Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 23
Föstudagur 6. maí 1960
MORGVNBLAÐIÐ
23
Bandarísk flug-
vél skotin niður
MOSKVU, 5. maí (NTB, Reuter).
Nikita Krúsjeff tilkynnti í dag
á fundi æðsta ráðs Sovétríkjanna
að bandarísk flugvél hafi verið
skotin niður sl. sunnudag, er hún
flaug yfir rússneskt landsvæði.
Fór til afa
og ömmu
SlÐASTLIÐIÐ miðvkudagskvöld
var lýst eftir 7 ára gömlum dreng,
Ásmundi Jónatanssyni, Grettis-
götu 47A hér í bæ, sem ekkert
hafði spurzt um síðan kl. 3,30
sama dag, en hann var pá fyrir
utan húsið heima hjá sér. Er
drengurinn var ekki kominn
fram seint um kvöldið, var hafin
leit að honum. Tók hjálparsveit
skáta þátt í leitiinni og sporhund-
ur Flugbjörgunarsveitarinnar.
Klukkan að ganga 2 um nóttina
bafði lögreglan í Reykjavík sam-
band við lögreglu Hafnarfjarðar,
og var hún beðin að fara að
Syðri-Óttarsstöðum, en þar búa
afi og amma drengsins. Fannst
dregurinn þar í góðu yfirlætL
200 þús. krónurnar
í Reykjavík
í GÆR var dregið í 5. flokki
Vöruhappdrættis S.I.B.S.
Dregið var um 860 vinninga
að fjárhæð samtals kr. 964.000.00.
Eftirtalin númer hlutu hæstu
vinningana:
200 þúsund krónur nr 55268
100 þúsund krónur nr. 29713
50 þúsund krónur nr. 15682
10 þúsund krónur nr.
23539 30412 32302 34876 35076
49871 50091 56289 56692 64655
5 þúsund krónur nr.
1663 4955 8124 12691 13623 38018
38762 40881 44667 45429 53585
58130 58797 63631.
— Landhelgin
Framh. af bls. 1
eru fyrir austan. H.M.S. Delight
og Battles, D-118.
Frá norsku fréttastofunni NTB
barst í gær svohljóðandi skeyti:
Togaraeigendur í Hull og
Grimsby fengu á fimmtudag að
vita að allir brezkir togarar
halda sig utan tólf mílna mark-
anna við ÍSland. FuIItrúi togara-
eigendafélagsins sagði að hver sá
skipstjóri er færi inn fyrir tólf
mílna mörkin til veiða, gerði
ríkisstjóminni og samtökum tog-
araeigenda erfiðara að finna
lausn á landhelgisdeilunni.
— /jbróttir
Framh. af bls. 22.
M m slcriðsund karla
Guðm, Gíslason IR 26,2 sek. (met-
jöfnun)
Lars Larsson. Danm. og Pétur Krist-
jánsson, A 27,4 sek.
50 m bringusund karia
Einar Kristinsson, A 34,1 sek.
Sigurður Sigurðsson, IA 34,7 sek.
Hörður Finnsson, IBK 35,4 sek.
Guðm. Samúelsson, IA 35,7 sek.
50 m skriðsund drengja
Þorsteinn Ingólfsson IR 36,5 sek.
Sigurður Ingólfsson A 38,0 sek.
Erlingur Jóhannsson, KR 38,3 sek.
50 m baksund kvenna
Kirsten Strange, Danm. 37,1 sek.
Agústa Þorsteinsdóttir, A 37,8 sek.
Hrafnhildur Guðmundsd., IR 37,9 sek
Linda Petersen, Danm. 40,1 sek.
50 m flugsund kvenna
Agústa Þorsteinsdóttir, A 33,0 sek.
(Undir meti)
Linda Petersen, Danm. 36,4 sek.
4x50 m fjórsund karla
IR, 2.09,5 mín.
Armann, 2.11,3 mín.
Akranes, 2.13,2 mín.
Drengjasveit Armanns, 2.26,5 mín.
Sagði forsætisráðherrann að slík
árás á lofthelgi Rússa, samsvar-
aði illa síðustu stefnuyfirlýsing-
um Vesturveldanna og boðaði
ekki gott varðandi væntanlegan
„topp“ fund í París.
Rúmlega 1300 fulltrúar á fundi
æðsta ráðsins fögnuðu ákaft þeg
ar Krúsjeff tilkynnti um banda-
ríkja flugvélina og sumir þeirra
hrópuðu: „Niður með árásar-
manninn" og „Stigamennska".
Krúsjeff sagði að harðorð mót
mæli yrðu send til Washington
og að málið yrði lagt fyrir Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna. —
'Sagði Krúsjeff að svona við-
burðir gætu leitt til heimsstyrj-
aldar.
Flugvélar saknað.
Fréttir frá Washington herma
að Eisenhower forseti hafi fyrir
skipað fullkomna rannsókn á
málinu. Bandarískrar flugvélar
af gerðinni U-2, sem eru „fljúg-
andi rannsóknarstofur“, er sakn
að síðan á sunnudag, og er álitið
að hún hafi komið til jarðar ná-
lægt Van-vatni, sem er við rúss
nesku landamærin. Álitið var
mögulegt að flugmaðurinn hafi
misst meðvitund vegna súrefnis
skorts, og óviljandi flogið inn
fyrir landamæri Sovétríkjanna.
Úrslit rannsóknarinnar munu
verða birt fljótlega.
BÆ, Höfðaströnd, 5. maí: — Aðal
fundur Mjólkurfélags Skagafjarð
ar var haldinn í gær á Sauðár-
króki. Innvegin mjólk á árinu var
3.414.529 kg. Meðalfeiti innveg-
innar mjólkur reyndist vera
3,706%, og er það 0.056% hærra
en árið 1958. Innlögð mjólk jókst
á árinu um 310,771 kg. Sala á
mjólk til neyzlu varð 114,208 íltr-
um meiri en árið á undan, eða
um 20% af innveginni mjólk, en
vr 19% árið 1958. Flokkun varð
þannig, að 95,51% fór í 1. of 2.
fiokk og 4,205% í 3. flokk.
Flutningskostnaður á samlags-
svæðinu var 20 aurar á kg., og
hefur hækkað um 2 aura á árinu.
Reksturskosthaður var um 77,6
aurar á innlagt kg. mjólkur, en
það er 13,9 aura hækkan frá ár-
inu áður. Meðalútborgun varð á
árinu 55 aurar á hverja fituein-
ingu, en það gerir 2 kr. 038 aura
á hvert kg. Tekjuafgangur til
ráðstöfunar verður 1,45 aurar á
Reiðli jól og bíll
í árekstri
UM kl. 13,15 í gær varð umferða-
slys á mótum Vesturgötu og
Garðastrætis. Drengur á reiðhjóli
varð þar fyrir leigubíl og meidd-
ist á höfði. Að sögn sjónarvotta
bar slysið að með þeim hætti,
að drengurinn kom hjólandi norð
ur Garðastræti á hægra kanti, tók
krappa beygju til hægri og ætl-
aði niður Vesturgötubrekkuna, en
í sama bili bar þar að leigubíl á
leið vestur og lenti drengurinn á
hægra framhjóli bílsins og kast-
aðist á götuna. Bílstjórinn heml-
aði snögglega, þegar hann varð
drengsins var, en tókst ekki að
forða árekstrinum. Drengurinn
var þegar fluttur á Slysavarð-
stofuna, en meiðsli hans reynd-
ust ekki alvarleg, og var hann
fluttur heim til sín.
SEOUL, Suður Kóreu, 5. maí
(Reuter) — Tilkynnt var opin-
berlega í dag að 183 hafi beðið
bana í óeirðunum í Suður-Kóreu
dagana 19.—26. apríl og að 6.25ð
hafi særzt. Enn eru 600 hinna
særðu í sjúkrahúsum og áætlað
að um 200 þeirra fái ekki aftur
bata.
Vantar
vitni í
íkveikju-
máli
t______ , , y
RANN SÓKNARLÖGREGL AN
vinnur enn að því að afla sér
uppl. um brunann að Bergstaða-
stræti 10, en þar kom eldur upp
fyrir nokkrum kvöldum og er
það skoðun rannsóknarlögregl-
unnar að kveikt hafi verið í hús-
inu.
Einn liður í rannsókninni er
að lögreglan þarf að komast í
samband við þá sem gerðu
slökkviliðinu aðvart. Nærri því
samtímis var gert aðvart um
bruna þennan. Hriingt var í síma
slökkvistöðvarinnar og bruna-
kall kom frá brunaboðanum að
Bergstaðastræti 15. Ekki er vitað
hverjir voru hér að verki, en
nauðsynlegt er fyrir rannsóknar-
lögregluna að ná tali af þeiim.
Eru menn þessir beðnir að gefa
sig fram hið fyrsta.
I öðru lagi hefur maður nokk-
ur skýrt frá því, að hann hafi
verið staddur í húsinu um það
leyíi sem eldurinn kom þar upp,
haíi hann fyrir utan húsið verið
tekinn upp í bíl, sem maður og
kona voru í. Ók hann á orott með
þeim. Eru þau einnig vinsamleg-
ast beðin að koma til viðtals hjá
rannsóknarlögreglunni.
hvert kg., og verður greidd 1 kr.
40 aurar í uppbót á hvert kg. og
5 aurar í stofnsjóð, svo meðal-
verðið verður um það bil 3,50 á
kg. — Björn í Bæ.
— Sirætisvagnar
Framh. af bls. 2.
kvaddi sér hljóðs Guðmundur
Vigfússon. Hann gerði að um-
ræðuefni hækkun þá á gjald-
skrá Strætisvagnanna er borgar-
stjóri hafði reifað í framsögu-
ræðu sinni. Taldi G. V. að bæjar
yfirvöldunum bæri að velja aðr
ar leiðir til þess að mæta nauð-
synlegri hækkun fargjalda. Hlut
ur Reykjavíkurbæjar í væntan-
legum söluskattstekjum ríkisins
verða um 23 millj. og af þessu
fé ber bæjarsjóði að mæta þess-
ari hækkun. Bar V. G. fram til-
lögu þess efnis. En í öðrum lið-
um hennar er fjallað um lánsfjár
útvegun til þess að koma upp
verkstæði og vagnageymslu fyr-
ir S.V.R. En í ræðu sinni ræddi
G. V. einnig um slæmar aðstæð-
ur fyrirtækisins.
Þórður Björnsson tók næstur
til máls. Taldi hann sýnilegt að
taxtahækkunin væri nokkru
meiri, en efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar kölluðu á. —
Taldi hann að eðlilegra væri að
fresta afgreiðslu málsins, fela
bæjarráði að endurskoða fjárhags
áætlunina með tilliti til þeirra
breytinga er á henni þurfi að
gera, boða síðan til sérstaks
fundar í bæjarstóm þar sem
málin verði öll rædd og tekin
fyrir sérstaklega.
Geir Hallgrímssoj* svaraði gagn
rýninni, sem komið hafði fram
varðandi umræðurnar um gjald
skrá strætisvagna. Hann benti á
að fulltrúar kommúnista á Al-
þingi hefðu talið hlut Reykja-
víkur af söluskattinum lítt mundi
duga vegna hækkaðra útgjalda,
en samt vildi fulltrúi þeirra í
bæjarstjórn þó taka 5,2 millj. af
söluskattsupphæðinni til að
greiða með hallarekstur strætis-
vagnanna. Borgarstjóri hvað
bezt að láta greiða fyrir þjón-
ustu sem þessa, það sem hún
raunverulega kostaði. Þá vissi
fólk hvað það fengi fyrir pen-
ingana og gæti dæmt stofnunina
eftir því.
Heildaraíli
Olafsvíkurbáta
9731 tonn
ÓLAFSVlK, 5. maí: — Heildar-
ufli Ólafsvíkurbáta á vertíðinni
var 9731 tonn í 1033 fóðrum.
Hæsti bátur á vertíðinni er Stapa
fell með 1178% tonn í 93 róðr-
um, næstur er Jón Jónsson með
1016 tonn í 95 róðrum, þriðji
Bjarni Ólafsson 908% tonn í 92
róðrum,- þá Jökull með 841 tonn
í 91 róðri og Glaður fimmti með
818 tonn í 79 róðrum.
A sama tíma í fyrra frá ver-
tíðarbyrjun til mánaðamóta apr.
og maí var heildaraflinn 6310
tonn í 775 róðrum. — Hjörtur.
Leiðréttiiicf
FRÉTTIN í blaðinu í gær um
næstu rafvirkjun var höfð eftir
raforkumálastjóra Jakobi Gísla-
syni, ekki rafmagnsstjóra.
„Hótel
Hekla"
rifin
Á FUNDI bæjarstjómar í gær
var rætt um nýtt skrifstofu-
húsnæði sem borgarstjóra var
falið að semja um leigu á til
afnota fyrir ýmsar skrifstof-
ur bæjarins. Er hér um að
ræða stórhýsi Almennra trygg
inga, sem nú er í smíðum milli
Reykjavíkur Apóteks, þarl
sem skrifstofur borgarstjóra
eru, og Hótel Borgar.
Upplýsti Geir Hallgrímsson
borgarstjóri, að þangað
myndu m. a. flytja skrifstof-
ur framfærslumála og aðrar,
sem eru i Hótel Heklu, en bæj
aryfirvöldin hafa fyrir uokkru 1
ákveðið að það hús skuli rif- t
ið við fyrstu hentugleika. I
Móðir okkar
ÓLAFlÁ ásbjarnardóttir
lézt að heimili sínu Garðhúsum í Grindavík, þann 5. maí.
Börnin.
Hér með tilkynnist að
IGNACIO DE LA CALLE
andaðist að heimili sínu í Alicante á Spáni hinn 4. maL
Fyrir hönd vina hins látna.
Magnús Víglundsson
Jarðarför systur okkar
GUÐBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR
fer fram laugardaginn 7. þ.m. og hefst með húskveðju
kl. 1,30 e.h. á heimili hinnar látnu, Steinboga í Garði. .
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Halldór Þórarinsson
Minningarathöfn um fósturmóður mína
SIGURLAUGU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Ási í Vatnsdal,
fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 7. maí kl.
10,30. — Útförin auglýst síðar.
Anna Benediktsdóttir
Útför eiginkonu minnar
ÓLAFlU ÓLAFSDÓTTUR
fer fram í dag 6. maí kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. — Aí-
höfninni verður útvarpað. — Blóm vinsamlegast af-
þökkuð.
Pétur dóhannesson
Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og
góðvild við andlát og jarðarför
SOFFlU JÓSAFATSDÓTTUR
Bessastöðum.
Eiginmaður, börn og bamaböm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför móður okkar,
GUDBJARGAR TÓMASDÓTTUR
Theódór Árnason, Sigurður Arnason,
Svanhildur Árnadóttir, Ámi Jón Árnason
Innilegar þakkir viljum við hér með mega flytja
þeim mörgu vinum, sem sýnt hafa okkur og bömum
okkar ríkulega hluttekningu við sviplegt fráfall sonar
okkar
SVEINBJARNAR SIGURBERGS SIGVALDASONAR
er drukknaði aðfaranótt sumardagsins fyrsta sl.
Við þökkum öll hlýju handtökin ykkar, kæru vinir,
allar samúðarríku kveðjurnar, allar minningargjafimar
um dreginn okkar til sjúka fermingabróður hans og við
biðjum ykkur blessunar Guðs.
Hafnarfirði, 6. maí 1960.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Sigvaldi S. Sveinbjamarson
Anhning yfii 100 þús. lítrar