hefur verið kennt við Len-
ingrad og er það vinsælt í Rúss-
landi). 4. Bg2 Bg7, 5. d4 d6, 6.
Rc3 e6. (Óvenjulegur leikur.
Skákfræðin mælir með 6. — 0—0
og síðan Rc6 eða c6). 7. 0—0
0—0 8. Dc2. (Hvítur undirbýr
e4 til þess að geta náð þrýstingi
á e-línunni). Rc6, 9. Hdl De7, 10.
Hbl a5. (Svartur vill ekki leyfa
hvítum að leika b4). 11. a3 Rd8,
12 e4 fxe4, 13. Rxe4 Rxe4, 14.
Dxe4 Rf7 (Svartur hótar nú að
leika 15. — e5 og 16 — Bf5, en
hvítur kemur í veg fyrir slíkt)
15. Bh3 Df6 16. Bd 2 d5. (Bot-
vinnik getur ekki beðið aðgerð-
arlaus á meðan Tal bætir stöðu
sína með Bc3 og beinir síðan
skeytum sínum að veiku e-peði
svarts). 17. De2 dxe4. (Botvinnik
getur ekki haldið peðinu til
lengdar, betra var því 17. —
Rd6 18. Rg5 Rxc4 o. s. frv.)
18. Bf4! Rd6 19. Rg5 He8, 20. Bg2.
(Nú hefur hvítur flest að skot-
spæni, og peðið vinnst aftur
með góðri stöðu). — Ha6, 21. Re4
Rxe4, 22. Bxe4 b5, 23. b3 cxb3„
24. Dxb5 Hf8, 25. Dxb3 Hb6 26.
De3 Hxbl, 27. Bxbl Bb7, 28.
Ba2 Bd5. (Botvinnik tapar nú
peði, en vonlaust var að verja
alla veikleika til lengdar, hann
kýs því heldur þann kostinn, að
halda mönnunum í hreyfanleg-
um stöðum). 29. Bxd5 exd5, 30.
Bxc7 a4 31. Hd 3 Df5, 32. Be5
Bh 6, 33. De2 Hc8, 34. Hf3 Dh3,
35. Bc7 Bf8. (Vitaskuld ekki 35.
— Hxc7 sökum 36. De8f Kg7,
37 Df8f mát). 36. Db5 De6. (Ef
36. — Hxc7, þá 37. Dxd5| Kg7,
38 De5f og síðan 39. Dxc7).
37. Be5 Dc6, 38. Da5 Ha8 (Hvítur
hótaði 39. Hc3!), 39. Dd2 Hc8,
40. Kg2 Dd7, 41. h4.
í þessari stöðu hugsaði Bot-
vinnik sig um í nær 35 mínútur
áður en hann innsiglaði biðleik-
inn. Erfiðleikar hans eru svo
miklir, að óvíst er að hann haldi
baráttunni áfram ,en eins og áð-
ur segir átti biðskákin að teflast
í dag.
Biðstaðan (í 19. einvígisskák-
inni).
Hvítt, Tal: Kg2 Dd2 Hf3 Be5
a3 d4 Í2 g3 h4.
Svart, Botvinnik: Kg8 Dd7
Hc8 Bf8 a4 d5 g6 h7.
Botvinnik gaf skákina. —
hefðu á sínum tíma sett.
Var Skúli Guðmundsson á
sömu skoðun, auk þess sem hann
taldi ónáuðsynlegt að selja jarð-
irnar ábúendum. Björn Pálsson
taldi viðhorf hafa breytzt svo,
síðan jarðirnar voru gefnar, að
skilyrði gefendanna gætu ekki
talizt bindandi lengur. Því bæri
að heimila sölu jarðanna, enda
brýnt að það yrði gert. Við at-
kvæðagreisðlu að umræðu lok-
inni var samþykkt að vísa frum-
varpinu áfram til 3. umr.
Sú umræða fór svo fram í
gær og tók Einar Olgeirsson þá
einn til máls. Hann var enn sem
fyrr á móti fcwí, að jarðirnar yrðu
seldar og kvað vafa leika á, að
Alþingi hefði heimild til að ráð-
stafa þeim. Það kom m. a. fram
í þessari ræðu hans, að jörðin
Hamar hefði verið gefin til
styrktar fátækum árið 1656 og
Meðalheim í sama skyni 1763. —
Atkvæðagreiðslu um frumvarp-
ið var frestað.
MÁLFLUTNIN GSSTOF A
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III hæð.
Símar 12002 — 13202*— 13602.