Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. maí 1960 MORGJUTSBL ÁÐIÐ 13 Leiklist Kurt Meisel í hlutverki Fiesko eftir Schiller. unciieri í MÚNCHEN eru alls 14 leik- hús, sem eru eingöngu ætluð til leiksýninga. Þar af eru 2 lang- veigamest, Residenztheater, rek- ið af ríkinu (Bayem), og Miin- chener Kammerspiele, rekið af Munchenarborg.Eru þau bæði tal in til 5 beztu leikhúsa Þýzka- lands. Önnúr leikhús borgarinn- ar eru minni og leika helzt allra handá gamanleiki. Residenztheater starfar enn í ljótum og leiðinlegum húsakynn um leikhúss, sem byggt var til bráðabirgða 1948, og bíður eftir skárra húsnæði. Einnig gerir það út þau leikrit, sem birtast á sviði rokokoleikhússins Cuvílli- éstheater (Altes Residenztheat- er). Má nefna hina afbragðsgóðu sýningu á Mannhataranum eftir Moliére, þar sem Ernst Gins- berg lék titilhlutverkið af hrein. ustu snilld og unun var að horfa á sýninguna. Mátti ekki á milli sjá, hvort hér væri verið að leika gamanleik eða harmleik, því var mátulega blandað saman, farsinn tempraður, svo að þar sá maður nýja hlið á karli Moliére. Yfirleitt nýtur Ginsberg mik- ils álits í Þýzkalandi og er víða fenginn til þess að setja leiki á svið. Nýlega setti hann í Resi- denztheater á svið gamanleikinn Hyggni einfeldingurinn (Die kluge Narrin) eftir Lope de Vega spánskan höfund frá 16. öld, sem þá naut gífurlegrar hylli, skrifaði smáræði upp á 1500 til 2000 leikrit, en féll síðan í gleymsku þar til Grillparzer helgaði 40 árum ævi sinnar til þess að fræðast um hann og kynna hann. Eftir það hefur Lope de Vega verið mjög víða leikinn við miklar vinsældir. Hyggni einfeldingurinn fjallar um unga og einfalda stúlku, sem við kynni sín af ástinni þroskast og verður klók og hyggin. Er efnið einstaklega skemmtilega fram sett, með lygilegri andagift og hugmyndaflugi og tærum skáldskap, þegar hugsað er til þess, að höf. hefur sennilega tyllt sér niður svo sem eina kvöld- stund og hripað niður leikritið áður en hann gekk til rekkju. Til þess að leika einfeldnings- stúlkuna var fengin Johann.a von Koczian ,sem leikur þó yfirleitt meira í kvikmyndum. Gerði hún það vel, þótt ekki kynni ég við hennar yfirdrifna sakleysi til að byrja með, með stút á munni og stór galopin augu. En atriði éins og þegar hún er að grúfla yfir því frammi fyrir bx'jóstmynd af unnustanum, sem hún hafði aldr- ei séð, hvort hann hefði enga fætur, renna seint úr minni, enda koma þar og fram beztu einkenni höfundarins. Stóra syst ir í leikritinu er bæði klók og séð, en samt verður hún að láta í minni pokann fyrir litlu sak- lausu en lífsglöðu systur sinni í baráttunni um biðilinn. Sú var einstaklega vel leikin af Evu Maríu Meinecke nokkurri sem nýtur mikils álits. Fleiri gaman- leikir á sviði Resdenzleikhúss- ins voru m. a. Draugar í Napólí (Neapolitanische Gespenster) eft ir ítalann Eduardo de Filippo, frekar þunn súpa um framhjá- höld og drauga, og svo nýtt leik- rit eftir Þjóðverjann Max Frisch. Hið síðarnefnda var allmerkilegt, þ. e. a. s. að hugmyndin var snið ug, en upplitast í meðferðinni, enda er leikritið lengt úr ein- þáttungi. Það heitir Biedermann og brennivargarnir og fjallar um milljónamæringinn Biedermann, sem hýsir 2 flækinga, vegna þess að hann þorir ekki að reka þá (annar er soddann kraftajötunn), þótt honum sé fullljóst, að þetta eru stórhættulegir brennuvarg- ar. Hann reynir að létta af sér kvíðanum með því að telja sér trú um, að þetta séu beztu vinir hans og þar að auki einstaklega gamansamir, þeir séu alltaf að reyna að hræða hann með því að segjast vera brennuvargar, flytja benzín inn á heimilið og leggja kveikiþræði um allt húsið. Hann tekur því þátt í gríninu og hjálp- ar þeim eftir beztu getu. En á nóttum verður honum lítið svefn samt. Eiginkonan er dauðskelkuð og varar hann við, en hann hlýð- ir ekki á slíkar kerlingabækur, kveðst vera of góðhjartaður til þess að reka sína beztu vini á dyr, vill „aðeins hafa frið og ró og er frjáls borgari, sem getur eða á ekki að hugsa“. „Hinum nakta sannleika trúir enginn“, segir annar brennuvargurinn glottandi um leið og hann biður húsráðanda um eldspýtur til þess að kveikja í húsinu hans. Hann fær þær, og fyrir bragðið brenn- ur Biedermann til ösku og lend- ir í Helvíti, því að hann hafði með þessu farið á bak við konu sína og framið margar syndir aðrar, þótt hann væri annars svona „góðhjartaður‘“. í Helvíti er ekki allt með felldu, þvi að Himnaríki hefur gengið á alla gerða samninga og hirðir nú orð ið velflestar sálir, vondar sem góð ar, og nú var kölski, sem reynd- ist vera annar brennuvargurinn, að reyna að semja þar við lítinn árangur. Og smásálir eins og veslings Biedermann var það eina, sem kom í hlut hans. Hann er bálvondur og kallar á slökkvi- liðið til þess að slökkva á öllum ofnum Helvítis og fer aftur með samstarfsmanni sínum, honum Lúsífer, hinum brennuvarginum, upp á jörðina til þess að bjarga því sem bjargað yrði. Slökkviliðið kemur mjög mik- ið við sögu í leiknum, það er á sviðinu frá upphafi til enda og talar alltaf inn á milli í kór, seg- ir skoðanir höfundar og varar við ósköpunum, en allt kemur fyrir ekki, þar sem Biedermann „trúir á það bezta hjá mönnun- um og slökkviliðið, en ekki á Guð“. — Sem sagt, margt var harla athyglisvert í þessum leik, en heldur útþynnt og Helvítis- atriðið antiklímax. Um leik ein- stakra er fremur lítið að segja. Biedermann var einum Of tryll- ingslega leikinn af Siegfried Lo- witz, þótt karltetrið hafi óneit- anlega verið í öngum sínum; kölski var mjög skemmtilega leik inn af Horst Tappert, diplómat- iskur og út undir sig. Leikstj. var mjög til fyrirmyndar. Þar var að verki Kurt Meisel, einn helzti skapgerðarleikari í Múnchen. Leikur hann helzt skapstórar persónur og ástríðufullar. Má þá nefna titilhlutverkið í Fíeskó (Die Verschwörung des Fiesko zu Genua) eftir Schiller. Var það afbragðsgóð sýning. Leikstjóm og leiktjöld voru mjög stílíseruð, aðeins það allrahelzta undirstrik að og Ijós mikil notuð og vel. Yfirleitt er það nú svo, að hætti manni til að bera saman íslenzka leikstjórn í leikhúsum sem þess- um tveim, þá er sá samanburður oftast of lítið hagstæður landan- um. — Kurt Meisel lék Fíeskó af herjans fídonskrafti, brunaði fram og aftur um sviðið „með glampa í augurn", svo að ekki varð hjá því komizt að trúa á hans mikilleik og hugsjónir, er hann hóf samsæri sitt og upp- reisn gegn harðstjórum Genúu- borgar, né heldur á þá hættu, sem í honum bjó, þegar hann hafði náð völdum, og leiddi til þess að hann var drepinn af vini sínum, hugsjónamanninum Verr- ina. Sá var einnig framúrskar- andi vel leikinn af Gerd Brud- ern. Hann missti annan fótinn í stríðinu og gengur nú við gervi- fót. Hefur hann sjálfur leikið Fíeskó, og væri sannarlega at- hyglisvert að hafa séð hann þar, þar sem hann hlýtur að hafa þurft að „leggja" persónuna al- veg gagnstætt því sem hinn kjarnorkuknúði Meisel gerði, vegna meins síns. Kvenhlutverk eru fá og smá og má þar nefna Inge Birkemann, sem lék vel Júlíu Imperialí, systur harðstjór- ans. Annar harmleikur var og leik- inn í Residenzleikhúsinu um þess ar mundir, Rose Bernd eftir Ger- hart Hauptmann. Fannst mér sú sýning einna tilþrifaminnst af þeim sýningum, sem ég hef talið upp, og á eflaust hin hræðilega mállýzka, sem leikritið er skrif- að á, sinn þátt í því. Læt ég því það mál útrætt. Næstu leikrit, sem flutt verða í Residenzleik- húsinu eru Krítarhringurinn eft- ir Klabund og Vilhjálmur Tell eftir Schiller. Múnchener Kammerspiele höfðu einnig upp á margt gott að bjóða, og það að sögn manna bezt, sem ég því miður aldrei komst til þess að sjá. Var það nýlegt leik- rit eftir Albert Camus, Hinir djöfulóðu (Die Besessenen), eftir samnefndri skáldsögu Dostóv- jevskis. Það þótti harla tormelt og þungt, en einnig afar stór- brotið. Einnig var sýnt nýlega leikrit eftir Tennesee Williams, Hinn yndislegi fugl æskunnar (Sweet Bird of Youth). Fjallar það um nútíma æsku, lífsskoðanir henn- ar og hetjuhugsjónir. Fyrir henni er lífstakmarkið hraði, að slá í gegn, gera lukku, verða uppgötv aður, frægur, ’stjarna*. Peningar, peningar. Þeir eru aðalsmerki æskunnar, því að þéir eru tákn andlegs atgervis og dugnaðar og það eina, sem skapar virðingu. Og árangurinn af þessu tryllings lega kapphlaupi er taugaveiklun, yfirdrepsskapur og ruddaskapur. Chance Wayne nokkur er kom- inn aftur heim til æskuborgar sinnar, sem hann hafði yfirgefið fyrir nokkrum árum í leit að fé og frama eftir að hafa flekaS dóttur fylkisstjórans á staðnum. Nú er hann í tygjum við áður fræga leikstjörnu, Alexöndru del Lago, sem finnur styrk í brennj- víninu, þegar duttlungafullir að- dáendur hafa brugðizt. En hún hefur sambönd, og hinn von- svikni Chance neyðir hana til þess að lofa sér stórum kvik- myndasamningi, hann ætlar nú að mæta með trompin í höndun- um, taka dóttur fylkisstjórans með sér og skunda inn í frægð- ina. Fylkisstjórinn, Boss Finley, er einmitt slíkur, sem hefur kom- izt áfram í lífinu, enda er hann rakinn bandítt. Hann sér nú rautt við komu Chances og lætur son sinn, Tom, hóta honum, að verði hann ekki horfinn úr borginni innan 24 stunda, muni hann fá sömu útreið og svertingi einn, sem hafði leitað fylgilags við dóttur hans fyrir skömmu. Sá hafði verið geltur umsvifalaust. Boss heldur einmitt þá um kvöld ið ræðu til þess að „bera til baka allar sögurnar um dóttur sína“ og bjarga sæmd ættarinnar. Var það bezta atriðið. Það gerist á bar einum, en innar af honum er ræðusalurinn. Sést því aðeins á stóru sjónvarpstjaldi, þegctr Boss heldur ræðuna og einnig hvernig einn í salnum mótmælir henni og er dreginn út og jafn- framt inn á sviðið og laminn þar í klessu á meðan Boss talar svo einstaklega hjartnæmlega um það, hvað hann leggi á sig til þess að öllum borgurum geti lið- ið vel og lifað við alsæld og ör- yggi. Þar kemur einnig leikkon- an Alexandra útúrdrukkin og kallar á Chance sinn, svo að mesti glansinn fer af samningn- um, sem hann hafði verið að flíka, og loks er spilið alveg tap- að, þegar Alexandra fréttir að nýjasta myndin hennar hefði slegið í gegn þrátt fyrir allt. Þá (er henni auðvitað strax aftur skotið upp í upphæðir, hún gefur þá skít í Chance og öll loforð og er rokin upp á tindinn, en hann situr eftir og bíður þess að Tom Finley og kumpánar hans nái í sig. Lýsir leikritið vel hinni miskunnarlausu baráttu um auð og völd, þar sem sá grimmasti og ófyrirleitnasti nýtur mestu virð- ingar. Lög þins villta vesturs. Einstaka sinnum fannst mér samt skorta svolítið púður í leikinn. Leikkonuna Alexöndru del Lago, „prinsessu Kosmonopolis“, lék leikkona að nafni María Nicklisch af frábæru öryggi og skilningi, hvort sem það var von leysi hennar og trega yfir gam- alli frægð,1 drykkjuskap eða sem stjarna á ný. Afbragð. Einnig lék Friedrich Domin fylkisstjór- ann Boss skínandi vel, og ungur leikari, Wolfgang Weiser, sem lék Chance, gerði margt ágæt— lega. Franska leikritaskáldi* Jean Anouilh nýtur feikna vinsælda í Þýzkalandi og eru leikrit hans sýnd nánast í hverri borg. í Múnchener Kammerspiele gaf á að líta General Quixotto eða Ástfangni afturhaidsseggurinn (á frönsku „L’Hurluberlu"). Hef ur hinn þýzki þýðandi valið leikn um þetta nafn vegna þess, að hann fjallar um uppgjafagenerál, sem er afskaplega óánægður með tilveruna og er ákveðinn í því að breyta henni og betrumbæta, en verður að lokum ljóst, að hún verður eins og hún er og maður verður að taka henni þannig; hann hefur verið að berjast við vindmyllur. Generálinn er sest- ur í helgan stein í smáborg, þar sem hann ætlar að rita æviminn- ingar sínar eins og hæfir þeirri stétt. En hann hefur einnig smá- samsæri á prjónunum, sem á að steypa stjórn landsins, og er bú- inn að fá 3 menn í lið með sér. Hann er skemmtilegur og sympa tískur þrasari, sem hefur velflest á hornum sér, og einhvern veginn finnst manni, að það sé nokkuð til í því sem hann segir. Þó fer Framh. á bls. 16. . j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.