Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 14
14
MORGTJHBL Afílfí
Föstudagur 6. mai 1960
Vér getum ennþá boðið yður eftirtaldar vélar
á gamla verðinu:
RHtliWltTALL skrifstofuritvélar
m/24 cm. valsi. kr. 5665.00. (Nýja verðifi ca. kr. 8242.00)
m/32 cm. valsi, kr. 6489.00 (Nýja verðið ca. kr. 9441,00)
m/38 cm. valsi, kr. 6695.00 (Nýja verðið ca. kr. 9741.00)
m/45 cm. valsi, kr. 7004.00. (Nýja verðið ca. kr. 10190.00)
I D E A L ,
skrifstofuritvél m/ 32 cm. valsi.
Kr. 5945.00
(Nýja verðið ca. kr. 8650.00)
RHEINMETALL
samlagningavél m/33 cm. valsi.
Kr. 15244.00
(Nýja verðið ca. kr. 21340.00)
A S T R A ,
samlagningavél m/33 cm. valsi.
Kr. 15553.00
(Nýja verðið ca. kr. 21770.00)
RHEINMETALL
samlagningavél handknúin
Kr. 5501.00
(Nýja verðið ca. kr. 7700.00)
RHEINMETALL
reiknivél (calculator) hálfsjálfvirk
Kr. 19561.00
(Nýja verðið ca. kr. 27300.00)
RHEINMETALL
reiknivél (calculator) alsjálfvirk
Kr. 30818.00
(Nýja verðið ca. kr. 43200.00)
Ennfremur eigum vér fyrirliggjandi segul-
bandstæki fyrir skrifstofur (diktafon) á
gamla verðinu kr. 5430.15.
m kssh imisiHi iiJiisit m
BORGARFELL H.F.
Klapparstíg 26 — Sími 11372
67 brautskráðir úr verzlunar-
deild Verzlunarskólans
Alls voru 343 nemendur # skólanum
SKÓLAUPPSÖGN í Verzlunar-
deild Verzlunarskóla íslands fór
fram við hátíðlega athöfn í Aust
urbæjarbíói laugardaginn 30.
apríl. Skólastjórinn, dr. Jón Gísla
son, flutti skýrslu um starf skól-
ans á liðnum vetri. Skráðir nem-
endur í upphafi skólaárs voru
samtals 343. Starfað var í 14
bekkjardeildum. Voru allir bekk-
ir í verzlunardeild þrískiptir, en
5. og 6. bekkur ein deild hvor
með samtals 47 nemendum.
Tvennt má telja til nýbreytni í
fræðslustarfi skólans, hið fyrra
að nemendur sem settust í 4.
bekk sl. haust voru skyldaðir til
að koma til náms hálfum mánuði
fyrr en vant er. Var efnt til nám-
skeiðs fyrir þá í ýmsum hagnýt-
um verzlunargreinum og að lok-
um stofnað til sýningar á ýmsum
nýjustu skrifstofutækjum.
Hitt atriðið sem átt var við var
að skólinn efndi til 4 mánaða
námskeiðs í hagnýtum verzlun-
argreinum fyrir starfandi af-
greiðslufólk og aðra sem áhuga
höfðu á þeim störfum. Bæði þessi
námskeið skipulagði Gísli Einars
son fulltrúi hjá Verzlunarráði ís-
lands. Verður vonandi framhald
á þessari starfsemi, sem virðist
geta orðið verzlunarstéttinni að
miklu liði.
Vorpróf í Verzlunardeild hóf-
ut 29. marz og lauk 27. apríl.
Verzlunarpróf, þ.e. burtfararpróf
úr 4. bekk þreyttu samtals 70
nemendur. Þrír þeirra hafa ekki
getað lokið prófi vegna veikinda.
Af þeim sem lokið hafa prófi
hlutu 32 I. einkunn; 30 2. eink-
unn og 5 3. einkunn. Efstur á
verzlunarprófi var að þessu sinni
Sigurjón Magnússon, hlaut I.
einkunn 7.42 (notaður er eink-
unnarstigi örsteds). önnur var
Ingibjörg Haraldsdóttir, I. eink-
unn 7.38 og þriðji Guðmundur
Gíslason með I. einkunn 7.36.
Efstir í ársprófi 1.—3. bekkjar
voru eftirtaldir nemendur í I.
bekk var efst Arndís Björnsdótt-
ir með I. einkunn 7.00. í 2. bekk
Þórhildur Þórhallsdóttir með I.
einkunn 7.03 og í 3. bekk Ólöf
Jónsdóttir með I. einkunn 7.24.
Er skólastjóri hafði afhent
burtfararprófsnemendum skír-
teini sín, sæmdi hann þá verð-
launum sem fram úr höfðu skar-
að. Farandbikara skólans hlutu
þessir nemendur: Bókfærslubik-
arinn hlaut Sigurjón Magnússon,
málabikar hlaut Katrín Jóns-
dóttir, vélritunarbikar Jóhanna
Sigurðardóttir og Vilhjálmsbik-
ar, sem veittur er fyrir bezta
frammistöðu í íslenzku, hlaut
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Peningaverðlaun hlutu eftir-
taldir nemendur: Sigurjón Magn
ússon, 1000 kr. frá skólanum, enn
fremur kr. 250 úr Walterssjóði.
Úr sjóði kaupsýslumanna, kr. 500
hlutu þau Ingibjörg Haraldsdótt-
ir, Guðmundur Gíslason og
Valdimar Guðnason. 500 kr. verð
laun frá VerzlunarmannaféL
Reykjavikur hlaut Hólmfríður
Ólafsdóttir. Ennfremur voru efstu
nemendum veitt bókaverðlaun
frá skólanum.
Að lokum ávarpaði skólastjóri
sérstaklega brautskráða nemend
ur með ræðu og hvatti þá til
dáða. Sagði hann síðan skóla slit-
ið og lauk þá 55. starfsári skól-
ans.
Um kvöldið efndi Nemenda-
samband Verzlunarskóla ís-
lands til veizlu í Sjálfstæðishús-
inu. Stjórnaði henni Guðjón Ein
arsson fuiltrúi, sem er formaður
Nemendasambandsins. Sátu hófið
ýmsir afmælisárgangar, 40 ára,
25 ára, 15 ára, 10 ára og 5 ára.
Færðu þeir skólanum fagrar
gjafir. Hálfdán Eiríksson kaup-
maður talaði fyrir hönd 40 ára
nemenda. Færðu þeir minningar-
sjóði Ragnars Blöndals peninga-
gjöf. Úr þeim sjóði á árlega að
veita verðlaun bezta íslenzku-
manni skólans. Kristinn skáld
Pétursson hafði orð fyrir 25 ára
nemendum. Gísli Ólafsson fram-
kvæmdastjóri mælti fyrir 15 ára
nemendur. Sigfús Johnsen kenn-
ari í Vestmannaeyjum fyrir 10
ára nemendur og Bjarni Ásgeirs
son forstjóri fyrir 5 ára nemend-
ur.
Jósef Björnsson fulltrúi tók til
máls f.h. gamalla nemenda, sem
gengizt höfðu fyrir fjársöfnun til
að gera lágmynd af Inga Þ. Gisla-
syni kennara. Er myndin steypt i
eir, hið fegursta listaverk, gert af
Ríkharði Jónssyni myndhöggv-
ara. Er ætlazt til að myndinni
verði komið fyrir í samkomusal
hins nýja húss Verzlunarskóla ís-
lands, sem nú er að rísa af
grunni. Við þetta tækifæri fór
Jósef Björnsson fögrum orðum
um minningu hins ástsæla kenn-
ara.
Að lokum talaði skólastjóri dr.
Jón Gislason og þakkaði með
ræðu fyrir hinar veglegu gjafir og
þá eigi síður fyrir þá ræktarsemi
og hollustu við skólann, sem þær
bæru vott um. Einnig tók til máls
fyrrv. skólastjóri, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, útvarpsstjóri, sem var
ásamt frú sinni, gestur Nemenda
ambandsins við þetta tækifæri.
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
haestaréttarlögmenn.
Þórshamri við Templarasund.
Aðal BÍLASALAN
Aðalstræti 16 — verður lokuð í nokkra daga. — #
Vinsamlegast snúið yður til
f
AÐAL BlLASÖLUNNAR
Ingólfsstræti 11 — Símar 15-0-14 og 2-31-36
Iðnaðarhúsnœði
80—120 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast, sem
fyrst eða síðar í sumar. Uppl. í síma 19443
í dag og næstu daga.
Stúlka
vön afgreiðslustörfum óskar eftir atvinnu nú þegar.
Hefur góð meðmæli. — Upplýsingar í sima 36379.
Kjalarnes Kjós
Sumaráætlun frá og með 9. maí 1960
Frá Reykjavik: Sunnudaga kl. 8.00 — 13,30 — 19,15
23.15.
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og
föstudaga kl. 18,00.
Laugardaga kl. 13,30 og 17,00.
Frá Hálsi: Sunnudaga kl. 10,00 — 17.00 — 21.00.
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga,
og föstudaga kl. 9.00.
Laugardaga kl. 9.00 og 10,00.
Sérleyfishafi
Rýmingarsala
Sérstakt tækifæri til að gera góð kaup.
Vegna breytinga seljum við allar vörur verzlunarinnar á mjög
hagstaeðu verði.
Mikið af kven- og unglingaskóm, úrval af inniskóm,
barnaskóm og karlmannaskóm og fl.
Allt á að seljast.
Komið og gerið góð kaup.
H ECTOR
Laugavegi 11